Tíminn - 07.06.1991, Síða 7
Föstudagur 7. júní 1991
Tíminn 7
VETTVANGUR
Eysteinn Sigurðsson:
Langskip og knerrir
Nú um þessar mundir er lagt upp frá Noregi skip, sem von er á
hingað til lands nálægt þjóðhátíðardeginum 17. júní. Eins og
þeir vita, sem fylgjast með fréttum, er hér um að ræða eftirlík-
ingu af gömlu víkingaskipi, Gauksstaðaskipinu svo nefnda, og er
ferð þess heitið til Bandaríkjanna. Svo vill til að undanfarín miss-
erí hef ég af óskyldum ástæðum þurft að setja mig inn í heimild-
ir um siglingar víkingatímans um Atlantshafið. Meðal annars af
þeim ástæðum hef ég fylgst með þeim fréttum, sem hér heima
hafa veríð fluttar af skipinu og siglingu þess, af nokkurrí forvitni.
Hér er annars vissulega um bæði
þarft og merkt framtak að ræða.
Nánar til tekið virðist manni að
með þessu séu Norðmenn, reyndar
með íslenskri aðstoð, að hnykkja á
því enn eina ferðina að það voru
norrænir víkingar sem fyrstir Vest-
ur-Evrópubúa stigu fæti á land í
þeirri heimsálfu, sem síðar hlaut
nafnið Ameríka, og að þetta gerðu
þeir eitthvað nálægt fimm öldum á
undan Kólumbusi. En svo stendur
á að á næsta ári eru liðin rétt fimm
hundruð ár síðan hann lagði upp í
fræga ferð sína frá Kanaríeyjum og
fann Vesturheim eins og menn vita.
Gauksstaðaskipið er
langskip
Gauksstaðaskipið er víst eitt fræg-
asta skip frá víkingatímanum sem
varðveist hefur. f>að var grafið úr
jörð 1880 í nágrenni við Ósló, og
raunar er þetta ekki fyrsta siglingin
yfir öldur Atlantshafsins á eftirlík-
ingu þess. Þegar árið 1893 sigldi
norskur skipstjóri, Magnus Ander-
sen, sams konar fleyi vestur um haf
í tilefni af heimssýningu sem haldin
var í Chicago það ár, reyndar einnig
til að minnast landafúnda Kólumb-
usar. Að því er heimildir um þá sigl-
ingu greina lét Andersen breyta
skipinu dálítið til að gera það sjó-
hæfara. Ferðin gekk svo í alla staði
prýðilega, og reyndist Gauksstaða-
skipið samkvæmt þessu hafa verið
hið besta sjóskip, gekk í liðugum
vindi þetta 7-8 hnúta eða sjómílur
og fór upp í eina ellefu hnúta þegar
best lét.
En þó að síður en svo sé ástæða til
að gera lítið úr því framtaki að
minna með þessum hætti á sigling-
ar forfeðra okkar um Atlantshafið,
þá má samt ekki láta það skyggja á
þá staðreynd að Gauksstaðaskipið
er um margt ólíkt þeim fleyjum,
sem forfeður okkar hafa notað þeg-
ar þeir voru að flytja búferlum
hingað frá Noregi. Gauksstaðaskip-
ið er nefnilega langskip, og slík skip
voru ekki notuð við úthafssiglingar
á þessum tíma. í stað þeirra voru
notaðir knerrir, sem voru töluvert
öðru vísi.
Munurinn á þessum tveim teg-
undum skipa fólst fyrst og fremst í
því að langskipin voru snúninga-
liprari, léttari og öll burðaminni.
Knerrirnir voru aftur á móti sterk-
byggðari, þyngri í vöfum, en jafn-
framt burðameiri og þoldu betur
úthafsöldurnar.
Að því er manni skilst af umfjöllun
fræðimanna um þetta, þá hefur
Gauksstaðaskipið verið eitthvað í
líkingu við það sem nú á dögum er
víst kallað fjölnotaskip. Með öðrum
orðum skip höfðingja, sem hentað
gat til margs konar nota. Það hefur
trúlega, eins og önnur langskip,
fyrst og fremst verið smíðað með
það fyrir augum að notast við
strandsiglingar í kringum Noreg og
í Eystrasalti. Það var vissulega
býsna stórt af langskipi að vera, en
fyrst og fremst var það þó létt og
grunnskreitt, því mátti róa, og á því
voru sextán árar á hvoru borði.
