Tíminn - 15.06.1991, Side 6

Tíminn - 15.06.1991, Side 6
14 HELGIN Laugardagur 15. júní 1991 í dag mun ég verða... Mamma hafði oft orð á því við mig hvað þjóðin hefði haft við að stríða á liðnum öldum. Hvaða raunir hún væri búin að gegnumganga og hvað hún væri búin að seiglast fram úr miklum erfiðleikum. Og má segja að varla verði ofsögum af því sagt. Það er margur íslendingurinn bú- inn að bíða hnekki í baráttunni við hungur og klæðleysi og margur bú- inn að láta lífið af sömu ástæðu. Ég býst við að margt ungt fólk hafi aldrei heyrt orðatiltækið: „að lifa við skorinn skammt". En ekki þarf ég eða mínir jafnaldrar að spyrjast fyrir um þýðingu þess. En feður okkar og mæður gátu þó sagt frá ennþá meiri þrengingum í barátt- unni við léleg húsakynni, hungur og klæðleysi. Þegar mamma var ljósmóðir fyrir allan fjörðinn fyrir rúmri hálfri öld voru margar baðstofurnar undir skáldröftum og allar með torfþaki. Stundum sagðist hún hafa látið grípa til þess ráðs að negla sauð- skinn innan á raftana til þess að veita lekavatninu út fyrir rúm sængurkonunnar. Eina eldstæðið sem til var á heimilinu voru hlóðir í framhýsi áföstu við bæinn. Oftast engan eða hveríandi lítinn yl lagði þangað að rúmi sængurkonunnar, til móðurinnar og hins nýfædda ís- lendings, sem nú sá dagsins ljós í fyrsta sinn. Aftur á móti kom þang- að stundum annar óboðinn gestur, sem átti að fara allt aðra leið en það var reykurinn. Baðstofan fylltist af reyk ef vindstaða var óhagstæð. Stundum var engin spjör til að klæða nýklakninginn í, engin, sem var ætluð honum sérstaklega. Þá varð mamma að hafa einhver ráð, hún varð að leita uppi koddaver eða eitthvað öðru mýkra og hreinlegra. Ég hefi oft hugsað það síðan að far- ið var að klæða kjötið í bómullar- grisjurnar að mikið hefði hún mamma orðið fegin ef hún hefði fundið kjötpoka, þessa undur hlýju og mjúku voð, eða ef hún hefði nú fundið tvo svo hún hefði getað haft til skiptanna. Stundum var mat- fangaskorturinn eftir þessu. Ef að við svo höfum í huga landið í heild sinni er á það að líta að mamma lifði enga sögulega hörmungartíma af völdum ísalaga eða eldgosa. Og annað hitt að Vestfirðir eru sá landshluti sem á öllum tímum hef- ir lægsta dánartölu af völdum hungurs og klæðleysis. Ef við vilj- um fletta blöðunum í sögu ís- lenskrar fátæktar verðum við að fara útfyrir Vestfirði til að kynnast því, sem sárast er og víðtækast. Svo segir Fornólfur í orðastað Kvæða- Önnu: Móðurlífi ég fæddist frá í foli milli bæja, pokinn varð mín vagga þá veiku móðurbakinu á. Útigangurinn okkur varð að nægja. (Jón Forni) Það hefir reynst sannmæli á ís- landi, sem einn læknirinn okkar sagði nýlega, að fyrstu 40 vikur æv- innar væru friðsælasti áfanginn. „Engar sýnir trufla fóstrið, því að það lifir í myrkri. Skarkali lífsins berst því eigi til eyrna, þar sem það hvflir baðað í fósturvatninu, og þessi mjúki beður ver það fyrir sárs- auka. Engir stormar eða næturfrost nísta þennan viðkvæma gróður, því að hitinn helst jafn.