Tíminn - 04.06.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.06.1991, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 4. júní 1991 Tíminn 5 Olafur Ragnar Grímsson segir aö Alþýöuflokkurinn láti sjálfviljugur endalaust níðast á sér: Pólitískur masókisti Vaxtasprengjan sem ríkisstjórnin kveikti í fyrir nokkru, sprakk um helgina þegar bankarnir hækkuðu útlánsvexti um allt að rúmlega 3% og juku auk þess vaxtamuninn. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka enn frekar á útgjöld heimilanna í landinu með hækkunum á bifreiðagjöldum um 5% og þungaskatti um 15%, en vert er að benda á að verð á lítra af bensíni hækkaði einmitt um 3 krónur um helgina. „Bílar eru almenningseign í dag. Þeir eru eign nánast hverrar einustu fjölskyldu. Þessi skattur kemur því með mestum þunga niður á þeim sem kröppust hafa kjörin og þola síst viðbótarálögur." Þó svo að margir ætli að hér fari orð núverandi stjórnarandstæðings þá er svo ekki. Þetta sagði Þorsteinn Pálsson, núverandi sjávarútvegsráð- herra og þáverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, í umræðum á AI- þingi í mars í fyrra, þegar verið var að ræða um að hækka þau gjöld sem nú hafa verið hækkuð. Gert er ráð fyrir að þessar hækkanir á bensín- gjaldinu og þungaskattinum renni óskiptar til vegagerðar. Þær hækk- anir eru í samræmi við forsendur fjárlaga að sögn Snorra Olsen hjá fjármálaráðuneytinu. „Það er til vegaáætlun sem gerir ráð fyrir ákveðnu fjármagni í vegamálin, sem er síðan staðfest á hverju ári í fjár- lögum. Til þess að ná þeim tekjum sem fjárlög gera ráð fyrir þurfti að hækka bensíngjaldið og þungaskatt- inn,“ sagði Snorri. Bifreiðagjaldið fylgir byggingavísi- tölu og er heimild til að breyta því á sex mánaða fresti. Aðferðir Sjálfstæðisflokksins skiluðu þjóðargjald- þroti 1988 Vaxtahækkanir ríkisins og nú bankanna hafa, ásamt ýmsum verð- hækkunum, valdið talsverðum óró- leika í þjóðfélaginu. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- lagsins og fyrrverandi fjármálaráð- herra, sagði í samtali við Tímann í gær að þeirra viðbrögð við vaxta- hækkunum ríkisstjórnarinnar hafi greinilega verið eðlileg. „Ég sagði fýrir rúmum þremur vikum að þótt það hefði komið til greina að hækka verðið á ríkisvíxlunum eitthvað, þá var það ljóst að aðferðin við hækk- unina og eins það að 30% hækkun á spariskírteinum kemur strax í kjöl- farið, myndi eingöngu búa til nýja vaxtaskrúfu og óróleika í hagkerf- inu. Það hefur því miður komið á daginn," sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að nokkrum dögum eftir að fjármálaráðuneytið hækk- aði raunvextina á spariskírteinun- um um 30%, hefði Seðlabankinn hækkað raunvexti á eldri spariskír- teinum, svo að raunvextir á Verð- bréfaþinginu væru nú tæp 9%. „Síðan kemur bankakerfið í kjölfar- ið, eins og ég varaði fjármálaráð- herrann við og meira að segja eyk- ur vaxtamuninn þrátt fyrir að Frið- rik Sophusson hefði mælt eindreg- ið gegn því. Eftir þessa fyrstu umferð er niðurstaðan sú að ríkis- stjórnin er búin að hækka allt raunvaxtastig í landinu um þriðj- ung. Það vaxtakapphlaup sem nú er hafið, höfum við ekki séð síðan á vitlausu árunum 1986-1988.“ Ólafur sagði að þessi stefna hefði einmitt verið prófuð á þessum ár- um þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Seðlabankinn fengu að stjórna öllu. Hún hefði aðeins skilað neikvæðri niðurstöðu og sama væri að gerast núna. „Það er búið aö prófa þetta galdraverk. Það skilaði þjóðargjald- þroti 1988,“ sagði Ólafur. Jafnvæginu hefur verið splundrað — Nú segir ríkisstjórnin að þetta sé aðeins tímabundið og hefur lýst yfir vilja til að lækka vexti aftur í haust. „Miðað við þá glímu sem það tók í eitt og hálft ár að ná raunvöxtunum niður úr því sem þeir voru, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins fór frá 1988, þá hef ég ekki trú á því að það gerist í haust. Staðreyndin er líka sú að stöðugleiki í efnahagsmál- um er ekki bara byggður á réttri efnahagsstefnu, hann er líka byggð- ur á almennu