Nánar til tekið eru mál Gauks-
staðaskipsins þannig að lengdin er
rúmir 23,3 metrar, mesta breidd
5,25 metrar og mesta hæð frá kili
að borðstokk miðskips 1,95 metrar.
En það, ' sem mestu máli hefur
skipt, er að þegar skipið var full-
hlaðið risti það ekki nema um það
bil einn metra, og hefur því þrjátíu
og tveggja manna áhöfn farið létt
með að róa því jafnvel töluverða
leið. Hefúr þess verið getið til, að á
skipinu hafi verið gert ráð fyrir tvö-
faldri áhöfrí, sextíu og fjórum skip-
verjum, þannig að hægt hafi verið
að hafa þar vaktaskipti líkt og í dag
tíðkast á millilandaskipum.
Hér var því á ferðinni dæmigert
samgöngutæki norsks höfðingja,
fyrst og fremst ætlað til þess að
auðvelda honum að komast sem
hraðast leiðar sinnar, og gat auk
þess dugað vel í hemaði. En sem
flutningaskip á úthafinu var það
alls ekki smíðað. Hitt er svo annar
handleggur að skipasmíðatækni
norrænna víkinga var komin á það
stig þama, að í ljós kom síðar að
skip sem þetta gat dugað aldeilis
prýðilega til úthafssiglinga líka. En
það verður að draga það stórlega í
efa að þetta skip, eða önnur slík,
hafi nokkru sinni klofið úthafsöld-
ur Norður- Atlantshafsins eða sést í
námunda við íslandsstrendur, fyrr
en þá árið 1893.
Knörrinn
En skipin, sem notuð vom til sigl-
inga hingað til lands, vom töluvert
öðm vísi. Beinar lýsingar á þeim
em að vísu fátíðar í fornum bókum
okkar; þar er höfundum tamara að
rekja hetjuskap og dáðir en að segja
frá jafn hversdagslegum fyrirbær-
um og skipum sem allir þekktu. En
mesta vitneskju um knerri höfum
við hins vegar af skipi sem fyrir ná-
lægt þremur áratugum var tekið
upp af sjávarbotni í Hróarskeldu-
firði í Danmörku. Það skip er nú á
safni þar ytra, og fer það ekki á milli
mála að þar er dæmigerður vík-
ingaknörr á ferðinni af þeirri gerð
sem siglt var á til íslands.
Og reyndar hefur líka verið gerð
eftirlíking af þessu skipi, líkt og
Gauksstaðaskipinu, og henni siglt
töluvert víða um heimshöfin. Það
mun hafa verið gert árin 1983-86,
skipið nefnt því nútímalega nafni
Saga Siglar, og mun það reyndar
vera annað af tveimur öðrum vík-
ingaskipum, sem í yfirstandandi
leiðangri eiga að fara með flutn-
ingaskipi vestur um haf, að því er
sagt hefur verið í fréttum, og sigla
þar um með Gauksstaðaskipinu. Að
því er heyrst hefur er þessi knörr
hið besta sjóskip, svo sem við er að
búast.
En sé mið tekið af knerrinum í
Hróarskeldu, þá eru mál hans tölu-
vert önnur heldur en Gauksstaða-
skipsins. Hann er fyrir það fyrsta
styttri og kubbslegri, aðeins 16,5
metrar, einnig mjórri, eða 4,5 metr-
ar, og hæð miðskips að borðstokk
er 1,9 metrar. En mestu munar að
djúprista knarrarins fullhlaðins
hefur verið töluvert meiri, eða allt
að hálfur annar metri. Að því er sér-
fróðir menn við Stýrimannaskói-
ann í Reykjavík hafa sagt mér þá
hefur hér trúlega verið á ferðinni
skip með allt að 25-30 tonna burð-
argetu.
