Tíminn - 25.05.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 25. maí 1991
TÍminn'5
Um 28% nemenda með einkunn undir 5 á grunnskólaprófi:
Hrikalegar niðurstöður
samræmdu prófanna
Um 28% nemenda, sem þreyttu samræmd próf nú í vor,
fengu einkunn undir 45 stigum eða undir 5, sem er lág-
markseinkunn.
Alls þreyttu 3950 nemendur í
10. bekk grunnskóla prófin og
voru þetta lokapróf í stærðfræði
og íslensku. Af þessum 3950
nemendum voru 18% sem fengu
einkunn undir 5 í íslensku.
Landsmeðaltal einkunna var
60.64 stig í íslensku og 56.85 stig
í stærðfræði. Þessar tölur eru
tökupróf fyrir framhaldsskóla og
allir, sem lokið hafa grunnskóla-
prófi, eiga rétt á inngöngu í þá.
Inntaka nemenda í framhalds-
skóla er þó á ábyrgð skólameist-
ara í hverjum skóla. Nemendur,
sem búa í hverfi viðkomandi
skóla, hafa forgang í þann fram-
haldsskóla ef beita þarf fjöldatak-
mörkunum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofu íslands eru 4180 ís-
lendingar skráðir í þessum ár-
gangi. Það eru því 230 nemendur
sem ekki tóku prófin. Að minnsta
kosti 60 þeirra hættu í skóla í
haust og ekkert er vitað um þá.
Menntamálaráðuneytið hyggst
nú kanna sérstaklega ástæður
þessa brotthvarfs.
^Vísindanefnd NATO fundaði á Islandi:
Ahersla á stuðning
við unga fræðimenn
f gær lauk formlega árlegum aðal- sarm'innu og tengsl aðildarþjóðanna.
fundi vísindancfndar Atlantshafs- Að sögn dr. Sturlu var á þessum
bandalagsins, sem að þessu sinni var fundi einnig opnuð uniueða um það
haldinn á ísIandL Að sögn dr. Sturiu með hvaða hætti vísindanefndin gæti
Friðrikssonar, fulltrúa fslands { stuðlað að auknum samskiptum vís-
nefndinni, var rætt um stefhumörk- indamanna úr NATO-ríkjum við koll-
un varöandi stvrkveitingar úr undir- ega sína í Austur-Evröpu. Þá um-
nefndum sjúðsins og voru menn ræóu segir dr. Sturia þó vera á byrj-
sammála um að áherslu bæri að unarstigi og enn nokkuö langt í að
Ieggja á að gera ungum vfebda- ákvarðanir vcrði teknar þar að lút-
mönnum frá aðaildamTqum banda- andi.
lagsins, sem væru uýkoranir heim Formaður vísindanefndarinnar er
frá námi, kleift að halda tengslum Frakkidn JJ. Ducuing. Fulltrúamir
við sinn gamla háslcóla, hugsanlega í nefndinni skoðuðu Þingvelli í gær,
með einhverjum samstarfsverkefn- enínefndinnieigasætivfeindamenn
um. Tilgangurinn væri sá að efla frá öllum aðilciarríkjuin NATtí.
svipaðar og í fyrra, en þá var
landsmeðaltalið 60 stig í íslensku
og 57.6 stig í stærðfræði.
Samræmdu prófin eru ekki inn-
Krýsuvíkur-
samtökunum
gefin milljón
Nýlega færði Þórður Ingvi Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri fjár-
mögnunarfyrirtækisins Lindar hf.,
Krýsuvíkursamtökunum að gjöf
eina milljón króna. Tilefnið var að
Lind og Krýsuvíkursamtökin eru
bæði fimm ára á þessu ári.
