Tíminn - 04.06.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.06.1991, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 4. júní 1991 Tíminn 7 VETTVANGUR ■ Gissur Pétursson, fyrrv. formaður SUF: HÚSBRÉFAKERFI: Mistök Framsóknarflokksins — eða ef til vill bara formannsins Ég get í sjálfu sér alveg fallist á það sjónarmið Steingríms Her- mannssonar, formanns Framsóknarflokksins, að menn eigi ekki að hika við að viðurkenna mistök sín. Öllum verða á mistök, enda enginn fullkominn, og það er góður mannlegur eiginleiki að kannast við mistök sín. Að sama skapi er það nauðsynlegt að þeg- ar mistök verða uppvís þá sé öllum Ijóst hver var valdurinn að þeim svo að rangur aðili sé ekki dreginn til saka fyrir mistök sem hann átti ekki þátt í. Aðeins þannig geta menn iært af mistökum sínum, haft þau til hliðsjónar og reynslu til réttrar breytni. Nú þegar formaður Framsóknar- flokksins er farinn að viðurkenna að húsbréfokerfið með sínum hrak- smánarlegu afföllum (vöxtum) sem nú eru við lýði og voru fyrirsjáanleg séu mistök, þá vil ég fá það skýrt fram hvort hann er að tala fyrir sig persónuiega eða Framsóknarflokk- inn sem heild. Ég var formaður Sambands ungra framsóknarmanna þann tíma sem tekin var ákvörðun um að hleypa húsbréfakerfinu af stokkunum og leggja niður húsnæðislánakerfið frá 1986 sem ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar, með góðu sam- starfi við aðila vinnumarkaðarins og undir forystu Alexanders Stefánsson- ar, þáverandi félagsmálaráðherra, kom á. SUF sendi frá sér aðskiljan- legustu bréf og ályktanir þar sem varað var við afleiðingum húsbréfa- kerfisins — en talaði alltaf fráleitt fyrir áhugasömum hlustendum. Bréf til þingflokksins 3. febrúar 1989 sendi SUF eftirfar- andi bréf til þingflokks framsóknar- manna: Þingflokkur framsóknarmarma Alþingi bt. Páls Péturssonar formanns Vegna framkomins frumvarps fé- Iagsmálaráðherra um breytingar á lögum um Húsnæðisstofnun ríkis- ins vill framkvæmdastjóm Sam- bands ungra framsóknarmanna minna þingflokk framsóknarmanna á samþykkt 20. flokksþings Fram- sóknarflokksins um húsnæðismál. í áfyktuninni segir meðal annars: • Að búið verði áfram við núver- andi húsnæðislöggjöf og gerðar verði breytingar á samvinnu við að- ila vinnumarkaðarins sem hefðu það að markmiði að stytta biðtíma eftir lánum. • Að Húsnæðisstofnun verði heimilað að fjármagna hefðbundin útlán sín með almennu skulda- bréfaútboði. Það er álit framkvæmdastjómar SUF að í fmmvarpi félagsmálaráð- herra séu lagðar til breytingar á nú- verandi lögum um Húsnæðisstofn- un ríkisins sem stangist í grundvall- aratriðum á við samþykkt 20. flokksþingsins. Ef frumvarpið nær fram að ganga mun sjálfvirkni útlána Húsnæðis- stofnunar aukast og skuldabréfaút- gáfa Húsnæðisstofnunar aukast verulega sem Ieiðir til þenslu á fjár- magnsmarkaði og vaxtahækkana. Þá mun réttur þeirra sem nú njóta forgangs að húsnæðislánum hverfa í húsbréfakerfi. Kollsteypur í reglum um útlán á fjármagni Húsnæðisstofnunar em varasamar. Ef biðröð sú sem nú er eftir húsnæðislánum er raunhæf sem viðmiðun og allir þeir sem þar em tækju lán, mun hið nýja hús- bréfakerfi auka skuldabréfaútgáfu ríkisins vemlega, auka