Tíminn - 15.06.1991, Side 3

Tíminn - 15.06.1991, Side 3
Laugardagur 15. júní 1991 Tíminn 3 ///' Landshlaup FRÍ hefst 17. júní: í kringum landið Hlaupið Annað Landshlaup FRÍ hefst á mánudaginn kemur, 17. júní. Hlaupið hefst í Hljómskálagarð- inum í Reykjavík kl. 13.55, en þaðan verður hlaupið suður í Kópavog, Garðabæ og Hafnar- fjörð og áfram Krísuvíkurleið- inu, síðan um Suðurland og sem leið liggur kríngum landið. Það eru félagar í héraðssam- böndum eða aðildarfélagum ÍSÍ sem hlaupa, en hlaupið er allan sólarhringinn. Reiknað er með að hlaupinu ljúki á Laugardal- svellinum í Reykjavík 27. júní. Þetta er í annað sinn sem Landshlaupið fer fram, en árið 1979 tóku um 6000 manns þátt í því og þá voru hlaupnir 2500 km. Nú verða um það bil 2900 lagðir að baki og vonast forsvarsmenn hlaupsins til þess að ekki færri en 6000 manns taki þátt í þessu skemmtilega verkefni. Megintilgangurinn með hlaup- inu er að hvetja almenning til hreyfingar og útivistar. í sam- bandi við hlaupið hafa verið út- búnir bolir með merki hlaupsins og verða þeir seldir um allt land. Þá hefur verið gefið út blað í til- efni Landshlaupsins, en meðal efnis í því er upprifjun frá hlaup- inu 1979 í máli og myndum. Hlaupið hefst eins og fyrr greinir í Hljómskálagarðinum kl. 13.55 á þjóðhátíðardaginn en í tímaáætlun hlaupsins er gert ráð fyrir hlaupurunum á eftir- töldum stöðum og tímum: 17. júní: Kópavogur kl. 14.10, Garðabær kl. 14.40, Hafnarfjörð- ur kl. 15.10, Krísuvík kl. 17.10, Þrengslavegamót kl. 20.40, Hveragerði kl. 21.40, Selfoss kl. 22.40. 18 júní: Þjórsá kl. 00.30, Hvolsvöllur kl. 03.05, Jökulsá kl. 08.00, Kirkjubæjarklaustur kl. 17.50. 19. júní: Fagurhólsmýri kl. 01.20, Höfn kl. 10.40. 20. júní: Egilsstaðir kl. 12.30, Vopnafjörður kl. 21.30. 21. júní: Þórshöfn kl. 03.20. Húsavík kl. 21.35. 22. júní: Akureyri kl. 04.20, ólafsfjörður kl. 09.50, Sauðárkrókur kl. 18.50.23. júní: Blönduós kl. 01.35, Hólmavík kl. 18.20. 24. júní: Súðavík kl. 13.00, ísafjörður kl. 14.50, Þing- eyri kl. 19.45. 25. júní: Patreks- fjörður kl. 07.05, Flókalundur kl. 12.10. 26. júní: Búðardaldur kl. 06.30, Stykkishólmur kl. 13.50, Grundarfjörður kl. 17.55. 27. júní: Borgarnes kl. 05.30, Akranes kl. 08.45, Hvalfjarðar- botn kl. 12.35, Mosfellsbær kl. 17.10 Elliðaár kl. 18.00, Laugar- dalsvöllur kl. 18.15. BL Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 S 622901 og 622900 SUMAR TILBOÐ! Stórglæsileg eldavél meö qlerhelluborði. aerð HSC 604: Stækkanleg hitaplata og hitavið- vörun * Sjálfhreinsandi blásturs- ofn með grilli, yfir- og undirhita * Tvöföld ofnhurð með öryggislæs- ingu * Loftkælt rofaborð * potta- geymsla og margt fleira. Fullt verð áður kr. 9&900 Tilboðsverð nú kr. 76.165s.gr Visa og Euro kjör/engin útborgun. Góður niotur er betri u gnUi Gómsætar ^órstó^bemta 9"^..t Orvals naatakjot. I vekja athy Hin stórglæsilegu k|oœo. ££*». a -* ***» blöðrur m hsljtoef Mikligarður Miðvangi og Sunnudagur Miðvangi og Garðabæ kl. 11-« Mikligarðurvestunbæ.M LOKAÐ 17.0UNI 3 KAUPSTADUR ÍMJÓDD AWQJG4RDUR ALLAR BÚÐIR

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.