Tíminn - 24.05.1991, Page 2

Tíminn - 24.05.1991, Page 2
2 Tíminn Föstudagur 24. maí 1991 Bókakostur landsmanna er prentaður á súran pappír og ástæða til að hafa áhyggjur af afdrifum hans: Er menningararfurinn að molna í höndunum á okkur? Verulegur hluti þeirra bóka sem prentaðar eru á íslandi eru prent- aðar á súran pappír. Bókaútgefendur eru þó í auknum mæli famir að láta prenta bækur sínar á sýrulausan pappír. Ekki hefur verið gerð nein heildarúttekt á ástandi bóka í íslenskum bókasöfnum, en Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður segist telja ástandið vera taisvert betra en gerist í nágrannalöndum okkar. Nýlega var sýndur þáttur í sjónvarpi um endingu bóka í bókasöfnum í Ameríku. Fram kom í þættinum að stór hluti bókakostsins er að skemm- ast. Ástæðan er fyrst og fremst að pappír sem hefur verið í notkun síð- ustu 150 ár er súr og verður stökkur og molnar með aldrinum. Leitað er allra leiða til að bjarga bókunum frá tortímingu. Þorgeir Baldursson, forstjóri Prent- smiðjunnar Odda, sagði gæði þess pappírs sem notaður er á íslandi vera almennt betri en pappírs sem notað- ur er í öðrum löndum. íslenskir bókaútgefendur væru kröfuharðari en útgefendur í nágrannalöndunum. Þorgeir sagði að pappírinn sem not- aður er hér á landi væri að sjálfsögðu misgóður. Dagblaðapappír væri t.d. lélegur pappír enda Iitu menn svo á, nema kannski bókasafnsfræðingar, að dagblöð ætti ekki að geyma. Þorgeir sagði að flestir bókaútgef- endur veldu pappír í bækur sínar með tilliti til þess hve lengi þeim væri ætlað að endast. Hann sagði að verðmunurinn á góðum og lakari pappír til bókagerðar væri ekki mik- ill, en vissulega væri sýrulaus pappír dýrari. Þorgeir sagði að prentiðnaðar- menn vissu vel af því vandamáli sem fjallað var um í umræddum sjónvarpsþætti og það sama mætti segja um bókaútgefendur. Hann sagðist hins vegar ekki telja vanda- málið eins umfangsmikið hér á landi og það er í öðrum löndum. Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður sagði að ekki hefði ver- ið gerð nein skipulögð könnun á ástandi bókakosts í Landsbókasafn- inu, en sagðist þó telja vandamálið ekki eins stórt hér á landi og það væri í öðrum löndum. Hann sagði að það vandamál sem bókaverðir á Landsbókasafninu yrðu mest varir við væri ending dagblaðanna. Papp- írinn í blöðunum væri lélegur og þau mikið notuð. Þess vegna skemmdust þau fyrr en önnur gögn safnsins. Brugðist hefur verið við þessu vandamáli með því að setja blöðin á filmur. Safngestir verða þá að nota filmurnar, en sjálf blöðin eru ekki Iánuð. Finnbogi sagði að núna væri búið að setja um helm- ing blaðakosts safnsins á filmur. Finnbogi sagði að það væri löngu þekkt staðreynd að um miðja 19. öld fóru menn að nota miklu verri pappír en áður tíðkaðist. Pappír fyr- ir þann tíma væri í mun betra ástandi nú en pappír frá seinni tíð. Hann sagði að ekki væri enn farið að nota hér á landi þá tækni við að afsýra pappír sem getið var um í sjónvarpsþættinum. Þorgeir sagði að það skipti ekki síður máli, þegar rætt væri um end- ingu bóka, við hvernig aðstæður þær eru geymdar. Finnbogi tók undir þetta og sagði að í Þjóðarbók- hlöðunni yrði þess gætt að geyma bækurnar við bestu aðstæður og að sjálfsögðu við mun betri aðstæður en þær búa við í dag. -EÓ Hús Sjómannaskólans við Háteigsveg í Reykjavík. Merkileg tímamót í menntunarsögu þjóðarinnar í dag: Stýrimannaskólanum slitið í 100. sinn Starfsvetri Stýrimannaskólans í Reykjavík lýkur í dag. Sérstök athöfn verður af því tilefni í Há- skólabíói en þetta er í 100. sinn sem skólanum er slitið. 112 nemendur stunduðu nám við skólann nú á vorönn. Stýrimannaskólinn tók fyrst til starfa haustið 1891 í svonefndu Doktorshúsi við Ránargötu í Reykjavík. Fyrsti skólastjóri,, Markús F. Bjarnason, bjó þá þar og hafði á eigin kostnað reist við- byggingu við hús sitt. Þegar skól- inn tók til starfa var þörfin fyrir hann orðin mjög brýn. Þilskipa- útgerð var í örum vexti en hún var öðru fremur upphafið að tæknibyltingunni í íslenskum sjávarútvegi. Árið 1891 flutti skólinn að Öldu- götu í Reykjavík, í gamla Stýri- mannaskólann. Þar bjó hann um skeið, við mikil þrengsli, í sam- býli við Vélskóla íslands. Árið 1941 var bygging Sjómannaskól- ans við Háteigsveg ákveðin og þangað fluttu Stýrimannaskólinn og Vélskólinn haustið 