Tíminn - 18.05.1991, Qupperneq 7

Tíminn - 18.05.1991, Qupperneq 7
Laugardagur 18. maí 1991 Tíminn 7 Frá Akureyri ríkisstjórnar og Alþingis. Núver- andi ríkisstjórn getur því ekki setið hjá við þá kjaramálaum- ræðu sem þegar er hafin af full- um krafti. Hún verður fyrr eða síðar neydd til þess að láta þar að sér kveða að því marki sem eðlilegt er af hennar hálfu og nauðsynlegt í reynd að ríkis- valdið komi þar nærri. Samvinnufyrirtækin Á undanförnum vikum hafa fréttir frá aðalfundum stærri og smærri fyrirtækja borið hátt í fjölmiðlum landsins. Er ekki of- sagt að upplýsingar um afkomu þessara fyrirtækja séu á einn veg, að hún sé góð og hafi stór- um batnað miðað við fyrri ár, ekki síst árið 1987 og 1988. Hér skai sérstaklega leidd at- hygli að afkomu kaupfélaganna vegna þess að hagur þeirra og annarra fyrirtækja samvinnu- hreyfingarinnar var mjög umtal- aður fyrir 2-3 árum og ekki laust við að óheillaspár væru látnar falla um framtíð samvinnufyrir- tækjanna í landinu og jafnframt látið að því liggja að ástæður erf- iðleika samvinnufyrirtækja yrðu ekki einungis raktar til hins al- menna ástands og efnahagsum- hverfis, heldur lægi meinsemdin í eðli samvinnufélaganna sjálfra. Ekki er ástæða til að fara mikið út í slíkar hugmyndir, en í höf- uðatriðum hafa þær ekki reynst eiga við rök að styðjast að öðru leyti en því að samvinnuhreyf- ingin verður að laga sig að breyttum tímum og grípa til úr- ræða í starfsemi sinni sem laga- legar, fjárhagslegar og efnahags- legar aðstæður krefjast hverju sinni. Þótt samvinnuhreyfingin hafi gengið í gegnum mikið um- brotaskeið undanfarin ár, ekki síst sjálft Samband íslenskra samvinnufélaga með sína víð- tæku starfsemi, hefur þegar orð- ið breyting á afkomu samvinnu- fyrirtækjanna og má rekja til margvíslegra orsaka. Enginn ef- ast um að þar má sín mikils batnandi efnahagsumhverfi eins og forshóri Sambandsins, Guð- jón B. Olafsson, orðaði það eitt sinn og var vel að orði komist. En hagræðing og skipulags- breytingar koma þar auðvitað við sögu. Kaupfélögin sem eru burðarás- ar atvinnulífs og framleiðslu víða um land, áttu við mikla fjár- hagserfiðleika að stríða í efna- hagskreppu síðustu ára, en aðal- fundir þeirra að undanförnu sýna að þau eru almennt að rétta við. Afkomubati kaupfélaganna á sér ýmsar ástæður og hafa stjórnir kaupfélaga og kaupfé- lagsstjórar gert grein fyrir þeim í aðalfundarskýrslum. Batnandi rekstur ___________KEA_______________ í skýrslu stjórnarformanns Kaupfélags Eyfirðinga, Jóhann- esar Sigvaldasonar, og kaupfé- lagsstjórans, Magnúsar Gauta Gautasonar, eru raktar helstu ástæður bætts rekstrar KEA eins og hann birtist í ársreikningi fyrir árið 1990. Rekstur þess árs skilaði 262ja milljón króna hagnaði gagnstætt því að tap varð á rekstri félagsins 1989 að fjárhæð 177 milljónir og rúmar 200 milljónir 1988. Stjórnendur Kaupfélags Eyfirð- inga rekja þennan mikla bata að nokkru til ytri skilyrða, en einn- ig þess að gripið var til margvís- legra aðgerða innan félagsins og fyrirtækja þess til hagræðingar í rekstri. Þau ytri skilyrði sem þarna er átt við eru m.a. minnk- andi