Tíminn - 04.06.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.06.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 4. júní 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Asgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Slmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreiflng 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Undir regnhlíf íhaldsins Þjóðhagsstofnun hefur sent frá sér spá um verð- bólguþróun miðað við aðstæður nú um mitt árið. Samkvæmt spánni nálgast verðbólgan að verða 8% frá upphafi árs til ársloka, sem er veruleg hækkun frá því sem áður hefur legið fyrir. Þetta þarf engan að undra, því að á fimm vikna ferli nýrrar ríkisstjórnar hafa hækkanir dunið á þjóðinni og sumar af óþörf- um eða mjög umdeilanlegum tilefnum. Skal þar sérstaklega minnt á vaxtahækkanir þær sem orðið hafa og mælast illa fyrir hjá launþegum sem þær koma fyrst og fremst niður á. Þótt út af fyrir sig skuli ekki bornar brigður á það álit þjóðhagsstofnunar að kaupmáttur gæti vaxið eins og staðan er nú, er á fleira að líta í því efni. í fyrsta lagi er naumast hægt að gera ráð fyrir því í góðærinu að kaupmáttur sígi niður á við, því að við- miðunin er í raun og veru við það bága kaupmáttar- stig sem var á samdráttartímanum þegar verst gegndi. Hins vegar er alls óvíst hvernig mál þróast síðar á árinu, hreinlega hvort þjóðarsátt verður end- urnýjuð á grundvelli sömu markmiða og áður, hvort sú samstaða, sem vera þarf milli þjóðfélagsaflanna, reynist nægilega heil til þess að nýir kjarasamning- ar verði gerðir í anda þjóðarsáttar. Á þessu stigi er varla ástæða til bjartsýni um heil- indin milli aðila þjóðarsáttarinnar. Miklu fremur hlýtur að vera kvíði í hugum fólks vegna þeirrar óvissu sem ríkir um það mál. Samstaðan milli at- vinnurekenda og launamanna um afstöðu til verð- bólguhvetjandi aðgerða ríkisstjórnar hefur rofnað. Þetta kemur gleggst fram í vaxtamálum, þar sem talsmenn atvinnurekenda verja vaxtahækkanirnar, en forystumenn launþega fordæma þær harðlega. Hvers vegna kemur nú fram þessi munur á afstöðu til vaxtahækkana? Ekki er langt um liðið síðan at- vinnurekendur töldu fjármagnskostnað vera að sliga atvinnureksturinn í landinu, og það meira en flest annað. Þá var um það talað að launþegar og atvinnu- rekendur ættu í þessu efni samleið, því að vextir og lánakostnaður væri ekki síður þungur baggi á heim- ilisrekstrinum. Því var talið nauðsynlegt að hafa hemil á vaxtatöku og öðrum lánsfjárkostnaði og krefjast þess að bankaveldið tengdist þjóðarsáttinni. Svarið við því að atvinnurekendur láta sér vaxta- hækkanir nú í léttu rúmi liggja felst í því tvennu að margir í atvinnurekendastétt eru sjálfír á kafi í því að græða á ávöxtunarviðskiptum og aðrir gera sér vonir um að geta tekið lán sín erlendis á betri kjör- um. Ekkert af þessu býðst launþegastéttinni. Hún stendur ekki í ávöxtunarviðskiptum. Hún má þakka fýrir það að smáfjárhæðir á sparisjóðsbókum hennar bera þokkalega vexti, ef eitthvað er afgangs til þess að rísa undir þungum heimilisrekstri, þar sem hús- næðiskostnaðurinn er þyngsti bagginn auk ótelj- andi annarra útgjalda. Núverandi ríkisstjórn er borin uppi af auðvaldsöfl- unum í landinu. Þessi öfl ætla sér að draga lengsta stráið í samstarfi íhalds og krata. Þetta er þeirra óskastjórn, því að þau vita að efnahags- og fjármála- viðhorf manna í Alþýðuflokknum eru hin sömu og þeirra sjálfra. Þar kemst ekki hnífurinn á milli. Al- þýðuflokkurinn á heima undir regnhlíf íhaldsins. Þar er hann best kominn. ■ z A DDI uAnnl Fréttlr frá Afríkulöndum hafa árum Akxandm Bcssmerlnykhs. Þessi og áratugum saman veriö á eitm nöfn eru einsltonar „stikkorð" í