Tíminn - 01.06.1991, Side 4

Tíminn - 01.06.1991, Side 4
12 m HELGIN Laugardagur 1. júní 1991 Tvær nýjar í hópinn: Stærsti rokktónlistarviðburður til þessa á íslandi verður í Hafnarfirði 16. júní nk. þegar að minnsta kosti sjö stórsveitir spila þar á hljómleikum.: STÓRVIÐBURÐUR Á Dire Straits og Paul McCartney Alan Ball, framkvæmdastjóri stór- tónleikanna í Kaplakrika, sagði í samtali við tónlistarsíðu Tímans, að hann hefði átt í viðræðum við um- boðsmenn stórhljómsveitarinnar Dire Straits og bítilsins Paul McCartney, og talsverðar líkur væru á því að þeir héldu tónleika hér á sjálfsögðu. Það þarf víst lítið að fjölyrða um það hverslags stórkostlegur við- burður það væri að fá þessa aðila til að halda tónleika hér á landi. Paul McCartney hefur stundað fram- leiðslu á heimsþekktum dægurlög- um sl. 30 ár og lög og plötur Dire Straits hafa notið gífurlegra vin- , sæjda umallan fi^itji. pJ^l^ijcftiji pg forsprakki sveitarinnar, Mark Knop- fler, er einn af þekktustu, ef ekki þekktasti, gítarleikari í heiminum í dag. Alan Ball sagði að hann hefði átt í viðræðum við fjölmarga aðila um að halda tónleika hér á landi á næst- unni. Þessir tveir aðilar væru sterk- lega inni í myndinni auk söngkon- iUjinar, lajiet Jackson og fleiri.. —SE Artch og Bullet Boys Tvær hljómsveitir bættust fyrir skömmu í hóp þeirra sveita sem spila í Kaplakrika 16. júnf nk. Þetta eru norska sveitin Artch, með geð- þekka rauöhærða rokkarann Eirik Hauksson í broddi fylkingar og bandaríska rokksveitin Bullet Boys, sem um þessar mundir er aö hasla sér vöD í Evrópu. Artch nýtur mikilla vinsælda í Skandinavíu. Alls eru sveitarmeö- limir fimm og eru þaÖ auk rauö- hæröa rokkarans þeir Gill Neil sem leikur á gítar, Brent Jansen á bassa, Cat Andrew i gítar og Jack Jamies á trommur. Nýkg slrifa sveitarinn- ar heitir For the sake of mankind og hefúr hún fengiö góöar viötök- ur. BuUet Boys er gögurra manna hljómsveit. Marq Torien er söngv- ari, Mick Sweda leikur á gftar, Lonnie Vencent á bassa og Jftnmy D’Anda á trommur. Sveitin hefur nýlega sent frá sér sína aðra skífu sem ber nafnið Freak Show. Rauðhærði rokkarinn mun þenja raddböndin i Kaplakrika. Það verður án alls efa fróðlegt að heyra Bubba Morthens og Rúnar Júlíusson leggja saman krafta sína á stórtón-leik- unum 16. júní nk. Umsjón: Guðmundur Steingrímsson Stefán Eiríksson HEIMSMÆLIKVARDA Það má telja fullvíst að sunnu- dagurinn 16. júní verður mörg- um ógleymanlegur. Þá verður haldin í Kaplakrika í Hafnarfírði stærsta rokkhátíð sem haldin hefur verið á íslandi með þátt- töku fjögurra heimsþekktra hljómsveita auk annarra, en þar á meðal er hljómsveitin GCD sem inniheldur ekki ómerkari menn en Bubba Morthens og Rúnar Júlíusson. íslendingar eru margir hverjir ekkert of fljótir að taka við sér þegar mikið stendur til. Það var t.d. ekki fyrr en frændi minn kom heim frá útlöndum og sagði mér frá því að auglýsingar um stórkostlega rokkhátíð á ls- landi hefðu tröllriðið tónlistar- sjónvarpsstöðinni MTV sl. einn og hálfan mánuð, að ég gerði mér fyllilega grein fyrir hvers konar stórviðburður væri hér á ferðinni. Tónleikarnir verða teknir upp af sjónvarpsstöðinni MTV og sjónvarpað um allan heim, von er á fjölmörgum blaða- og fréttamönnum frá mörgum heimshornum auk þess sem dágóður hluti af aðdáend- um hljómsveitanna mun fylgja þeim hingað. Tónleikarnir verða eins og áður sagði haidnir í