Tíminn - 15.06.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.06.1991, Blaðsíða 1
f'OOf' inúi r* t iimR.hiprM.iR í nninVn 8 15.-16. júní 1991 „Aldamót, hænsnaher, Heródes, Lúcifer“ öfundur Dægradvalar, Benedikt Grön- dal, er einn sérstæðasti stílsnillingur tungunnar. Um þetta bera með öðru vott margar af ádrepum hans í bæjarblöðun- um í Reykjavík fyrir aldamótin, sem fjölluðu um margvísleg efni og öfluðu ekki allar höf- undinum vinsælda. Eftirfarandi sýnishom gefa mynd af einu og öðru sem þá var efst á baugi í Reykjavík, svo sem af samkomum „sáluhjálparhersins“, fyrirlestrum Stúdenta- félagsins og Ameríkufarganinu, sem Gröndal nefndi svo. Yfír allt þetta lítur hann úr „há- sæti“ sínu á náttúrugripasanfinu, sem þá var til húsa í Glasgow við Vesturgötu. Stíllinn og framsetningin er „gröndælsk“ í besta lagi, eins og lesendur munu fljótt fá séð. „Fá, fáein orð um náttúrusafnið. Raunar mun fáum þykja það þess vert að eytt sé orðum upp á það og ekki var náttúrufræðisfélagið virt svo mikils að það yrði nefnt á nafn í fréttunum frá íslandi 1894, en margt var ritað, sem sumum finnst óþarft en sumum þarft, og svo mun vera hér. Náttúrufræðisfélagið er ekki eins stöndugt og „frelsisher- inn“ eða „sáluhjálparherinn" eða „hjálpræðisherinn", að það geti keypt sér hús handa safninu, og ekki hefur alþinginu enn þóknast að ráðstafa neinu í þá átt, ekki frem- ur en að miskunna sig yfir hæli handa holdsveiku aumingjunum, sem nú hefur stórum verið spillt fyrir með því að hræða menn með sóttnæmi og heimskulegum lýsing- um á mataræði og fatnaði íslend- inga (hefði verið sæmra að bera þetta saman við ástand fátæklinga í útlöndum og sjá þá hverjir verða of- an á) - en hoídsveiku mönnunum liggur ekkert á og heldur ekki þeim sem verða að halda þá - er annars látið við gangast í nokkru landi að setja þess konar fólk eins og niður- setninga upp á privat heimili? - en hvað sem þessu líður þá hefur enn ekkert verið gert til þess að útvega safninu byggingu, svo það getur enn sagt að það eigi hvergi höfði sínu að halla. Því mun hafa verið fleygt að nátt- úrusafnið sé „ónýtt". Um það má nú raunar hver dæma sem vill, „sínum augum lítur hver á silfrið“. Samt sem áður má telja safninu ýmislegt til gildis og það getur gefið tilefni til ýmissa hugleiðinga, því að allt lífið er hvort sem er byggt á náttúrunni. Það fyrst, að þar - eins og á öllum náttúrusöfnum - sést „drápgimin" í allri sinni dýrð. Öll náttúrusöfn eru grundvölluð á drápgiminni, því allt sem þar er geymt (að undanteknum steinum og bergtegundum) hefur verið drepið til þess að geymast. Menn drepa dýrin bæði sér til matar og vísindalegra þarfa, og ef „dráp- girnin“ ekki væri, þá mundi dýmn- um fjölga svo að hin lifandi náttúra kæmist alveg úr jafnvæginu. Þess vegna er og „drápgirnin" allsherjar eðli alls lifanda, dýrin drepa hvort annað og éta hvort annað, enda sömu tegundar og sum jafnvel unga sína, ef kvendýrið ekki hamlaði því (t.a.m. björninn). Það annað að á náttúrusöfnunum má sjá hið fagra og nytsama eðli áfengisins, því það er sá einasti lögur sem hæfilegur er til að geyma kvikindin um aldur og ævi, svo „alkóhólið" gerir meira en gleðja mannsins hjarta með fylliríi, þar sem það geymir þau dýr sem fallið hafa fyrir „drápgirninni". Ef allt áfengi væri bannað þá mundi ekkert náttúrusafn geta verið til. Ég skal nú nefna fáeina hluti sem gera náttúrusafn vort fullt eins merkilegt og önnur söfn eða merkilegra. Fyrst er að nefna hákarlinn sem er á safninu og svífur þar í loftinu milli himins og jarðar. Hann er að því leyti merkilegur að það er sjálfsagt sami hákarlinn sem gleypti Jónas spámann forðum daga, en af því hann var nú orðinn svo gamall, þá hefur hann rýrnað svo mjög að hann er nú tíu sinnum minni en hann var í broddi lífsins, þegar hann svamlaði með Jónas innan um Mið- jarðarhafið og spjó honum svo ein- hversstaðar á land, en þegar tíminn leið þá flæktist hann út um Njörva- sund og út í Atlantshafið og lá þar í áflogum við frændur sína og rýrn- aði við það ákaflega, þangað