Tíminn - 18.05.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.05.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hafnarhusinu v Tryggvagotu. S 28822 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga POSTFAX 91-68-76-91 HOGG- > DEYFAR Verslið hjá fagmönnum varahluti LfcL Hamarsböfða 1 - s. 67-67- Fi niinn LAUGARDAGUR 18. MAl 1991 ■■■m Óverjandi að loka á biðröðina og vaxtahækkun á eldri lán ekki ásættanleg, segir ASÍ: Vaxtahækkun í 6% kost- ar lánþega milljarö á ári ASÍ hefur, vegna frétta fjölmiðla, ítrekað þá afstöðu sína, að óveijandi sé að þeir, sem eru í hinni svokölluðu biðröð í húsnæð- islánakerfinu, fái ekki fyrirgreiöslu á grundvelli þeirra laga, sem giltu þegar þeir sóttu um lánin. Sérstaklega er ASÍ þá með for- gangshópinn í huga. ASÍ hefur sömuleiðis margítrek- að þá skoðun að ekki sé ásættan- legt að hækka vexti á eldri lánum, vegna þess að það raski greiðslu- áætlunum lántakenda. Bankastjórn Seðlabankans hefur, samkvæmt fréttum, lagt til að vextir af lánum Byggingarsjóðs ríkisins, sem veitt voru 1984 og síðar, verði hækkaðir í allt að 6%. Af nær 66 milljarða útistandandi lánum sjóðsins um s.l. áramót eru í kringum 47 til 50 milljarðar kr. eftirstöðvar lána, sem sjóðurinn hefur veitt árið 1984 og síðar, þ.e. sem vaxtahækkunin mundi því væntanlega ná til. Vextir þessara lána eru nú 3,5%, nema lána sem veitt hafa verið frá því í desember 1989, sem bera 4,5% vexti. Komi vaxtahækkun í 6% til framkvæmda mundi það skila Byggingarsjóði ríkisins í kringum 1 milljarð króna í aukn- um vaxtatekjum á ári. Til að líta nánar á þá röskun á greiðsluáætlunum lántakenda, sem ASÍ bendir á að slík vaxta- hækkun mundi hafa í för með sér, má taka eftirfarandi dæmi. Þeir, sem fengu hámarkslán til kaupa á sinni fyrstu íbúð á árunum 1986- 1989, skulda Byggingarsjóði núna tæplega 4,8 milljónir kr. ef þeir keyptu nýja íbúð, en í kringum 3.350 þús. kr. ef þeir keyptu not- aða. Ársvextir af hærra láninu eru nú um 168 þús. á ári, miðað við 3,5% vexti, en hækka í 288 þús. kr. — eða um 120 þús. kr. á ári — hækki vextirnir í 6%. Samsvarandi vaxtahækkun mundi vera í kring- um 85 þús. kr. af lægri lánsupp- hæðinni, miðað við núverandi verðlag. Bent hefur verið á að hækkun vaxtabóta á móti mundi bæta mörgum lántakendum þessa vaxtahækkun. Ljóst viðist þó að töluvert muni á það vanta í ýmsum tilfellum. Má t.d. benda á að hækkun vaxta- greiðslna um 120.000 kr. á ári er nokkru hærri upphæð heldur en vaxtabætur geta hæstar orðið hjá einhleypingi. Aðeins þeir, sem litlar sem engar vaxtabætur hafa fengið til þessa, gætu því fengið vaxtahækkun af hámarksláni bætta að mestu eða öllu leyti gegnum vaxtabætur. Hámark vaxtabóta á þessu ári hefur Tíminn ekki. Árið 1990 var það hins vegar 107 þús. kr. til einhleypings, 140 þús. kr. til einstæðs foreldris og 174 þús. kr. til hjóna. -HEI Unglingar án ökuréttinda gripnir á bifhjólum: Hafa engan hemil á sér Ökuréttindalaus ökumaður óskrá- setts létts bifhjóls ók á unga stúlku í Rofabæ við Ársel, í Árbæ, um klukkan hálf tvö í gær og stakk síð- an af. Stúlkan hlaut meiðsl af og var flutt á slysadeild. Að sögn lögreglu er talsvert um það á vorin að unglingar, sem ekki hafa ökuréttindi, séu gripnir á léttum