verðbólga, stöðugt gengi, lægri nafnvextir og hófsamir kjarasamningar. Þessi atriði höfðu ekki síst áhrif til lækkunar á fjármagnskostnaði, sem að sjálfsögðu létti stórlega þann bagga sem fjármagnskostnaður- inn var á árum hallarekstrar ásamt miklum gengistöpum, sem einkenndu afkomuna þau ár. Vafalaust eru það sömu ástæð- ur og hér hafa verið raktar sem legið hafa til grundvallar batn- andi afkomu annarra kaupfé- laga. Án efa væri einnig hægt að heimfæra þær upp á öll önnur atvinnufyrirtæki í landinu, sem bætt hafa rekstur sinn að undan- förnu, snúið hallarekstri í góða afkomu. En af þessu sést einnig að þessi batnandi afkoma í at- vinnurekstri á meginorsök sína í þrennu: Stöðugleika, góðum markaðsskilyrðum og rekstrar- hagræðingu. Af þessu þrennu geta ráðamenn atvinnulífs og vinnumarkaðar ráðið mestu um stöðu og þróun tvenns, þ.e. stöð- ugleika og skynsamlegs rekstrar. Markaðsskilyrðin hefur atvinnu- lífið e.t.v. ekki í hendi sér, en jafnvel á því sviði er ábyrgðin eigi að síður að mestu á herðum þeirra sem stjórna atvinnulífinu. Það er þeirra mál að þekkja þá markaði sem framleitt er fyrir og fylgjast með markaðsþróun yfir- leitt. Ný þjóðarsátt nauðsyn Efnahagsþróun síðustu tveggja ára, eftir að endurreisnarstarf fráfarandi ríkisstjórnar tók að bera ávöxt, hefur lagt grundvöll að betur reknu atvinnulífi í land- inu en áður hefur verið. Þessi grundvöllur hefur verið styrktur með þeim stöðugleika sem skap- ast hefur fyrir þjóðarsáttina, samkomulag hagsmunaafla og stéttasamtaka um jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Að þessu samkomulagi standa öll áhrifaöfl þjóðfélagsins, markaðsöflin og ríkisvaldið, atvinnurekendur og launamenn, Alþingi og ríkis- stjórn, þjóðin sem heild. Þessi samvinna ráðandi þjóðfé- lagsafla er ekki neins konar út- þurrkun eða afnám frjálsrar hagsmunabaráttu og þaðan af síður yfirlýsing um að engin kjaramismunun eigi sér stað og búið sé að finna upp eitthvert óumbreytanlegt jafnvægi milli hagsmunahópanna í landinu. Hins vegar byggist þessi sam- vinna á að ítarleg samráð og um- ræður eigi sér stað um heildar- hagsmuni, sem óhjákvæmilegt er að taka tillit til þegar tekju- skipting í þjóðfélaginu er ákveð- in. Þetta sjónarmið var ríkjandi við gerð kjarasamninga í febrúar 1990. Þann hug sem þar lá að baki þarf að glæða, halda honum sem lengst vakandi. Galdur efnahagsstjómar Þjóðarsáttartíminn er senn á enda eins og samningar hljóða um. Tímabært er að fara að vinna að nýrri þjóðarsátt sem tryggi jafngóðan árangur næstu misseri eins og sú sem staðið hefur að undanförnu. Sem áður eru það aðilar vinnumarkaðarins sem ráða úrslitum í þessu efni, en hlutur ríkisvaldsins má sín eigi að síður mikils, ekki á þann hátt sem stundum er sagt að rík- isvaldið eitt geti tryggt stöðug- leika, heldur hitt að ríkisvaldið sé samstiga aðilum vinnumark- aðarins um að stöðugleika sé haldið. Það er ekki stjórnvaldsat- höfn að ákveða efnahagslegan stöðugleika. Efnahagslegur stöðugleiki skapast því aðeins að þjóðarsátt ríki um að svo skuli vera. Það er galdur efnahags- stjórnar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.