Tíminn - 15.06.1991, Blaðsíða 2
10
HELGIN
Laugardagur 15. júní 1991
AUGLÝSINGAR
UM LAUSAR STÖÐUR VIÐ
GARÐYRKJUSKÓLA ÍSLANDS
Faadeildarstjórastaða við skrúðqarðyrkju-
braut
Umsækjendur þurfa að hafa lokið námi í lands-
lagsarkitektúr eða hafa aðra fullnægjandi fram-
haldsmenntun í skrúðgarðyrkju.
Aðalkennslugreinar eru skrúðgarðafræöi, skrúð-
garðabyggingafræði og skrúðgarðateiknun.
Ennfremur umsjón með verklegum æfingum og
verknámi nemenda og tilraunum á skrúðgarð-
yrkjusviðinu.
Faadeildarstjórastaða við umhverfisbraut
Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólanámi í
líffræði og/eða umhverfisfræðum eða hafa aðra
fullnægjandi framhaldsmenntun til starfsins.
Aðalkennslugreinar eru dýrafræði, umhverfis-
fræði ásamt umhverfistúlkun og vistfræði. Enn-
fremur umsjón með verklegum æfingum og verk-
námi nemenda og tilraunum tengdum náminu.
Störfin veitast frá 1. ágúst og nauðsynlegt er að
viðkomandi geti hafið störf ekki síðar en 1. sept-
ember nk.
Umsóknarfrestur er til 1. júlí.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skól-
ans í síma 98-34340.
Útboð
Hellisheiði 1991
Vegagerð ríkisins mun á næstunni
bjóða út lagningu Hlíðarvegar (917) um
Hellisheiði frá Hellisá að Fjallshólfum,
alls um 8 km.
Helstu magntölur verða h.u.b.: Fyllingar
150.000 m3, neðra burðarlag 20.000 m3
og röraræsi 200 m.
Verkinu skal lokið haustið 1991.
Þar sem vinnusvæðið liggur hátt (í 345-
655 m hæð) og framkvæmdatími er af
þeim sökum stuttur, verður að leggja
áherslu á mikinn framkvæmdahraða.
Þeir verktakar sem áhuga hafa á þessu
verki geta fengið afhentan kynningar-
bækling hjá Vegagerð ríkisins á Reyð-
arfirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá
og með 19. þ.m.
Mælt er með því að væntanlegir bjóð-
endur kynni sér auk þess aðstæður á
vinnusvæðinu með skoðunarferð þang-
að.
Gert er ráð fyrir að útboðsgögn verði af-
hent á sömu stöðum frá og með 1. júlí
1991 og að tilboðum verði skilaö aðeins
viku síðar.
Vegamálastjóri
Útboð
Vatnsfjarðarvegur 1991
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í
endurlagningu 10,6 km kafla úr Reykja-
firði á Vatnsfjarðarnes í (safjarðardjúpi.
Helstu magntölu: Neðra burðarlag
20.000 m3, fyllingar 39.000 m3.
Verki skal lokið 15. nóvember 1991.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð
ríkisins á ísafirði og í Reykjavík, Borgar-
túni 5, (aðalgjaldkera) frá og með 18.
júní 1991.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir
kl. 14.00 þann 1. júlí 1991.
Vegamálastjóri
„ALDAMÓT..."
sagði ég sisona: „Skíturðu vel,
Gvendur?" „Já, sagði Gvendur, „ef ég
hef góða byssu“. „Þá held ég komi
þruma, þegar þú skítur", sagði ég.
„Þú getur því nærri", sagði Gvendur.
Og svo fengum við hreindýrshaus-
inn, en vísindamönnum ber ekki
saman um hvernig á honum standi.