bifhjólum. Er full ástæða til að brýna fyrir forráðamönnum ung- linganna að halda ökufysn ungling- anna í skefjum þar til þeir hafa aldur til. Ber nokkuð á því að sömu ung- lingarnir séu gripnir aftur og aftur, þar sem þeir geta ómögulega beðið sökum eftirvæntingar eftir því að verða löglegir. Þegar réttindalaus ökumaður er gripinn er hjól hans fært í vörslu lögreglunnar. Forráða- mönnum er leyfilegt að sækja hjól- ið, en verða jafnframt að skrifa und- ir skuldbindingu þess efnis að lög- brotið endurtaki sig ekki af hálfu unglingsins. Kemur oft fyrir, ein- hverja hluta vegna, að slík skuld- binding er ekki haldin. Réttindalausu unglingarnir á skellinöðrunum geta verið varasam- ir, þar sem þeir brúka iðulega göngustíga borgarinnar undir ferðir sínar, en þeir eru til annars ætlaðir. -GS. Höggmynd í tilefni 50 ára stjórnmálasambands Fjóröa júlí næstkomandi verður höggmynd afhjúpuð, sem banda- rísku sendiherrahjónin á íslandi hafa ákveðið að færa Reykjavíkur- borg að gjöf. Þetta er gert í tilefni þess, að 1. júní næstkomandi eru liðin 50 ár síðan formlegu stjóm- málasambandi var komið á milli ís- lands og Bandaríkjanna. Á þeim tíma hefur myndast náið samstarf milli þessara tveggja ríkja á fjöl- mörgum sviðum. Höggmyndin hefur hlotið nafnið „Vinátta" og er eftir Pétur Bjarnason listamann. Hún er rúmlega fjórir metrar á hæð og er stærsta bronsaf- steypa sem gerð hefur verið á ís- landi. Sendiherrahjónin bandarísku voru svo hrifin af útfærslu Péturs að þau báðu hann að gera aðra samskonar afsteypu sem verður staðsett við heimili þeirra í Flórída. Höggmynd- inni, sem verður í Reykjavík, hefur verið valinn staður á sjávarbakkan- um við Sæbraut á móti Seðlabank- anum og Sjávarútvegsráðuneytinu. Þannig verða höggmyndirnar við sitt hvorn enda Golfstraumsins og því táknrænar fyrir menningar- tengsl landanna. Þegar tilboðín voru opnuð í stjórnstöð Landsvirkjunar í gær. Tfmamyml; Ámf BJam* Skandínavar áttu lægsta tilboðiö I vélbúnað Fljótsdafsvirkjunar: Voru um 12% und ir kostnaðaráætlun Sænska fyrirtækið ABB Genera- tor och Kvárner Eureka A/S bauð lægst í raf- og vélbúnað fyrír Fljótsdalsvirkjun, en tilboð í hann voru opnuð f gær. 13 tilboð bár- ust. Kostnaðaráætlun ráðgjafa Lands- virkjunar hljóðaði uppá 1.925 miiljarða kr. Tilboð Skandína- vanna var samtals 1.685 milljarð- ur eða 87,6% af kostnaðaráætl- un. Þýska fyrirtækið Noell GmbH frá Þýskalandi átti annað lægsta tilboðið og það var 1.835 millj- ræða tilboð í hverfla, rafala ásamt arður eða 95,4% kostnaðaráætl- tilheyrandi búnaði. unar. Hssta tilboðið kom hins Rafalar Fljótsdalsvárkjunar verða vegar frá ítalska fyrirtækinu Ans- tvcir og geta þeir framlcitt 105 aldon GIEogvar 3.161 milfjarðar megavött hvor og samanlögð eða 64,2% yfir áætiuðum kostn- framleiðslugeta verður því 210 aði. megavðtt. Rafalarnir verða þeir Tilboðin verða nú könnuð með aflmestu á landinu, en næstir á tilliti tii útboðsgagna og borin eftir þeim sem eru f Hrauneyjar- endaniega saman. Að því búnu fossvirkjun. Þar eru þeir þrír og mun stjóm Landsvirkjunar taka framieiða hver um sig 70 mega- afstöðu til þcirra og skýra frá nið- vött. urstöðum sínum. Hér er um að -sbs. -sbs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.