Tíminn - 24.05.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.05.1991, Blaðsíða 15
Föstudagur 24. maí 1991 Tíminn 15 Knattspyrnu PUNKTAR * Inter Mflan varð Evrópumeistari félagsliða eftir síðari úrslitaleikinn gegn AS Róma í fyrrakvöld. Róma sigraði í leiknum 1-0, en Inter vann 2- 0 í fyrri leik liðanna. * íslenska unglingalandsliðið skip- að leikmönnum 18 ára og yngri tók þátt í alþjóðlegu móti í Tékkóslóv- akíu um hvítasunnuna. Liðið tapaði 0-2 fyrir Rúmenum, sigraði Malasíu 3- 0, tapaði fyrir Grikkjum 0-1 og lokst tapaði liðið 1-2 fyrir Slóvök- um. íslenska liðið varð í 4. sæti í sínum riðli. * Peter Shilton fyrrum markvörð- ur enska landsliðsins hefur áhuga á að gerast framkvæmdastjóri Leic- ester, en þar hóf hann einmitt feril sinn. * Southampton hefur rekið Chris Nicholl úr starfi framkvæmdastjóra félagsins. * Skoska félagið Celtic hefur Iátið Billy McNeill taka pokann sinn. ástæðan er slakur árangur félagsins í vetur. * Þá hefúr QPR Iátið Don Howe fjúka og er að leita að yngri stjóra. Howe er 55 ára gamall. Howe er fyrrum þjálfari hjá enska landslið- inu. * Pólski knattspymumaðurinn Zbigniew Boniek, sem lék á sínum tíma með Juventus og pólska lands- liðinu, hefur ákveðið að hætta sem þjálfari hjá Lecce á Ítalíu, en liðið féll í 2. deild um síðustu helgi. * Sampdoria varð ítalskur meist- ari um síðustu helgi eftir 3-0 sigur á Lecce. * Tony Woodcock, fyrrum leik- maður með enska landsliðinu, Ar- senal og Nottingham Forest, hefur látið af störfúm sem þjálfari hjá þýska 2. deildar liðinu Fortuna Köln. Woodcock lék á sínum tíma með 1. deildar liði Kölnar. * Stefan Beckenbauer, sonur Franz Beckenbauers, hefur gert tveggja ára samning við svissneska 2. deild- ar liðið Grenchen. Stefan, sem er 22 ára, lék áður með áhugamannalið- inu Kickers Offenbach. Hann hafði gert sér vonir um að gerast leik- maður með júgóslavneska liðinu Red Star Belgrade. * Gert er ráð fyrir að úrvalsdeild 18 liða verði sett á laggimar í Englandi á þar næsta keppnistímabili. Sam- kvæmt skoðanakönnunum er al- menningur í Englandi mjög and- vígur þessum hugmyndum. * Stanley Mortensen, lyrrum leik- maður enska landsliðsins, er látinn á 70. aldursári. Mortensen er eini leikmaðurinn sem skorað hefur þrennu í úrslitaleik bikarkeppninn- ar. Það gerði hann með Blackpool sem vann Bolton 4-3 árið 1953. BL Ólympíuleikar smáþjóða í Andorra: FIMM GULL í SUNDI Islenska sundfólkið á Ólympíuleik- um smáþjóða í Andorra gerði það gott í gær og vann til 5 gullverð- launa til viðbótar við þau 4 sem unnust í fyrradag. Þijú íslandsmet féllu í gær. Ragnheiður Runólfsdóttir sigraði í lOOm baksundi, Helga Sigurðar- dóttir í 50m skriðsundi, Eðvarð Þór Eðvarðsson í lOOm baksundi, Ingi- björg Arnardóttir í 400m skriðsundi og kvennasveitin sigraði í 4x200m skriðsundi. Þá unnust einnig þrenn silfurverð- laun. Hörður Guðmundsson varð annar í 400m skriðsundi, Magnús Már Ólafsson í 50m skriðsundi og Arna Þ. Sveinbjörnsdóttir í lOOm flugsundi. Fern bronsverðlaun unnust einnig, Bryndís Ólafsdóttir varð þriðja í lOOm flugsundi, Elín Sigurðardóttir og Ævar Örn Jónsson í lOOm bak- sundi og boðsundssveitin í 4x200m skriðsundi. Fijálsar íþróttir Tvenn gullverðlaun unnust í frjáls- um íþróttum í gær. Martha Ernst- dóttir sigraði með miklum yfirburð- um í 3000m hlaupi, en náði þó ekki að bæta íslandsmetið. Norðurlandamót fatlaðra í sundi: Tólf íslendingar keppa í Stavangri Norðurlandamót fatlaðra í sundi hefst í dag í Stavangri í Noregi, en