veg: Innanlandsstyjjaldir, ofbeldis- t verk, þurrkar, hungur, landflótti og s rausnarieg neyðarhiáip frá vest- rænum mannúðarstofnunum og öriátum rOdsstjóroum. Þessum ríkir. Hvað sem líður tiiefnum Áfir- neyðarhjálparátokum hefur fýdgt flrnbúa sjálfra tíl þess að heyja lát- myndraent fréttaflóð útsendra laus ættfloMfastríð (ef menn rifja fréttahauka heimspressunnar þar aetla þeim meira í því efni en inn- sem eidd hefur staðið á því í seinni hyggjurum annarra heimsálfa) er tíð að yónvarp Ríkisútvarpsins is- Ienska hafl látið að sér kveða fyrir snilid allra sínna kvarana, hafsteina arra sérútvaiinna í fámennishópi íu. Um það er ekkert að villast að shóm í iandinu eftir stnu höfðl, »* sogunnar soppi öriaganna sem Afríka virðist vera og maður hefur næstum farið að trúa að væri á einnl állsheijar heiför og ættl sér ekki viðrelsnar von vegna sjálfstortímingar. Eða hvað? í vikunni sem leið linnti ekki fréttum af stórviðburðum úr þeim Afríkuiöndum sumum hverjum sem mest hafa verið orðuð við sjálfstortímingu, þ.e. Eþíópíu og Angóla, sem hafa hvað helst verið orönð við að vera svörtust allra landa f þeirri svörtustu Afrfku. Að vísu átti sú frétt sinn aðdrag- hefðu saraið frið og þurfö ekki að koma á óvart Undirritun friðar- samninga rílrfsstjómar og skæru- Bða í Angóla fór fram í Lissabon, höfuðborg hins gamla nýienduveld- is, að viðstöddum utanrfldsráð- og ntanrðdsráðherra Sovétrfljanna istíi ákvaö að leggja niður vold og Sem augjjóst má vera það ckki ótilneyddur. Og það voru auðvitað ekki hans eigin menn sem knúðu hann tii vaidaaf- sals og Jandílótta. Rðdsstjóralr að nú yrði Mcngistu að flúka. Sov- étrfldn eru komin í þá stöðu að þau geta ekki haldiö uppi völdum harð- Lenín, bæði af því að hehna fyrir ero Sovétmcnn að stokka upp alit það kerfi og svo bitt að þelr hafa leppa sinna úti um aílar jarðir. En mestu munar þó að perestrotkan hans Gorbatsjovs hefur helst náð að afreka það að Sosétríkin ero orð- in svo háð Bandaríkjunum, að Rússar verða að sitja og standa eins og Könum líkar. Heimurinn á eftir að sjá meira af því á næstu misser- um, en maður þessi er í svipaðri fail Hitlers. Dönitz naut að vísu eldd fufira griða í réttarhöldum yfir tölulega vei frá þeim dómi. Fiiður í nánd? Mikiii iéttir híýtur að verða að valdaskiptunum í Eþíópíu og von um að þau boði frið í þessu stríðs- hijáða iandi. Sá friður er að vísu ekki kominn á, en boðað hefur ver- ið tfl ráöstefnu næstu daga tfl þess að Jeita friösamlcgra leiða út úr deflumáJum. Framtíðin sker úr því ,4ive vænleg ráð menn hitta" fii iausnar öllum þeim pólitísku og þjóðemislegu flækjum sem við er að ghma í Eþíópíu. Vonandi verður vægi innan rfldsms en ekki valda- töku nýrra einræðisafla eða lepp- liiil ..... VÍTT OG BREITT EKKI MEIR, EKKI MEIR Húsameistari ríkisins, ekki meir, ekki meir, hrópaði Steinn í örvænt- ingu þegar áætlanir um opinberar hátimbranir tóku út yfir allan þjófa- bálk. Að sjálfsögðu var ekkert tillit tekið til óska skáldsins, enda skuld- aði hið opinbera honum aldrei neitt og skattborgarar gátu sofið rólegir vegna þess að þeir þurftu engar áhyggjur að hafa af framfærslu þess. Þeim hefði kannski komið betur að húsameistari hefði verið stöðvaður, en það er önnur saga. Það er að bera í bakkafullan Iækinn að fara að troða upp í þeirri tragik- ómedíu sem opinber umræða um Þjóðleikhúsið er og hefur verið lengi. En á foraðið skal maður etja sjálfúm sér og í því skal svamlað. Viðgerðir og breytingar á sal Þjóð- leikhússins tóku mestallt síðasta leikár og hátt í milljarð af opinberu fé. Mikið var rifist innan húss og utan um þær framkvæmdir allar, en vilji guðs og þáverandi menntamálaráð- herra hlaut