Tíminn - 04.06.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.06.1991, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 4. júní 1991 Tíminn 9 Gísli Alfreðsson segir sitt álit: Þjóðleikhúsráð er vanhæft og óábyrgt Eftir að þjóðleikhúsráð hefur lýst yfir fullum stuðningi við aðgerð- ir og stefnu Stefáns Baidurssonar, þá er niðurstaða Gísla Alfreðs- sonar, í greinargerð sem hann hefur ritað um máiið, að stefna Stef- áns sé sú að það eigi að sparka út úr leikhúsinu fólki sem hefur unnið þar gott starf áratugum saman. Einnig eigi með þessari stefnu að leggja af atvinnuöryggi listamanna og ógnarstjórn eigi að ríkja. Gísli Alfreðsson skrifaði greinargerð um uppsagnarmálið vegna þess að hann var gagnrýndur í greinargerð þjóðleikhúsráðs um málið. Gísli lýsir ráðið vanhæft og að það hafi brugðist skyldum sín- um. Einnig kemur fram í greinargerð Gísla að þjóðleikhúsráð styðji ólög- mætar aðgerðir, því samkvæmt úr- skurði ríkislögmanns hafði Stefán Baldursson ekki vald til að segja upp fólki. Eftir að ríkislögmanni varð ljóst að Stefán hafði staðið einn að upp- sögnunum og undirritað bréfin einn, hafi hann kallað Stefán á sinn fund. Þar á ríkislögmaður að hafa gert hon- um grein fyrir að bréfin væru ólögleg og að honum bæri að draga þau til baka. Gísli segir að Stefén hafi ekki skýrt frá fundi sínum með ríkislög- manni og því hafi bæði þjóðleikhús- ráð og hann staðið í þeirri trú að allt væri löglegt þar til Gísli hringdi sjálf- ur í ríkislögmann og fékk úrskurð frá honum. Hann segir formann ráðsins einnig hafa haft samband við ríkislög- mann og fengið sama úrskurð. Samt sem áður lýsi ráðið yfir stuðningi við Stefán, þó svo að leikhúsið standi frammi fyrir málaferlum vegna ólög- mætra uppsagna. -UÝJ DAG 4. júní hefjast sýningar Brúðubílsins. Sú fyrsta verður kl. 14:00 í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11. Þar verður frumsýnt brúðuleikritið „Skipt um höfuð“ eftir Helgu Steffensen. Vísurnar í leikritinu eru eftir Óskar Ingimarsson og um tónlistina sér Magnús Kjartansson. Tímamynd: Árni Bjarna Útskrift í Ármúla- skólanum Fjölbrautaskólinn í Ármúla braut- skráði 61 stúdent frá skólanum laugardaginn 25. maí. Alls stunduðu 750 nemendur nám við skólann nú á vorönn. Stúdentarnir, sem útskrifaðir voru, komu af 5 námsbrautum. 23 af hag- fræðibraut, 4 af bókhaldsbraut, 4 af íþróttabraut, 7 af nýmálabraut og 8 af náttúrufræðibraut. Dúx var Gunnlaugur A. Ragnarsson. Nemendur og starfslið Fjölbrauta- skólans við Ármúla búa við nokkuð þröngan húsakost, enda var skólinn byggður fyrir 500 nemendur og er varla fullbyggður enn. Hefur skóla- nefnd knúið á um fjármagn til áframhaldandi framkvæmda, en ekki haft árangur sem erfiði. Föngulegur hópur nýstúdenta frá Fjölbrautaskólanum í Ár- múla, ásamt Hafsteini Þ. Stef- ánssyni skólameistara rt.. r fnt > * mm ' 1 R J IH" f 1 ^ J i W & t Hreint haf er hagur íslands Rannsóknarstyrkjum úthlutað: 15 styrkir Krabbameinsfélagið úthlutar á þessu árí á sjöttu milljón króna í fímm- tán styrki til krabbameinsrannsókna. Annars vegar eru veittir sjö styrk- ir að upphæð 1,9 milljón króna úr Rannsóknarsjóði Krabbameinsfé- lagsins, og er það í þriðja sinn sem veitt er úr þeim sjóði. Hins vegar er nú í fyrsta sinn úthlutað úr nýstofnuðum Rannsókna- og tækjasjóði Krabbameinsfélagsins, alls átta styrkjum að fjárhæð 3,5 milljónir króna. Tilgangurinn með þessum styrkveitingum er að efla rannsóknir á krabbameini hér á landi. t tengslum við sjómannadaginn hafa að undanfomu veríð sett um skilti við hafnir landsins með boðskap