Tíminn - 24.05.1991, Page 7

Tíminn - 24.05.1991, Page 7
Föstudagur 24. maí 1991 Tíminn 7 Drujba Palace Hotel var áöur eftírlætisbaðstaður æðstu manna Búlgaríu og nú gefst íslenskum ferðamönnum kostur á að njóta þeirra lífsgæða sem þar bjóðast. Drujba er í 10 km Qaríægð frá Vama og í fallegu umhverfi. sést yfir alla borgina, þar sem býr um ein milljón manna, og um- hverfi. Á vetrum eru þar stunduð skíði. Fleiri ferðir um landið eru í boði, t.d. til Velikotarnovo sem eitt sinn var höfuðborg Búlgaríu, og Kazan- lak, en þar er geysimikil rósarækt og þar er rósaolían framleidd sem notuð er við ilmvatnsgerð. Líka eru tvö „verndarsvæði" í landinu þar sem fylgjast má með íbúunum vinna að listiðnaði, s.s. leirmuna- gerð, teppavefnaði og gerð tré- muna, eins og þeir hafa gert síð- ustu 100 árin. Alls staðar má kom- ast áfram með ensku eða þýsku „Mitt álit er að nú sé mjög góður tími fyrir íslenska ferðamenn að heimsækja Búlgaríu," segir Atanas Malakoff. Hann bætjr því við að sín skoðun sé sú að íslendingar fái mun betri þjónustu nú en fyrir tveim til þrem árum, Búlgarar taki þeim opnum örmum og sýni þeim gestrisni. Og alls staðar má komast áfram með ensku eða þýsku. „Mjög góður tími nú fyrir íslenska ferðamenn að heimsækja Búlgaríu" Fyrir skemmstu var staddur hér á landi Atanas Malakoff, fulltrúi Balkan Air í Lúxemborg. Erindi hans var að auka áhuga íslenskra ferðamanna á að leggja leið sína til Búlgaríu í sumar, en leiðin liggur þá um Lúxemborg og síðan með beinu flugi til Varna, sem tekur tvær og hálfa klukkustund. „Við höfum þegar góða reynslu af að flytja íslenska ferðamenn um Lúxemborg til Varna og höfum þegar gert það í sex ár,“ segir Atanas Malakoff. Hann segir ferðahópana héðan fara að strönd Svartahafsins, eink- um til baðstaðarins Elenite, sem margir íslendingar þekkja nú þeg- ar, og nú einnig til Drujba (Vin- átta). Það eru þessar ferðir sem Malakoff vill gjarna hvetja íslend- inga til að athuga nánar, einkum núna, þar sem þær bjóða upp á fleira en sól og baðstrandarlíf, þær bjóða líka upp á ferðir um fram- andi slóðir og hagstætt verðlag, svo eitthvað sé nefnt. Gengi dollars gagnvart levu hagstætt Hr. Malakoff segir gengi dollars gagnvart levu nú mjög hagstætt eða einn dollar gegn 20 levum. Þannig má fá góðan málsverð á veitingahúsi, fordrykk, salat, aðal- rétt og vínflösku fyrir u.þ.b. 40 le- va, þ.e. 2-3 dollara. Veitingahús eru fjölmörg og þar af hafa á síð- ustu einu til tveim árum verið sett upp fjöldamargir matsölustaðir í einkaeign sem bjóða upp á fjöl- breyttan matseðil, bæði sérbúlg- arskan og evrópskan. Þá gefst gestum kostur á margvís- legum Iistviðburðum. Vinsælastar eru á Svartahafsströndinni, hinni svokölluðu Sólarströnd, bæði í El- enite og Drujba, þjóðlegar skemmtidagskrár, þar sem flytj- endur í litríkum þjóðbúningum flytja búlgarska dansa, „Hora“ og „Pachenica", og söngva við undir- leik sérbúlgarskra hljóðfæra eins og „gaida" (e.k. sekkjapípa) og „ka- val“ (flauta). Þessar skemmtidag- skrár eru fluttar í útileikhúsum og á veitingahúsum og taka 1-2 klst. Á ströndinni eru ýmsir möguleik- ar á venjulegum leiktækjum, s.s. sjóskíðum, loftbelgjaferðum og stignum hjólabátum, svo eitthvað sé nefnt. Og hitinn er nú þegar 20- 25 stig. Ferðalög um landið Engin vandkvæði eru á því að ferðast frá Varna um landið. Skrif- stofa er á hverju hóteli sem skipu- leggur ferðir. T.d. er á boðstólum dagsferð til höfuðborgarinnar Sof- ia, en þangað er 40 mínútna flug frá Varna. I Sofia er farin skoðun- arferð og skoðaðir merkir staðir, og þá er skroppið til Vitoschefjalla, 1500 m hárra fjalla í 10 km fjar- lægð frá Sofia. Þaðan er víðsýnt og Atanas Malakoff bendir á ýmsa kosti Búlgaríu fýrír íslenska ferðamenn, m.a. afar hagstætt verðlag. (Timamynd Pjetur) segir Atanas Mala- koff, fulltrúi Balkan Air í Lúxemborg Þá er vandalaust að taka bílaleigu- bíl og ferðast um á eigin vegum. En geta skal þess að í Búlgaríu er kýrilliskt letur og er vissara að kynna sér vegaskiltin áður. Mikið úrval nú í búðum, bæði á innlendum og erlendum vörum Breytingar hafa orðið miklar í Búlgaríu á síðustu einu til tveim árum, eins og annars staðar í fyrr- um austantjaldslöndum. Hr. Mala- koff segir breytingarnar ákaflega jákvæðar fyrir Búlgaríu og hafi þegar komist á meira lýðræði, meira frelsi og einkaframtakið fái nú betur að njóta sín. Þjónusta sé þegar miklu betri en fyrir tveim til þrem árum og verði íslenskir ferðalangar, sem áður hafa heim- sótt landið, fljótt varir við það. Vöruúrval í búðum hefur tekið stökkbreytingum, þar sem nú hafi verið settar á fót margar útlendar verslanir með erlendar vörur. Auk þess sé vitaskuld mikið úrval af búlgörskum vörum í búðum. Varðandi verðlag á innfluttum vör- um vill hr. Malakoff sem minnst fullyrða, en bendir enn á hagstætt gengi dollars gagnvart levu og nefnir sem dæmi að herraskyrta kosti ekki nema sem svarar 4 doll- urum og jakkaföt um 20 dollurum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.