Tíminn - 25.05.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.05.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 25. maí 1991 Tíminn 7 Það er svo annað mál hvað því veldur að pólitísk afstaða til þróun- araðstoðar er með þessum hætti. Sumir segja að um sé að kenna skorti á upplýsingum og þekkingu. Ef svo er má undarlegt heita að þess skuli ekki gæta í öðrum lönd- um, þar sem fólk er annars á svip- uðu mennta- og þekkingarstigi. En þótt íslendingar hafi almennt ekki sýnt áhuga á skipulagðri þró- unaraðstoð í líkingu við aðrar nor- rænar þjóðir, virðist þá ekki skorta örlæti þegar um neyðaraðstoð er að ræða. í því efni eru íslendingar ekki eftirbátar annarra. Gott dæmi um afstöðu stjóm- valda til fjárframlaga til fólks í fjar- lægum löndum sem á við þreng- ingar að búa, er sú ákvörðun ríkis- stjómarinnar sem gerð var að til- lögu utanríkisráðherra í fyrrahaust að veita 160 milljónum króna til aðstoðar fólki sem flýði frá Kúveit vegna innrásar íraka og var 40 milljónum hærri fjárhæð Dæmigerður fiskibátur á Grænhöfðaeyjum. Þótt slíkir bátar séu fallegir og að mörgu leyti vel hannað- ir sem sjóskip eru þeir oftast gerðir af vanefnum og ekki vandað til smíðaviðarins. íslenskur færabátur á miðunum við Grænhöfðaeyjar. eins og ljóst má vera af því sem áð- ur er sagt um framlög til stofnun- arinnar. Þróunarsamvinnustofn- unin hefur orðið að sníða sér stakk eftir vexti. Sá stakkur er þröngt skorinn. Á Grænhöfðaeyjum Kunnust er stofnunm fyrir þró- unarsamvinnu við Grænhöfðaeyj- ar (Capo Verde) sem er lítið eyja- samfélag í Atlantshafi vestan Afr- íku. Verkefnið var í því fólgið fyrst og fremst að taka þátt í því að byggja upp sjávarútveg fyrir eyj- arnar. Þessu verkefni má skipta eft- ir tímabilum þann áratug sem það hefur staðið. Fyrsta tímabilið má kenna við nótaskipið Bjart. Það var tími frumherjanna á þessu sviði og leiddi reynsla þeirra til þess að rétt þótti að smíða hæfilega stórt skip sem gagnast gæti sem veiðiskip og rannsóknaskip samtímis og hiaut nafnið Fengur, enda var það ekki síst markmið starfsins að kanna fiskigöngur og veiðiþol og þá helst botnlægra tegunda. Þarna fóru fram hafrannsóknir, fiskileit og til- raunaveiðar með ýmsum veiðar- færum. Þetta Fengstímabil stóð í fímm ár og var skipt í tvennt með stuttu hléi á milli og mannaskipt- um. Auk veiða og rannsókna var veitt aðstoð við að þróa frystingu og vinnslu í landi og leita markaða. Ætlunin var að sýna fram á að hægt væri að koma á arðbærum útflutningi á fleiri tegundum en túnfíski og fylla upp í eyður í sjó- sókn sem jafnan verða milli tún- fiskvertíða. Þekking, rannsóknir, umbætur Félags- og fræðslumiðstöð kvenna í Mindelo hefur notið fjárframlaga af íslensku fé til þróunaraðstoð- ar eins og nánar greinir frá í Tímabréfinu. en veitt var til Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands það ár. íslenskt þróunarstarf Þrátt fyrir það hversu auðvelt er að sýna fram á að íslensk stjóm- völd séu treg til stórátaka í þróun- araðstoð, er ekki þar með sagt að íslendingar komi þar hvergi nærri. Um áratugi hafa íslendingar lagt sitt fram til þróunarstarfs á vegum Sameinuðu þjóðanna, á ámnum 1971-1980 tóku íslendingar dálít- inn þátt í sameiginlegum norræn- um þróunarverkefnum. Árið 1981, þ.e. fyrir 10 ámm, var Þróunar- samvinnustofnun íslands stofnuð með lögum og hefur starfað