til sjófarenda um umhverfísvemd. Nú hafa veríð sett um skilti með slag- orðinu „Hreint haf - Hagur ls- lands“. Það voru íslandsnefnd Norræna umhverfisársins og Landvernd sem áttu frumkvæði að gerð skiltanna, í samvinnu við ýmsa aðila. í sam- keppni um hönnun þeirra sigraði Garðar Pálsson teiknari og við flestar hafnir landsins hafa nú verið sett upp skilti með merki Garðars. Slagorðið sjálft, „Hreint haf - Hagur íslands“, á hins vegar frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands. Tilgangur þessa framtaks er að skilt- ið megi vera jákvæð áminning öllum landsmönnum sem sjá það. I frétta- tilkynningu segir að íslendingum sé ekki annað sæmandi en að standa vörð um hreint haf. Einnig verði er- lendum aðilum, sem sjá skiltið, ljóst að okkur er annt um hafið. Styrki úr Rannsóknarsjóði Krabbameinsfélagsins hlutu: Gauti Arnþórsson og Hrafn Tulini- us: Magaspeglanir 1971-1990 til leitar að magakrabbameini á lækn- anlegu stigi. Gísli Jónsson o.fl.: Mælingar á Ijósmagni litrófs sólar- ljóss á íslandi og samsvörun þess við nýgengi krabbameins á húð. Guðmundur K. Jónmundsson o.fl.: Krabbamein meðal barna og ung- linga á Norðurlöndum. Hrund Sch. Thorsteinsson o.fl.: Meðferð verkja af völdum krabbameins. Könnun á þekkingu, viðhorfum og reynslu íslenskra hjúkrunarfræð- inga. Jón Gunnlaugur Jónasson og Jón Hrafnkelsson: Mælingar á kjarnaefnisinnihaldi (DNA) í frum- um í illkynja skaldkirtilsæxlum á ísl. 1985-1989. Jónas Hallgríms- son og Vigdís Pétursdóttir: Athug- un á vefjagerð og faraldsfræði ill- kynja æxla í vélinda og görnum á íslandi 1955-1984. Þórarinn Sveinsson o.fl.: Krabbamein í barkakýli. Meðferð og árangur 1970-1990. Styrki úr Rannsókna- og tækja- sjóði leitarsviðs Krabbameinsfé- lagsins hlutu: Helgi Sigurðsson og Guðjón Baldursson: Litamagn í æxlisfrumum. Aukin nákvæmni við mat á horfum sjúklinga með brjóstakrabbamein. Helgi Sigurðs- son o.fl.: Barnsburður og frumu- sérhæfing í brjóstvef. Jórunn Erla Eyfjörð o.fl.: Rannsóknir á onkóg- enum og bæligenum i brjóst- krabbameinsæxlum. Laufey Tryggvadóttir o.fl.: Breytingar á aldri við upphaf blæðinga. Laufey Tryggvadóttir o.fl.: Tengsl brjóst- krabbameins og heildarfjölda tíða- hringja. Marta Kristín Lárusdóttir o.fl.: Tölvuvæðing heilsusögu- banka leitarstöðvar Krabbameins- félagsins. Sigurður M. Magnússon o.fl.: Geislaálag við töku röntgen- mynda af brjóstum. Valgarður Eg- ilsson og Hrafn Tulinius: Tölfræði- leg fylgni illkynja sjúkdóma í æxl- unarfærum. -SIS Friðrik Sophusson segir við- skiptabankana rekna með tapi: AUKINN „Ég tel að ekkl hafi veríft ástæða til aft auka muninn á inn- láns- og útiánsvöxtunum eins og viöskiptabankamir hafa gert Það sem er aivarlegra er að vaxtamunurinn verftur meiri en áftur og slík aftgerft getur ekki komift vaxtabreytingunni vift. Hún hlýtur að eiga sér rætur f því aft bankarnir hafi veríft rekn- ir mfcft tapi aft undanfömu, vegna fyrri ákvarftana bank- anna,“ sagfti Friftrik Sophusson. Hann sagfti að þaft, sem honum þætti alvarlegra, sé að um lcift og ákvöröun er tekin um aft breyta vöxtunum núna, þá eru bankamir aft búa tíl meiri vaxta- raun og hann notaöur í rekstur bankanna. „Engar nýjar forsendur ero fyr- ir því að þessar vaxtabreytingar séu notaftar tii þess, heldur byggist þetta á því aft bankamir telja sig þurfa meira rekstrarfé fyrir sig, en þaö ervegna þess að þeir fylgdu vitlausum ráftum fyrri ríkisstjórnar og hafa verift reknir meft builandi tapi síftustu mánuöina," sagfti Friftrik. -SIS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.