eftirspum íbúða og þar með hækka verð þeirra. Þetta mun óhjákvæmilega verða raunin ef loforð formælenda húsbréfakeríisins um vemlega styttingu biðtíma eftir lánum stand- ast. Hófsöm og raunhæf leið til jafrí- vægis í núverandi húsnæðislána- kerfi er mörkuð í ályktun 20. flokks- þings framsóknarmanna og frekar útfærð í séráliti Guðmundar Gylfa Guðmundssonar og Ásmundar Stef- ánssonar. (Innsk. nefndarmenn í húsnæöisnefnd ríkisstjómarinnar sem starfaöi á þessum tíma.) Gmndvallaratriði sem ekki er fært að víkja út frá við endurskoðun nú- verandi laga em að áliti fram- kvæmdastjómar SUF eftirfarandi: 1. Að ákvæði um að 55% af ráð- stöfunarfé Iífeyrissjóðanna verði óbreytt og fjármagninu ráðstafað eins og nú er. 2. Að Húsnæðisstofnun verði heimilað að fjármagna hefðbundin útlán sín með almennu skulda- bréfaútboði. Framkvæmdastjóm SUF álítur að óhætt sé að fallast á tilraun með húsbréfafyrirkomulag í takmörkuð- um mæli til reynslu og komi slíkt fram í lögunum. Ekki er t.d. tíma- bært að koma á stofn sérstakri hús- bréfadeild við Húsnæðisstofnun og þá er mikilvægt að húsbréf verði að- eins heimiluð í viðskiptum með eldri íbúðir. Framkvæmdastjóm SUF skorar á þingflokk framsóknarmanna að hafria framkomnu frumvarpi þar til tekið hefur verið tillit til grundvall- aratriða ályktunar æðstu stofnunar Framsóknarflokksins, flokksþings- ins. Með kveðju, f.h. framkvæmdastj. SUF Gissur Pétursson Samrit sent Steingrími Hermanns- syni forsætisráðherra. Ályktun um húsnæðismál Á miðstjómarfundi SUF, sem hald- inn var í Viðeyjarstofu 18. mars 1989, var samþykkt eftirfarandi ályktun sem send var fjölmiðlum, þingflokknum og ráðherrum Fram- sóknarflokksins. Sýnt var að ríkis- stjómin var að gera mistök og því nauðsynlegt að vara við þeim. Á það var því miður ekki hlustað. Ályktunin var svohljóðandi: Miðstjómarfundur Sambands ungra framsóknarmanna, haldinn í Viðey laugardaginn 18. mars 1989, telur að með setningu gildandi laga um húsnæðismál frá árinu 1986 hafi verið tekið stærsta skref í hús- næðismálum landsmanna til þessa. Miðstjómarfundurinn álítur að standa skuli fast og óhikað við nú- verandi útlánakerfi en þó verði gerðar nauðsynlegar breytingar sem tryggi betri nýtingu fjármagns til þeirra sem þess þuría helst með. Nýlega framkomnar upplýsingar um veitingu lána og umsóknir til Húsnæðisstofríunar sýna að hús- næðislánakerfið er að nálgast jafn- vægi. Þetta þýðir í reynd að biðlisti og biðtími eftir húsnæðislánum fer að styttast. Sífellt fleiri og fleiri íbúðir á fasteignamarkaði em með nýjum og háum húsnæðislánum og ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna fer stöðugt vaxandi. Miðstjómarfundur SUF hvetur Al- þingi og þá sérstaklega þingflokk framsóknarmanna að hafna fram- komnu fmmvarpi um húsbréf. Mjög varhugavert er að gera ráð fyrir því að í skuldabréfaviðskipta- kerfi húsbréfa gangi að ríkissjóður sé skyldugur til að veita tryggingar jafnopið og hömlulaust og gert er í húsbréfafrumvarpi. Slíkt mun leiða til þenslu á íbúða- og fjármagns- markaði og einnig verka verðbólgu- hvetjandi, því mikil útgáfa ríkis- skuldabréfa hefur lík áhríf og pen- ingaprentun. Miðstjómarfundur SUF vill sér- staklega