Tíminn - 25.05.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.05.1991, Blaðsíða 10
22 Tíminn Laugardagur 25. maí 1991 MINNING Helga Gunnarsdóttir Nágranni okkar og vinur, Helga Gunnarsdóttir í Brekku, ér dáin eftir harða baráttu fyrir lífi sínu. Samúð okkar er einlæg með manni hennar og fjórum börnum — eftirlifendum hennar í Brekku. Það er einlæg ósk okkar og von að þeim veitist einhver huggun. Sagt er að tíminn lækni sár. En sár skilja eftir sig ör. Helga, Sigurgeir og bömin þeirra fjögur: Steingrímur, Gunnur, Sól- veig og Embla fluttu heim frá Upp- sölum að Brekku við Brekkustíg, vestast í Vesturbænum sumarið 1982. Þá vorum við nýlega flutt inn í Framnes, hinum megin við Brekku- stíginn. Við minnumst sólbjarts sumardags. Stór gámur fyrir framan Brekku, og ljóshærð hjón og Ijóshærð böm að bera búslóð úr gámnum inn í húsið. Hjá okkur var kærkominn gestur frá Uppsölum í heimsókn: „Þetta eru lektorshjónin," segir gestur okkar Framnesbúa í því hann lítur út um eldhúsgluggann, og heldur áfram: „Komiði út, ég ætla að kynna ykkur fyrir Helgu og Sigurgeiri. Eins gott að þið kynnist almennilegu fólki og þar að auki nágrönnum ykkar," hélt Reynir Böðvarsson áfram og skálm- aði út og við á eftir. Þannig var upp- hafið að vináttu sem við metum mikils — upphaf góðs og lærdóms- ríks félagsskapar við velviljað og gott fólk. Upp í hugann koma fleiri myndir og myndbrot: Vinkonumar Embla og Sigurlaug að heimsækja hvor aðra — hlaupa eða hjóla á þríhjólum á fullri ferð yfir Brekkustíginn og for- eldrarnir beggja vegna götunnar kvaldir af ótta við að þær verði fyrir bfl einhvers vanvitans sem ekur á svimandi hraða inn þröngan Brekkustíginn þar sem bflum er lagt beggja vegna götunnar og engin leið að sjá lítið bam sem uggir ekki að sér og stekkur í veg fyrir hann. Og eitt sinn munar litlu: Sigurlaugu liggur á til Emblu vinkonu sinnar og hjólar á fullri ferð út á Brekkustíg og þar kemur bfll — sem betur fer er hon- um ekið rólega, óvenju rólega — og ökumaðurinn nær að stöðva í tæka tíð — rétt snertir bamið, en engin meiðsli. Sif hleypur út úr Framnesi að huga að dóttur sinni, Helga kem- ur út úr Brekku og þær anda báðar léttar fyrst ekkert kom fyrir barnið. Við minnumst áranna sex sem við vomm nágrannar og samfélagsins við Brekkufjölskylduna og aðra ná- granna og vini: Maríu við hliðina á okkur, Gerði skáhallt á móti, og Sig- ríði Hönnu á Ránargötuhorninu. Og við minnumst ljúfra stunda; eftir- miðdaga með hvítvíni, ostum og grilluðu lambi. Við minnumst einn- ig þegar vanmáttug sorg og ótti knúði dyra og við spurðum hvert annað: Hvers vegna, til hvers? Það var gott að standa ekki einn uppi þá. Það er gott að standa ekki einn uppi með sorg. Það er líka gott að standa ekki einn uppi með gleði — geta deilt hvom tveggja. Nú er aftur spurt: Hvers vegna? Og menn hafa alía tíð frá því að með þeim kviknaði meðvitund og sjálfs- vitund, spurt um tilgang lífs og dauða og harmkvælamaðurinn Job efaðist forðum um ráðslag Drottins gagnvart sér og sagði við hann að ef dagar manns eru ákvarðaðir og „tala mánaða hans tiltekin hjá þér, hafir þú ákveðið takmark hans, er hann fær eigi yfir komist, þá lít af honum, til þess að hann fái hvfld, svo að hann megi fagna yfir degi sínum, eins og daglaunamaður. Því að tréð hefur von; sé það höggvið, þá skýtur það nýjum frjóöngum og teinung- urinn kemur áreiðanlega upp. Jafn- vel þótt rót þess eldist í jörðinni og stofn þess deyi í moldinni, þá brum- ar það við ilminn af vatninu, og á það koma greinar, eins og unga hríslu". En það má vera að skáldið Stefán frá Hvítadal hafi ratað á svarið, eða hluta þess, þegar hann orti: Ó, guð, án þín er létt vor list og tífíð eftirsókn í vind. í trúnni á þig og kærleik Krists er kunslóðanna svalalind. 0, lyftu oss yfír tap og tjón, því takmark vort er æðri sjón. Þitt Ijós að handan Ijóma slær. Ó, lyftu oss þínu hjarta nær! Sif Knudsen og Stefán Ásgrímsson Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug við andlát og jarðarför fööur okkar, tengdaföður, afa og langafa FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka I Reykjavík 24. tll 30. mal er I Breiðholtsapótekl og Apóteki Austurbæjar. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi tll kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudög- um. Upplýsingar um læknls- og lyfjaþjón- ustu eru gefnar I slma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafólags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Slm- svari 681041. Hafnarfjöröur: Hafnarfjarðar apótek og Norö- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öörum tímum er lyfja- fræöingur á bakvakt Upplýsingar eru gefnar I slma 22445. Apótek Keflavfkur: Opiö virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- menna frídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er oplð til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjaríns er opiö virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekiö er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrír Reykjavfk, Seltjamarnes og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla vlrka daga frá kl. 17.00 tll 08.