Um knerrina er það einnig vitað að
á þeim hafa verið eins konar þilför
fremst og aftast. Miðskips hefur á
hinn bóginn verið líkt og opin lest,
allt niður í kjöl, og þar var farmin-
um komið fyrir, jaftit vörum sem
búfénaði. Yfirbygging hefur engin
verið á þessum skipum, né heldur
svefnstæði fyrir þá sem innanborðs
voru. Helst er talið að þar hafi fólk
verið með húðföt eða svefnpoka úr
skinnum, sem sofið hafi verið í og
veitt hafi hlíf fyrir sjávargangi og
veðri. En hvað sem því Iíður þá
hlýtur vistin þarna um borð oft að
hafa verið meir en lítið kulsöm.
Seglskip
Sameiginlegt báðum þessum
skipagerðum var að á þeim var all-
stórt þversegl á mastri miðskips.
Eftir heimildum er svo að sjá að
víkingar hafi kunnað ákaflega vel að
beita siíkum seglum, jafnt undan
vindi sem þegar sigla þurfti beiti-
vind. En væri vindur á móti var
ekki um annað að ræða á knörrun-
um en að leggja þeim í rétt, láta þá
reka, uns vindátt breyttist eða þá að
leita annarrar hafhar en ætlað hafði
verið.
Það sem skildi á milli þessara
tveggja skipagerða var það að lang-
skipinu mátti róa, en knerrinum
ekki. Til þess var hann allt of djúp-
skreiður og þungur á bárunni, og
auk þess hafa knerrir að öllum jafn-
aði verið töluvert meira hlaðnir og
þess vegna miklu þyngri á sér en
langskipin.
Þegar knörrunum var siglt á milli
landa var því eingöngu treyst á segl-
in. Á þeim voru ekki einu sinni ára-
göt, nema örfá fremst og aftast sem
nota mátti ef áhöfnin vildi færa skip
sitt um set innan hafhar eða því um
líkt. En úti á hafi var þeim ekki ró-
ið. Þar var eingöngu treyst á seglin.
Áramar
Það, sem þannig hefur skilið fyrst
og fremst á milli langskipa af gerð
Gauksstaðaskipsins og knarranna,
er lipurleikinn sem langskipin
höfðu fram yfir. Þetta skýrist best
með dæmi. Þegar nýja Gauksstaða-
skipið nálgast ísland í ferð sinni
hingað mætti hugsa sér að það lenti
í mótvindi þegar það færi hér vest-
ur með suðurströndinni eða þegar
það nálgaðist Reykjanesið.
Hinn
norræni knöm
varf-utningaskip
víkinga, þyngri og
sterkari en venjuieg
víkingaskip, um 18 metrar á
lengd, 5 á breidd, úthafsskip í
siglingum til fslands.
Mynd: Skipabók Fjölva
Ef um borð væru 32 eða jafnvel 64
röskir ræðarar, af ætterni víkinga,
þá hefðu þeir þann möguleika að
setjast undir árar og róa skipi sínu
sem leið liggur til Reykjavíkur. Þeir
myndu þá byrja á að fella þversegl-
ið, og trúlega mastrið líka, sem var
hægt á þessum skipum. Skip af
langskipagerð var grunnskreitt og
létt á bárunni. Þess vegna var það
að fomu tiltölulega lítið mál að
koma slíku skipi áleiðis með róðri,
þó að byr væri ekki sá sem óskað
var.
Á knörrunum gegndi hins vegar
allt öðru máli. Þeir ristu dýpra,
voru yfirleitt með töluvert þyngri
og meiri farm, og þess vegna var
tómt mál að tala um að koma þeim
ieiðar sinnar öðru vísi en undan
hagstæðum vindi. Dæmigerð áhöfn
knarrar á víkingaöld hefði aldrei
haft neina minnstu möguleika á því
að koma skipi sínu til dæmis að
sunnan fyrir Reykjanesið og inn til
þess staðar sem nú heitir Reykjavík,
ef svo hefði hist á að vindur væri þar
vestan- eða norðvestanstæður. Þá
hefði þessi áhöfn verið vægast sagt
illa stödd, því að möguleikarnir
hefðu engir verið aðrir en að leggja
skipinu í rétt og bíða þess að vindátt
breyttist, eða þá að snúa við og leita
hafnar annars staðar, til dæmis á
fjölsóttri höfn sem þá hét Eyrar, en
nú heitir Eyrarbakki.
