Tíminn - 24.05.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.05.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 24. maí 1991 ÚTLÖND Sonja vill ekki verða leiðtogi Kongressflokksins: Spjótin beinast að Frelsistígrum Tamíla Dómsmálaráðherra Indlands sagði í gær að alit benti til þess að að- skilnaðarsamtökin, Frelsistígrar Ihmfla (LITE) á Sri Lanka, hafí stað- ið á bak við morðið á Rajiv Gandhi. Hann sagðist ekki geta greint frá smáatriðum á þessu stigi en margar vísbendingar bentu á Tígrana. Nú þykir ljóst að morðinginn hafí verið kona sem hafí verið með sprengj- una innan klæða. Hún á að hafa sprengt sprengjuna þegar hún beygði sig niður til að snerta skó Gandhis. Vírar, fjaðrir og rafhlöður fundust á líkamsleifum konunnar. Efri hluti líkama hennar er horfínn en and- litið er að mestu heilt. Ekki hefur tekist að bera kennsl á konuna né aðra manneskju sem lést ásamt Gandhi af völdum sprengjunnar. Frelsistígrar Tamfla (LITE) eru öfl- ugustu aöskilnaðarsamtökin á Sri Lanka. Rajiv Gandhi sendi friðar- gæslusveitir til Sri Lanka þegar hann var forsætisráðherra árið 1987. Sveit- unum gekk illa að stilla til friðar og enduðu þær með því að berjast við Tí- grana. Tálsmaður Tígranna í London sagði á miðvikudag að hann væri viss um að samtökin hefðu ekki átt neinn þátt í morðinu. Tígrarnir hafa bæki- stöðvar í héraðinu Tamfl Nadu í Suð- ur- Indlandi, en þar var Rajiv Gandhi einmitt myrtur. Núverandi ríkisstjóm landsins, undir forystu Chandra Shek- har, setti héraðið undir beina stjóm sína í febrúar síðastliðnum á þeim for- sendum að stjóm héraðsins styddi að- skilnaðarsinna á Sri Lanka. Sonja Gandhi, ekkja Rajivs Gandhi, tók ekki boði framkvæmdastjórnar Kongressflokksins um að verða leið- togi flokksins og kemur það ekki á óvart. Pó gerðu margir ráð fyrir því að hún samþykkti að fara fyrir flokknum í kosningunum til þess að forðast valdatómarúm í flokknum og um leið í indverskum stjómmálum. í yfirlýs- ingu sem Sonja Gandhi lét frá sér fiara í gær segir hún að hún sé djúpt snort- in yfir því trausti sem flokkurinn sýni henni en sá harmur sem að börnum hennar og henni sjálfri sé kveðinn geri henni ókleift að taka að sér starf formanns Kongressflokksins. Ákvörð- un framkvæmdastjómar Kongress- flokksins um að velja hana sem for- mann flokksins kom á óvarL Tálið er að hún hafi verið tekin að hluta til í virðingarskyni við Rajiv Gandhi, að hluta til í því skyni að afla samúðarat- kvæða í þeim tveimur umferðum kosninganna sem eftir eru og að hluta til vegna þess að í forystu Kongress- flokksins er enginn augljós arftaki Rajivs Gandhi. Utför Rajivs Gandhi fer fram í dag. Margt þekkt fólk mun verða við at- höfnina, m.a. Dan Quale varaforseti Bandaríkjanna og Karl Bretaprins. Reuter-SÞJ Útför Rajivs Gandhi verður í dag. Margt bendir til að Frelsistígrar Tamíla (LITE) hafi staðið á bak við morðið. Pólitískum föngum í Eþíópíu sleppt: ^ MIKIL SPENNAI HÖFUÐBORGINNI, YFIRVOFANN ÁTÖK Handhafí forsetavaldsins í Eþíóp- íu, Tesfaye Cabre Kidan, áður vara- forseti landsins, sleppti í gær 187 pólitískum föngum, til þess að koma til móts við uppreisnarmenn og endurtók ósk sína um vopnahlé og sagðist vilja deila völdunum með uppreisnarmönnum. Upp- reisnarmenn Eþíópísku byltingar- hreyfíngarinnar (EPRDF), sem eru aðeins um 30 kílómetra vestur af höfuðborginni Addis Ab'aba, hafa ekki viljað vopnahlé og segjast geta hertekið höfuðborgina hve- nær sem þeir vilja. Mikil spenna ríkir í borginni en menn óttast að til mikilla blóðs- úthellinga geti komið ef barist verður um hana. Hermenn stjórnarhersins streyma til borg- arinnar. Talsmaður EPRDF sagði í gær að þeir mundu undirbúa árásina á borgina mjög vel og reyna að koma í veg fyrir miklar blóðsúthellingar. Borgarbúar báðu fyrir friði í gær og fylltu all- ar kirkjur borgarinnar. Vestræn sendiráð hafa endurtekið ráðlagt ríkisborgurum sínum að fara frá landinu. Eþíópíska byltingarhreyfingin (EPRDF) hefur hafnað öllum til- boðum Tesfaye Gabre Kidan um vopnahlé. Stjórnmálasérfræðing- ar segja greiniiegt að þeir vilji hafa sterka samningsstöðu í frið- arviðræðunum sem eiga að fara fram í London á mánudaginn. Frelsisfylking Erítreu (EPLF) mun taka þátt í friðarráðstefn- unni ásamt EPRDF og stjórn- völdum. Bandarískir embættis- menn munu stjórna viðræðun- um. Reuter-SÞJ Tyrkland: Herforingj- ar skotnir í Tyrklandi Herforíngi, sem hafði nýlega