Tíminn - 25.05.1991, Blaðsíða 2
» fV
2 Tímlnn
Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Landsvirkjunar, telur ólíklegt að álsamningar verði
undirritaðir á þessu ári þrátt fyrir að vel hafi miðað á síðustu samningafundum:
Samkomulag náðist um
endurskoðunarákvæði
Góður árangur náðist á fundum í Ziirích í Sviss og í Atlanta
í Bandaríkjunum um samninga um byggingu álvers á Keilis-
nesi. Jóhannes Nordal, stjómarformaður Landsvirkjunar,
sagði að gengið hefði veríð frá mikilvægum atríðum sem
hefðu margsinnis verði rædd á fyrrí fundum án þess að end-
anleg niðurstaða fengist. Hann nefndi sérstaklega endurskoð-
unarákvæði í þessu sambandi. Þrátt fyrír að vel hafi mjðað
telur Jóhannes ólíklegt að álsamningamir verði undirrítaðir á
þessu árí.
„Þetta hafa verið mjög gagnlegir
fundir. Við höfum leyst úr mörg-
um málum sem við höfum verið
að velta á milli okkur undanfarna
mánuði," sagði Jóhannes. Hann
sagði að enn væri eitt og annað
eftir, en það væri að komast
heildarmynd á samningana.
Hann sagði að markmið samn-
ingsaðilanna væri að ljúka samn-
ingavinnunni fljótlega í næsta
mánuði þannig að álfyrirtækin
þrjú geti lagt samningstextann,
áætlanir og útreikninga fyrir
lánastofnanir sem koma til með
að fjármagna álverið. Þessi gögn
verða að liggja fyrir svo að lána-
stofnanir geti gefið álfyrirtækjun-
um endanleg svör um lánskjör.
Jóhannes sagðist telja að álfyrir-
tækin hefðu mikinn áhuga á að
ná samningum og byggja hér ál-
ver. „Hins vegar vitum við það að
lokaákvörðun um þetta mál allt
verður náttúrlega háð því mati
sem þá liggur fyrir. Niðurstaðan
úr viðræðunum við fjármögnun-
arfyrirtækin, markaðshorfur og
fjárhagsstaða fyrirtækjanna hefur
þar sín áhrif. En það leikur eng-
inn vafi á áhuga þeirra á bygg-
ingu álvers hér ef þessir þættir
sem ég nefndi ganga allir upp.“
Jóhannes sagði að þrátt fyrir að
góður árangur hefði náðst á fund-
unum og aukin bjartsýni ríkti um
að af samningum við Atlantsál
verði, yrði ekki hægt að hefja
Virkjunarframkvæmdir á þessu
ári. Samningar væru ennþá ófrá-
gengnir og Landsvirkjun gæti
ekki tekið þá áhættu að hefja
framkvæmdir meðan samningar
væru enn óundirritaðir.
Jóhannes var spurður hvenær
hann byggist við að álsamning-
Málþing um slysatíðni barna:
Slysatíðni barna er
langhæst á íslandi
Slysatíðni bama á íslandi er mjög
há miðað við slysatíðni baraa í öðr-
um löndum Vestur-Evrópu. Af
Noröurlöndunum er ísland með
langhæstu slysatíðni baraa upp að
14 ára aldri. Um það bil 40% þess-
ara slysa gerast í heimahúsum.
Til að vekja athygli á þessu efndu
samtökin Barnaheill til máiþings í
Gerðubergi í gær. Þar var rætt um
ýmsar staðreyndir varðandi slysa-
tíðni barna hér á landi. Herdís
Storgaard, formaður slysanefndar
Barnaheilla, sagði að um 11.000
börn hefðu komið á slysadeild Borg-
arspítalans árið 1989. Vakti hún at-
hygli á því að þessi tala væri í raun-
inni mun hærri því ekki væru talin
með þau slys sem eiga sér stað úti á
landi og þau slys sem heilsugæslu-
stöðvarnar taka við. Einnig sagði
hún að börn upp að 5 ára aldri slas-
ist oftast í heimahúsum en eldri
börn í leik úti við. Algeng slys sem
koma fýrir börn eru bruni og fall af
háum hæðum. Herdís segir að oft
megi rekja slys barna til fullorðinna.
Það sé ekki fylgst nógu vel með
börnunum, þau látin passa sig sjálf
og ekki tekið nægt tillit til þroska-
stigs þeirra.
Páll Ásgeirsson, formaöur samtak-
anna, tók undir með Herdísi og
sagði að allt of mörg börn á íslandi
gengu sjálfala og forsjárlaus. Þegar
enginn er til þess að fylgjast með
þeim aukist til muna hættan á slys-
um heima fyrir. Hann sagði að ef til
vill mætti koma í veg fyrir eitthvað
af þessum slysum ef flestum börn-
um væri séð fyrir dagvistun og með
samfelldum skóladegi.
Vinnuslys barna verða svo nokkuð
áberandi milli 13 og 14 ára aldurs.
Þau eru mun tíðari úti á landi held-
ur en í Reykjavík og oft eru það mjög
ung börn sem slasast.
