Tíminn - 18.05.1991, Page 4

Tíminn - 18.05.1991, Page 4
4 Tíminn írakardæma Breta í lífstíðarfangelsi: Bresk stjórnvöld beita þrýstingi Breska ríkisstjómin sagðist í gær ætla að beita íraksstjóm há- marksþrýstingi til að reyna að fá breskan ríkisborgara lausan úr írösku fangelsi. Bretinn, sem heitir Douglas Brand og er verkfræð- ingur, starfaði fyrir írösk stjómvöld áður en Persaflóastríðið hófst. Hann var handtekinn þegar hann var að reyna að flýja frá írak og var einn af þeim fjölmörgu Vesturlanda- búum og Japönum, sem írösk yfir- völd héldu í gíslingu framan af Persaflóastríðinu. Honum var hins vegar ekki sleppt í desember á síð- asta ári eins og flestum öðrum og nú hefur íraskur dómstóll dæmt hann til lífstíðar fangelsisvistar fyrir njósnir. Douglas Hogg, utanríkisráðherra Bretlands, sagði að Bretar myndu beita neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að hindra að viðskiptabanninu gegn írak verði aflétt, meðan Brand væri í írösku fangelsi. Hann sagði einnig að lífs- Sveitastarf óskast 19 ára stúlka vön sveitastörfum óskar eftir vinnu á góðu sveitaheimili. Upplýsingar í síma 91-43693 eftir kl. 1. FRAMSÓKNARMENN REYKJAVÍK OG NÁGRENNI Hvltasunnukaffi SUF verður haldið að Hafnarstræti 20, 3. hæð, Reykjavik, mánudaginn 20. mal, kl. 15 (annan 1 hvitasunnu). Ávarp um áherslur I flokksstarfi á næstu misserum flytur Steingrimur Hennannsson, fonnaður Framsóknarflokksins. Einnig mun Siv Friðieifsdóttir, formaður SUF, flytja ávarp um áherslur i starfi SUF í sumar og hausL Steingrímur JFVj Gestgjafar verða meðlimir deildar 13 I SUF, sérfræðingar I vöfflu- bakstri. Mikilvægt er að sem flestir jákvæðir og víðsýnir, ungir sem aldnirframsóknarmenn mæti til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Spörnm okkur hvllasunnubaksturinn og mætum öll. Framkvæmdastjóm SUF Siv SUMARTÍMI SKRIFSTOFU FRAMSÓKNARFLOKKSINS Frá 15. mai veröur skrifstofa okkar í Hafnarstræti 20, III hæö, opin frá kl. 8:00-16:00 mánudaga-föstudaga. Veriö velkomin. Framsóknarflokkurinn Noröurland eystra Kosningahátíö framsóknarmanna I Noröuriandskjördæmi eystra veröur haldin laugardaginn 25. maí nk. Dagskrá: Gróðursetning viö Melgerðismela. Útigrill. Kvöldvaka. Dagskrá nánar auglýst síöar. Stuðningsfólk Framsóknarflokksins I kjördæminu er hvatt til aö mæta og fagna kosningasigri. K.F.N.E. aw-mzfa. yjf '"Jl PÍ |ft. £r Akurnesingar, hi -CShS B V h nærsveitar- Steingrimur menn Ingibjörg Föstudaginn 24. maí kl. 20.30 mæta þau Steingrímur Hermanns- son, formaöur Framsóknarflokksins, og Ingibjörg Pálmadóttir al- þingismaður í Framsóknarhúsið við Sunnubraut. Fundarefni: Starfið framundan. Allir framsóknarmenn velkomnir. Fulltrúaráð og framsóknarfélögin á Akranesi tíðardómurinn kæmi í veg fyrir að írösk stjórnvöld gætu nálgast fjár- muni sína í Bretlandi. Tálsmaður breska utanríkisráðu- neytisins taldi að lífstíðardómurinn þýddi að írösk dómsyfirvöld mundu í síðasta lagi náða Brand eftir 20 ár. Hámarksrefsing í írak fyrir njósnir er líflát. Breskur blaðamaður af ír- önsku bergi brotinn var tekinn af lífi í mars á síðasta ári fyrir njósnir. írakar slitu stjórnmálasambandi við Breta þegar Persaflóastríðið skall á, en Sovétmenn hafa farið með mál Bretlands í írak. Reuter-SÞJ Hér sést Lech Walesa, forseti Póllands, ásamt Elísabetu Bretlands- drottningu. Pólverjar hafa breytt efnahagsstefnu sinni. Pólverjar fella gengio u Pólska ríkisstjómin ákvað að fella gengi zlotysins (pólska gjaldmiðils- ins) um 14,4% í gær og Lech Wa- lesa, forseti landsins, sagði að það væri tímabært að hraða efnahags- umbótum í landinu og koma pólsku efnahagslífi úr þeirri djúpu lægð sem það hefur verið í. Ríkisstjórnin hafði haldið gengi zlotysins föstu gagnvart dollaran- um, 9.500:1 (nú er það 11.100:1) og var það í samræmi við kröfur Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) fyrir lánveitingum upp á 2,5 milljarða dollara á næstu þremur árum og kröfur vestrænna ríkisstjórna fyrir að strika út a.m.k. helming erlendra skulda landsins. Fjármálaráðherra Póllands, Leszek Balcerowicz, sagði hins vegar í gær að aðstæður hefðu krafist þess að gengið yrði fellt. Mik- il hækkun dollarans og hrun hefð- bundinna markaða pólskra útflutn- ingsvara í Austur-Evrópu hefði orðið til þess að viðskiptahallinn fyrstu fjóra mánuði þessa árs hefði verið 645 milljónir dollara. f fyrra var hagnaður af viðskiptum við