mótinu líkur á sunnudag. Tólf ís- lenskir keppendur taka þátt í mót- inu, en þeir eru: Guðrún Ólafsdóttir Ösp Bára B. Erlingsdóttir Ösp Sigrún Huld Hrafnsdóttir Ösp Rut Sverrisdóttir Óðni Akureyri Lilja María Snorradóttir SH Kristín Rós Hákonardóttir ÍFR Jón H. Jónsson ÍFR Svanur Ingvarsson Suðra Selfossi Ólafur Eiríksson ÍFR Halldór Guðbergsson ÍFR Gunnar Þór Gunnarsson Suðra Selfossi Birkir R. Gunnarsson ÍFR Þjálfarar sundfólksins eru þau Er- lingur Jóhannsson, Kristín Guð- mundsdóttir og Drífa Ármannss- dóttir. Fararstjóri í ferðinni er Sveinn Áki Lúðvíksson. BL - og tvö í frjálsum íþróttum íslenskar getraunir: TIPPARAR I SUMARFRÍ - ÖSS hafði að lokum betur í Vorleik ‘91 Engin röð kom fram með 12 leikjum réttum í 20. leikviku fslenskra get- rauna um síðustu helgi. Engu að síður gengu allir vinningamir út þar sem getraunaárinu er nú lokiö. Tipparar fara nú í sumarfrí, en farið verður af stað á ný þegar enska knattspyman hefst á ný í haust, líklega 17. ágúst Fyrsti vinningur fluttist því yfir á 11 rétta. Alls komu 32 raðir fram með 11 réttum og fær handhafi hverrar raðar í sinn hlut 39.937 kr. Með 10 rétta voru 513 og fá þeir í sinn hlut hver 2.491 kr. Þriðji vinningur hefði átt að greiðast á 9 rétta, en þar sem vinningurinn var und- ir 200 kr. fluttist hann á 10 rétta. Einn PC-tipparinn var svo heitur að hann fékk 9 raðir með 11 réttum og 41 röð með 10 réttum. Þessi tippari fær því tæplega hálfa milljón króna í vinning. Lokst tókst að ljúka bráðabananum í Vorleik ‘91, en þar áttust við BOND og ÖSS. Með fullu samkomulagi beggja hópa var ákveðið að hvor hópur skildi skila inn aukalega 64 röðum sem mundu ráða ef hópamir yrðu áfram með sama skor. Sú varð raunin, báðir hópar voru með 9 rétta. Þegar þessar 64 raðir voru skoðaðar kom í ljós að BOND var með 4 raðir með 8 réttum og ÖSS einnig. Þá var skoðað hvor hópurinn væri með fleiri raðir með 7 réttum. Þar hafbi BOND 11 raðir en ÖSS 16. ÖSS hópurinn telst því sigurvegari í þessari maraþonkeppni og fara þeir bræður Öm og Sigurður Sigurðssynir því til London í boði íslenskra getrauna og Samvinnuferða Landsýn í haust. Fram var með flestar raðir seldar um síðustu helgi, en næst komu Valur og KR. Hér á eftir fer listi yfir 10 söluhæstu félögin frá því síðasta haust í réttri röð: Fýlkir, Fram, KR, KA og Þór, Valur, ÍA, ÍBK, Selfoss, Víkingur, Haukar. Fjölmiðlaleiknum lauk fyrir nokkm, það var sem kunnugt er RÚV sem þar bar sigur úr bítum. Úrslitaröðin í 20. leikviku var þessi: 211, ÍIX, 12X, 222. BL í kringlukasti vann Eggert Boga- son gullið, kastaði 54,16m. Pétur Guðmundsson vann bronsverðlaun í kringlukastinu. Ólafur Guðmundsson varð í 5. sæti í langstökki, stökk 6,76m en Jón Oddsson varð í 8. sæti með 6,59m. í úrslitum í 200m hlaupi kepptu tveir íslendingar, þeir Egill Eiðsson og Gunnar Guðmundsson. Egill hafnaði í 4. sæti á 21,72 sek. en Gunnar varð 5. á 21,74 sek. Blak Kvennalandsliðið sigraði Andorra 3-1 í gær og hafnaði því í öðru sæti í sínum riðli. Liðið mætir Kýpur í dag Ragnheiður Runólfsdóttir í undanúrslitum. Karlaliðið vann Andorra 3-0. Skotfími Carl J. Eiríksson vann bronsverð- laun í keppni með loftskammbyssu í gær. Gunnar Kjartansson varð í 4. sæti íhaglabyssukeppninni með 133 stig af 150 mögulegum. BL Smáþjóðaleikarnir: íslendingar í undanúrslitin íslenska landsliðið í körfuknattleik er komið í undanúrslit á Ólympíu- leikum smáþjóða í Andorra eftir 10 stiga sigur á Mónakó í gær, 101-91. Leikurinn var jafn lengst