Sumir segja það hafi upprunalega
verið hjörtur, sem hafi orðið fyrír
svonefndri „retrograd metamorp-
hose" eða „degeneration" (afturför)
og hafi það fyrst verið Aktæon, hinn
mikli veiðimaður, sem sá Diönu alls-
bera í laug, en gyðjan reiddist og brá
honum í hjartarlíki. Grikkir segja
raunar hann hafi verið rifinn sundur
af hundum, en hann mun hafa kom-
ist frá þeim og flakkað víða um lönd
í margar aldir, þangað til hann
komst loksins norður á Lappland og
var þá orðinn að hreindýri. Þar náðu
Danir honum og fluttu hann hingað
1777, og var það eitt í „innréttinga“-
fárinu, þegar átti að sveifla landinu á
einu vetfangi upp úr eymdarvilp-
unni og upp í paradís, en allt „fór i
hundana". Aktæon hjálpaði ekki til
framfaranna og hafðist við á fjöllum,
þangað til hann féll fyrir drápsgim-
inni. - Aðrir segja þetta sé höfuðið af
Eikþyrni, sem „stendr á Valhöll og
bítr af limum þess trés, en af hom-
um hans verður svo mikill dropi, að
niðr kemur í Hvergemli, en þaðan af
falla ár“... en af þessum dropa er allt
brennivín komið, og eiga öll nátt-
úmsöfn tilveru sína honum að
þakka. En aðrir segja að þetta sé sól-
arhjörturinn, sem nefndur er í Sól-
arljóðum: „Sólar hjört leit ek sunn-
an fara, hann teymdu tveir saman"
(nefnilega Guðmundur og sá sem
með honum var). -“fætr hans stóðu
foldu á, en tóku hom til himins".
Með löngum og flóknum samlíking-
um hafur Bergmann prófessor kom-
ist að þeirri niðurstöðu að „sólar-
hjörturinn" eigi að tákna „Lúcifer"
eða djöfulinn, svo eftir því á safnið
að hafa hann í „dúpló", og munu
þessa hvergi dæmi annars staðar í
heiminum, og höfum vér þannig
tvær órækar sannanir fyrir að eigi
þurfi að óttast kölska.
Fjórða furðusjónin er rostungs-
haus með tönnum í. Sá rostungur
var drepinn í Grindavík í nóvember í
fyrra og hét sá Helgi er at honum vá,
en mun hafa fengið lítið fyrir. Rost-
ungurinn var sagður 7 álna langur
og er það venjuleg stærð, þótt sumir
verði stærri. Rostungar voru áður
kallaðir „rosmhvalir" og voru tíðari
hér fyrrum: við þá er kennt „Rosm-
hvalanes". Samt fara ekki margar
sögur af þeim, ég þekki einungis
tvær (fyrir utan þá úr Grindavík):
Espólín segir að einn hafi verið unn-
inn á Miðnesi 1694 og 1190 vann
Rafn Sveinsbjarnarson rostung í
Dýrafirði og þótti svo mikill fengur
að Rafn hét á Tómas erkibiskup
hinn helga að hann skyldi gefa hon-
um „hausfastar tennur úr hval,“ ef
hann næði honum, og það efndi
hann. En þá voru rostungstennur
konungagersemar og gullvægar.
Annars finnast rostungatennur (og
stundum bein) ósjaldan hér, og eru
þá orðnar steingjörvingar. í Skugg-
sjá er sagt að þeir séu 14 eða 15 áln-
ir að lengd, en þær álnir eru miklu
styttri en nú. Tennurnar eru allt að
alin á lengd, húðin þumlungsþykk
og var höfð í svarðreipi. Rostungar
nærast einkum á sjóarjurtum og
þarategundum eða þá líka á smádýr-
um, fiskum og kröbbum. Kjötið er
sagt vel ætt og hafa sjómenn tekið
það fram yfir saltað sauðaket. Rost-
ungar eru ófælin dýr, illir viðureign-
ar ef á þá er ráðist; þeir eru í stór-
hópum og ef ráðist er á einn þá
koma allir hinir til að hjálpa og er
mesta hætta að eiga við þá, því þeir
leggja tennurnar upp á bátinn til að
hvolfa honum eða reyna til að brjóta
gat á hann, því vit vantar þá ekki.
Tekist hefur að temja unga rostunga
og verða þeir gæfir og viðfeldnir, en
sjó verða þeir að hafa. Á fyrri öldum
voru þeir algengir í Norðurhöfum.
Nú eru þeir ekki nema við ystu
strendur íshafsins.
II.