austur- blokkina upp á 4,4 milljarða rúblna og við ríki með rétta gengisskrán- ingu upp á 3,4 milljarða doliara. Fjármálaráðherrann taldi að verð- bólguáhrif gengislækkunarinnar yrðu smávægileg. Pólverjar hafa verið hvað djarfastir þjóða Austur-Evrópu í að koma á vestrænu markaðshagkerfi, en það hefur kostað minni framleiðni í iðn- aðinum, mun verri lífskjör og mikið atvinnuleysi. Walesa sagði á frétta- mannafundi, sem hann hélt í gær, að ákveðið hefði verið að hraða efna- hagsumbótum enn frekar. Meðal annars á að flýta sölu arðbærra ríkis- fyrirtækja og uppgjöri óarðbærra ríkisfyrirtækja. Reuter-SÞJ Alþjóðadómstóllinn í Haag: Finnsk stjóm* yéld kæra dönsk Finnsk stjómvöld hafa kært dönsk stjómvöld fyrir Alþjóðadómstóln- um í Haag í Hollandi, vegna brúar sem Danir ætla að reisa yfir Stóra- beltið. Málið kom fyrir dómstólinn í gær og krefjast Finnar þess að Dönum verði bannað að byggja brúna. Brúin, sem á að vera 65 metrar á hæð, er ekki nógu há til þess að stórir olíuborpallar og seglskip geti siglt undir hana og telja Finnar að smfði hennar geti ógnað skipaiðn- aðinum í Finnlandi, en hann byggir afkomu sína mikið á smíði og við- haldi á stórum olíuborpöllum og seglskipum. Háttsettur lögfræðingur hjá finnska utanríkisráðuneytinu sagði í gær að þeir vonuðust til að dóm- stóllinn viðurkenndi rétt Dana til að byggja brú yfjr Stórabeltið og stuðla þannig að bættum samgöngum í Danmörku, en að hann tæki tillit til hagsmuna Finna og setti skilyrði fyrir byggingu brúarinnar, þannig að hún mundi ekki hindra sam- göngur ti! Finnlands. Reuter-SÞJ Laugardagur 18. maí 1991 Fréttayfirlit BELGRAD - Ekki tókst að veija nýjan Júgóslavíuforseta á fundi forsetaráðs Júgóslavíu í gær. Fulltrúar Slóveniu, Króa- tíu og Makedóniu gengu út af fúndinum. Júgóslavía hefur verið án forseta frá miðnætti aðfaranótt flmmtudags. WASHINGTON - George Bush, forseti Bandarikjanna, sagði i gær eftir viðræður við James Baker utanrikisráð- herra að hann væri bjartsýnn á að hægt væri að koma á ffiðar- ráðstefnu milll fsraelsmanna og Araba um Palestlnumálið og að Bandaríkjamenn mundu halda áfram að reyna að koma slíkri ráöstefriu á. LÚXEMBORG - Forsætis- ráðherra Egyptalands, Hosni Mubarak, sagöist f gær telja líklegt aö hægt væri að koma á friðarráðstefnu um Palestínu- málið fyrir lok þessa árs. CANBERRA - Utanríkisráð- herra Irans, Ali Akbar Velayati, sagðl I gær að írönsk stjóm- völd væru ekki bjartsýn á að Bandaríkjamönnum tækist að koma á friðarráðstefnu milii Ar- aba og (sraelsmanna um Pal- estínumálið. BAGDAD - Kúrdlski skæru- liðaieiðtoginn, Massoud Barz- ani, sagði I gær að mikill ár- angur hefði náðst í viðræðum kúrdísku samninganefndarinn- ar, sem hann leiðir, og íraskra stjömvalda I Bagdad um aukin réttindi kúrdiska minnihlutans í frak. Hann sagði að samkomu- lag hefði náðst um öil helstu at- riðin. Enn hafa aðilar ekki skrif- að undir neinn samning. JERÚSALEM - Palestínu- arabi særði þrjá ísraelsmenn með eggvopni í gær og forsæt- isráðherra fsraels, Yitztiak Shamir, sagði slæmt að árás- armaðurinn skyldi nást lifandi. AGARTALA - Flóð og aur- skriður í noröurhéruöum Ind- lands hafa leitt til dauða 71 manns, þ.á m. 12 hermanna sem drukknuðu þegar á fiæddi yfir tjaldbúðir þeirra. PARÍS - Edith Cresson, ný- I skipaður forsætisráöherra Frakklands, sem talað hefur verið um sem hina sósialísku Jámfrú, byrjaði með látum í nýja starfinu og lofaði aö berj- ast af hörku fyrir uppbyggingu fransks iðnaðar. MOSKVA - Skrifstofur aðal stjómarandstöðuhreyfingar- innar i Sovétrikjunum, Lýðræði i Rússlandi, eyðilögðust i sprengingu í gær. Embættis- menn hreyfingarinnar sögðu að sprengju hefði verið komið fyrir í skrifstofunum. WASHINGTON - Sú stað- neynd, að sovésk stjómvöid skuli nota óbreyttar hersveitir tii að glíma viö þjóðemisdeilur, veikir sovéska herinn og eykur líkumar á ktofningi innan hans. Þetta kom fram í skýrslu bandarísku layniþjónustunnar (CIA), sem kynnt var á banda- rfska þinginu í gær. ABERGAVENNY - Breski fhaldsflokkurinn tapaði áður „öruggu" þingsæti öl Verka- mannaflokksins í aukakosn- ingum, sem ffam fóru í Monmouth-kjördæminu i Wa- les I gær. SOFÍ A - Alþjóðabankinn hefur mælt með að Búlgariu verði veift 250 milijarða dollara tán til að markaðsvæða efnahags- j kerfið, að sögn elns starfs- j manna bankans. Reuter-SÞJ i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.