Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Tíminn - 01.06.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.06.1991, Blaðsíða 6
14 HELGIN Laugardagur 1. júní 1991 Dýrlingarnir Ágústínus, Gregor Jerome og Ambrósíus. Karldýrlingar eru helmingi fleiri en kvendýr- lingar. Hvernig kemst fólk í „heilagra manna tölu“? Jóhannes Páll II. hefur framleitt fleiri dýrlinga en nokkur af fyrirrennurum hans á öldinni Sá siður kaþólsku kirkjunnar að hefja menn í dýrlingatölu hefur oft verið gagnrýndur sem afskræming á hinum hreina kristindómi. En átrúnaður á dýrlinga kom snemma til sögu í kristninni og í mörgum öðr- um trúarbrögðum er helgum manneskjum einnig sýnd lotn- ing. Þar sem heisti vitnisburð- urinn um helgi dýrlegra manna og kvenna eru þau kraftaverk sem fólk telur sig hafa orðið vitni að fyrir þeirra tilstilli, er brýnt að rannsakað sé og skil- greint það sem kalla má „heil- agt“ í manneðlinu. í nýrri bók eftir Kenneth L. Wood- ward, sem hann nefnir „Framleiðsla á dýrlingum" leiðir höfundur les- andann að tjaldabaki og sýnir hon- um hvemig örfáar persónur em valdar úr hópi þúsunda sem bent er á til að hefjast í dýrlingatölu. í bókinni er spurt fjölda athyglisverðra spum- inga og álítur Woodward að þeir sem í alvöru velta því fyrir sé hvað verð- mætast sé og göfugast í manneðlinu hljóti að velta þessu fyrirbæri fyrir sér - dýrlingnum. Því fer fjarri að kaþólikkum sé að daprast áhuginn á þessum efnum, því Jóhannes Páll páfi II. hefur gert umbætur á hinum gömlu vinnuregl- um við val á dýrlingum og hafíð fleiri einstaklinga í dýrlingatölu en allir fyrirrennarar hans á þessari öld. En þó má ekki gera of mikið úr hlut páf- ans hér, því menn verða ekki dýr- lingar nema til komi einróma um- leitan og vilji safnaða og kirkjunnar manna. Vilji til dæmis einhver bisk- up ekki styðja umsókn um að per- sóna úr biskupsdæmi hans sé tekin í tölu heilgara manna er málið fallið um sjálft sig. Útnefning dýrlinga hefur annars á sér svip innantóms vafsturs og fyrir- gangs háklerka, því reglurnar eru í sjálfu sér ljósar og skilyrðin sem uppfylla þarf skýr. Það er gamalt í kaþólsku kirkjunni að líta heldur niður á konur og því eru karldýrling- ar tvisvar sinnum fleiri en kvendýr- lingar. Kirkjan gerir kynhvötinni ekki hátt undir höfði og hefur því nær engin manneskja er búið hefur í hjónabandi orðið að dýrlingi. Þessi hlálegi skilningur kom mjög vel í ljós árið 1987 er páfinn lýsti eftirfar- andi persónur komnar í tölu „hinna blessuðu": Karl er alla ævina hafði verið piparsveinn, ungan mann er lést áður en hann náði að kvænast, tvær konur er voru fórnarlömb nauðgunar og mann er yfirgefið hafði konu og börn vegna trúarlegr- ar köllunar. Merkilegt nokk þá hafa fáir páfar og kardinálar verið gerðir að dýrlingum frá því er Vatikaniö tók að sér stjóm- ina á útnefningu dýrlinga. Nú er þó verið að rannsaka þá Píus XII. og Jó- hannes XXIII. í þessu tilliti. En valið er örðugt því ekki væri vinsælt að gera annan þeirra að helgum manni en hinn ekki. Þá hafa athuganir á lífi Jóhannesar leitt sitthvað í ljós er áhyggjum veldur og þeir sem styðja Píus XII. eiga bágt með að verja það að hann fordæmdi aldrei helför gyð- inga. Kannske var Jóhannes Páli að reyna að bæta hlut kirkjunnar er hann fyr- ir skömmu lýsti nokkur fómarlömb nasista meðal „blessaðra". Þar á meðal var Edith Stein, menntakona af gyðingaættum, sem snerist til kaþólskrar trúar og gerðist nunna í Karmelítareglunni. Hún dó í Au- schwitz. En þetta hneykslaði gyð- inga víða um heim. Þeir sögðu að Stein hefði hafnað í gasklefunum vegna þess eins að hún var gyðingur og að óviðeigandi væri að velja hana úr sex milljónum sem „kristinn písl- arvott." Og það því heldur sem hún hefði lagst á sveif með þeim er gyð- ingar álíta villutrúarfólk. Nú á dögum, þegar menn em orðn- ir gagnrýnari á hið hræsniskennda í trúarbragðaiðkun, hefur reynst nauðsynlegt að endurmeta þýðingu dýrlingsins. Hefð var fyrir því að maður varð að deyja píslarvættis- dauða fyrir málstað Krists eða kirkj- unnar, svo hann yrði dýrlingur, en nú nægir þessi þrönga skilgreining ekki lengur. Til dæmis var Oscar Romero erkibiskup myrtur framan við altarið af yfirvöldum í EI Salva- dor, vegna þess að hann hafði gag- rýnt stjómarfar landsins. Hann var þegar lýstur píslarvottur af fjölda manna í landi sínu, þótt hann hefði ekki dáið fyrir trúna heldur kröfur um félagslegar umbætur og fyrir fólk sem ekki var allt kristið. Vegna þessa