Sólin er runnin og myrkrið komið
yfir jörðina. Á götum bæjarins er fá-
mennt og kyrrt, það er búið að
kveikja á luktunum og einstaka
hræða ráfar hér og hvar einmana í
þungu skapi og þráir hin eftirvæntu
rafmagnsljós. En utarlega í bænum,
fyrir utan eitt hús, er múgur og
margmenni, sem vill komast inn,
eins og það eigi lífið að leysa, og
varla mun meiri troðningur vera
fyrir utan dyr himnaríkis; hver
hrindir og stjakar öðrum, bölvandi
og ragnandi - Jónmundur! hjálp-
aðu okkur", kalla smásveinarnir,
sem liggur við að troðist í hel innan
í ösinni og Herkúles færist í aukana
og tekur einn eða tvo upp á háhest
og engir sig út og niður og upp og
aftur með þær sterku herðar og út
Benedikt Gröndal: „Því miður
hef ég orðið að fara á mis við
þennan Mímisbrunn, því ég hef
aldrei átt 10 aura til að kaupa
mér drykk af honum.“
með handleggina, svo allt verður
undan að láta fyrir þessari fflefldu
þrýstivél, og þakka fýrir að merjast
ekki sundur eða verða eins og
pönnukaka - sumsstaðar í ösinni
eru barsmíðar og sjálfsagt blá augu,
því inn, inn skal það í skemmtunina
„fyrir fólkið" - inni heyrist „ó, Jesús,
halelúja" - það er Hótel Reykjavík.
Hverjum mundi hafa dottið í hug
að fuglahúsið á náttúrusafninu
mundi verða eins í lögun og þessi
bygging, sem nú er orðin hið mesta
„guðshús" á landinu, jesúað af út-
lendum trúarberserkjum, sem lík-
lega ætla að drepa allt hér og
brenna, ef þeim er ekki hlýtt, því í
merki þeirra standa orðin „blóð og
eldur“, svo allir mega vera skelkaðir
við þessar hótanir. Raunar er Hótel
Reykjavík hin Ijótasta bygging hér i
bænum, enda kallaði Sveinbjörn
Hallgrímsson hana í Þjóðólfi „oka-
kerið", en samt sem áður hefur
margur maður lifað þar glaða stund.
Nú er „okakerið" raunar orðið svo
fornfálegt að lífshætta er að vera þar
inni, því allt er skakkt og skælt, en
hvað gerir það nú til, þar sem það
nú er vígt til heilagra hluta, þar sem
alltaf hljómar „ó, Jesús" og „hale-
lúja“ við allt, „ó, Jesús" yfir rúllu-
pylsum og „halelúja" yfir hafra-
mjölsgraut; þar sem spikfeitar hale-
lújadömur með barðastóra sjóhatta
eða brennivínshatta æpa á Jesús og
afneita opinberlega öllum heimsins
forlystingum, því guð hefur komið
til þeirra og frelsað sálir þeirra - þar
sem ekki má smakka brennivín, ekki
tyggja tóbak, ekki reykja, ekki koma
á neina skemmtistaði - hvflíkt
musteri er Hótel Reykjavík ekki orð-
ið! með þessu makalausa stjörnu-
flaggi sem vofir yfir bænum eins og
mánablæja hundtyrkjans yfir Stam-
búls tindum - hvemig gat fugla-
húsinu okkar hlotnast meiri heiður
en að líkjast þessu musteri guð-
rækninnar?
Það er mjög líklegt að „sáluhjálpar-
herinn" verði að fuglum eftir dauð-
ann, og eru sterkar líkur fyrir því
samkvæmt þeim söfnuði sem er í
fuglahúsinu. Það er ævagömul trú
að sálir manna fari í ýmis dýr eftir
dauðann og þessi trú var bæði á Ind-
landi og Egyptalandi í fornöld og
þaðan komst hún til Grikklands, lík-
lega með Pythagorasi, en minna hef-
ur verið um hana á seinni tímum í
Evrópu. Holberg þekkti hana eins og
sjá má á Pétri Pors; úr honum þýddi
Magnús Stephensen:
Eg bið goðin œvilok við mín
í mann framar mína sál ei senda,
sú í kú að heldur megi lenda,
ösnu bgggja, grmling, maðk eða svín.