Vinnueftirlit ríkisins hefur látið
þetta mál sig varða og sent bréf til
öryggistrúnaðarmanna vinnustaða
þar sem trúlegt þykir að böm séu í
vinnu. Þar óskar Vinnueftirlitið eftir
að lögum sem sett voru á Alþingi í
fyrra um öryggi, aðbúnað og holl-
ustuhætti barna og unglinga á
vinnustöðum verði framfylgt. Börn
innan við 14 ára aldur má ekki ráða
til vinnu nema um létt og hættulítil
störf sé að ræða. Ekki má heldur láta
börn og unglinga yngri en 16 ára
vinna við hættulegar vélar. Með bréfi
Vinnueftirlitsins fylgir bæklingur
þar sem nánar er skilgreint hvað
teljast hættulítil störf, hættulegar
vélar og hættulegar aðstæður.
-UÝJ
Á málþinginu var einnig kynnt
veggspjald sem Bamaheill er að
gefa út. Á myndinni er Herdís
Storgaard með veggspjaldið en
útgáfa þess nýtur styrks úr
Bamavemdarsjóði Knuds Knud-
sens.
arnir yrðu undirritaðir, ef sú for-
senda er gefin að mál þróist á
besta veg og ekkert óvænt komi
upp á.
„Það er ekki víst hvenær það get-
ur orðið. í fyrsta lagi yrði það í
lok þessa árs, en líklegra er að það
verði á fýrstu mánuðum næsta
árs. Það er hins vegar of snemmt
að slá neinu föstu um það,“ sagði
Jóhannes.
Bond Evans, aðstoðarforstjóri
Alumax, var hér á ferð í síðustu
viku og sagði þá að hann byggist
við að um miðjan næsta mánuð
lægi fyrir endanleg ákvörðun ál-
fyrirtækjanna þriggja hvort þau
stæðu að byggingu álvers á ís-
landi. Hann sagði jafnframt að
ekki yrði hægt að komast hjá því
að flytja inn erlent vinnuafl til að
annast suma verkþætti á bygg-
ingartímanum. Evans sagði að
ástæðan væri ekki sú að Islend-
ingar hefðu ekki færni til að tak-
ast á við þessa þætti heldur hefðu
þeir einfaldlega ekki nægilega
mikinn mannafla og tækjakost til
að ljúka byggingu álvers á þeim
hraða sem stefnt væri að. Evans
sagði að Alumax legði mikla
áherslu á að ljúka byggingu ál-
vers á sem skemmstum tíma og
nefndi 27 mánuði í því sambandi.
Langur byggingartími gerir verk-
ið dýrara, vaxtakostnað meiri og
lengri tími líður þangað til fjár-
festingin fer að skila tekjum.
í gær voru undirritaðir í New
York samningar um lántöku
Landsvirkjunar í Bandarfkjunum
að fjárhæð 130 milljónir Banda-
ríkjadollara að jafnvirði um 7,8
milljörðum íslenskra króna á nú-
verandi gengi. Lánstíminn er 10
ár og vextir 9,42% á ári út láns-
tímann. Af hálfu Landsvirkjunar
undirrituðu lánssamningana Jó-
hannes Nordal, stjórnarformaður
Landsvirkjunar, og Halldór Jón-
atansson, framkvæmdastjóri
Landsvirkjunar. Lánsféð verður
notað til fjármögnunar fjárfest-
inga Landsvirkjunar á árinu 1991
aðallega vegna Blönduvirkjunar
og til endurfjármögnunar eldri
lána fyrirtækisins. -EÓ
Verið er að ganga frá samningi við Hólsfjallabændur um að hætta
sauðfjárbúskap. Bragi Benediktsson, oddviti Fjallahrepps:
Byggðin leggst af
Þessa dagana er landbúnaðarráðu-
neytið að ganga frá samningi við
bændur á Hólsfjöllum um að hverfa
frá lausagöngu búfjár. Með þessu
leggst sauðfjárbúskapur á svæðinu
að mestu af, enda fá bændur bætur
eða aðrar ívilnanir í staðinn. Oddviti
Fjallahreps segir þetta ganga af
byggðinni feigri.
„Umræðan í þjóðfélaginu er í þá átt
að draga úr sauðfjárbúskap á þeim
svæðum þar sem gróður á undir
högg að sækja eins og hér. Einnig ýt-
ir offramleiðslan undir þetta enda
sér hver maður að það er tóm vit-
leysa að framleiða kjöt sem síðan er
hent,“ sagði Bragi Benediktsson
bóndi á Grímsstöðum og oddviti
Fjallahrepps í samtali við Tímann í
gær. Samningurinn, sem verið er að
gera við bændurna, felur í sér bann á
lausagöngu sauðfjár en hins vegar er
ekkert sem bannar bændum beit á
afgirtum svæðum. En girðingar eru
ákaflega dýrar og því segir Bragi að
áframhaldandi sauðfjárbúskapur sé
ógerlegur.