látið af störfum, var skotinn til bana í höfuð- borg TVrklands, Ankara, í gær. Fjór- um klukkustundum áður var öðrum herforíngja í borginni Adana í suður- hluta landsins sýnt banatilræði. Hann hélt lífí en er alvarlega særður. Báðir herforingjarnir höfðu stýrt hersveitum í suðausturhluta landsins þar sem Kúrdar eru í meirihluta. Kúrdar í Suðaustur-Týrklandi hafa barist fyrir sjálfstæði frá árinu 1984 undir forystu Kúrdneska verka- mannaflokksins (PKK). Samkvæmt opinberum tölum hafa yfir 3.000 manns fallið í átökum tyrk- neskra stjórnvalda og tyrkneskra Kúrda. Tyrknesk stjórnvöld telja að PKK hafi staðið á bak við morð á 66 liðsforingjum, 38 lögreglumönnum og 387 hermönnum. Byltingarsinnaðir vinstrimenn (Dev- Sol) lýstu yfir ábyrgð sinni á tilræð- inu í Adana. Samtökin hafa stutt Kúrda í sjálfstæðisbaráttunni og em ekki ólík Kúrdneska verkamanna- flokknum (PKK). Líklegt þykir að Dev-Sol hafi staðið á bak við bæði til- ræðin í samvinnu við PKK. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit Suður-Kórea: STJORNVOLD GEFA EFTIR Svo virðist sem stjórnvöld í Suður- Kóreu séu farin að láta undan þrýst- ingi stjórnarandstæðinga en í gær samþykktu þau að veita 258 pólitísk- um föngum sakaruppgjöf og á mið- vikudaginn bauðst forsætisráðherra landsins, Ro Jai- bong, til að segja af sér en forseti landsins og harðlínu- maðurinn, Roe Tae-woo, á eftir að taka afsögn hans til greina. Búist er við að ríkisstjórnin verði stokkuð upp í kjölfar afsagnar forsætisráð- herrans og að af því geti orðið á næstu dögum. Vestrænir stjórnarerindrekar í Suð- ur-Kóreu efast um að sakaruppgjöf- in eða uppstokkun stjórnarinnar muni friða stjórnarandstæðinga. Hins vegar hefur talsvert dregið úr mótmælunum og hafa þau verið með minna móti undanfarna daga. Mótmælin brutust út eftir að óeirðalögregla barði námsmann til bana þann 26. aprfl síðastliðinn. Dagleg átök hafa verið síðan milli lögreglu og andófsmanna og 8 and- ófsmenn hafa fyrirfarið sér í mót- mælaskyni við stjórnvöld. Reuter-SÞJ Moskva, Sovétrikjunum - Að minnsta kosti 10 létust og 38 slösuðust þegar sovésk farþega- flugvél af geröinnl Tupolev TU- 154 brotlenti á flugvellinum í Leníngrad, að sögn Tass frétta- stofunnar. Vélin sem var ffá lýð- veldinu Georgíu brotnaði í tvo hluta þegar hún lenti á flugvellin- um. 164 farþegar voru um borð og 4 manna áhöfn. Johannesarborg, Suður- Afriku - Kynþáttastefna F.W. de Klerks, forseta Suður-Afríku, beið mikinn ósigur í aukakosn- ingum sem fram fóru í Lady- brand-kjördæminu á miðviku- dag. Flokkur forsetans, Þjóðar- flokkurinn (NP), tapaði miklu fylgi til fhaldsflokksins (CP), sem berst fyrir fullkomnum aðskilnaði kynþátta. Jerúsalem, ísrael - ísraelsk stjómvöld sögöu í gær að ásak- anir bandarískra stjómvalda, um að landnám gyðinga á herteknu svæðunum værí aðalhindrunin fyrir friðarráðstefnu milli þeirra og araba um Palestínu, mundu f engu breyta stefnu þeirra. London, Englandi - Aðstoðar- maður utanríkisráðherra Bret- lands, Douglas Hogg, varaði í gær við því að stríð mundi brjót- ast út í Miðausturiöndum ef deila (sraelsmanna og araba um Pal- estínu yröi ekkí teyst Genf, Sviss - Sovésk stjóm- vöid lýstu I gær yfir ánægju sinni með tillögur bandarískra stjóm- valda um bann við efríavopnum og sögðust vera reiðubúinn að eyða öllum efríavopnum sínum ef gerður yrði alþjóðlegur samn- ingur sem bannaði slík vopn. Peking, Kína - Kínversksqóm- völd fögnuðu þvf i gær að 40 ár eru liðin firá því Tíbet komst und- ir stjómína í Peking, og hétu því að héraðið fengi aldrei sjálfstaeöi áný. Luanda, Angóla - Seinustu kúbversku hermennimir fara frá Angóla á laugardag, að sögn kúbverskra yftrvatda. Vopnahlé hefur nu verið komíð á milli marx- istastjómarinnar, sem Kúba hef- ur stutt, og skæruliða UNITA, sem Bandaríkin hafa stutL Bar- dagar höfðu staöið yflr í 16 ár. Varsjá, Póllandi - Póiska ríkis- stjómin sagðfst f gær ekki ætia að hverfa frá mefnlætastefríu sinni þrátt fyrir mikla efnahags- örðugleika og skyndiverkföll og mótmæli óánægðra verka- manna. Damascus, Sýriandi - Sýr- lendirrgar fógnuðu ákaft þeim samningum sem þeir gerðu við Líbani um náið samband í efna- hags-, öryggis- og utanríkismál- um og sögðu hann sögulegan og lýsa veg bjartrar framtíðar. Isra- elsmenn telja að samningurinn ógni öryggi þeirra og krisnir Líb- anir hafa fordæmt samninginn. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.