Það er mjög Iíklegt að þessir fuglar
í fuglahúsinu séu „sáluhjálparher",
bæði vegna þess að menn hafa fast-
lega trúað þessum sálarflutningi og
svo af því að fuglahúsið hefur sjálf-
sagt verið fyrirfram ákvarðað að líkj-
ast Hótel Reykjavík, því hvorki mér
né Sveini snikkara datt þetta í hug,
heldur hefur það átt að verða þann-
ig. En „sáluhjálparherinn" í fugla-
húsinu okkar er mjög gæfur, þar eru
engin óhljóð, þar æpir enginn á Jes-
ús og enginn tönglar á halelúja-
stunum, þar eru engar ryskingar og
enginn segir þar að hvergi sé annar
eins sknll á íslandi; okkar sáluhjálp-
arher er laus við allar freistingar,
hann situr rólegur og lætur ekki á
sig fá þótt hann sé umkringdur
brennivíni á allar hliðar, hann er
hraustari og staðfastari en Óðinn,
sem varð fullur þegar hann fór eftir
Suttungamiðinum; þar í miðjunni
situr uglan sem er komin frá út-
löndum og hefur sjálfsagt einhvern-
tíma verið methodisti og er nú kom-
inn til þess að líta yfir oss synduga
og óguðlega heiðingja, sem ekki æp-
um á Jesús né segjum halelúja í
staðinn fyrir húrra. Þar er sú hvít-
fjaðraða súla, sem einhverntíma
hefur veirð kvenræfill og stigið upp
á pallinn til að predika út af sjálfri
sér fyrir fólkinu, en í því hún andað-
ist þá vippaði hún sér í súlulíki aust-
ur á Vestmannaeyjar og náðist þar
og varð ódauðleg. Þar er sá gæfi æð-
arbliki með konu og son sinn, hann
hefur einhvemtíma verið í þessum
heilagra flokki, en iðraðist eftir flan-
ið og fór til Danmerkur og gerði sér
hreiður við Kristjánsey nálægt
Borgundarhólmi, þar fékk hann
lungnabólgu, en Guðni læknir sá á
augunum í honum að hann var ís-
lendingur og læknaði hann í það
sinn, en annars er mönnum ókunn-
ugt um hvernig þessi „familía" hefur
komist á náttúrusafnið...
III.
Út af síðustu grein minni í Fjall-
konunni hefur komið svo mikið fát á
„hjálpræðisherinn" sem kallaður er,
eða „sáluhjálparherinn" að íslend-
ingurinn, sem kvað vera formaður
hans, hefur orðið ævareiður og er
það leitt, þar sem ein aðalregla
flokks þessa er sú að stunda hóg-
værð og kæfa niður heiftina, en sé
það satt, sem meistari Jón Vídalín
segir, að „heiftin er eitt andskotans
reiðarslag" - og hingað til hefur
meistara Jóni ekki verið brugðið um
ósannsögli - þá hefur andskotinn
lostið íslendinginn með reiðarslagi,
en hvorki Þór eða Júpíter, sem báðir
voru þrumuguðir, og munu þeir því
hafa lánað andskotanum reiðarslag-
ið til þess að snerta íslendinginn.
Það er því mjög leiðinlegt að einn
„sáluhjálpari" skuli hafa orðið fyrir
þessu. Hafa margir sagt mér og hér
hefur það gengið staflaust um allan
bæinn að áminnstum „sáluhjálpara"
hafi á opinberri samkomu hinn 1.
nóvember farist þau orð að „ég væri
á leiðinni til helvítis og ætti einung-
is tvö fet eftir, og hefði ég alla mína
ævi þjónað andskotanum". Ég get
raunar ekki trúað að þetta sé satt, en
eitthvað í þá átt mun hafa verið sagt.
Svo fóru þessir dýrðlingar eða ræflar
„hjálpræðishersins" að biðja fyrir
mér - hvort þeira hafa ákallað Þór
eða Óðin veit ég ekki, en þetta fólk,