benda á það að í núverandi reglum um útlán hefur ungt fólk forgang bæði hvað varðar afgreiðslu lána og upphæðir til útlána (fyrsta íbúð). í húsbréfakerfi er ekki gert ráð fyrir forgangi ungs fólks, heldur staðhæft að allir eigi að geta fengið öll þau lán sem þeir þurfa. Þessi staðhæfing gengur ekki upp um leið og þak verður sett á tryggingar rík- issjóðs sem er óhjákvæmilegt. Af framansögöu er sýnt að hús- bréfakerfi mun skeröa forgang og rétt ungs fólks til húsnæðislána. Enn frekari skílaboð Félagsmálaráðherra hélt áfram með fulltingi ríkisstjómar Stein- gríms Hermannssonar að herða kverkatökin á kerfinu frá 1986 þrátt fyrir samkomulag sem gert var meðal stuðningsflokka ríkisstjóm- arinnar vorið 1989 þar sem reyna átti húsbréfakerfið í takmörkuðum mæli. Síðasta ályktunin sem SUF undir minni stjóm sendi frá sér um þetta lífshagsmunamál ungs fólks var 10. júlí í fyrra. Þar segir: Framkvæmdastjórn Sambands ungra framsóknarmanna minnir á ályktun seinasta flokksþings fram- sóknarmanna og á fyrri ályktanir SUF, þar sem sú stefna er mörkuð að standa skuli við húsnæðislána- kerfið frá árinu 1986 sem var mikið framfaraspor og var komið á í tíð framsóknarmanns í stóli félags- málaráðherra. FramkVæmdastjóm SUF telur það fráleita hugmynd að ætla að stöðva móttöku lánsumsókna til almenna húsnæðislánakerfisins og ætla síð- an að vísa frá þeim einstaklingum sem þegar hafa sótt um lán og sett allt sitt traust á lánafyrirgreiðslu Byggingarsjóðs ríkisins. Jafnframt átelur framkvæmda- stjóm SUF félagsmálaráðherra fyrir að draga svo úr útlánagetu Bygging- arsjóðs ríkisins sem raun ber vitni með því að vísa 18% af ráðstöfunar- fé lífeyrissjóðanna frá almennum útlánum til húsbréfakaupa. Með þessari ákvörðun er bæði almenna og félagslega húsnæðislánakerfið sett í mikla hættu. Framkvæmdastjóm SUF telur að með þessari ákvörðun hafi félags- málaráðherra „gengið á sveig“ við það samkomulag sem gert var milii stjómarflokkanna vorið 1989. Framkvæmdastjóm SUF skorar á ráðherra og þingmenn framsóknar- manna að stöðva félagsmálaráð- herra í þeirri ósvinnu að eyðileggja það húsnæðislánakerfi sem komið var á í góðu samkomulagi við verka- lýðshreyfinguna og sem tryggir stöðu ungra fjölskyldna og Iág- launafólks. Undansláttur í þessu máli er vanvirðing við flokksþing, ungliðahreyfinguna og forystu- menn flokksins í húsnæðismálum. Mistökin ekki ungra framsóknarmanna Sé tekið mið af öllum þeim viðvör- unum sem hér eru á undan raktar er það vitaskuld eins og köld vatnsg- usa í andlitið frá formanni Fram- sóknarflokksins að segja nú aðeins nokkmm mánuðum eftir að hús- bréfakerfið hefur tekið gildi og lána- kerfinu frá 1986 verið lokað, að þetta hafi allt saman verið mistök. í það minnsta er ekki hægt að skrifa þau mistök á reikning ungra fram- sóknarmanna af ástæðum sem allir ættu að geta séð. Raunar er heldur ekki hægt að skrifa það á reikning hins almenna flokksmanns sem átti þátt í að móta og samþykkja áætlan- ir um húsnæðismál á flokksþingi. Það sem færir manni þó hugarró við þessar játningar formannsins er sú vissa að nú og framvegis muni forystumenn flokksins hlusta betur og meira á ráðleggingar sinna flokksmanna