“ Nú eru aldir sárrar fátæktar liðnar hjá og bjart- ara yfir afkomunni. Nú íiggjum við með þúsundir kjötpoka til næsta árs. Unga fólkið á nú margt meira og minna af silkifatnaði og nú eru matvælin hrakin landshornanna á milli úr einu yfirfullu forðabúrinu í annað. Vissulega eigum við nútíma- menn hægt með að renna augunum yfir sögu þessara alda, sem aðrar þjóðir hafa ráðið yfir okkur. Við get- um nú séð meinin og meinanna bætur sem blika eins og stjörnur í bládjúpi nætur. En ekki mun ég dvelja við söguleg rök þess útsýnis. Hitt hefur meir leitað á huga minn að varpa fram spurningu og svara henni. Hvað hefir gert þjóðinni mögulegt að seiglast fram úr öllum þeim erfiðleikum sem á henni hafa mætt og halda þó höfðinu upp úr meðal þjóðanna og jafnvel skara fram úr í andlegum afrekum. Auk sagnaritunarinnar, sem ég áðan nefndi, hefur mér einkum dottið þrennt í hug. Nefni ég þá fyrst jarðveginn, sem þjóðin er vaxin úr. Ég meina þetta bókstaflega, grjótið og moldina. Flest eða öll hin æðri trúarbrögð eiga sína sögu um myndun jarðar- innar og uppruna lífsins á henni. Biblfan byrjar á jarðmyndunarsögu og svo tekur við sagan um uppruna „Þegar ég hafði dreg- ið fánann okkar að húni á bænum mín- um fylitist hugur minn lotningu og til- beiðslu til Guðs vors lands og þakklæti til þeirra manna allra sem unnið höfðu með hinum góðum dfsum, sem réttu okkurþennan dag perlubikar hamingj- unnar, heilan eins og forðum.“ lífsins og framvindu þess þangað til maðurinn kemur til sögunnar. Yfir báðum þessum sögum hvflir ein- staklega hugnæmur andblær og skáldleg fegurð, en ekki var það ætl- un mín að tala frekar um þær. Held- ur er mér í huga jarðmyndunarsaga norrænu goðafræðinnar. Sam- kvæmt henni er jörðin mynduð af líkamsleifum lifandi veru. Bein hennar urðu að klettum, vöðvar hennar að mold, blóð hennar að sjó og vötnum, heili hennar að skýjum himinsins. Einu sinni hélt ég að þessi saga væri staðlaus tilbúningur og skáldlegt hugarflug. Nú skilst mér að hún sé að vísu skáldskapur en ekki gripin með öllu úr lausu lofti. Heldur skáldleg meðferð á staðreyndum sem við höfum stöð- ugt fyrir augunum. Hún hefir leitt huga minn að hinu nána sambandi sem er á milli landsins barna annars vegar og landsins sjálfs hins vegar, hvar sem er á hnettinum. Sérhver mannsheili hefir að allmiklu leyti einhverntíma verið ský og á aftur eftir að verða að skýi. Sérhver beinagrind hefir einhvern tíma ver- ið klettur og á aftur eftir að verða að kletti. Sérhver vöðvi hefir einhvern tíma verið mold og á aftur eftir að verða að mold. Sérhver lítri blóðs hefir að mestu verið hluti af sjó og vötnum og á aftur eftir að breytast í það sama. Bergtegundir landanna og gróður er breytilegt. Þar sem bergtegundir þeirra hafa litla hörku og gróðurinn er lingerður fara landsbúarnir eftir því. Þar sem bergtegundir landsins eru úr hörðu efni og gróðurinn harðger og seigur koma fram sömu einkennin á íbú- um landsins. Undirstöðubergteg- und landsins okkar er blágrýti. Vest- firsku fjöllin eru úr blágrýti og svo er um flest önnur fjöll á íslandi. Blágrýti er ágætt efni í beinagrind- ur. Eitt af orðatiltækjum jarðfræð- innar er hin svokallaða veðrun. Með því að hugleiða veðrunina skilst hvernig klettar verða að beinagrind- um. Þó hart sé í blessuðu blágrýtinu er það ekki svo hart að vatnið geti ekki þrengt sér inn í yfirborð þess. Það drekkur í sig vatn. Svo koma hitabreytingarnar, sérstaklega frostið, og mylja klettana og gnípur fjallanna. Síðan sópar stormurinn steinsallanum í veginn fyrir leys- ingarvatnið, sem flytur hann niður á láglendið þar sem jurtimar taka við honum og umskapa hann í sína eigin stoðvefi, sínar eigin beina- grindur. Svo neyta landsmenn jurt- anna