Tíminn - 08.06.1991, Page 10

Tíminn - 08.06.1991, Page 10
18 HELGIN Laugardagur 8. júní 1991 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Leitin aö Það er ekki óvenjulegt að menn, sem ásakaðir hafa verið fyrir glæpi, reyni að semja um að fá mildari dóm gegn þvf að gefa upplýsingar um aðra glæpamenn. En sagan, sem rannsóknarlögreglumaður nokkur í Kansas City fékk að heyra, var af óvenjulegra taginu, væg- ast sagt. Fljótlega eftir handtöku reyndi hinn grunaði að semja. Þegar hann var spurður hvað hann hefði að bjóða í slíkum samningum, var svarið stutt og laggott: Avery-fjölskyldan var myrt af því aö guð fyrirskipaði það. Eða var það af þvi að „spámaðurinn" skuldaði þeim 10.000 dollara? „Hvað segið þið um fimm morð?“ „Hvar?" spurði lögreglumaðurinn, fullur efasemda. „Ekki hér,“ svaraði sá grunaði. „Hvenær?" „Snemma á síðastliðnu ári.“ Þetta samtal átti sér stað þann 3. janúar 1990 og rannsóknarlögreglu- maðurinn reyndi að muna hvort hann hefði heyrt af fimm óleystum morðmálum. „Þetta gagnar þér ekkert ef þú ert bara að reyna að gabba okkur," sagði lögreglumaðurinn. „Þessar upplýsingar hef ég frá fyrstu hendi," sagði sakbomingurinn. „Það veit enginn að þetta fólk hafi verið myrt, nema ég og örfáir aðrir.“ ,Áttir þú hlut að máli?“ „Ég held nú síður,“ var svarið. ,Állt í lagi,“ sagði lögreglumaður- inn, „ég get að vísu ekki samið við þig, en ef þetta er rétt hjá þér er ég sannfærður um að saksóknari er reiðubúinn að semja." Ótrúleg firásögn „En hver er saga þessa máls?“ Sakbomingur hóf nú sögu sína með því að skýra frá því að hann hefði hitt vinkonu sína, sem hefði verið í upp- námi vegna þess að hún vissi að fimm manna fjölskylda hefði verið myrt með köldu blóði. Hún þorði ekki að leita á náðir lögreglunnar af ótta við að hún yrði talin aðili að morðunum. Einnig var hún hrædd um að morð- inginn dræpi hana líka ef hún færi til lögreglunnar og skýrði frá því sem hún vissi. „Komdu nú með einhver nöfn, tíma- setningar og staði," hvatti lögreglu- maðurinn uppljóstrarann, sem þó þurfti varla hvatningar við. „Ég er ekki viss hvað nöfnin varðar," sagði sakbomingurinn, „en hún sagði mér að þetta hefði gerst á bóndabýli skammt frá Kirtland í Ohio. Þetta var nokkurs konar „kommúna" þar sem bjó hópur af einhvers konar ofsatrú- arfólki. Mig minnir að aðalgaurinn á staðnum héti Lundgren og hann hafi drepið þessa fjölskyldu í einhvers konar mannfómarathöfn. Ég held að hún hafi sagt að þetta hafi gerst í apr- íl síðastliðnum." „Einhveíjar nánari upplýsingar?“ spurði lögreglumaðurinn. „Hún var verulega miður sín og ég spurði hana ekki nánar, en ég er alveg handviss um að þetta hefur gerst,“ svaraði sá grunaði. „Heldurðu að hún sé reiðubúin til að segja frá?“ sagði lögreglumaðurinn. „Eg efast um það. Hún er skelfingu lostin. Kannski þorir hún að tala ef þú nærð morðingjunum," svaraði sá grunaði. „Ég vil síður að hún viti að ég hafi kjaftað frá.“ „Við athugum málið og sjáum svo ti!,“ sagði lögreglumaðurinn. Haft var samband við Dennis Yar- borough, lögreglustjóra í Kirtland, sem er landbúnaðarhérað í Cleveland í Ohio. Hann var spurður hvort hann vissi til þess að fimm manna fjöl- skylda hefði verið myrt á sveitabæ þar í grennd í apríl síðastliðnum. Yarborough kvaðst engar fregnir hafehaftafslíku. Þekkti hann einhvem að nafni Lundgren sem stjómaði einhvers konar ofsatrúarsöfnuði? Yarborough lögreglustjóri kannaðist við nafnið. Hann sagði að ýmiss kon- ar vandræði hefðu verið í sambandi við Lundgren og málið hefði verið rannsakað. Jeffrey Lundgren, 39 ára, hafði verið predikari hjá Endurreistum söfnuði síðari daga heilagra (ESSDH) í Kans- as City. Fyrir um það bil fimm ámm hafði hann komið til Kirtland sem leiðbeinandi við musteri safnaðarins sem Joseph Smith stofnaði árið 1836. Smith hafði orðið þar eftir þegar hluti safnaðarins undir stjóm Brighams Young hafði haldið til Salt Lake City til að stofna þar söfnuð sinn sem yfir- leitt gengur undir nafninu mormón- ar. Meðiimir ESSDH em ekki mor- mónar, þrátt fyrir þessu sögulegu tengsl. Á meðan Lundgren starfaði sem leiðbeinandi við söfnuðinn tók hann að predika