hugarástandi í þjóðfé- laginu. Seinni hlutann á síðasta ári og fyrri hlutann á þessu ári hvíldi hér ró yfir öllu. Menn voru rólegir, fyrirtækin fóru hægt í sakirnar og menn bjuggust ekki við neinum stökkbreytingum. Þetta jafnvægi hugarfarsins í efnahagslífinu var kannski ein meginástæðan fyrir því að hér var að skapast alveg nýr veru- leiki. Ríkisstjórnin er búin að splundra þessu jafnvægi hugarfars- ins á fáeinum vikum. Þar með fer allt af stað á nýjan leik, eins og mað- ur heyrir nú fráfjölmörgum aðilum í atvinnulífmu. Það er kominn nýr óróleiki, ný spenna og ný tauga- veiklun, alveg eins og í gamla daga þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Seðlabankinn stjórnuðu hér,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að síðasta ríkisstjórn hefði verið bandamaður verkalýðsfé- laganna í því að berjast gegn verð- hækkunum og þá sérstaklega verð- hækkunum sveitarfélaganna. Nú væri borgarstjórinn í Reykjavík orð- inn forsætisráðherra og forsætisráð- herrann orðinn borgarstjórinn í Reykjavík og þessi samstaða því rof- in og búast mætti við skriðu verð- hækkana án þess að ríkið segði múkk. „Nú fær þetta bara að frílista sig upp eftir öllum hækkunarstigan- um, því staðreyndin er sú að sveitar- félögin, sérstaklega Reykjavík, eru að taka sér hækkanir, sérstaklega á gjöldum og sköttum, fasteignaskött- um og aðstöðugjaldi, langt umfram það sem eru eðlilegar viðmiðanir í þjóðarsáttinni. Þetta gagnrýndum við harðlega í síðustu ríkisstjórn og þá var félagsmálaráðherrann, Jó- hanna Sigurðardóttir, bandamaður okkar. En nú er Davíð Oddsson bú- inn að kefla Jóhönnu Sigurðardótt- ur,“ sagði Ólafur Ragnar. Endalaust hægt að nauðga Alþýðuflokknum — Eru þessar vaxta- og verðhækk- anir ekki eitthvað sem hefur verið í pípunum? „Nei, alls ekki. Þessi ríkisstjórn hugsar fyrst og fremst um fjár- magnseigendur og forréttindaöflin í þjóðfélaginu, áður en hún hugsar um fólkið í landinu og þá hagsmuni sem við í síðustu rfkisstjórn vorum að passa. Stjórnmál eru nefnilega hagsmunabarátta. Það er þess vegna sem stórfyrirtækin og fjölskyldurn- ar 14 hafa alltaf stutt Sjálfstæðis- flokkinn. Hann þjónar þeirra hags- munum og nú er stjórnarráðið farið að þjóna öðrum hagsmunum en áð- ur og Jóhanna Sigurðardóttir lætur sér það vel líka að þjóna þessum nýju herrum," sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að sér sýndist sem Al- þýðuflokkurinn léti bjóða sér hvað sem er, í landbúnaðarmálum, sjáv- arútvegsmálum, húsnæðismálum og f sambandi við verðhækkanir sveitarfélaga. „Það virðist vera hægt að nauðga Alþýðuflokknum enda- laust“. — Eitthvað hlýtur Alþýðuflokkn- um að ganga til? „Það eru til í mannlegu lífi fyrir- bæri sem eru masókistar. Alþýðu- flokkurinn virðist vera hinn pólitíski masókisti á Islandi," sagði Ólafúr Ragnar Grímsson. —SE ALSJALFVIRK SILAWRAP- RÚLLUPÖKKUNARVÉL AÐEINS 512.000 KRÓNUR! UN7512 Silawrap rúllupökkunarvélin frá KVERNELAND-UNDERHAUG er búin fjölmörgum nýjungum. • Vélin er búin sjálftengibúnaöi, þannig aö hún gengur frá filmuenda á bagganum sem vafið var um og byrjar aö vefja þann næsta án þess að mannshöndin komi þar nærri. • Snúningsborðið er opnara en áður, þannig að ekki er hætta á að hey safnist þar fyrir. SAMT KOSTAR HÚN AÐEINS 512.000 KRÓNUR Aörar geröir SILAWRAP-véla: UN7512 DL er eins og UN7512, nema með teljara og barkastýringu inni í ekilshúsi. Sértilboð. Verð aðeins 542.000 krónur. UN7515 er byggð á sömu grunneiningum, en er með mörgum nýjung- um aukalega. Þar á meðal má nefna: Vökvastýrðan sleppisporð, sem hindrar að baggarnir verði fyrir hnjaski þegar þeir falla af vélinni. Vélin er fyrir 75 sm „breiðfilmu'1. Fylgihlutir fyrir 50 sm filmu innifaldir í verði. Tölvubúnaður í ekilshúsi sér um sjálfvirka pökkun og veitir notanda margs konar upplýsingar. Verð á 7515 vélinni er aðeins 675.000 krónur. Prófaðar hjá Bútæknideildinni á Hvanneyri. FÁÐU UNDERHAUG OG JÖTUN TIL LIÐS VIÐ ÞIG í HEYSKAPNUM í SUMAR! HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.