Tíminn - 25.05.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.05.1991, Blaðsíða 4
4 TírTH'nn Laugardagur 25. maí 1991 Verðlaun fyrir barnabók Bókaútgáfan Björk er 50 ára á þessu ári. í tilefni afmælis- ins hefur stjórn útgáfunnar ákveðið að efna til verðlauna- samkeppni um: MYNDSKREYTTA BARNASÖGU handa yngrí lesendunum. Verðlaun kr. 150.000,- (auk rítlauna). Bókin verði 3-4 arkir, brot ca. 18,5 x 25 cm, innbundin. Myndlistarmaður og sögumaður geta skilað handriti sam- an. Til greina kemur að gefa út fleiri en eitt handrit. Sérstök dómnefnd dæmir handrit. Skilafrestur handrita er til 10. okt. 1991. Nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi, en handritin merkt dulnefni. Handritum sé skilað til formanns dómnefndar, Stefáns Júlíussonar rithöfundar, Brekkugötu 22, 220 Hafnarfirði. Bókaútgáfan Björk Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum á íbúðarhúsnæði á ísafirði Um er að ræða einbýlishús, par- og/eða raðhús, u.þ.b. 150-200 m2 að stærð að meðtalinni bílgeymslu. Tilboð, er greini stærð, byggingarár og -efni, fasteigna- og brunabótamat, verðhugmynd og áætlaðan afhendingar- tíma, óskast send eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnar- hvoli, 150 Reykjavík, fyrir 10. júní 1991. Fjármáiaráðuneytið, 24. maí 1991 Borgames Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vesturlandi leitar eft- ir kaupum á hentugu húsnæði fyrir sambýli í Borgar- nesi. Um erað ræða einbýlishús, par- og/eða raðhús. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -efni, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteignamat, afhendingartíma og söluverð, sendist eignadeild fjár- málaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 10. júní 1991. Fjármálaráðuneytið, 24. maí 1991 Útboð ^ Geiradalur 1991 Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum í lagn- ingu 3,25 km kafla á Vestfjaröavegi um Geiradal. Helstu magntölur: Fyllingar og fláafleygar 39.000 m3 og neðra burðarlag 11.000 m3. Verki skal lokið 1. nóvember 1991. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rík- isins á Isafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 27. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 10. júní 1991. Vegamálastjóri. Efast um að ég hafi nokkru sinni séð fyrir mér Ijótara dæmi segir Björn Þórhallsson: Óttast að margir muni snýta rauðu „Hvar þetta vaxtakapphlaup nemur staðar veit ég ekki. En hræddur er ég um að margir eigi eftir að snýta rauðu. Menn hafa til þessa verið að missa íbúðir vegna hárrar greiðslubyrði af lánum. Hvað nú, þegar vextimir em hækkaðir enn meira? Þetta á eftir að valda sumu fólki voðalegum glundroða og hörmungum. Ég efast um að ég hafi nokkura tíma séð fyrir mér ljótara dæmi,“ sagði Bjöm Þórhallsson, stjóraarmaður bæði í miðstjóra ASÍ og Húsnæðisstofnun og jafn- framt viðskiptafræðingur. Tíminn leitaði álits hans á þróun húsnæðislánamarkaðarins, m.a. þeirri grundvallarbreytingu að varpa nú þessum stærsta þætti í afkomu alls almennings út á dutlungafullan verðbréfamarkað. Bjöm segir þetta vitanlega óskaplega flókið og mikið mál. Óttast að margir farist í því stríði „Ég óttast að það farist margir í því stríði, ef það á að sleppa fjármagns- markaðnum lausum að öllum mönn- um. Fólkið er enn ekki nógu vel upp alið til að taka á móti slíku. Það þarf hugarfarsbreytingu áður. Auðvitað eru sumir farnir að hugsa áður en þeir taka lán. En margir eru enn í allt of ríkum mæli fastir í; „þetta hlýtur að reddast" hugarfarinu. „Þetta eru lán til 25 og jafnvel 40 ára — það reddast margt á þeim tíma,“ segja menn og taka lán hvað sem þau kosta.“ Björn sagði þetta m.a. koma í ljós í auknum fjölda íbúða sem Húsnæðis- stofnun verður að leysa til sín. „Og mér sýnist gefið mál að það á enn eft- ir að stórvaxa." Sagan að endurtaka sig En af hverju eru þarna enn og æ og alltaf einhver vandræði — ef ekki of litlir peningar þá of háir vextir og of mikil afföll? Hefði sá maður t.d. ekki verið sagður ruglaður sem fyrir hálfu öðru eða einu ári hefði spáð yfir 20% afföllum af húsbréfum? ,Jú, jú. Ég var að reyna að messa þetta yfir mönnum árið 1988. Þá vildi enginn trúa mér. En sagan frá 1986 er að endurtaka sig. Menn vanreiknuðu sig á lánaeft- irspuminni þá. Og alveg það sama er að gerast með húsbréfakerfið, eftir- spurnin er miklu meiri en nokkur reiknaði með. Menn virðast hungrað- ir í húsnæði. Það er nú eitt, að íslend- ingar eru hreinlega húsnæðissjúkir og það virðist langvinnur sjúkdómur. Ekki komist hjá skömmtun Gmndvallarvitleysan er sú, eins og ég hef verið að reyna að segja mönn- um, að það er ekki nema takmarkað magn af peningum sem þjóðin getur varið til húsbygginga og endurfjár- mögnunar íbúða á hverjum tíma. Málið er að finna leið tií að dreifa þessum peningum á sem farsælastan hátt. Ég sé enga leið til þess nema skömmtun, með einni eða annarri að- ferðinni. Og ég er enn þeirrar skoðun- ar að 86-kerfið, með ákveðnum lag- færingum, hefði verið miklu farsælla fyrir alla aðila. Það hefði auðvitað þýtt tiltekna skömmtun og biðraðir. En menn lenda bara líka í biðröðum í húsbréfakerfinu. Lánin skammtast hreinlega af því að fólk hættir að leggja í að taka lán á þeim ofurkjörum sem þar gilda.