bæði beint og óbeint og þann- ig verður blágrýtið að beinagrind- um. íslenskir blágrýtisklettar og ís- lensk mannabein em eitt og það sama. í Kyrrahafinu er mikið um lítið skeldýr sem nefnist kóraldýr. Margar eyjar, rif og grynningar hafa hlaðist upp af beinagrindum þeirra. Lengsta grynningin er með- fram austurströnd Ástralíu og er 2000 km. Ef þarna yrðu hreyfingar á jarðskorpunni á þann hátt að sævarbotninn hækkaði, svo allar þessar eyjar og grynningar kæmu alveg á þurrt væru þarna komnar víðáttumiklar hæðir og ásar, sem áþreifanlega væru myndaðar úr beinagrindum. Þetta er ein sönn- unin fyrir því hvernig beinagrind- ur verða að klettum. Fjöllin eru stöðugt að molna niður í beina- grindur og beinagrindur að byggja upp fjöll. Ég treysti mér ekki til að bera á móti því, sem þessi jarð- myndunarsaga heldur fram að allt efni fast og fljótandi, sem myndar þessa jörð sé á þennan hátt búið að vera í þjónustu lífsins fyrir órofi alda. Þeir sem fást við jarðyrkju komast í kynni við seigjuna í íslensku jurta- rótunum, þessa óslítanlegu seigju. Það gengur illa að ná þeim í sundur. Þær vefjast yfir möndla herfanna, leggjast yfir eggjarnar og stálfjaðr- irnar hrökkva upp af þeim; það er fyrst með þrálátri endurtekningu ofan í sama farið að nokkur árangur næst. Þangað til að dráttarvélin kom til sögunnar og hægt var að beina 30-40 hestafla átaki að litlum bletti í senn. Áreiðanlega væri gert meir að jarðyrkju ef jarðvegurinn væri Iausari í sér. Ef seigja jurtarót- anna væri ekki svona mikil. En ekki væri það ávinningur fyrir íslend- inga. Jurtirnar þurfa að hafa svona seigar rætur svo þær fjúki ekki fyrir storminum og skolist ekki burt með steypiregni. Islensku jurtirnar eru vaxnar úr íslenskri mold og úr þeim myndast vöðvar og taugar íslend- inga og þar þekkjum við aftur sömu seigjuna. Þessa þrjóskufullu seiglu, sem neitar að gefast upp í dag og líka á morgun. Þessa seiglu sem ekki lætur undan fyrr en seint og síðar meir. Vöðvar og taugar íslend- inga, íslenskar jurtir vaxnar úr ís- lenskri mold við íslenskt veðurfar er eitt og það sama. Blessuð ís- lenska moldin. íslendingar hafa frá öndverðu lifað mikið á íslenskum mat. Um þessar mundir nemur framleiðsla landbúnaðarins nokkuð á annað hundrað milljónir króna á ári, sem að mestu er fæðuföng og að langmestu leyti neytt af lands- mönnum sjálfum. Landvætturinn Bárður Snæfellsás mundi brosa, raunsæju brosi, ef hann sæi íslenskt ofsarok með úrhellisrigningu fletta blöðunum í þeim köflum mat- reiðslubókanna sem fjalla um út- lenda rétti og eyðileggingu á ís- lenskum mat. íslensku fjöllin hafa haft víðtæk- ari þýðingu fyrir íslendinga en að leggja til efnið í bein þeirra. Bæj- arburstirnar voru eftirmynd fjallatindanna og á margvíslegan annan hátt hafa landsbúar notið fegurðar fjallanna. Þau hafa verið skáldunum þrotlaust yrkisefni. Líkingin: „Hann fótstig getur fundið sem fær sé handa þér,“ er sótt til fjallanna. Þau hafa líka orðið skáldunum ímynd karl- mennskunnar og hinnar þrot- lausu seiglu: Að standa eins og foldgnátt fjall í frerum alla stund hve mörg sem á því skruggan skall sú skildi karlamannslund. (Gísli Brynjúlfsson) Nútíma íslendingar meta fjöllin sín mikiis. Á hverju ári leggja nú margir leið sína um fjöllin sér til líkamlegra og andlegra heilsu- bóta. Fjöllin okkar bera merki langrar og stormasamrar