af, en ís- lenska liðið hafði yfir í leikhléi, 54- 40. f síðari hálfleik var allt í járnum þar til á lokamínútunum að okkar menn sigu fram úr og tryggðu sér sigur. Teitur Örlygsson var stigahæstur með 21 stig, Guðmundur Bragason skoraði 20 stig og leikstjórnandi liðsins, Jón Kr. Gíslason sem átti skínandi leik, skoraði 16 stig. Valur Ingimundarson átti góða rispu í síð- ari hálfleik, kom inn á og skoraði 3 þriggja stiga körfur, en alls 13 stig í leiknum. Stigahæstur í liði Mónakó var hinn bandarísk ættaði Billy Joe Williams með 22 stig. ísland mætir Möltu í undanúrslit- unum í dag. Kvennalandsliðið tapaði illa, 38- 63, fyrir Luxemborg í gær. Anna María Sveinsdóttir varð stigahæst með 15 stig. BL NBA-körfuboltinn: Don Chaney valinn þjálfari ársins Bandarískir körfuknattleiks- fréttamenn hafa valið Don Chaney þjálfara Houston Roc- kets sem þjálfara ársins. Chan- ey hlaut 69 af 96 mögulegum atkvæðum. Annar í kjörinu varð Rick Adelman þjálfari Portland og þriðji varð Chris Ford þjálfari Boston. Chaney, sem er 45 ára lék f 10 ár með Boston og 2 ár með LA Lakers, þótti góður varnar- maður. Undir hans stjórn náði Houston liðið í vetur sínum besta árangri frá upphafi eða 52-30 (unnir-tapaðir), sem er 11 sigurleikjum meira en í næsta tímabili á undan. Þegar Akeem Olajuwon miðherji liðsins meiddist í vetur og missti úr 25 leiki, tapaði liðið 10 af þeim Ieikjum. Einum leik eftir að Akeem hóf að leika á ný, vann liðið 13 leiki í röð. Síðustu 3 mánuði keppnis- tímabilsins vann liðið 29 leiki og tapaði aðeins 9 leikjum. Chaney hefur þjálfað Houston liðið í 3 ár. BL Enska knattspyrnan: Dorigo til Leeds Leeds United hefur fest kaup á enska landsliðsmanninum Tony Dorigo frá Chelsea. Ekki hefur verið gengið frá kaup- verðinu, en Chelsea metur kappann á 1,5 milljónir punda. Á þriðjudaginn festi Leeds kaup á tvíburabræðrunum Rod og Ray Wallace frá Sout- hampton. Leeds sem lék í 1. deild í fyrsta sinn í langan tíma í vetur, varð í fjórða sæti deild- arinnar. BL Drangeyjarsundmenn: GEFAISIBIKAR - til að endurvekja áhuga á Drangeyjarsundi og sundi í sjó íþróttasamband íslands hefur lingur Pálsson 1927, Pétur Eiríks fengið afhentan bikar til minning- son KR 1936, Haukur Einarsson ar um Drangeyjarsund. Gefendur eru núlifandi sundkappar sem þreytt hafa Drangeyjarsund. ÍSÍ varðveitir bikarínn, en afhendir hann sfðan þeim sem næstur synd- ir Drangeyjarsund. Grettir Asmundarson varð fyrstur manna, svo vitað sé, til þess að synda til Drangeyjar 1030 eins og alþjóð veit, en síðan hafa þeir Er- frá Miðdal KR 1939, Eyjólfur Jónsson Þrótti 1957 og 1959 og Axel Kvaran KA 1961 þreytt Drangeyjarsund. Eríingur dó 1966, en hinir kapp- amir hittust í útvarpsþætti Svavars Gets, „Sunnudagsmorgunn" á rás 2 þann 20. janúar sl. Þar kom fram sú tillaga að að endurvekja áhuga á Drangcyjarsundi og úr varð að þeir kappar gáfu bikar, Drangeyjar- sundsbikar ÍSÍ, í þeim tilgangí. ÍSÍ varðveitir bikarínn, en af- hendir hann síðan þeim sem vinna það afrek að synda til Drangeyjar eða til lands þaðan. í greinargerð með bikamum seg- ír meðal annars að það sé von gef- enda að hann megi verða til þess að glæða áhuga fyrír sundi í sjó og haida jafnframt uppi minningu um góð íþróttaafrek feðra vorra. BL Svelnn Bjömsson, forseti ÍSÍ, tekur viö Drangeyjarbikarnum. Gefendurnir eru frá vinstri: Pétur Ei- ríksson, Eyjólfur Jónsson og Haukur Elnarsson. Á myndina vantar Axel Kvaran. Thnamynd;Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.