“ Komi þær þúsundir fólks sem beðið hafa þolinmóðir í gömlu biðröðinni nú inn í húsbréfa- kerfið sér Bjöm fyrir enn hækkandi afföll á húsbréfunum. „Eigi þetta ekki allt að fara til andsk. þá þyrfti að skammta útgáfu húsbréfanna með einhverjum hætti. Verði „vaxtahækk- unarskömmtunarstýringin" látin ráða sé ég ekki annað en að það leiði áfram til víxlhækkandi vaxta. Þangað til? Það verður einhver sprenging." Alltaf slegist um takmörkuð gæði Björn segir klárt mál að alltaf sé sleg- ist um takmörkuð gæði, peninga eins Björn Þórhallsson og hverja aðra vöru sem skortur er á. Þegar miklu minni peningar eru til ráðstöfunar en upphæðirnar sem standa á öllum bréfunum á markaðn- um, þá lækki þessi bréfsnifsi í verði. „Svo horfir maður upp á það sorg- lega sem er að gerast með vaxtastigið þessa dagana. Húsbréfin, sem nánast eru ríkisskuldabréf — þau keppa við spariskírteinin og til þess að þau selj- ist eru vextir þeirra hækkaðir — sem aftur þýðir að bankarnir, sem vilja halda sínu, elta með vextina hjá sér — og þá aukast enn afföllin á húsbréf- unum. Verði þessi dans stiginn áfram hvar kemur hann þá til með að enda? Hvað finnst Bimi þá um nýjustu lausnina, að selja húsbréfin til útíanda? ,J4ér finnst það alveg voðalegt mál að fara að bjóða þessi bréf á erlendum mörkuðum. Ætli menn á annað borð að fá erlent fé hér inn á húsnæðis- markaðinn, þá sýndist mér eðlilegra að Landsbréf taki í staðinn erlend lán meö normal vaxakjörum sem þeir mundu síðan nota til að kaupa hús- bréf og vera sá viðskiptavaki sem þeir eiga að vera. Það ætti að virka á móti hækkun á afföllum eða jafnvel snúa dæminu við. Annað verða menn svo líka að hafa í huga, að veruleg hætta er á aukinni spennu hér innanlands með því að hleypa hér inn miklu er- lendu fjármagni,“ sagði Bjöm Þór- hallsson. - HEI ERLENT FRÉTTAYFIRLIT Nýja Delhí, Indlandi - Fjöldi þjóöhöfðingja var viðstaddur báiför Rajívs Gandhi, fyrrver- andi forsætisráðherra Indlands og formanns Kongressflokks- ins, sem fram fór í gær. Talið er líklegt að Frelsishreyfing ta- mílsku tígranna á Srí Lanka hafi staðið á bak við morðið. Búist er við miklum ofbeldis- verkum þegar kosningabarátt- an hefst á ný eftir bálförína. Jóhannesarborg, Suöur- Afríku - Forseti Suður-Afríku, F.W. de Klerk, náðaði í gær sjö pólitíska fanga sem höfðu verið í hungurverkfallí og hvattl blökkumenn til að hætta inn- byrðis átökum. Kartúm, Súdan - Eþíópiskur herflugmaður lenti MIG-23 orr- ustuflugvéi sinni i Kartúm í Súd- an og baö um pólitfskt hæli sem hann og fékk, að sögn ríkisrek- innar sjónvarpsstöðvar í Súdan. Daka, Bangladesh - Miklar náttúruhamfarír hafa átt sér stað í Bangladesh undanfamar vikur og að sögn flármálaráð- herra landslns mun ríkisstjóm- in lelta eftlr 2,4 milljarða dollara aðstoð eríendis frá á næsta fjár- lagaári (1991-1992). París, Frakklandi - Talsmenn fransks vatnsfyrirtækis sögðu i gær að vatnsfyrírtæki um allan heim ættu að bindast samtök- um sem hefðu það að markmiði að útvega bágstöddum hreint drykkjarvatn. Tehran, íran - Sovésk flutn- ingavél, sem var að flytja hjálp- argögn fyrír iraska flóttamenn, brotlentf f Vestur-íran í gær vegna eldsneytisskorts. Fjórir menn létust og sex slösuðust Bonn, Þýskalandi - Búist er við að varabankastjóri þýska seðlabankans, Helmut Schles- inger, taki víð bankastjórastöð- unni af Karl Otto Poehl sem sagði af sér 16. maí. Að sögn þýskra embættismanna mun Hans Tietmeyer verða vara- bankastjóri og taka við af Schlesinger eftir tvö ár. RÓm, Ítalíu - itölsk stjómvöld sögðu i gær að hluti þeirra 24 þúsund albanskra flóttamanna sem urðu eftir á (talíu yrðu aö snúa aftur til Albaniu. Á fundi sem ríkisstjómin hélt í gær var samþykkt að þeir Albanir sem ekki væru pólitiskir flóttamenn og ekki hefðu fengið vinnu fyrir 15. júni yröu að snúa aftur. Tokyo, Japan - Eldfjall á jap- önsku eyjunni Kyushu byrjaði að gjósa i gær f annað sinn á sjö mánuðum. Eldfjalliö hafði áður ekki gosið í 200 ár. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.