stjómmálalega þáttar hefúr páfi verið tregur til að gera Romero að helgum manni. Vatikanið hefur og farið sér hægt í að nýta sér aðferðir sálfræðinnar (Freud og Jung eru taldir guðleys- ingjar) þótt þörfrn á að geta metið andlega gerð tilvonandi helgra manna réttilega sé himinhrópandi. Alexandrina da Costa varð tvívegis fómarlamb nauðgana og lamaðist al- varlega. Á hverjum föstudegi sá hún sýnir er tengdust þjáningum Krists og máttvana limir hennar tóku að hreyfast á óhugnanlegan hátt er hún líkti eftir hreyfingum frelsarans í kröm hans. Loks stakk Jesús hana með gullinni pípu sem hann lét sitt eigið heilaga blóð renna gegnum inn í hana. í Vatikaninu segjast menn nú vera að Iosa sig við þessa tegund óhollustusamlegra kynjafyrirbæra (sem eitt sinn var þó látið svo mikið með). Því erfiðara er að skilja að það er til alvarlegrar athugunar að gera Alexandrinu að dýrlingi. Enn krefst kirkjan þess að Guð staðfesti helgi tilvonandi dýrlings með kraftaverki. Alexandrina mun ekki eiga erfitt með að benda á þau, en öðm máli gegnir um menntamenn eins og John Henry Newman, en áhangend- ur hans vænta ekki kraftaverka af honum. En eitthvað er bogið við fyr- irkomulagið þegar fólk á borð við Al- exandrinu á meiri möguleika á að verða dýrlingar en þeir Newman og Romero. Woodward telur að þeir er ákvörð- unarvaldið um val á dýrlingum hafa séu sér meðvitaðir um þessa ágalla og að þeim sé þetta áhyggjuefni. Hann telur að það sem kerfið helst skortir sé ímyndunarafl. Hann segir að heilagir menn eigi að koma okkur á óvart og koma huganum á flug. En Vatikaninu tekst að svipta dýrlingana flestu því sem gerir þá forvitnilega og sérstaka. Þeir verða að óraun- vemleikakenndum myndum og ímyndum fagurra dyggða, sem ekki koma á óvart. í dýrlingnum þyrfti að endurspeglast viðleitnin til þess að höndla hið göfuga og guðlega sem gnæfir upp yfir tilvem breyskrar mannkindar. Dýrlingur sem er hversdagslegur og litlaus slævir guðsímynd manna. En þannig má búast við að margir þeirra verði þeg- ar valinu er svo háttað að stjórnmál, kynlíf og fleira má hvergi koma við sögu þeirra. KVIKMYNDIR Of mikið af því góða Misery Aðalhlutverk: James Caan, Kathy Bates, Richard Farnsworth, Graham Jarvis, Frances Sternhagen. Leikstjóri: Rob Reiner. Handrít: Wim Goldman, Stephen King. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd I Bfóborginni. Myndir sem gerðar hafa verið eftir sögum Stephens King hafa síðustu ár verið með því allra vinsælasta sem bíógestum er boðið upp á og nægir þar að nefna myndirnar Pet Semetary (vinsælasta spennumynd í bandaríkjunum 1989) og Cujo. Á hverju ári er gerð um það bil ein mynd eftir sögum hans og eru þær oft æði misjafnar að gæðum. Ein sú ferskasta sem sýnd hefur verið lengi er kvikmyndin Misery sem segir frá Paul Sheldon, gamalgrónum rithöf- undi sem í gegnum árin hefur öðlast frægð með bókaflokknum Misery sem heltekið hefur hjarta annars hvers bandaríkjamanns. Paul, sem er mjög hjátrúarfullur og skrifar allar sínar sögur á hótel- herbergi í Klettafjöllum, lendir í slysi þar sem bíll hans fer út af þegar hann er á leiðinni með nýskrifaða bók til New York. Hann á líf sitt að launa geðugri hjúkrunarkonu að nafni Annie Wilkes sem bjargar hon- um úr bílflaki þar sem hann situr fastur gaddfreðinn af kulda. Annie, sem reynist vera hans stærsti aðdá- andi, reynist honum vel og býr hon- um pláss á heimili sínu en þegar á reynir kemur í Ijós að ekki er allt með felldu með Ánnie Wilkes. Þessi geðuga hjúkrunarkona breytist smátt og smátt í hans verstu mar- tröð þar sem sjón er sögu ríkari. Kathy Bates fer með hlutverk Annie og tekst mjög vel upp og kæmi mér ekki á óvart þótt hún yrði rísandi leikkona þar sem hún er ókrýnd stjarna myndarinnar. Þarna er á ferðinni mynd sem heldur áhorfandanum vel við efnið og gengur fram af mörgum í vissum at- riðum sem vekja mjög svo óþægi- legan hroll. James Caan, gamall í hettunni, leikur Paul Sheldon og virkaði á mig sem stökkpallur fyrir Bates þar sem einleikur hennar varð og æði magn- aður. Afar fáar sögupersónur koma fram í myndinni en kemur það eng- an veginn niður á söguþræðinum sem Rod Steiner tekst fullkomlega að rekja án sjáanlegra mistaka. Mis- ery er mynd sem stendur vel fyrir sínu og góð útkoma á sögu Steph- ens King. ÁHK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: Helgin (01.06.1991)
https://timarit.is/issue/281174

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Helgin (01.06.1991)

Aðgerðir: