Tíminn - 15.06.1991, Page 3

Tíminn - 15.06.1991, Page 3
Laugardagur 15. júní 1991 HELGIN 11 sem flækst hefur inn í heilagleik- ann, fleygði sér á knén, kvensur og kallar, ellefu að tölu var sagt, enda þótt vita mætti að það var ónýtt nema þeir væru tólf og jafnvel ónýtt samt Ég veit ekki hver „formaður- inn“ er, hvort hann er erkibiskup frá Winnepeg eða eskimóiskur patr- íarki, en það er víst að hann hefur nú atvinnu sem „sáluhjálpari" eins og Tetzel hafði áður atvinnu af að selja fyrirgefningu syndanna, þang- að til Lúther steypti honum. En ef hann hefur haft þau orð sem höfð hafa verið eftir honum (sem ég eng- an veginn fullyrði), þá fínnst mér það undarlegt að manngarmurinn skyldi ekki velja önnur orð en þau, sem aldrei heyrast nema í óvönduðu og hrottalegu tali, eins og „farð’í helvítil" „farðu bölvaður", sem raunar er ekki meira tekið mark á en formælingum og fyrirbænum „hjálpræðishersins", því allir vita að allt þesskonar er ónýtt og þýðingar- laust, og er mikið að þeim skuli þykja það tilvinnandi að slíta brók- um og pilsum á því að liggja á knjánum og aka þeim á gólfinu, lík- lega bláum og blóðrisa á endanum, og það veit ég að Hákon Hlaðajarí var miklu trúaðri og bænheitari þegar hann var að biðja Þorgerði Hörgabrúði um sigur yfir Jómsvík- ingum og það svo að hann blótaði syni sínum - færir „hjálpræðisher- inn“ aðra eins fórn fyrir sáluhjálp nokkurs manns? IV. Eins og ég hef lofað, skal ég nú rita framhaldið af því sem ég byrjaði á í vetur, en ég hef nú tafist töluvert af „hjálpræðishernum", eins og kunn- ugt má vera og ætla ég mér ekki lengur að skipta mér af honum, því ég hef þegar sagt frá honum, en það er einungis að forminu til að ég get ekki verið samdóma ísafold og Kirkjublaðinu, því ég er nú búinn að sjá að það er tómt háð um „herinn" sem skrifað er í þessum blöðum, samkvæmt því sem Snorri Sturlu- son segir í formálanum fyrir Heims- kringlu, að ef ausið væri á mann lof- gjörð fyrir það sem hann á ekki skil- ið, þá væri það háð en ekki lof. Og þetta sem nú stóð síðast í ísafold, að um „herinn" væri ritað með „span- gólandi gandreiðar hringlanda", það er í rauninni það besta í hinni löngu ritgerð um herinn, sem á að vera lofræða um hann, en verður ein- tómt spott, og var óþarfi að bendla biskupinn og aðra merka menn við þetta, eða útlenda prófessora og fyr- irfólk, sem hafa gefið „hemum" ölmusugjafir og mest til þess að kaupa hann af sér. Það er illa gert af blöðunum að vera að þessu hringli með hergreyið, eða að ofsækja þessa guðsmenn og „líknarmenn" eins og gert var við kristna menn á ofsókn- aröldum Rómarkeisaranna, þessa heilögu sáluhjálpara, sem frelsa svo marga frá fyrirdæmingunni sem þeir kenna. Og það er illa gert að tefja fyrir þessari gullöld sem þeir eru að láta rísa hér upp í ljómandi morgunroða kristilegrar náðarsólar, þegar allir fátæklingar og volaðir fá nýtt trúarlíf, nýja krafta, verða synd- lausir og sannheilagir, sáttir og sáluhólpnir, rífast aldrei og reiðast aldrei, en ætla að springa af guð- hræðslu og dugnaði í að fá nauð- synjar lífsins fyrir ekkert hjá sálu- hjáíparhernum, hafa ekkert að gera nema þiggja