Tíminn - 04.06.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.06.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 4. júní 1991 Ein máltíð getur mettað marga munna. Hjálparstofnun kirkjunnar: Gefum andvirði einnar máltíðar Hjálparstofnun kirkjunnar hvet- ur landsmenn til að verja and- virði einnar máltíðar til hjálpar hungruðum. Hungursneyð geis- ar víöa í Afriku og hafa fréttir af henni falliö í skuggan af átökun- um við Persaflóa. Dæmi er um að starfsmenn fyrirtækja hafi safnað umtalsverðum upphæð- um af þessu tilefni. Nýlega hvatti Hjálparstofnun kirkjunnar til landssöfnunar til hjálpar hungruðum Afríkubúum. Víða í álfunni vofir hungursneyð yfir um 25 milljónum manna. Þar ber helst að nefna ríki eins og Angólu, Eþíópíu, Mósambik, Súdan og Sómalíu. Fréttir af hungursneyðinni hafa verið að berast frá áramótum en hafa horfið í skugga atburðanna við Persaflóa. Hjálparstofnanir vfðs vegar hafa verið að taka við sér og hafa sent fjármuni til hjálparsvæðanna en betur má ef duga skal. Hjálparstofnun kirjunnar hyggst leita til almennings og fyrirtækja eftir aðstoð. Hug- myndir eru uppi um að starf- menn fyrirtækja sameinist um að neyta fábrotnari máltíðar eða sleppa henni alveg. Þátttaka er þegar hafin og má í því sambandi geta starfsmanna Steypustöðvar- innar Óss sem nýlega hættu við einn hádegisverð og söfnuðu 17 þúsund krónum til hjálparstarfs- ins. -HÞ Útvarp og sælgæti bönnuð: Landvernd byður bornum upp á nám- skeið í sveit í sumar býður Landvemd bömum á aldrinum 9 til 11 ára upp á svokölluö Landvemdar- námskeið. Farið er með bömin í sveit og þar fá þau að kynnast sveitarlífínu í 10 daga. í til- kynningu frá Landverad segir að markmið námskeiðanna sé að gefa bömum kost á aukinni fræðslu um landiö, náttúm þess og sögu, atvinnuhætti og líf fólks upp til sveita. Þannig sé byggður upp áhugi þeirra á þessum sviðum og þau þjálfuð í dvöl útí í náttúmnni. Alls em þaö fjórir hópar sem leggja af stað 4. júní og munu þeir dvelja á sveitabæjum á Snæfellsnesl og í Mýrdal. í hvetjum hópi geta verið 10 til 12 böm ásamt einum kennara og einum leiðbeinanda frá sveitabænum. Aætlað er að heimamenn sjái um alla þjón- ustu á staðnum og mega böra- in ekki hafa með sér sælgæti, gosdrykki, vasadiskó, tölvuspil eða útvarp. Hins vegar mega þau taka með sér bækur, ýmiss konar föndurefni og spil. Dvalar- og ferðakostnaöur hvers bams er um 9000 krón- ur en þó em námskeiðin styrkt og greidd niður af Framleiðni- sjóöi íslands, Kennarasam- bandi íslands og menntamála- ráöuneytinu auk fjármagns sem Landvemd lagði til nám- skeiðanna. -UÝJ mmm ■ mn Keppendur í A flokki gæðinga á Félagsmóti Geysis, eftir röð úrslita. Lengst til vinstri er Kristinn Guðnason á Brún, Sigurður Sæmundsson á Jónsbrúnku, Rúna Einarsdóttir á Þráni, Magnús Halldórsson á Penna og loks Maijolyn Tiepn á Hljómi, sem lenti í fímmta sæti. Gaddstaðaflatir: Félagsmót og kynbótasýning Fjölmenni var um helgina á Gadd- staðaflötum við Hellu þegar þar var haldin héraðssýning sunnlenskra kynbótahrossa og Félagsmót hesta- mannafélagsins Geysis í Rangár- vallasýslu. Þetta var öðrum þræði prufukeyrsla fyrir Fjórðungsmót sunnlenskra hestamanna sem verð- ur haldið á Gaddstaðaflötum í lok þessa mánaðar. í A-flokki gæðinga