Tíminn - 08.06.1991, Síða 12
20
HELGIN
Laugardagur 8. júní 1991
HULUNNISVIPT
AF ORLOGUM
KOREONSKU
ÞOTUNNARl
Izvestia hefur nvleaa birt
17 qreina flokk um málið
bar sem nvjar oa óvæntar
staðrevndir koma fram
Heimurinn stóð á öndinni þegar fréttist að kóreönsk farþega-
þota, er villst hafði inn á sovéskt yfirráðasvæði, hefði verið
skotin niður með 269 manns innanborðs árið 1983. Lítill
minnihluti gerði þó hvað hann gat til þess að búa til afsakan-
ir fyrir gjörðir Sovétmanna. í greinum og bókum leiddu þess-
ir menn rök að því að Bandaríkjunum væri að réttu lagi um
það að kenna hvernig fór. Þeir sögðu að vélin er flaug þetta
flug, KAL 007, hefði í rauninni verið í njósnaerindum, eins og
Sovétmenn héldu fram.
Sérfróðir menn um „njósnir úr Iofti", sem áttu um það að
velja að trúa Sovétmönnum eða Bandaríkjamönnum, lögðust á
sveif með þeim fyrrnefndu. En nú hallar undan fæti fyrir þeim
í þessu efni. Því veldur nýleg umfjöllun um málið í sovéskum
blöðum.
Þann 21. desember hófst í Izvestia greinaflokkur um KAL 007
flugið, er birst hefur í 17 hlutum og er þar veist að yfirhilming-
um og tilbúnum frásögnum sovéskra yfirvalda. Umsjón með
greinaflokknum hefur Andrey Ulesh ritstjóri haft og starfslið
hans hefur varið þúsundum vinnustunda til rannsókna. Viðtöl
hafa verið tekin við menn innan og utan Sovétríkjanna og mik-
ið af skjölum hefur verið athugað. Tugir sovéskra borgara hafa
leyft að láta geta sín með nafni, þótt opinberir aðilar og hernað-
aryfirvöld neituðu allri samvinnu. Eigi að síður verða hinar op-
inberu sovésku skýrslur ærið tortryggilegar í Ijósi greina Iz-
vestia.
í blaðinu þann 24. og 25. janúar birtist ítarlegt viðtal við flug-
mann þann er vélina skaut niður, Gennadi Osipovich höfuðs-
mann. Hann játar fúslega að hann hafi séð að vélin var ekki
bandarísk könnunarvél af gerðinni RC-135, en Sovétmenn hafa
haldið fram að þeirar gerðar hafi þeir talið vélina vera. (Osipov-
ich segir þó að hann hafi álitið að þetta væri annars konar
njósnavél). Hann segir enn að sér hafi verið uppálagt að segja
ósatt frá atvikinu. Honum var sagt að segja að hann hefði sent
út viðvörun á neyðarbylgju, þótt hann gerði það aldrei. Enn átti
hann að bera að Ijós vélarinnar hefðu verið slökkt, þótt hann
hafi séð að þau loguðu. Hann átti líka að segjast hafa skotið að-
vörunarblysum, þótt engin slík væru um borð í vél hans.
Dagana 29. og 31. janúar og 1. og 5. febrúar sagði blaðið svo
ítarlega frá neðansjávarleit Sovétmanna. Fundu þeir flakið og
þar á meðal „svarta kassann" svonefnda, sem geymdi upplýs-
ingar um allt er gerðist á fluginu uns vélin fórst. Til þess að
leiða Bandaríkjamenn afvega vörpuðu Sovétmenn niður sendi
er gaf frá sér villandi hljóðmerki úr hafdjúpinu. Ljóst er að í
flakinu fundu Sovétmenn ekkert er gaf vísbendingu um að vél-
in hefði átt að stunda njósnir.
Greinaflokkurinn hófst með viðræðum við Pyotr nokkurn
Kirsanov flugmarskálk um fráleita kenningu sem franskur
flugmaður, Michel Brun, var höfundurað. Brun taldi að Sovét-
menn hefðu í raun réttri skotið niður bandaríska RC-135 vél og
í fátinu vegna þess atburðar hefðu bandarískar vélar grandað
farþegaþotunni af misgáningi. Þessi kenning vakti mikla at-
hygli í Evrópu og var nákvæmlega frá henni skýrt í Prövdu og í
Bandaríkjunum. Kirsanov marskálkur hafnar kenningunni
sem „fráleitri", „enda fundum við vélina", segir hann. Það var
heiminum hins vegar ókunnugt um, því Sovétmenn létu þetta
ekki uppskátt, uns Izvestia sagði frá því.
Fjöldi höfunda, er rituðu um málið á Vesturlöndum og rann-
sökuðu það eftir föngum, voru ekki í vafa um að sovésku flug-
mennirnir hefðu margsinnis varað kóreönsku vélina við á
neyðarbylgju. Þeir vefengdu líka segulbandsupptökur þær, er
fram voru lagðar við rannsókn málsins, og töldu að þær hefðu
verið „stórlega lagfærðar" til þess að styrkja túlkun Reagan-
vélina við. Hann deplaði ljósum sínum nokkrum sinnum, en
áttaði sig á að þaö mundu flugmennirnir ekki geta séð. Margir
vestrænir skýrendur kváðust telja afar líklegt að kóreanska vél-
in heföi verið með Ijós sín slökkt. En Osipovich segir þau hafa
verið kveikt eins og vera bar.
Enn er komið að þeirri fullyrðingu Sovétmanna að flugmaður
þeirra hafi skotið viðvörunarblysum. Einn vestrænn höfundur
sagði líka að segulböndin hefðu sannaö þá fullyrðingu og að
viðvörunarblys hefði þotið hjá aftan við farþegavélina. NBC-
kvikmynd um atvikið (,,Shootdown“) sýndi líka slík aðvörunar-
skot fljúga. En Osipovich gat ekki betur gert en hleypa af vél-
byssum vélar sinnar í nokkur skipti áður en hann skaut eld-
flaugunum. En líkt og er hann deplaði ijósunum vissi hann að
Bandaríkjunum að engin von væri til að Sovétmenn hefðu
fundið „svarta kassann" á undan Bandaríkjamönnum, því
tækni til leitar neðansjávar væri svo miklu fullkomnari hjá
þeim síðarnefndu. Var enda víða álitið að Bandaríkjamenn
hefðu snemma haft uppi á kassanum og leyndu fundinum, enda
geymdi hann óþægilegar staðreyndir. Allt hefur þetta reynst al-
rangt.
En þrátt fyrir upplýsingar Izvestia má ætla að getgátur áður-
nefndra höfunda á Vesturlöndum verði lífseigar. Tilgáturnar
um „njósnaflug" munu að líkindum safnast í flokk með sögum
á borð við þær að ameríski flugherinn hafi náð fljúgandi diski
með allri áhöfn á sitt vald og að Bretadrottning stjórni allri eit-
urlyfjaverslun í heiminum. Meðan hugrakkir, sovéskir borgar-
allt er þetta fásinna. Hann segist aldrei hafa varað kóreönsku
vélinni. Þá var því margsinnis haldið fram á Vesturlöndum og í
hinir sjálfskipuðu spekingar augunum aðeins fastar.