Tíminn - 24.05.1991, Page 13

Tíminn - 24.05.1991, Page 13
Föstudagur 24. maí 1991 Tíminn 13 Breytt auglýsing Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Borgarverkfræð- ingsins í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í tvö verk í Borgar- holti I. Um er að ræða gatnagerð, lagningu holræsa- og hitaveitulagna ásamt jarðvinnu fyrir veitustofnanir í nýtt íbúðar- og iðnaðarhverfi ásamt aðkomugötum. Verkið nefnist: A: Borgarholt I, 5. áfangi. Helstu magntölur eru: Heildarlengd gatna u.þ.b. 1300 m. Heildarlengd holræsa u.þ.b. 3000 m. Verkinu skal lokið 15. október 1991. B: Gylfaflöt, A og L götur. Helstu magntölur eru: Heildarlengd gatna u.þ.b. 300 m. Heildarlengd holræsa u.þ.b. 600 m. Verkinu skal lokið 15. júlí 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 20.000,- skilatryggingu á verki A, en gegn kr. 15.000,- skilatryggingu á verki B. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 30. maí kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Sögufélag Aðalfundur Sögufélags verður haldinn þriðjudaginn 28. maí í Skólabæ, Suðurgötu 26, og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Gunnar Sveinsson skjalavörður flytur erindi: Útgáfa Alþingisbóka Islands. Stjómin. Sumar- hjólbaröar Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU Á lágu verði. Mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjólbarða- skiptingar. BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844 BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIb ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVjK 91-686915 AKUREYRi 96-21715 PÖNTUM ^ÍLA ERLENDIS interRent Europcar Rafstöðvar OG dælur FRÁ SUBARU BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst.: 600-5000 w Dælur: 130-1800 l/mín Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Simi 91-674000 Pilar Wayne við eitt málverka sinna. Eins og venjulega hefur hún sótt myndefnið í eina kvikmynd bónda síns, Rio Lobo. Nafn Johns Wayne er ekkju hans dýrmætt: Pilar málar og selur merktar myndir grimmt John Wayne er mörgum ógleymdur þó að 12 ár séu liðin síðan hann dó, og á því lifir ekkja hans, Pilar. John var eyðslusamur meðan hann lifði og lét eftir sig lítið af peningum, en Pilar upp- götvaði að hún gat gert sér pen- inga úr því áhugamáli sínu að mála myndir, því að markaðurinn var öruggur fyrir myndir með áritun ekkju Johns Wayne. Hjónabandsmál Johns voru með ólíkindum. Hann var þrígiftur og sótti allar konurnar til rómanska heimsins. Enda voru allar kon- urnar sama marki brenndar, blóðheitar og undirgefnar, til- báðu mann sinn og ógnuðu hon- um með rakhnífnum þegar af- brýðisemin kvaldi þær. Enda segja kunnugir að sá, sem hafi þekkt einhverja þeirra, hafi þekkt þær allar. Fyrsta konan var spænsk, sú næsta mexíkönsk og þriðja konan kom frá Perú. Sú mexíkanska lét afbrýðisemina hlaupa mest með sig í gönur, því að hún skaut á Wayne úr 45 kalíbera byssu. Þriðja konan var Pilar frá Perú og þau giftu sig á Hawaii 1954. Þá hafði John reyndar svarið að gift- ast ekki fleiri konum með róm- anskan blóðhita. En hann var óttalega niðurdreginn þegar hann kynntist Pilar, því að þá stóð hann einmitt í skilnaði við bráðlyndu mexíkönsku konuna sína og hún hafði rúið hann inn að skyrtunni. Og Pilar hafði hann svo á valdi sínu að hún fékk þeim vilja sínum framgengt að tennis- völlur var gerður á lóð þeirra, þó að það væri þvert gegn vilja hans. Samt fór það svo að þau hjón skildu að borði og sæng sex árum áður en John dó, þó að aldrei væri gengið formlega frá skilnaðinum. Sennilega var það vegna barn- anna þriggja, Aissa, Ethan og Maria. Ur fyrsta hjónabandi Johns, sem stóð árin 1933-1945, eru tveir synir og tvær dætur. Barnabörn Johns Wayne eru 16. Pilar var 21 árs þegar hún giftist John Wayne 1954. Hann var þá 48 ára, og hún hélt áreiðanlega svona lengi út í hjónabandinu vegna þess að hún hafði brenn- andi áhuga á því sem hann var að gera og fylgdi honum á alla töku- staði. En það fyrsta, sem hún spurði um þegar hún kom á nýj- an stað, var tennisvöllur, og það var erfitt að uppfýlla ósk hennar um tennisvöli úti í miðri Sahara. Það var einmitt þar sem maður hennar færði henni liti, pensla og málaragrind. Fyrst í stað málaði hún aðeins myndir af John á hestbaki, en smám saman óx henni kjarkur og fjölbreytnin jókst, og nú er svo komið að hún selur myndirnar grimmt. Nú eru peningamálin komin í gott lag hjá henni, því að fjöl- skylda Johns Wayne fær stórar fjárfúlgur greiddar fyrir sjón- varpsréttinn að myndum hans. En Pilar segir að ekkert jafnist á við peninga sem maður hafi sjálf- ur unnið fyrir og heldur áfram að mála — og selja. Pilar heldur uppi mynd af John Wayne eins og aðdáendur hans þekkja hann best, á hestbaki. Með henni er Aissa dóttir þeirra og þrjú böm hennar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.