Tíminn - 04.06.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.06.1991, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 4. júní 1991 Tíminn 13 TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS^ © Psoriasissjúklingar Ferð fyrir psoriasissjúklinga verður farin til eyjar- innar Lanzarote 4. september. Dvalið verður á heilsugæsluhótelinu Apartments Lanzarote. Þeir, sem hafa þörf fyrir slíka ferð, snúi sér til húðsjúkdómalækna og fái vottorð frá þeim. Sendið það merkt nafni, heimilisfangi og síma til Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114, 3. hæð. Umsóknir verða að hafa borist fyrir 30. júní 1991. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS óskar eftir kaupum á húsnæði undir starfsemi sína. Auglýst er eftir 4-5000 fermetra húsnæði, hluta þess geymsluhúsnæði. Húsnæðið þarf að hafa greiða aðkomu fyrir hreyfihamlaða, bíla- stæði og vera nálægt strætisvagnaleiðum. Til greina koma skipti á núverandi húsnæði Tryggingastofnunar að Laugavegi 114, Reykja- vík. “ Tilboð skilist á skrifstofu forstjóra Trygginga- stofnunar ríkisins, Laugavegi 114, 150 Reykja- vík, fyrir 12. júní 1991. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINStJ? BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIb ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVjK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Sumar- hjólbaröar Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU Á lágu verði. Mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjólbarða- skiptingar. BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844 Rafstöðvar OG dælur FRÁ BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst.: 600-5000 w Dælur: 130-1800 l/mín Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími 91-674000 SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! SPEGILL Mickey Rourke gerist atvinnuhnefaleikamaður! Leikarinn Mickey Rourke hefur ákveðið að gerast atvinnuhnefaleikari um hríð. Hann ætlar að taka þátt í stór- keppni í milliþyngdarflokki í Flór- ida í maílok. Mickey Rourke segist ekki gera þetta til að auglýsa sig, hann sé ekki að gera þetta fyrir aðra held- ur eingöngu sjálfan sig. Um miðjan áttunda áratuginn keppti Mickey 26 sinnum í áhuga- mannamótum. Það var áður en hann gerðist frægur leikari. Hann er þannig enginn nýgræð- ingur í íþróttinni og kunnátta hans í henni kom sér vel þegar hann lék boxara í myndinni „Homeboy". Nú ætlar hann að keppa 12 til 15 sinnum áður en hann segir skilið við hnefaleikaíþróttina. „Hnefaleikar gefa mér útrás, sem aðrir fá við að ganga til sálfræð- ings. Ég vil heldur hafa þessa að- ferð en að hangsa á bekk hjá sál- fræðingi og blaðra klukkustund- unum saman um sjálfan mig,“ segir Mickey. Hann segir að sér sé alveg sama hvaða augum kvikmyndajöfrarnir í Hollywood líta á þetta gaman hans. Mickey Rourke hefur nýlokið við að leika í myndinni „Harley Dav- idson and the Marlboro Man“, en frægustu myndir hans eru kannski „9 1/2 vika“ og „Angel Heart". Mickey Rourke þykir laglegur maður og mikið kyntröll. Það er von- andi að hann komi óskaddaður út úr hnefaleikunum, sem hann hef- ur valið sér fýrir útrás frekar en að liggja á bekk hjá sálfræðingi! Naomi Campbell toppfyrirsæta í mynd- bandi hjá George Michael „Ég elska það að vera máluð og klædd í fín föt,“ segir toppfyrirsætan Naomi Campbell. „Þetta er draumur hverrar stúlku," segir hún brosandi. í rauninni má segja að velgengni Naomi sé eins og draumur. Það var starfsmaður Elite fyr- irsætu- skrifstofunnar sem kom auga á hana á skólalóð í London. í framhaldi af því varð hún fyrsta svarta forsíðustúlkan á franska Vogueblaðinu og hún er nú ein af 20 hæst launuðu fyrirsætum í heimi. En hún er ekki ánægð með það að fá að ferðast um heiminn og sitja til borðs með mönnum eins og Sylvester Stallone og Mike TVson. „Það er ekki það að ég sé orðin leið á fyrirsætustörfum," útskýrir hún, „ég er í tvíburamerkinu og verð því að fá að breyta til. Ég get til dæmis ekki verið með sömu klipping- una lengur en í tvo mánuði." Auk þess að koma fram í „Fyrirmyndarföður" kom Naomi ný- lega fram í myndbandi George Michael við lagið „Freedom 90“, ásamt fjórum öðrum toppfyrirsætum sem allar voru framan á breska Vogueblaðinu í janúar 1990. „Hann sá blaðið og fannst það frábær hugmynd að láta okkur allar koma fram í sama myndbandinu. Við ákváðum að ef við myndum koma fram í myndbandinu yrðum við að fá vel borgað fyrir það.“ Hversu vel borgað? „Linda Evangelista toppfyrirsæta sagði eitt sinn að við færum ekki á fætur á morgnana fyrir minna en 10.000 dollara." Þrátt fyrir þetta verð finnst Naomi George Mi- chael hafa gert mjög góð kaup.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.