1945. Fyrri aldarheiminginn í sögu skólans var kennslan fremur fábreytt á nútíma mælikvarða. Lögð var áhersla á að veita nemendum staðgóða þekkingu í grundvallar- fræðunum. Síðari aldarhelming- urinn hefur einkennst af örum tækniframförum í sjávarútvegi og sem endurspeglast hefur í starfi skólans. Á þessum 100 ár- um hafa 5000 manns lokið próf- um frá skólanum. Núverandi skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík er Guðjón Ármann Eyjólfsson og hefur hann gegnt því starfi frá 1981. Á síðustu árum hefur verið unn- iö að gerð tillagna um breytingar á námstilhögun við skólann. Að bestu manna yfirsýn er talið æskilegt að taka upp kennslu í stjórnunar- og rekstarfræðum, líffræði hafsins, markaðs- og Guöjón Ármann Eyjólfsson hefur verið skólastjórí firá 1981. flutningafræðum, fiskmeðferð, veiðitækni og veiðarfæragerð og viðhaldi skipa. -sbs. Uppsagnirnar í Þjóðleikhúsinu: Leikstjórarnir styðja Stefán Félag leikstjóra á ísland og 4. deild Félags íslenskra leikara hafa Iýst yfir stuðningi við þá viðleitni nýráðins þjóðleikhússtjóra að breyta til í starfsmannahaldi húss- ins. í 4. deild Félags ísienskra leikara eru lausráðnir leikarar án fastrar at- vinnu. í ályktun fundar hennar er minnt á að í samningum Félags ís- lenskra leikara við Þjóðleikhús um kaup og kjör fastráðinna leikara, segir: „Fastráðinn leikari skal ráð- inn til a.m.k. eins árs í senn. Heim- ilt er aðilum þó að gera ráðningar- samning til lengri tíma, þ.e. til 2ja eða 3ja ára, takist um það sam- komulag. Hafi leikari starfað í 8 ár eða lengur hjá Þjóðleikhúsinu á hann rétt á að gerður sé við hann ótímabundinn ráðningarsamningur með gagnkvæmum 3ja mánaða uppsagnarfresti.“ I ályktun fundar 4. deildar Leikara- félagsins segir svo: „Þarna er þess hvergi getið að leikarar þeir, sem á hverjum tíma eru ráðnir til starfa við stofnunina, hljóti sjálfkrafa ævi- ráðningu. Samt sem áður hefur af einhverjum orsökum skapast sú hefð í Þjóðleikhúsinu að hrófla sem minnst við þessum „hreyfanlegu" samningum, sem hefur alið á þeirri tilhneigingu að skoða þá sem óupp- segjanlega. Fyrir bragðið hefur ískyggilega lítil tilfærsla eða endur- nýjun átt sér stað í leikaraliði Þjóð- leikhússins mörg undanfarin ár. Að þessu hefur löngum verið fundið, bæði af aðilum innan ieikarastéttar- innar og utan hennar, en því miður enginn séð ástæðu til að aðhafast neitt fyrr en nú að nýráðinn þjóð- leikhússtjóri virðist ætla að taka af skarið. Við erum ekki á móti þessum breytingum í Þjóðleikhúsinu ... Við viljum taka það skýrt fram að við er- um ekki að leggja nokkurt mat á einstakar uppsagnir, einungis að styðja þá viðleitni að hafa hreyfan- leika á stöðugildum við leikhús þjóðarinnar." í ályktun Félags leikstjóra á íslandi segir m.a.: „Aðalfundur Félags leik- stjóra á íslandi haldinn 21. maí 1991...1ýsir stuðningi við þá stefnu nýkjörins þjóðleikhússtjóra að ráða leikstjóra einungis til skamms tíma, eins eða tveggja ára í senn, enda hefur það verið og er skoðun félags- manna að endurnýjun sé æskileg í þessum störfum. Fundurinn bendir á að nú er liðinn um áratugur frá því að leikhúsfólki tókst að knýja það fram að þjóðleikhússtjóri og aðrir leikhússtjórar atvinnuleikhús- anna væru aðeins ráðnir til fjögurra ára í senn og aldrei lengur en í átta ár. Vildum við með því tryggja að breyttir tímar og breytt viðhorf end- urspegluðust ætíð í listrænni for- ystu húsanna og sú sífellda endur- nýjun sem er nauðsyn öllum listum mætti eiga sér stað. Leikstjórum hefur aldrei dottið í hug að sú end- urnýjun ætti aðeins að ná til eins manns þ.e. leikhússtjórans. Breyt- ing á listrænni forystu hlýtur ætíð að kalla á aðrar breytingar á skipu- lagi og starfsliöi hússins. Fundurinn hvetur leikhúsfólk til að taka afstöðu til deilnanna á grundvelli hagsmuna alls leikhús- fólks og leiklistarinnar í landinu. Og fundurinn minnir á, að Stefán Baldursson hefur verið skipaður þjóðleikhússtjóri. Honum ber sam- kvæmt lögum skylda til að móta listræna stefnu Þjóðleikhússins. Honum ber einnig samkvæmt lög- um að ráða sér samstarfsmenn til að hrinda þeirri stefnu í framkvæmd. Okkur getur greint á um ákvarðanir hans í einstökum málum, en aðalat- riðið er að það er hans og einskis annars að axla þessa ábyrgð." -aá.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.