velgerðir eða hlusta á sætan englasöng við hina heilögu guðsþjónustu hersins. Skárri er það gullöldin! Trúarlífið frá sáluhjálpar- hemum og vísindalífið úr stúdenta- fyrirlestrunum! Því miður hef ég orðið að fara á mis við þennan Mím- isbrunn, því ég hef aldrei átt 10 aura til að kaupa mér einn drykk af hon- um, svo ég hef orðið að drekka blá- vatn, svo nærri má geta hvernig þekking mín er, og svo ef maður nefnir hlandfor, þá eru allir hinir virðulegu hlandforareigendur borg- arinnar fokreiðir, því þetta heyrir til að prýða bæinn eins og hrossataðið, sem liggur út um allar götur, svo ef maður nefndi það, þá mundi fjúka í alla hrosseigendur og væri illt að verða fyrir því kafaldi. ísafold hlýtur að játa - og hefur í rauninni játað - að ómögulegt er að rita um þetta nema með „spangólandi gandreiðar- hringlanda"; ísafold hefur hitt upp á það eina orð, sem hér á við, því spangól hundanna veit á góðviðri, segja menn, og spangólið um hjálp- ræðisherinn hlýtur að vita á gott fyrir hann; en úr því hundahug- myndin er nú komin, þá liggur beint fyrir að minnast þess að „oft fær grimmur hundur rifið skinrí' en til þess útheimtist að til sé annar hundur, kannske enn grimmari, sem rífur skinnið. Hvað „gandreið- ina“ snertir, þá er það alkunnugt að bæði skáld og ritstjórar fara á gand- reið eða „hleypa göndum", og er því alveg rangt að steypa saman því ástandi og hinu venjulega lífseðli þessara manna. Hvað segir Byron? „A man’s poetry is a distinct faculty, or soul, and has no more to do with the every-day individual than the In- spiration with the Phytoness when removed from the tripod". Alveg eins stendur á með einn ritstjóra eða blaðamann, en menn blanda manninum oftast nær saman við blaðið, og gera þá afglapan að halda að hann og blaðið séu eitt og hið sama og virðist þó ekki mikill vandi að gera mun á þessu, eða með öðr- um orðum: menn láta manninn og málefnið verða eitt, en það geri ég ekki, svo „herinn" skal ekki geta hlakkað yfir því að hafa komið mér til að fjandskapast við Björn per- sónulega, þó að ég ekki geti komið til hans, af því „líknarmennimir" ganga þar um eins og gráir kettir. „Bevísið" er hér: Þó ég færi að Fúlutjöm fullur til að slaga, alltafskal ég elska Bjöm alla mína daga - en að láta Björn vera sama sem fsa- fold, það er sú mesta „skandale" sem hugsast getur og sést það á eftir- fylgjandi „patriotisku“ kvæði sem er svo tilkomið, að fyrir nokkm stóð löng grein á há-Baldvinsku um „ættjarðarást” með venjulegu span- gólandi gandreiðarhringli um Am- eríku - Ameríka hér og Ameríka þar - að allir ættu að flýja landið, ef eitt- hvað gengi að, og margt fleira; þar á meðal það að vér getum ekki látið okkur nægja með vor gömlu kvæði (það er gamla og nú úrelta kenning- in um „unga ísland”; en höfundur hefur víst ekki vitað að aðrar þjóðir em alls ekki leiðar á sínum kvæð- um, þó að þau séu yfir hundrað ára gömul, en em alltaf sungin og þykja alltaf jafn góð, bæði Marseillaisen, Rule Britannia, Kong Kristian stod ved höjen mast o. fl.) svo við tókum okkur saman og létum compónera nýja poesi með spangólandi gand- reiðarhringlanda, samkvæmt ósk- um ísafoldar, og vonum við hún eigi við nútímann, en við máttum til að stela tveimur fyrstu vísuorðunum og vonum það ekki verði skoðað sem meiri þjófnaður en svo margur annar sem nú tíðkast: Eldgamla ísafold ástkæra fósturmold, Ameríka! Hótel Reykjavík eöa „okaker- ið“, sem Sveinbjörn Hallgríms- son nefndi svo. „Nú er okaker- ið raunar orðið svo fornfálegt að lífshætta er að vera þar inni.“ Aldamót, hœnsnaher, Heródes, Lúcífer hjálpi og hampi þér, Halelúja! Eldgamla ísafold ástkæra fósturmold Ameríka! Húmbúg við þína hlið hressandi mannkynið kúnkar um kristinn sið, Halelúja! Eldgamla ísafold ástkæra fósturmold Ameríka! Hjálpræðisherinn þinn hleypur á kamarinn, skýtur* þar skrílnum inn, Halelúja! *(hér ætti kannske betur við að hafa aðra stafsetningu). Um leið og ég þess vegna gleðst yf- ir því að ég er í raun og vem sam- dóma Kirkjublaðinu og ísafold, þá skal ég nú byrja á fiskunum á nátt- úmsafninu og þá fyrst á MARHNÚT Það er merkilegur fiskur, allur brynjaður og með sterkum bein- göddum út úr höfðinu, svo hann er rammlega víggirtur fyrir árásum djöfulsins og allra freistinga og væri óskandi að fá nokkra marhnúta í sáluhjálparherinn til þess að remma og styrkja trúna með sting- andi spjótum á móti árásum heið- ingja og spangólandi gandreiðar- hringlara. Marhnútar eru gmnn- fiskar og halda sig nærri löndum og er hægt að ná þeim, því þeir eru við- feldnir greyin, þó að þeir séu ekki fríðir, og syndlausir eru þeir. Ég veit ekki til að marhnútur sé nefndur nema einu sinni í íslenskum skáld- skap, en á því stendur þannig að um það leyti sem Þórður Sveinbjörns- son var sýslumaður í Árnessýslu bjó sá maður á Hjalla í Ölvesi sem Sig- urður hét og var ávallt kallaður „Sigurður á Hjalla". Hann var merkisbóndi, fremur hroðalegur að sjá; ég sá hann einu sinni í ung- dæmi mínu, og þá var hann á stór- um kalmúksfrakka og sýndist mér hann ærið stórskorinn í framan, eins og andlitið væri skorið út úr tré. Ég heyrði þá einnig að einu sinni var brúðkaupsveisla á Hjalla og þá holuðu þeir innan hvítasykur- stoppa og höfðu þá fyrir drykkjar- ker. „Þá var glatt á Hjalla", segja menn, hvort sem þetta orðtæki er komið þaðan eða ekki. Einhverju sinni hitti Sigurður Breiðfjörð Sig- urð á Hjalla í sölubúð og vildi láta hann gefa sér í staupinu, en Sigurð- ur á Hjalla vildi ekki. Þá sagði Sig- urður Breiöfjörð: Efþað væri ekki synd, að ég líkti saman, segði ég hefði marhnúts mynd mannskrattinn í framan. Páll Melsted hefúr sagt mér að Sig- urður á Hjalla hafi komið austan úr Öræfum og fengið ríka giftingu í Öl- vesi. Hann var fremur drykkjumað- ur og óeirinn, reið stundum á bæi og safnaði að sér öðrum slörkurum, svo þeir urðu saman tíu eða tólf og gerðu óspektir, en Þórður sýslumað- ur tók þá það ráð að hann gerði Sig- urð að sáttasemjara og varð hann spakari eftir það. Sigurður á Hjalla var annars höfðingi á sinn hátt, þó það væri ekki samkvæmt nútíman- um. Þetta er sagan um marhnútinn og Sigurð á Hjalla. (Fjallkonan 1895-1896) Oskum landsmönnum allra heilla í tilefni þ j óðhátí ðardagsins 17 júní < KAUPFÉIAG EYFIRÐINGA

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.