Tíminn - 01.06.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.06.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. júní 1991 HELGIN 13 Poison samanstendur af fjórum einstaklingum, söngvaranum Brett Michaels, gítarleikaranum C.C. DeVille, bassaleikaranum Bobby Dall og trommuleikaran- um Rikki Rockett. Það var árið 1984 sem fyrst fór að bera á hljómsveitinni og fyrsta plata sveitarinnar, Look what the cat dragged in, fékk góðar viðtök- ur í Bandaríkjunum. Hljómsveit- in hefur á ferli sínum selt um 12 milljón eintök af plötum sínum og sex lög sveitarinnar hafa kom- ist inn á topp tíu í Bandaríkjun- um. Nýjasta plata sveitarinnar, Flesh & Blood, hefur þegar selst í 3 milljónum eintaka í BNA og í rúmlega milljón eintökum annars staðar. Lög eins og Unskinny Bop og Something To Believe in ættu að vera mörgum að góðu kunn og hafa þau bæði náð hátt á vinsæld- arlistum í BNA. Djass um helgina Rurek djasshátíðinni lýkur nú á sunnudag með pompi og prakt. Þá fara fram kl. 16:30 í Borgar- leikhúsinu, lokatónleikar þar sem norska söngkonan Karin Krog kemur fram ásamt 12 manna samnorrænni djasssveit undir stjórn Per Husby og 14 manna samnorræn frumskógarhljóm- sveit undir stjórn Pierre Dörge spilar. Hér er um að ræða eina tækifærið tii að njóta leiks þess- ara hljómsveita þar sem þær eru sérstaklega settar á stofn í tilefni af Rurek. í dag og í kvöld verður einnig brugðið á leik. Um hádegisbilið mun Karnivala leika víðs vegar á svæði Laugavegssamtakanna og Sveiflusextettinn mun hleypa lífi f vegfarendur á Hallærisplani. Sú sannkallaða stuðhljómsveit verð- ur svo enn á ferðinni kl.13:00 á Kjörgarðsplani og þá mun Karni- vala leika víðs vegar á svæði Mið- bæjarfélagsins. Um kvöldið heldur svo dunun diassins áfram af full- um krafti. A Hótel Borg hefjast kl.22:00 stórtónleikar, þar sem Plúmm, kvartett Bent Jæger, Kar- in Krog og tríó Per Husby, Ulf Adaker og kvartett Sigurðar Flosasonar og Sálarháski koma fram. Líklegt er að þeir sem hing- að til hafa ekki látið sig vanta á viðburði hátíðarinnar mæti vaskir í djassinn um helgina. Svo má hikstalaust ráðleggja þeim sem hafa látið sig vanta að láta sig ekki vanta þessa lokadaga. Djassinn verður góður og þá vantar ekki neitt. Óaðfinnanlegt. GS. Vítahringur TVíós Jemma Tíminn hefur fyrir því heimildir að missætti hafi blossað upp meðal meðlima hinnar framúrstefnulegu hljómsveitar Tríó Jemma. Mun hún eiga við sama vandamál að etja og hljómsveitin Drulla, sem einnig er starfrækt í bænum. Einn hljóðfæra- leikara, ef ekki fleiri, er víst svo arfa- slakur að ekki er undir neinum kringumstæðum möguleiki að æfa. Slíkt hlýtur að vera sannkallaður vítahringur, þar sem gera má ráð fyrir að viðkomandi taki þá aldrei framförum. Tíminn mun fylgjast náið með famvindu mála innan Tríós Jemma sem og öðrum stór- sveitum undirheimanna. I jsiipfekít:}? 3 .i'Lr.ctíhh.'?.' ,'íþ.GS. Poison. V/ 'j Quireboys. QUIREBOYS Slaughter. Slaughter ín heitir í höfuðiö á höfuðpaur sveitarinnar, Mark Slaughter, sem jafnframt er söngvari. Ásamt honum eru » sveitinni Dana Strura sem leikur á bassa, Tim Kelly gítarleikari og Bias Elias trommu- ieikari. og er þar um ansi hreint frambæriiega skífu aö ræöa. Lögin á skífunni eru öll eftir Mark Slaughter og Dana Strum. Hijómsveitín var nánast óþekkt þar tii fyrir nokkru að hún fór í hljómleikaferð með hljómsveitinni Kiss og þá fóru hjóiin að snúast og hefur hún á skömmum tíma aflað sér gífurlegra vinsælda. Það er tæpt ár síðan hljómsveitin Quireboys var hér síðast á landinu, hélt tónleika með Whitesnake og að margra áliti gáfu þeir gömlu kempunum lítið eft- ir. Piltunum í sveitinni lík- aði dvölin hér á landi það vei að þeir hugsuðu sig ekki tvisvar um þegar þeim stóð til boða að spila hér aftur. Sveitin samanstendur af sex mönnum. Þar skal frægastan telja söngvaran Spike, gítarleikarar eru Guy Bailey og Guy Griffín, hljómborðsleikari er Chris Johnstone, bassaleikari er Nigel Mogg og Rudi Rich- man er trommuleikari. Sveitin er bresk og var stofnuð árið 1986. Fyrsta og eina stóra skífa sveitar- innar til þessa, A bit of what you fancy, kom út í fyrra og fékk frábærar við- tökur. Sveitin vinnur nú að nýrri plötu. Thunder. Það eru söngvarinn Danny Bowes, gítarleikarinn Luke Morley, trommuleikarinn Gary James, bassaleikarinn Snake og gítar- og hljómbqrðsleilmri qnRen Matthcwe, » sem skipa hljómveitina Thunder. Thunder var stofnuð á rústum sveitarinnar Terraplane árið 1989 og árið eftir kom fyrsta breiðskífa sveit- arinnar'út. .Hún 'bcr nafnið-'Back Street Symphony og fékk hún góðar viðtökur í BNA. Gítarleikari sveitar- innar, Luke Morley, er aðallagahöf- undur sveitarinnar og eru öll lögin á ^plötunni' 'efth 'hann;; után1 eitt;' stm -fiCl?/? M'íbM ftií )d'iri'rC 1(A er gamla Spencer Davis lagið Gimme Some Lovin’. Óhætt er að segja að Tlinder sé sveit á uppleið og hafa blaðamenn tónlistartímarita ■ verið'óspárir á’hrós þdith'tíl háþdá'.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.