I Fjallahreppi eru 12 íbúar og fjórir
bæir í byggð; Hólsel, Nýhóll og
Grímsstaðir þar sem er tvíbýli. Hafa í
vetur verið um 1500 fjár á fóðrum á
þessum bæjum og í sumar verða um
2500 fjár á fjalli. Það er í síðasta sinn
sem sauðfé Hólsfjallabænda er rekið
á afrétt. Bragi sagði búskapinn toga í
menn og þeim væri óljúft að hætta.
Þannig vildi bóndinn í Hólseli, en
það er ríkisjörð, halda áfram og
hyggst ríkið útvega honum aðra jörð
í staðinn, þar sem hann gæti haldið
áfram. Sjálfur sagðist Bragi ætla að
starfa hjá Landgræðslunni til að
byrja með og sjá hvernig það kæmi.
út.
„Þetta er afdrifaríkur samningur
sem setur hreppinn að mestu í eyði.
Ég er búinn að vera bóndi hér á
Grímsstöðum í 15 ár og þá var ég
hvattur til að byggja og búa stórt
sem ég og gerði. Þetta er mikið áfall,
sérstaklega þegar allar byggingar
eru nýjar.Ætli ég fái ekki bótafé sem
samsvarar blokkaríbúð í Reykjavík,"
sagði Bragi Benidektsson, bóndi og
oddviti á Grímsstöðum á Fjöllum.
-sbs.
Ur .»•»./. 1
Laugardagur 25. maí 1991
Danski tenórsaxófónleikarinn
Bent Jæger er einn sá besti á
Norðurlöndum. Meöal fleiri út-
lendra djassleikara og hljóm-
sveita sem leika á hátfðinni má
nefha trompetieikarann Ulf
Adaker, New Jungle Trio,
Kamívala, hina þekktu söng-
konu Karen Krog og hinn
noreka Per Husby, er mun m.a.
stjóma 12 manna sveit á loka-
tónleikunum. Þá mun einnig
samnorræn hljómsveit undlr
stjóm Pierre Dörge leíka.
Djassinn
dunar
Stómisla fslenskra djassáhuga-
manna, Rurek, djasshátfð Rflds-
útvarpsíns og Reykjavíkurborgar,
hefst á morgun og mun svelflan
rílqa í cina viku, til sunnudagsins
2. júní. Fyrirhugaðir eru um 40
tónleikar utan dyra sem innan.
Þorri djasstónlistarmanna fs-
lenskra, sem tónl geta valdiö
sómasamlega eða betur, er tU kall-
aður og auk þess munu fjölmarg-
ir mjög svo frambærilcgir djass-
menn frændþjóðanna fulinægja
tónlistarþörf hátfðargesta. Opn-
unarhátíðin fer fram í Útvarps-
húsinu við Efstaleiti Id.l7:00 -
18KK) á morgun. Um kvöldið
verður síöan leildnn lifandi djass
á veitingahúsum. Þórir Baldurs-
son og Rúnar Georgsson munu
sjá um kvöldveröarsveiflu á Hótel
Botg og síðar um kvöldið mun EI-
len Kristjánsdóttir og Flokkur
mannsins hennar taka við tónlist-
arflutningi á Borginni. Milli kl.
22:00-00:30 mun Sextett Viðars
Alfreðssonar leika í Djúpinu, fær-
eyska bræðingshjjómsveitin
Plúmm og Tónskrattar í Duus
húsi, á Kringlukránni verður
Möller-Eydal kvintettinn með
Andreu Gylfadóttur sem sérstak-
an gest, á Púlsinum leikur kvar-
tett Guðmundar Ingólfssonar og
á Tveim vinum kemur fram bræð-
Ingssveitin Grumbl, er leikur
frumsamda tónlist og Hólm 4,
sem gerir það einnig og er ma.
skipuð þeim Jóni Olafssynl og
Stefáni Hjörieifssyni, sem eru
löngu þekktir fýrir innlegg sitt f
íslenska popptónlist.
Á mánudaginn verður haldið
áfram þar sem frá var horfið. Á
útitaílinu v. Lækjargötu mun tríó
Björns Thoroddsens leika milli
kU16:30 og 17:30. TVÍÓ Reytús
Sigurðssonar sér um kvöldverð-
arsveiflu á Borginni og kvartett
Kristjáns Magnússonar ásamt
sextett Viðars Albertssonar tekur
síðan við á þeim bæ. Þá verður
boðið upp á lifandi djass á velt-
ingahúsum fram eftir kvöldL Mun
þá sextett Tómasar R. Einarsson-
ar, skipaður valinkunnum mönn-
um, kynna, á Púlsinum, lög af
væntanlegri plötu Tómasar. í Ðu-
ui húsi gefur að heyra sérstakt
samvinnuverkefni fslenska og
finnska útvarpsins, Scheving -
Lasanen sextettinn. í Djúpinu
leíkur Eðvarð Lárusson ásamt
hljómsvett, Gammarair verða á
tveim vinum og Sveiflusextettinn
gleður gesti Kringlukrárinnar
undir formerkjum sveifluham-
ingjunnar.