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamosi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaöá sunnudögum. Vitjanabeiönir, slmaráöleggingar og tlmapant- anir I slma 21230. Borgarspftaiinn vakt frá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekkl til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúöir og læknaþjónustu erugefnar I slm- svara 18888. Ónæmisaðgerðirfyrirfulloröna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavfkur á þriöjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér Guðna Sigurðssonar Háa-Rima, Þykkvabæ Sérstakar þakkir til lækna og alls starfsfólks Sjúkrahúss Suöurlands. Jóna K. Guðnadóttir Sigvaldi Ármannsson Guörún Guðnadóttir Guðlaugur Ámason Sigríöur F. Guðnadóttir Benidikt Júlíusson Siguröur Guðnason Jóhanna Hallgrímsdóttir Guöjón Guðnason Magnea Gestsdóttir bamaböm og bamabamaböm Skrásetning nýrra stúdenta Skrásetning nýrra stúdenta til náms í Háskóla íslands háskólaárið 1991-1992 ferfram í Nemendaskrá Háskólans dagana 3.-14. júní 1991. Umsóknareyðublöð fást í Nemendaskrá sem opin er kl. 10-12 og 13-16 hvern virkan dag. Einnig verður tekið við beiðnum um skrásetningu nýrra stúdenta dagana 6. til 17. janúar 1992. ónæmissklrteini. Garðabær Heilsugæslustööin Garöafiöt 16-18 er opin 8.00-17.00, simi 656066. Læknavakt er I síma 51100. Hafnarfjöröur: Heilsugæsla Hafnarfjaróar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt sími 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opir, 8.00-18.00 virka daga. Sími 40400. Keflavik: Neyöarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suöumesja. Slmi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráögjöf I sálfræöilegum efnum. Slmi 687075. FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS íslenska fýrir erlenda stúdenta Skrásetning stúdenta í nám í íslenskum fræðum fyrir erlenda stúdenta í Háskóla (slands háskólaárið 1991-1992 ferfram í Nemendaskrá Háskólans dagana 3.-14. júní 1991. Umsóknareyðublöð fást í Nemendaskrá sem opin er kl. 10-12 og 13-16 hvern virkan dag. Um er að ræða þriggja ára nám sem lýkur með Bacc. philol. Isl.-prófi. HÁSKÓLIÍSLANDS Tilboð óskast í að reisa og fullgera þjónustumiðstöð Há- skóla íslands við Suðurgötu. Húsið er kjallari og 2 hæðir um 440 m2 að grunnfleti, en um 4500 m3 alls. Kjallari hefur verið steyptur upp. Byggingin skal vera fullgerð að utan 15. október, en full- gerð 1. júní 1991. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, til og með mánudegi 10. júní gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 14. júní kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK Vi6 nýskrásetningu skrá stúdentar sig jafn- framt i námskeiö á komandi haust- og vormisseri. Umsóknum um skrásetningu skal fylgja: 1) Ljósrit eða staðfest eftirrit af stúdentsprófsskírteini. 2) Skrásetningargjald: kr. 7.700,-. Ljósmyndun vegna nemendaskírteina fer fram í skólanum í september 1991. Ekki ertekið á móti beiðnum um nýskrásetningu, né end- urgreidd skrásetningargjöld, eftir 31. ágúst ár hvert. Skrásetningargjald vegna nýskrásetningar í janúar er ekki endurgreitt. Starfslaun Ríkisútvarpsins til höfunda útvarps- og sjónvarpsefnis Ríkisútvarpið auglýsir starfslaun til höfundar eða höfunda til að vinna að verkum til frumflutnings í Ríkisútvarpinu, hljóðvarpi eða sjónvarpi. Starfslaun- um geta fylgt ókeypis afnot af íbúð Ríkisútvarpsins í Skjaldarvík í Eyjafirði. Starfslaun eru veitt til 6 mánaða hið lengsta og fylgja þau mánaðarlaunum skv. 5. þrepi 143. Ifl. í kjarasamningum Bandalags háskólamanna og fjár- málaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Umsóknum ásamt greinargerð um fyrirhuguð við- fangsefni skal skilað til skrifstofu útvarpsstjóra, Efstaleiti 1, Reykjavík, fyrir 11. júní nk. Þar eru enn- fremur veittar nánari upplýsingar um starfslaunin. RlKISÚTVARPIÐ Landspltalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadelldln: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartlmi fyrir feöur kl. 19.30- 20.30. Barnaspftall Hrlngsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadelld Landspital- ' ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspftall: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspltalinn I Fossvogl: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnu- dögum kl. 15-18. Hafnarbúöin Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandiö, hjúknjnardeild: Heimsóknartími frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshæliö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaðaspitall: Heim- sóknartimi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St. Jósepsspitali Hafnarflrði: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíö hjúkrunarheimili i Kópavogi: Heim- sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikuriæknishéraðs og heilsugæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Sími 14000. Keflavfk-sjúkrahúsið: Heimsóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátiöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri- sjúkrahúsiö: Heim- sóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á bamadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofuslmi frá kl. 22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akra- ness: Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavík: Seltjarnarnos: Lögreglan sfmi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogur: Lögreglan slmi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreiö sfmi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan slmi 51166, slökkvi- liö og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan slmi 15500, slökkviliö og sjúkrabill simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar: Lögreglan, slmi 11666, slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsið simi 11955. Akureyrí: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabrfreið simi 22222. Isaljöröur: Lögreglan slmi 4222, slökkviliö slmi 3300, brunasimi og sjúkrabifreið simi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.