Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 15
i-eer htdh .>s Laugardagur 27. apríl 1991 npimi \ 'i'i Tíminn 27 Körfiiknattleikur—Landsiiðið: Pétur verður með — í Evrópukeppninni sem hefst í Höllinni á miðvikudaginn Annar riðiU undankeppni Evrópu- æfíngu þá um kvöldið fann hann kynnt í gærdag, en líkleg liösskipan móts landsliða í körfuknattleik ekki fyrir meiðslum í hásin, sem er þannig: Jón Kr. Gíslason, Magn- verður leikinn hér á landi í næstu hafa hrjáð hann í vor. Pétur verður ús Matthíasson, Falur Harðarson, viku, ftá miðvíkudegi og fram á því með íslcnska liöinu í kcppninni Teitur Örlygsson, Guðmundur sunnudag. Auk íslenska liðsins og er það gífuriegur slyricur. TvÖ Bragason, Axel Nikulásson, Páll taka iandslið Danmerkur, Finn- lið komast áfram í keppninni og Kolbeinsson, Valur Ingimundar- lands, Noregs og Portúgal þátt í hefur íslenska liðið sett mariáð á son, Guðnl Guðnason, Guðjón mótinu. Fyrsti Iciicur íslenska liðs- annað þessara sæta. Á brattann Skúlason, Pétur Guðmundsson og insverðurgegnDönumk). 16.00 á verður að sækja, en með tilkomu annað hvort Jón Amar Ingvarsson miðvikudaginn 1. maí. Péturs ætti róðurinn að verða mun eða Kristinn Elnarsson. Pétur Guðmundsson kom frá léttari. Nánar vcrður sagt frá mótinu síð- Bandaríkjunum á fímmtudag og á íslenska liðið hafði ekki verið til- ar. Handknattleikur: Handknattleikur— Kvenna: Fram og Stjarnan berjast um íslandsmeistaratitilinn — í 1. deild kvenna í handknattleik KR féll í 2. deild KR-ingar, sem urðu í 7. sæti 1. deildar fyrr í vetur og misstu naum- Iega af sæti í efri hluta úrslita- keppninnar, féllu í 2. deild sl. mið- vikudagskvöld eftir að hafa gert jafntefli gegn Gróttu 20-20. KR-liðið tók 4 stig með sér í úrslita- keppnina og stóð því vel að vígi í upphafi. Það dugði hins vegar ekki til, þar sem liðið hefur aðeins unnið einn Ieik til þessa í úrslitakeppninni og gert 2 jafntefli. IR-ingar halda enn í vonina um að halda sér í deildinni, eftir 25-18 sig- ur á Fram. Hetja ÍR-inga í leiknum var Hallgrímur Jónasson markvörð- ur, sem varði 22 skot. Á mánudaginn vann KA öruggan sigur á Selfyssingum 25-18. I efri hluta úrslitakeppninnar vann FH öruggan sigur á ÍBV 28-22, Valur vann Hauka einnig örugglega 26-19 og Víkingar unnu þriggja marka sig- ur á Stjörnunni í Garðabæ 32-35 í miklum markaleik. BL Körfuknattleikur: Enn vann ísland stóran sigur íslenska landsliðið í körfuknattleik rúllaði yfír lið Austurríkis í fjórða sinn á jafn mörgum dögum á mið- vikudagskvöld 99- 67, en leikurinn var leikinn í Þorlákshöfn. Stigahæstur í íslenska liðinu var Falur Harðarson með 22 stig. BL Evrópumótin í knattspyrnu: Rauða stjarnan og Marseille í úrslit Það fór eins og margan grunaði, Rauða stjaman frá Júgóslavíu og Marseille frá Frakklandi munu leika tíl úrslita um Evrópumeistaratitílinn í knattspymu, en hvomgt þessara liöa hefur áður komist í úrslit keppninnar. Úrslitaleikurinn fer fram í Bari á Ítalíu 29. maí nk. Á miðvikudagskvöldið gerði Rauða stjaman 2-2 jafntefli gegn Bayern Múnchen í Belgrad, en komst áfram á 4-3 skori samanlagt. Marseille vann 2-1 sigur á Dynamo Moskvu á heimavelli sínum og vann sam- anlagt 5-2. Keppni bikarhafa Manchester United gengur betur í Evr- ópukeppninni en í úrslitaleik ensku deild- arbikarkeppninnar um síðustu helgi. Un- ited lagði Legiu frá Varsjá að velli á mið- vikudagskvöldið 1-0 á Old Trafford og sigraði samanlagt 4-2. Iúrslitum keppninnar maetir United liði Barcelona, en Börsungar töpuðu fyrir Ju- ventus 1-0 í Tórínó. Barcelona vann þó