til hann lenti hér loksins í þaranum og flæktist í hrognkelsanet, sem Hann- es Magnússon átti. Þar drapst þessi sundfæri Suðurlandanna heros, há- karlanna þjóðhöfðingi og spá- mannsins biblíufasti beinhákarl, og svo eignaðist Hannes þær „tryggu leifar" og gaf þær náttúrusafninu. Að þetta er satt má sjá af því að það stendur í biblíunni, enda hefur Gunnerus biskup, einhver hinn merkasti maður á sinni tíð, samið merkilega ritgjörð til þess að sanna að sá fiskur, sem gleypti spámann- inn, hafi verið hákarl, og virðist biskupinum sennilegast að Jónas hafi setið í tálknunum eins og fugl í skógarlimi. Segir hann þetta muni hafa verið beinhákarl, því hann hef- ur einkennileg tálkn og afarstór, svo að maður kemst þar vel fyrir, en samkvæmt kenningu Darwins getur beinhákarlinn eða selache maxima með tímanum orðið að hákarli, eða „scymnus microcephalus" eða jafn- vel skyrhákarli, svo hér er ekki um neitt efamál að ræða. Þessi áminnsta ritgjörð Gunnerus bisk- ups er prentuð í Kaupmannahöfn 1768. Glasgow. Hér var náttúrusafn- ið, sem Benedikt Gröndal veitti umsjá. „En „sáluhjálparher- inn“ í fuglahúsinu okkar er mjög gæfur, þar eru engin óhljóð, þar hrópar enginn á Jesús.“ Þá er ekki ómerkilegra að safnið á kölska, sem einnig líður í loftinu og lítur nú allþreytulega út eftir öll þau þrekvirki sem hann hefur unn- ið um aldirnar. Þetta er sá verulegi djöfull og þarf nú ekki lengur að segja eins og stendur í 1. Péturs bréfi, 5. kap. 8. versi: „yðar mót- standari, djöfullinn, gengur um kring sem öskrandi ljón, leitandi að þeim sem hann geti gleypt“ og ekki þarf heldur að hafa upp afbökunina úr sálmabókinni (1875): „Satan títt, veður vítt um veraldar frón, harður eins og hungrað Ijón“ - í þessum sálmi sem Magnús Stephensen hafði gert svo snilldarlega, en var allur afbakaður af Sálmabókar- nefndinni, sem við var að búast. (í nýjustu sálmabókinni er þessu sleppt, því þeir hafa verið of fínir til að nefna Lúcífer, en er svo bætt upp með öðrum smekkleysum). En kölski er á safninu í selslíki og það er einmitt sami selurinn sem Sæ- mundur fróði reið hingað frá út- löndum, þegar hann kom úr svarta- skóla, og til marks um að þetta er satt, þá er það prentað í Þjóðsögun- um og það með að Sæmundur sló kölska í höfuðið með saltaranum og það hreif. En ekki hefði hrifið mikið hefði kölski verið snertur með nýju sálmabókinni; og þar sem Sæ- mundur sló kölska með saltaranum þá hlaut saltarinn að hafa verið yfir kölska, eins og vænta mátti, því það guðdómlega er yfir hinu djöfullega. En nú vildi svo til að fyrsta daginn sem safnið var opið fyrir almenning þá kom þar kona úr kirkju og hélt á nýju sálmabókinni og staðnæmdist einmitt undir kölska, svo að þar sem saltarinn var yfir kölska, þá varð sú nýja sálmabókin undir kölska. Kölski hefur verið að sveima mörg ár í selslíki, þangað til Markús náði honum og gaf hann safninu. En af öllu þessu er kölski orðinn lít- ill og lúpulegur og horfir nú með fyrirlitningu yfir heiminn; en nú geta samt allir séð bæði að djöfull- inn hefur verið til og svo hvernig hann leit úr þegar Sæmundur fróði reið honum. Annars hefur hann líka sjálfsagt verið á ferð fyrir löngu í Noregi, því af honum er kominn málshátturinn í Magnússögu ber- fætta 10. kap.: „er-a hlunns vant, kvað refr, dró hörpu at ísi,“ því „harpa“ merkir hér hvorki hörpu né hörpuskel (hörpudisk) heldur sel (phoca groenlandica), og heitir hann á ensku „harp“ og „harp seal.“ Nærri má geta að refurinn hefði ekki þurft að draga hörpudisk, því hann hefði hæglega getað borið svo lítinn hlut í munninum. Þriðja furðuverkið á safninu er hreindýrshöfuð, sem var keypt í sumar. Hreindýrið var skotið í Blá- fjöllum, nálægt Henglinum, af Guð- mundi bróður Sæfinns. Þegar ég sá hann á götunni með hausinn, þá datt mér í hug „ía“- stafsetningin og Veturinn 1895-1896 ritaöi Benedikt Gröndal margar greinar í bæjarblööin, þar sem hann víkur aö ýmsu skondnu í bæjarlífinu í fíeykjavík. Hér er litiö í nokkrar af þessum greinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.