ævi. Stormamir rista rúnir sínar á þau. Þegar aldur- inn færist yfir íslendinginn líkist hann fjöllunum sínum að útliti. Ár- in rista á hann sínar reynslurúnir. En þá er hann líka búinn að standa af sér margt stormkastið ýmissa veðra. Hann hefir notið þess að I Sumartími skrifstofu Framsóknarflokksins Frá 15. ma( verður skrifstofa okkar í Hafnarstræti 20, III hæð, opin frá kl. 8:00-16:00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn Suðuriand Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suðuriandi, Eyrarvegi 15, Selfossi, verður opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 15-17. Sfmi 98-22547. Félagar hvattir til að líta inn. KSFS ~7 ‘B»\ TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunní Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrír tölvuvinnslu. Við höfum einnig úrval af tölvupappír á lager. Reynið viðskiptin. PRENl bMIUJAN \C^dda\ Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 ósvikið efni er í beinunum eins og fjöllunum. Þá kem ég að annarri ástæðunni en það er meðferð þjóðarinnar á sárs- auka sínum. Það er sameiginleg krafa lífsins til allra manna að þeir fari eftir fremsta megni vel með sársauka sinn. Það er ein af hinum háu kröf- um við inntökuprófið í skóla lífs- ins. Það er ein af hinum háu kröf- um allan námstímann út í gegn. Það skiptir miklu máli fyrir ein- staklinginn hvernig honum tekst þetta og þá um leið fyrir þjóðar- heildina, sem hann er einstakling- ur af. Það er álit hinna mestu spek- inga allra tíma að hinn mikli heild- arsvipur mannlífsins sé þjáningin. Hún birtist í ýmsum myndum næsta ólíkum en eitt hafa allar teg- undir hennar sameiginlegt: að verka lamandi. Séð frá sjónarmiði lífsheildarinn- ar, þjóðarheildarinnar, er það því hin mesta nauðsyn að hin lamandi áhrif þjáningarinnar nái sem skemmst út frá hverjum einum sem ber hana í það skiptið. Þegar Njáll á Bergþórshvoli hafði breitt húðina yfir sig í brennunni, konu sína og fósturson, heyrðist ekki til þeirra stuna eða hósti upp frá því. Svona biðu þau hljóðlaust dauða síns. Þetta var íslensk meðferð á þjáningunni. Það setur svip á þjóðfélagið þegar mörgum einstaklingum þess lánast að fara þessu líkt með sársauka sinn. Vissulega er mannslíkaminn dásamlegt furðuverk. Honum tekst oft að einangra ýmislegt sem er heilbrigði hans andstætt og gera það óskaðlegt. Á svipaðan hátt reyna íslendingar að umlykja sárs- auka sinn með því að hafa hljótt um hann. Fyrir nokkrum árum kom fyrir mig atvik, sem gerði mig varfærn- ari gagnvart sársauka annarra manna. Ég hlustaði á tal tveggja manna. Annan þekkti ég, hinn ekki. Á samtalinu heyrðist mér þeir vera góðir kunningjar og hafa þekkst áður. Þá varpar sá sem ég ekki þekkti fram spurningu, sem ég að vísu man ekki orðrétt en nálgaðist þessa: „Vildirðu ekki lifa lífi þínu upp aftur?“ Hinn svaraði ekki en leit framan í spyrjandann og brosti. Aldrei hefi ég getað minnst á þetta við kunningja minn og sársauka hans þekki ég ekki. Ekki fæ ég séð að nútíma íslend- ingar fari ver með sársauka sinn en liðnar kynslóðir. Styrjaldarástandið hefir framkallað margan sársauk- ann meðal þjóðarinnar þar sem eru hin óvæntu og stórkostlegu sjóslys beint og óbeint af þess völdum. Eft- ir áföllin hefir hver reynt að ganga Skútuvogi 10a - Sími 686700 47 v n « v

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.