Þetta er líka af fræðimönnum tal-
in skýringin á því að þegar menn
komu frá útlöndum að fornu, þá er
þess víða getið að þeir hafi tekið
land jafhvel alllangt frá væntanleg-
um ákvörðunarstað sínum. Með
öðrum orðum, menn tóku ekki þá
áhættu að sigla knörrum sínum
með ströndinni og eiga kannski á
hættu að lenda í ómældum erfið-
leikum við að komast til einhverrar
tiltekinnar hafnar.
Það er sem sagt svo að sjá að
knerrirnir hafi fyrst og fremst verið
gerðir fyrir úthafssiglingar, en þeg-
ar kom að landi þá hafi róðurinn
þyngst í eiginlegri merkingu.
Skipagerðartækni víkinga virðist
ekki hafa verið komin á það stig að
þeir hafi ráðið við það verkefni að
smíða sér skip, sem jöfnum hönd-
um hafi dugað til úthafsflutninga
og strandsiglinga.
Ekkí dæmigert
víkingaskip
Af þessum ástæðum verður að
vara sterklega við því að telja
Gauksstaðaskipið vera dæmigert ís-
lenskt/norskt víkingaskip, af sömu
tegund og þau sem forfeður okkar.
landnámsmennirnir, sigldu á hing-
að. Þegar að er gáð er nefnilega ljóst
að svo er alls ekki. Um burðargetu
Gauksstaðaskipsins eða eftirlíking-
ar þess hef ég ekki séð nákvæmar
upplýsingar, en í meira lagi vafa-
samt má telja að það myndi duga
eins vel og Hróarskelduknörrinn til
að flytja heila búslóð, með hestum,
kúm, kindum og öllum búsgögn-
um, frá Noregi til íslands.
Hin blákalda og harða staðreynd
málsins er hins vegar sú að það
voru þess konar flutningar, sem
menn á níundu og tíundu öld
stunduðu á skipum sínum. Og til
þess hefðu langskip á borð við
Gauksstaðaskipið ekki hentað. Þau
voru smíðuð til allt annarra nota,
eða sem hraðskreið, örugg og þægi-
leg samgöngutæki þeirra, sem með
völdin fóru, meðfram ströndum
Noregs og þar um slóðir.
Hætt við misskilningi
Eins og ég gat um vil ég síst af öllu
verða til þess að gera lítið úr því
framtaki, sem liggur að baki þeirri
siglingu eftirlíkingar Gauksstaða-
skipsins sem nú stendur yfir. En ég
held að engum sé greiði gerður
með því að telja börnum, ungling-
um né öðrum trú um að hér sé
dæmigerð víkingasigling á ferð-
inni. Þessi ferð er greinilega tölu-
vert öðru vísi en þær sem þeir fóru.
Þess vegna held ég að hér heima sé
okkur hollast að fara varlega í að
nota þetta skip sem tilefni til álykt-
ana um víkingasiglingar að fomu.
Það dylst vissulega engum að
áhafnir knarranna hafa hlotið að
vera afburðasjómenn. Þeir sigldu
langar leiðir yfir hafið á tækjum og
við aðstæður, sem voru svo frum-
stæðar samanborið við millilanda-
skip nútímans að ekki er saman
líkjandi. Meðal annars er talið full-
víst að áttavitar hafi ekki komið til
sögunnar í siglingum hér við land
íyrr en í fyrsta lagi á þrettándu öld.
Þegar landi sleppti höfðu þessir
menn því fátt annað en sól og
stjörnur til að marka áttir eftir.
Staðreyndin er sú að sigling á full-
fermdum knerri hefur út af fyrir sig
hlotið að vera töluvert meira afrek
heldur en sigling á létthlöðnu lang-
skipi af gerð Gauksstaðaskipsins, og
það þótt yfir úthaf væri. Þess vegna
virðist manni að í rauninni sé þessi
sigling eiginlega ekki sama afrekið
og þau sömu tegundar, sem víking-
arnir unnu árlega hópum saman
hér á hafinu í kringum landið á ní-
undu og tíundu öld.