síðan. í grundvallaratriðum starfar Þró- unarsamvinnustofnunin eftir sömu línum og sambærilegar stofnanir í öðmm löndum. Um- svifin em bara svo miklu minni Fengstímanum lauk fyrir tveim- ur ámm. Það er undir heima- mönnum komið hvemig þeir síð- an nýta þá reynslu og þekkingu sem þarna varð til. Enn er Þróun- arsamvinnustofnun með önnur smærri verkefni, m.a. tilraun með útgerð sex tonna fiskibáts, sem smíðaður er á íslandi og ætti að henta vel á Grænhöfðaeyjum. ís- lenskir fískifræðingar hafa leið- beint við að koma upp innlendri hafrannsóknarstofnun, sem vísir er að og má telja það mjög mikil- vægt verkefni fyrir sjávarútveg eyj- anna og rannsóknastarf. Þróunarsamvinnustofnun íslands hefur auk þess sinnt verkefnum við uppbyggingu læknamiðstöðva í höfuðborg eyjanna, Praia, sem borið hefur góðan árangur. Þá hef- ur stofhunin unnið að því að að- stoða með fjárframlögum og ráð- gjöf að koma upp félagsheimili og fræðslumiðstöð fyrir kvennasam- tök eyjanna í borginni Mindelo. Hefur sú starfsemi mælst mjög vel fyrir sem liður í félagslegri upp- byggingu og framförum á sviði fræðslu og menntunar kvenna. Þannig hefur verið leitast við að nýta það fé og mannafla sem Þró- unarsamvinnustofnun hefur yfir að ráða í viðráðanleg verkefni, sem telja má að komi fátæku þróunar- landi að gagni hvað varðar verk- þekkingu, hagnýtar rannsóknir og félagslegar umbætur. Þótt allt sýn- ist þetta smátt í sniðum miðað við þróunaraðstoð stærri þjóða sem miklu kosta til, er starfsemi Þró- unarsamvinnustofnunar íslands sambærileg um fagleg vinnubrögð við þróunaraðgerðir annarra ríkja. Stofnunin myndi án efa ráða við stærri verkefni, ef pólitískur vilji væri fyrir því að efla starfsemi hennar. Ný verkeíni. Ný lönd Eftir því sem dregur úr verkefn- um á Grænhöfðaeyjum hefur Þró- unarsamvinnustofnun leitað til annarra landa og heldur sig enn við hin fátæku lönd í sunnan- verðri Afríku. Eins og áður beinist aðstoðin að sjávarútvegi og fisk- veiðum, en þó með nokkuð öðr- um hætti en á Grænhöfðaeyjum. Aðalverkefnið telst nú vera þátt- taka í hafrannsóknum í Namibíu (Suðvestur-Afríku sem áður hét) og er nýfrjálst land með auðug fiskimið undan ströndum. Stríðs- ástand ríkti í þessu landi árum saman og því margt í niðurníðslu, þar á meðal fiskimiðin sem hafa verið sótt af erlendum skipum án alls eftirlits og rányrkjan ógnvæn- leg. Framlag íslendinga verður fyrst og fremst að manna hafrann- sóknaskip landsins með skip- stjórnarmönnum og vélstjórum auk fiskifræðings. Þá hefur verið gerður þróunar- samningur við stjórnvöld í Mala- wi, sem á að vísu ekki land að sjó en liggur að stórvatninu Maláwi- vatni (sem áður var kallað Nyasa- vatn og er eins og þriðjungur af íslandi að flatarmáli). Vatnið er auðugt af fiski, sem ætlunin er að nýta betur en verið hefur. Fram- lag íslands felst ekki síst í því að leggja til lítinn rannsóknabát sem smíðaður verður á íslandi og fjár- magnaður í samstarfi við Nor- ræna þróunarsjóðinn. Þessi starf- semi er hins vegar á byrjunarstigi og hefur ekki tekið á sig fulla mynd í framkvæmd. En hug- myndirnar um þróunarsamvinnu íslands við Malawi og Namibíu bera sömu einkenni og starfið á Grænhöfðaeyjum að ráðast aðeins í viðráðanleg verkefni, móta þau vel fyrirfram, ætla þeim ákveðinn tíma og fylgja þeim eftir til loka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.