alveg nýja stefhu sem gekk út á það að endurkoma Jesú Krists yrði fljótlega og þá myndi hann tor- tíma öllum sem ekki leituðu skjóls í musterinu í Kirtland. Þegar forvígismenn safhaðarins fréttu af þessu sviptu þeir Lundgren embættinu og ráku hann úr söfnuð- inum. Hann settist þá að á bóndabæ í ná- grenninu. Hann lýsti því yfir að hann væri „spámaður guðs" og safnaði um sig 29 manna söfnuði — fólki sem hann hafði kynnst þegar hann starf- aði sem predikari í Kansas City. Rannsóknin á athöfnum hans hófst þegar lögreglunni barst til eyma að Lundgren, sem barist hafði í Víetnam, væri búinn að koma sér upp safni af hríðskotavopnum. Að sögn var hann að kenna karlmönnunum í söfnuðin- um árásartækni og hafði í hyggju að taka musteri ESSDH með valdi. Áætl- un hans var sögð vera sú að þvinga forvígismenn safnaðarins til að gang- ast undir þá trú hans að Jesús Kristur væri væntanlegur til jarðarinnar og þá yrði öllum tortímt sem ekki væru í musterinu. Yarborough lögreglustjóri lét Lund- gren vita að lögreglan fylgdist náið með söfnuðinum og varaði hann við því að beita ofbeldi. Einnig komst hann að því að Lundgren beitti fylgis- menn sína hörðum aga og aðeins karlmennimir máttu tala eða hafa frumkvæði að nokkrum hlut Konur og böm urðu að þegja nema á þau væri yrt og urðu að hlýða öllum skip- unum skilyrðislaust Síðan sagði Yarborough við lög- reglumanninn frá Kansas City: „Það var því miður ekki mikið sem við gát- um gert þá, en ég hafði samband við Vopnaeftirlit ríkisins og Alríkislög- regluna og lét vita af því að gmnur léki á að Lundgren hefði ólögleg vopn undir höndum og að mannréttindi kynnu að vera brotin í nafhi safnaðar- ins.“ Blóðugur feríll Alríkislögreglan fékk þegar mikinn áhuga á málinu, því oft hafði borið á ofbeldi meðal klofningssöfnuða frá mormónum. Það hafði byrjað þegar klofningurinn varð milli Josephs Smith og Brighams Young. Síðustu ár hafði oft komið til deilna vegna reglnanna um fjölkvæni, en mor- mónar höfðu lagt blátt bann við því árið 1890. Einn af klofningssöfnuðunum, sem kallaðist Kirkja lambs guðs, fluttist til Sonora í Mexíkó þar sem meðlimir gátu stundað Qölkvæni. Valdabarátta kom síðar upp á milli tveggja sona stofnanda safhaðarins og Ervil LeBar- on var ákærður fyrir að hafa látið myrða Joel bróður sinn. Engar kæmr vom lagðar fram þegar dr. Rulon Allred var myrtur í Utah, en hann var formaður enn eins safnaðar- brotsins. Ervil LeBaron var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á bróður sínum og lést í fangelsi árið 1981. Meðan á fangavistinni stóð skrifaði hann bók sem var kennslubók í blóð- hefndum. Skömmu eftir að Allred var myrtur var hin 24 ára gamla Brenda Lafferty myrt ásamt 15 mánaða dóttur sinni í Utah. Lögreglan hafði komist að því að 36 ára gamall eiginmaður Brendu, Dan, og 42 ára gamall bróðir hans höfðu lagt stund á fjölkvæni. Brenda hafði fengið aðvömn frá söfnuðinum um að ef hún skildi ekki við mann sinn og flytti úr fjölkvænishúshaldinu yrði hún bannfærð og hún og eiginmaður hennar yrðu „dæmd í víti". Síðar náðust eiginmaður Brendu og mágur, vom dæmdir fyrir morðin og sendir í fangelsi. Næsta ofbeldisverk átti sér stað í Mexíkó þegar Daniel Ben Jordan varð fyrir skoti á veiðum. Hann hafði verið meðlimur í Kirkju lambs guðs og einn af helstu aðstoðarmönnum Er- vils LeBaron og var sterklega gmnað- ur um aðild að morðinu á Joel LeBar- on. Lögreglan var sannfærð um að um slysaskot hefði ekki verið að ræða. Jordan hafði verið skotinn tvisvar af stuttu færi. Tvö skot í höfuðið var ein af reglum LeBarons í bókinni um blóðhefndir. Mark Chynoweth, aðstoðarmaður LeBarons, bróðir einnar af konum hans og ennfremur tengdasonur, var gmnaður um að hafa átt aðild að morðinu á dr. Rubin Allred. Hann og bróðir hans fluttu til Houston og opnuðu þar umboðsverslun. Mánudaginn 27. júní 1988 var hringt til verslunarinnar og látið vita að húsgögn væm til sölu vegna flutn- Ef smákrimmi heföi ekki þurft aö semja viö löaregluna heföu moröin á fimm manna fjölskyldu, þar afþremur ungum stúlkum, líklega aldrei komist upp.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.