á Félagsmóti Geysis varð efstur Brúnn, Heklu Katrínar Kristinsdóttur, með ein- kunnina 8,54. Knapi á Brún var Kristinn Guðnason. í B-flokki gæð- inga varð Gassi, Margrétar Magnús- dóttur, efstur með 8,44 í einkunn. Knapi á Gassa var Sveinn Jónsson. í bamaflokki sigraði Glanni sem ís- leifur Jónsson á og sat. En í ung- lingaflokki sigraði hesturinn Ljúfur, Magnús Halldórsson á Penna hleypir á skeið. Tímamyndir; G.T.K. í eigu Agnesar Guðbergsdóttur, en knapi var Birkir Jónsson. Víkjum þá að héraðssýningu kyn- bótahrossa. Efstur í flokki sex vetra stóðhesta var Sörli frá Búlandi með einkunnina 8,23. í flokki fimm vetra stóðhesta voru tveir hestar jafnir með einkunnina 8,06; Geysir frá Gerðum og Tígur frá Álfhólum. í flokki kynbótahryssa, sex vetra og eldri, varð efst Flipa frá Nýjabæ. í flokki fimm vetra hryssa varð Djörf- ung frá Tóftum efst með 8,01 og í flokki fjögurra vetra hryssa stóð Þema frá Vallamesi eftir með 7,94 í einkunn. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á aðstöðunni á Gaddstaða- flötum á síðustu mánuðum fyrir fjórðungsmótið. Að sumra mati er aðstaðan orðin hin glæsilegasta á landinu. -sbs. Laxveiðin hafin: Góð byrjun í Borgarfirði Fyrstu laxveiðimenn sumarsins stóðu út í ám með vatn upp að hnjám eða jafnvel mitti um helg- ina. Veiðin hófst á laugardag í Þverá, Norðurá og Laxá á Asum. Þá hefst veiði í Kjarrá í Borgarfirði í RIKISENDURSKOÐUN FLYTUR AD SKÚLAGÖTU 57 Frá og með mánudeginum 3. júní 1991 verður Ríkisendurskoðun til húsa að Skúlagötu 57,150 Reykjavík Nýtt símanúmer tekur gildi frá sama tíma: 614121. dag. Má svo búast við að fleiri fari að opna þegar líða tekur á júnímán- uð. Netaveiði hefur verið hætt í Hvítá í Borgarfirði og svo virðist sem það ætli að skila sér í aukinni veiði í Borgarfjarðaránum, eins og reynd- ar menn bjuggust við og vonuðu. í Norðurá og Þverá voru upphafsdag- arnir með besta móti. í Norðurá komu 40 laxar á land fyrstu tvo dag- ana sem lofar góðu sumri á þeim bæ. Þrátt fyrir tæplega 20 stiga hita og skýlausan himinn, sem vart telst gott veiðiveður, komu tíu Iaxar á land í gærmorgun í Þverá. Alls hafa þá veiðst þar 30 laxar síðan á laug- ardag. Gætir ánægju með þann afla meðal veiðimanna í Þverá og er vonandi að fleiri fái í sumar að njóta ámóta gleði. GS. 60 millj. kr. munur hæsta og lægsta boðs Tilboð í gröft fyrir stöðvarhús Búr- fellsvirkjunar voru opnuð föstudag- inn 31. maí sl. Alls bárust 6 tilboð í verkið sem öll voru undir kostnað- aráætlun ráðgjafa Lanósvirkjunar, en áætlun Landsvirkjunar var upp á rúmar 249 milljónir króna. Lægsta tilboð var frá ístaki hf. upp á rúmar 106 milljónir króna. Hæsta tilboð var hins vegar upp á rúmar 167 milljónir króna og kom frá Suð- urverki hf. og Klæðningu hf. Upphaflega var gert ráð fyrir að framkvæmdir við gröft hæfust í haust til þess að bygging stöðvar- hússinsgæti hafist næsta vor. Ekki er Ijóst hvort sú áætlun stenst þar sem undirskrift tilboðsins verður að bíða álsamnings. -JS Féll í gjá Sjötug kona féQ sex metra of- an í gjá á Þingvöllum, rétt hjá útsýnisskífunni, á laugardag. Tókst að bjarga konunni upp úr gjánni og var hún flutt með þyrlu tU Reykjavíkur. Mun kon- an ekki hafa slasast mikið. GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.