þegar mikilvægar ákvarðanir liggja fyrir. Þannig lærir maður af mistökum og gerir þau ekki aftur. Eða hvað? BÆKUR Kreppan og ástin Út er komin hjá Máli og menningu bókin Litbrígöi jarðarínnar eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson (1918- 1988) sem var eitt afkastamesta sagnaskáld okkar á þessari öld. Hún kom fyrst út árið 1947 og hef- ur komið út þrisvar síðan og auk þess verið þýdd á mörg tungumál. Á yfirborðinu er þetta sveitasaga frá krepputímanum, en hún fjallar um sígilt efni: fyrstu ástina. Hún lýsir því hvernig ástin og vonin gerbreyta lífsviðhorfi sextán ára drengs, ljá smáatriðum þýðingu og litlum atburðum mikla merkingu. Eftir Litbrígöum jarðarínnar gerði Ágúst Guðmundsson sjón- varpskvikmynd sem frumsýnd var fyrir skömmu. Bókin er gefin út í kilju. Hún er 70 bls., prentuð í Englandi. Ólafur Jóhann Sigurðsson. FINN CARLING: Opdrag. Gyldendal Norsk Foriag 1991.1. verðlaun i tllefnl af 100 ára afmaell Sigurd Hoel. Oslo 1991. Hva med Hippokrates? Um hlutverk læknisins og heilun mannsins. Gyldendal Norsk Forlag, Oslo 1991. Gyldendal hefir þegar á þessu ári sent frá sér tvær bækur eftir Finn Carling. Skáldsagan Opdrag er um rithöfund sem hefir valið sér að lifa í útlegð. Hann á í sálrænum vanda og hefir afsalað sér bæði fortíð og framtíð, minningum og draum- um, jafnvel þessu eina og sanna ego. Þegar málum er svona komið er erfitt að fá sem verkefni að skrifa bók um óþekktan mann, sem eng- inn veit hvernig hefir dáið. Var hann drepinn eða dó hann fyrir eigin hendi? Var hann tilfinninga- laus, eða var hann alltof upptek- inn? Hver var í raun hans rétta mynd og hvernig átti að fara með hana? Þannig leiðir verkefnið, sem hon- Norskar bækur um er fengið, hann óðar inn á þá braut að hann er áður en hann veit af farinn að kanna eigin fortíð og jafnvel að mynda sér skoðanir um framtíð og fleira. Þegar Carling situr undir trénu á eyjunni Kos, þar sem Hippokrates sat áður fyrr með nemendum sín- um, verður honum á að hugsa: „Hvaða ráð mundi faðir læknislist- arinnar hafa gefið þeim læknum er starfa meðal okkar í dag?“ Svarið við þessu fæst aldrei. En hugleiðingar Carling um þemað, sem sett var upp, eru einstaklega skemmtilegar og koma inn á margt sem er mikilvægt fyrir okk- ur sem lifum í nútímanum. Sé málið skoðað út frá þeirri hug- myndafræði og siðfræði er við gef- um okkur að hafi verið aðalsmerki Hippokratesar, þá kemur svo margt í ljós sem öðruvísi mætti fara. Hlutverk læknanna, heilun mannsins, samanborið við reynslu okkar sjálfra í samfélaginu, sem við lifum í, annars vegar og hins vegar séð út frá því sem við gefum okkur að hafi verið hugmyndir Hippokratesar gamla. Sambandið milli læknis og sjúklings. Mann- virðing, hluttekt, vald og magn- leysi og svona mætti lengi telja. Áuk þess eru mörg önnur vanda- mál daglegs lífs, sem í raun mætti flytja undir þetta sama kerfi og skoða á svipaðan hátt. Þá væri hægt að skoða marga starfshópa með þessum sömu gagnrýnu aug- um og við ætlum, að Hippokrates hafi skoðað samtíð sína með. Þetta endar ekki nema á einn veg. Það fer að skipta máli, jafnvel fyrir þig og mig, lesandi góður. Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.