Kaplakrika í Hafnarfirði og eru eitt af atrið- unum á listhátíð sem haldin verður þar í bæ 1. júní til 13. júlí. Á blaðamannafundi sem haldinn var í vikunni kom fram að umfang þessara tónleika er það mesta sem um getur í ís- landssögunni. Hljóðkerfið kem- ur frá Englandi og má geta þess að frægt hljóðkerfi Reykjavíkur- borgar, bæði nýtt og gamalt, er aðeins einn fjórði af því kerfi. Rafmagnið sem notað verður jafnast á við notkun 4500 manna bæjarfélags, sviðið verður tæpir 500 fermetrar og svo mætti lengi telja. Fyrirtækið sem stendur fyrir þessum tónleikum nefnist Rokk hf. Mennirnir á bak við það eru Guðmundur Guðbjörnsson, Hermann Ragnarsson, Alan Ball og Hick Baroudi. Alan Ball hefur haft veg og vanda af undirbún- ingi tónleikanna og sagði hann í samtali við tónlistarsíðu Tímans að hann hefði unnið að þessu stanslaust síðan í febrúar. Hann sagði að áhuginn fyrir þessum tónleikum erlendis hafi verið mikill og eftir að fór að fréttast hvaða hljómsveitir kæmu til með að spila hér hefði síminn ekki stoppað, margar hljóm- sveitir, þar á meðal nokkrar heimsþekktar, hefðu hringt og lýst yfir áhuga sínum á því að fá að vera með eða spila á íslandi. Iron Maiden hefði m.a. lýst yfir áhuga sínum á því að spila hér á landi í byrjun júlí, en því miður hefði ekki verið hægt að koma því við. Alan sagði að þeir þyrftu 6- 7000 manns til þess að dæmið stæði undir sér, en með góðum viija væri hægt að ímynda sér að von væri á tíu þúsund manns og það væri auðvitað það sem þeir vonuðust eftir. í upphafi var gert ráð fyrir fjór- um erlendum hljómsveitum og tveimur íslenskum. Tvær er- lendar hafa nú bæst í hópinn og eru það bandaríska hljómsveitin Bullet Boys og norska sveitin Artch, með Eirík Hauksson í broddi fylkingar. Artch kemur til með að byrja tónleikana, þá koma Bullet Boys, síðan íslenska hljómsveitin GCD, þá Thunder, Slaughter, Quireboys og loks Poison. Enn er ekki komið á hreint hvort Risaeðlan muni spila á tónleikunum en ef svo færi yrði hún framarlega í röð- inni. Gert er ráð fyrir að tónleik- arnir hefjist upp úr klukkan tvö og standi til tólf á miðnætti. Auk erlendu hljómsveitanna má búast við því að hljómsveitin GCD veki athygli á tónleikun- um. Þar er um ræða nýja hljóm- sveit sem Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson stofnuðu fyrr á þessu ári. Með þeim í hljóm- sveitinni eru Gunnlaugur Bri- em, Mezzótrommari með meiru og Bergþór Morthens sem spil- aði með Egó. Bubbi upplýsti á blaðamannafundi í vikunni að von væri á plötu með nýju efni frá þeim 17. júní. Hann sagði að þeir myndu spila efni af plötunni á tónleikunum auk laga frá Ut- angarðsmönnum, af ísbjarnar- blús og jafnvel nokkur gömul lög sem Rúnar hefði gert fræg. Það verður fjallað nánar um þá félaga að viku liðinni en óneit- anlega væri gaman að heyra þá félaga kyrja saman Fyrsta koss- inn og undir lokin syngja Bláu augun þín, 16. júní nk. Miðaverð á tónleikana er 5.500 krónur og er ekki hægt að segja að það sé hátt miðað við það sem á boðstólum verður. Hljóm- sveitirnar verða sjö og það getur vart talist mikið að borga rúmar 700 krónur fyrir að horfa og hlýða á hverja þeirra. Það er víst óhætt að skora á alla rokkaðdá- endur að hópast í Hafnarfjörð- inn 16. júní nk. Þar eru á ferð- inni tónleikar sem þeir mega ekki missa af. - SE Von er á nokkrum heimsþekktum á næstunni:

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.