samanlagt 3-1. Úrslitaieikur Manchester United og Barcelona fer fram í Rotterdam í Hollandi 15. maí. UEFA-keppnin Tii úrslita í keppni félagsliða leika tvö ítölsk lið og er það nokkur sárabót fyrir ítölsku liðin, sem unnu sigur í öllum keppnunum þremur í fyrra. AS Roma vann 2-1 sigur á Bröndby og Inter Milan vann Sporting Lissabon 2-0, I úrslitum keppninnar er leikið heima og heiman, 8. og 22 maí. bl Á morgun kl. 15.00 verður úrslita- leikurinn í 1. deild kvenna í hand- knattleik leikinn í Laugardalshöll. Það eru Fram og Stjaman sem eig- ast við, en liðin hafa staðið upp úr í kvennahandknattleiknum í vetur. Fyrir skemmstu léku þessi sömu lið til úrslita í bikarkeppninni og þá vann Fram stórt. í fyrri Ieik liðanna á íslandsmótinu í Garðabæ gat sig- urinn lent hvorum megin sem var, en Fram vann að lokum nauman sigur. Stjörnustúlkur hafa því harma að hefna í leiknum á morgun. Árangur Framstúknanna hefur ver- ið með eindæmum undanfarin ár. íþróttir helgarinnar: Lokaumferðin í úrslitakeppninni Síðasta umferðin í úrslitakeppni 1. deildar karla í handknattieik verður leik- in í dag. Mikil spenna er í fallbaráttunni, en úrslitin á toppnum eru þegar ráðin. í dag leika Grótta og Fram á Seltjamar- nesi kl. 16.30 og KA og KR á Akureyri kl. 13.00 í neðri hlutanum. í gærkvöld léku Selfoss og ÍR á Selfossi. í efri hlutanum leika í dag Víkingur og Valur í Laugardalshöll og Haukar og FH í íþróttahúsinu við Strandgötu, leikirnir hefjast báðir kl. 16.30. í gærkvöld léku ÍBV og Haukar í Eyjum. Körfuknattleikur Norðurlandamót unglingalandsliða í körfuknattleik pilta og stúlkna verður haldið í Stykkishólmi um helgina. Mótið hófst í gær, en keppt verður í dag og á morgun frá kl. 9.00-21.00. í dag leikur piltalið íslands tvo leiki. Gegn Noregi kl. 9.00 og gegn Danmörku kl. 19.00. Stúlknaliðið mætir liði Dan- merkur kl. 15.00. Á morgun leikur piltaliðið gegn Finn- landi kl. 17.00 og stúlknaliðið gegn Sví- þjóð kl. 15.00. Úrslitakeppnin í 2. deild í körfuknatt- leik verður leikin í Hagaskóla um helg- ina. Sex lið mætast í tveimur riðlum. Liðið sem sigrar flyst upp í deild. Knattspyma í dag leika Fylkir og ÍR á Reykjavíkur- mótinu í knattspyrnu kl. 17.00 á gervi- grasinu í Laugardal. Á morgun á sama stað og tíma mætast Leiknir og Þróttur. Knattspyrna: Valur vann Fram Valur er meistari meistaranna í knattspymunni 1991. Liðið sigraði Fram í leik bikarmeistara gegn Is- landsmeisturum á miðvikudags- kvöldið í Meistarakeppni KSÍ. Úrslit urðu 2-1 í framlengdum leik. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma, en í fyrri hálfleik framleng- ingarinnar náði Jón Erling Ragnars- son forystunni fyrir Fram. Rétt fyrir hlé jafnaði Steinar Adólfsson metin fyrir Val úr vítaspyrnu. í síðari hálf- leik framlengingarinnar skoraði Jón Grétar Jónsson síðan sigurmark Valsmanna. BL Síðan 1970 hefur liðið orðið íslands- meistari 16 sinnum, sem sé ekki unnið 5 sinnum. í öll þau skipti hef- ur liðið orðið í 2. sæti. Þar að auki hefur liðið sigrað 10 sinnum í bikar- keppninni á þeim 16 árum, sem lið- in eru frá því hún hófst árið 1976. Rammamiðstöðin í Sigtúni hefur nú gefið stórglæsilegan bikar fyrir sigurvegara á íslandsmóti kvenna. Kvaðir sem fylgja honum eru þær að það lið, sem sigrar 4 ár í röð eða 6 sinnum alls, fær bikarinn til eignar. Heiðursgestur á leiknum verður Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra. Körfuknattleikur — Unglinga: Jón Arnar og Linda eru leikreyndust Norðurlandamót unglingalands- liða, Pólar-cup, hófst í Stykkis- hólmi í gær, en liðið