Gjöf þessi kom á afar heppilegum
tíma, því ljúka þarf byggingu íyrsta
áfanga skólahússins í Krýsuvík sem
fyrst. Það er nauðsynlegt, því nú
hafa samtökin öðlast viðurkenn-
ingu og stuðning landlæknisemb-
ættisins og fleiri aðila. Krýsuvíkur-
samtökin hafa að undanförnu haft
hljótt um sig, en engu að síður hef-
ur verið unnið mikið starf á þeirra
vegum. Nú vantar herslumuninn
svo taka megi fyrsta áfanga skóla-
hússins í notkun og því vonast sam-
tökin til að aðrir feti í fótspor Lind-
ar og styrki málstaðinn, hver með
sínum hætti
Byrjað er að afhenda nýja
símaskrá:
Breytt númer taka
gildi á fimmtudag
Farið er að afhenda nýja símaskrá,
símaskrá ‘91, á pósthúsum.
Nýja símaskráin er töluvert frá-
brugðin þeirri gömlu. Hún er mun
aðgengilegri og auðveldari í notkun.
Dálkum hefur verið fækkað úr fjór-
um í þrjá og nú taka nöfnin aðeins
eina línu. Einnig hefur letur síma-
númera verið stækkað og svæðis-
númerin hafa verið flutt efst á blað-
síðuna, en voru áður neðst.
Blaðafulltrúi Pósts og síma segir að
þessar breytingar hafi átt sér stað
vegna þess að fólk hafi kvartað mik-
ið út af smáu letri og erfiðleikum við
að lesa númerin.
Þá eru ný sex stafa símanúmer, sem
byrja á átta, í skránni. Þessi númer
eru tengd Múlastöð og koma í stað
númera sem í dag byrja á 82, 83 og
84. Tölustafurinn einn bætist inn í
númerið á eftir tölunni átta. Þannig
verður símanúmer, sem byrjar á 82,
að 812. Símaskráin er 72 blaðsíðum
þykkari en sú gamla og tekur hún
gildi aðfaranótt 30. maí.
mm SLYSQNIH!
JÖTUNN hf. hefur nú á boðstólum
öryggishlífar fyrir allar gerðir
drifskafta á landbúnaðarvélum
fyrir aðeins 1900 - 3900 krónur!
Árlega verða fjölmörg alvarleg
vinnuslys í landbúnaði. Á síðasta
ári fékk Vinnueftirlit ríkisins
tilkynningar um 34 slík slys.
Slys af völdum óvarinna
drifskafta voru þá önnur algengustu
slysin í landbúnaði, samkvæmt
slysaflokkun Vinnueftirlitsins.
Aflúttak dráttarvélar skal alltaf hafa hlffar
í lagi, hvar sem það er á vélinni. Hið sama
glldirum reimdrif.
Þessi slys kosta bændur og
þjóðfélagið allt ómælda fjármuni,
auk þeirra miklu mannlegu þjáninga,
sem ekki verða metnar til fjár.
JÖTUNN hf. hefur nú hafið herferð
gegn vinnuslysum í landbúnaði í
samráði við Slysavarnafélag
íslands, Vinnueftirlit ríkisins,
Bændasamtökin, Vátryggingafélag
íslands og holienska fyrirtækið
Agritrans, sem framleiðir hlífar
fyrirailar gerðir drifskafta.
í sumar verða hlífarnar seldar sérlega ódýrt,
eða frá 1900 krónum til 3900 króna.
Hluti söluverðsins rennur til
Slysavarnafélags íslands.
DRAGÐU ÚR LÍKUM Á ÞVÍ AÐ ÞÚ
EÐA ÞÍNIR NÁNUSTU VERÐI FYRIR
ALVARLEGU SLYSI.
HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-67 00 00
SIMI VARAHLUTA 0G ÞJÓNUSTU : 68 65 00
í samráðl vlð: Slysavarnafélag íslands, Vlnnueftlrlit ríklslns, Bændasamtðkln , Vátrygglngafélag íslands og Agritrans.
Þröstur til
Jóns Baldvins
Þröstur Ólafsson hagfræðingur hef-
ur verið ráðinn aðstoðarmaður ut-
anríkisráðherra. Hann hefur unnið
við sérstök verkefni í utanríkisráðu-
neytinu síðan í desember 1990.