að ráða og ákveðið var að þeir, sem vildu ekki kosta til milljarði og umtuma vönduðum arkitektúr, væru á móti menningunni og nú- tímanum og var helmingur hússins rifinn og byggður upp á nýtt og nú er hinn helmingurinn eftir. Kúltúrtröllaslagur Á meðan Þjóðleikhúsið var í rúst var rokið til að segja upp allmörgu starfsfólki, því endumýja þurfti liðið til að leika í endumýjuðum sal, sem í em aðeins einar svalir í stað tveggja, en eins og allir vita krefst nútíminn aðeins efri svala, en neðri svalir eru ótímabær óhæfa. En endumýjun leikara er gerð með svo dramatískum hætti, að enginn von er til að hægt sé að setja upp verk á sviðinu sem tekur því fram að reisn og andagift. Lögskýringar á valdsviði leikhús- stjóra eru eins margbrotnar og ráð- leggingar og undirmál hirðmanna í konungaleikritum Shakespeares. Æ fleiri finna hjá sér hvöt til að kasta sér út í opinberu umræðuna um uppsagnir í Þjóðleikhúsi og eru málin þvæld og flækt og hið eina, sem maðurskilur orðið, eru bölbæn- ir og sú ógn sem yfir leikhús þjóðar- innar heíúr dunið. Þegar fréttir og greinaskrif, yfirlýs- ingar og samþykktir duga ekki leng- ur til að halda fjörinu uppi er jainvel farið að auglýsa lagaskýringar og stuðning þrýstihópa við eigin skiln- ing á lögunum. Nær 150 manns, sem flestir hafa meiri eða minni nasaþef af leikhúsum, auglýsa stórt í Mogga hvað sé í þágu leiklistarinnar (Alltaf ber blessað fólkið listina fyrst og fremst fyrir brjósti). í þágu listarínnar!!! Leiklistarfólkið vill láta reka leikara í þágu leiklistarinnar og kallar það réttlætismál. Skýringin er einfaldlega sú að í öllu landinu eru aðeins 60 stöðugildi fyr- ir leikhúisfólk, en „yfir 300 manns um hituna", segir í auglýsingunni. Það á að reka 12 til 15 manns úr Þjóðleikhúsinu af því að 300 leikhús- manna og -kvenna vantar vinnu. í sama Morgunblaði og heilsíðuaug- lýsingin í þágu leiklistarinnar birtist er frá því skýrt að 750 íslendingar séu nú við listnám, ýmist í útlöndum eða hér á landi. Þessi myndarlegi hópur endumýjast stöðugt, því margir verða íúllnuma á hverju ári og aðrir bætast við. Fróðlegt væri ef tölu- glöggur maður reiknaði út hve margir fullnuma listamenn eru skapaðir á áratug. Þótt listneysla íslendinga sé mikil er hætt við að þjóðinni verði bumbult ef troða á allri listaframleiðslunni í hana, því framleiðslugetan er ótví- ræð, þótt það sé einn af hverjum tíu nemendum sem hefúr hæfiíeika til listsköpunar, eins og haft er eftir kennara í einum helsta listskóla þjóðarinnar. Stundum auglýsa verslanir hræbil- legar útsölur vegna þess að rýma þurfi fyrir nýjum birgðum. Eftir lestur auglýsingarinnar, sem menntað menningarfólk setti í Moggann í þágu leiklistarinnar, er greinilegt, að hreinsa þarf út úr Þjóð- leikhúsinu til að rýma fyrir nýjum birgðum. 300 manns vantar vinnu við að leika, stjóma leikritum og teikna tjöld og búninga og dansa og spila. Þá eru allir hámenntuðu óperu- söngvaramir ótaldir. Þótt hver einasti maður væri rekinn úr öllum leikhúsum landsins og nýir ráðnir vantaði 240 listamenn enn vinnu í leikhúsum, fyrir utan þá brottreknu, sem að sjálfsögðu bætt- ust í atvinnuleysingjahópinn. Fýrir hverja Þjóðleikhúsið og önnur skattpeningaleikhús eru rekin er hvergi minnst á í allri umræðunni. Það dugir líklegast að sletta því fram að þau séu rekin í „þágu leiklistar- innar“. Ef Þjóðleikhúsið verður í standi til að opna aftur eftir sumarleyfi ætti að vera búið að skipa málum svo að kát- ínuleikir fari ffam á sviðinu en ekki í fjölmiðlum. Ef rifrildið um stöðu- gildin heldur enn áfram er best að loka og taka undir með skáldinu: „ekki meir, ekki meir.“ OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.