er bæði í pilta- og stúlknaflokki. Dagskrá mótsins er að fínna annars stað- ar hér á síðunni. Jón Arnar Ingvarsson er leik- reyndastur piltanna í unglinga- landsliðinu með 16 leiki. Nökkvi Jónsson úr Keflavík hefur einnig leikið 16 leiki. Piltaliðið er annars skipað eft- irtöldum piltum: Hjörtur Harðarson ÍBK Jón Stefánsson ÍBK Birgir Guðfinnsson ÍBK Nökkvi Jónsson ÍBK Jón Arnar Ingvarsson Haukum Bragi Magnússon Haukum Sigfús Gizurarson Haukum Marel Guðlaugsson UMFG Hermann Hauksson KR Benedikt Sigurðsson KR Sigurður Jónsson KR Eggert Garðarsson ÍR Þjálfari piltanna er Jón Sig- urðsson. Linda Stefánsdóttir, besti leik- maður 1. deildar kvenna á ný- liðnu keppnistímabili, er leik- reyndust í stúlknaliðinu með 11 unglingalandsleiki að baki. Kristín Blöndal og Guöbjörg Noröfjörð hafa leikið 9 leiki. Unglingalandslið kvenna er annars skipað eftirtöldum stúlk- um: Kristín Blöndal ÍBK Guðbjörg Norðfjörð Haukum Linda Stefánsdóttir ÍR Olga Færseth ÍBK Birna Valgarðsdóttir UMFT Valdís Rögnvaldsdóttir ÍR Inga Dóra Magnúsdóttir UMFT Kristín Elfa Magnúsdóttir UMFT Hanna Björg Kjartansdóttir Haukum Kristjana Jónasdóttir UMFT Kristín Jónsdóttir UMFT Anna Guðmundsdóttir UMFG Þjálfari stúlknaliðsins er Vlad- imir Obukov. Innkaupastofnun ríkisins fyrir hönd heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytis, óskar hér með eftir tilboðum í smíði tengigangs milli eldhúsbyggingar og aðalbyggingar Landspitalans í Reykjavík. Helstu kennitölur: Heildargólfflötur 2.770 m2 Heildarrúmmál húsa 11.000 m3 Uppgröftur 7.300 m3 Steypa 1.600 m3 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar rikisins eftir næstkomandi þriðjudag gegn 20.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð skulu hafa borist Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, eigi síðar en miðvikudaginn 22. maí 1991 kl. 11:00 f.h. og verða þau þá opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVlK Innkaupastofnun ríkisins f.h. Ríkisspítala óskar eftir tilboðum i gagngerar endurbætur, klæðningu og viðgerðir á þvottahúsi Ríkisspítala, Tunguhálsi 2. Helstu magntölur: Stálklæðning 230 m2 Múreiningakerfi 90 m2 Endurnýjun glers 170 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, 105 Reykjavík, gegn 15.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 10. maí 1991 kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNi 7.105 REYKJAVlK Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Skólaskrifstofu Reykja- víkur, óskar eftir tilboðum í viðhaldsverk. Austurbæjarskóli. Breytingar innanhúss 2. áfangi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 15. mai 1991, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 ||) ÚTBOÐ innKaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Skólaskrifstofu Reykja- víkur, óskar eftir tilboðum í viðhaldsverk. Álftamýrarskóli. Viðgerðir og endurbætur á þökum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 14. mai 1991, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegl 3 - Sími 25800 Útboð Bitrufjörður 1991 Vegagerð rikisins óskareftirtilboðum í lagn- ingu 9,5 km kafla á Hólmavíkurvegi í Bitru- firði. Helstu magntölur: Fyllingar 10.400 m3, burðarlag 22.000 m3 og bergskering 3.000 m3. Verkinu skal lokið 15. nóvember 1991. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rík- isins á Isafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 29. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 13. maí 1991. Vegamálastjórí. _________________J t r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.