Tíminn - 15.06.1991, Síða 7
Laugardagur 15. júní 1991
HELGIN
15
að sínu verki án þess að stynja eða
hafa yfir harmatöíur. Ekki er það af
því að við höfum ekki fundið til held-
ur hinu, að reynt hefir verið að fara
eins vel með sársaukann og unnt er.
Það hefir verið reynt að brosa gegn-
um tárin. Það hefir verið reynt að
hughreysta aðra þó tæpt hafi verið
um fótfestu fyrir sjálfan hvem.
Þessi máttarstoð þjóðfélagsins að
fara vel með sársaukann hefir alls
ekkert látið á sjá í meðförum núlif-
andi íslendinga, og ég fæ ekki betur
séð en þeim ætli að lánast að skila
henni algerlega óskemmdri til
næstu kynslóðar.
Þá kem ég að þriðja atriðinu og síð-
asta í svari mínu. Ég nefni það ekki
síðast af því að það sé síst heldur af
því mér fmnst hugnæmast að ljúka
þar máli mínu og svo er þangað ekki
nema eitt fótmál frá sársaukanum,
en það er átrúnaður þjóðarinnar eða
samband við guðlegan mátt.
Það er ekki ónefni þó hinir miklu
sjáendur meðal mannanna hafi kall-
að ýmis lögmál, sem lífið lýtur og
kröfur, sem það gerir til okkar boð-
orð Guðs eða lögmál Guðs því það er
allstaðar og ávallt hið sama. Það má
draga glögga markalínu milli þess og
mannlegra laga sem háð eru sífelld-
um breytingum og viðaukum.
Hið ytra form guðsdýrkunarinnar
hjá okkur hefir verið með ýmsu móti
frá fyrstu tíð því við höfum verið
heiðnir, katolskir og Lutherstrúar.
Þó er það ætlun mín að hin dulda
þrá mannanna eftir samfélaginu við
Guð sé í eðli sínu hin sama á öllum
tímum. Ekki er þetta gripið alveg úr
lausu lofti. Það eru mörg hundruð ár
síðan heiðinn íslendingur lét á bana-
dægri bera sig út úr híbýlum sínum
og fól sig þeim Guði sem skapað
hefði sólina. Um þetta hefir eitt af
öndvegisskáldum okkar ort eitt af
sínum bestu ijóðum. Það byrjar
svona:
Svo geti minn á geislum andi
um gullna héðan farið braut
þegar jarðarlífs af landi
legg ég heim í föðurskaut.
ísólskini ég sofna vil
seinast þegar við ég skil.
(Sálmabók)
í sálmabókinni á eitt af skáldum síð-
ustu kynslóðar fjóra frumsamda
sálma. Tvær ljóðlínur í einum þeirra
eru svona:
Víð sérhvað sem éggeri, ó, sólarherra
veri þín ásýnd yfir mér.
Ég get ekki gert upp á milli þessara
manna þó mörg hundruð ár séu á
milli þeirra. Svo segir skáldið:
Allt lifandi lofsyngur þig
hvert bam, hvert blóm,
þó enginn skilji eða skynji
þinn skapandi leyndardóm.
Við altari kristinnar kirkju
við blótstall hins heiðna hofs
er elskað óskað og sungið þér
einum til lofs.
(Davíð Stefánsson)
Eitt fótmál frá sársaukanum til
sambandsins við hina æðstu veru. Sá
sem reynir að fara vel með sásrauka
sinn í þeim skilningi sem ég legg í
það verður að vissu leyti einmana.
Hann þarfnast aðstoðar en hlífist við
að leita hennar meðal mannanna.
Liggur þarna að mínu viti ein aðal-
ástæðan til Guðsdýrkunarinnar. Það
er til mörg íslensk vísan sem bendir
til að höfundurinn er út af fyrir sig
með sársauka sinn, eins og þessi:
Það er hart í heiminum
hvimleitt margt er við hann
að þegja og kvarta aldrei um
eigin hjarta sviðann.
(Jón Bergmann)
Og svo þetta vísubrot:
Hvað hugur minn þó í húmi leit
og hugsanir mínar enginn veit
oss fylgir svo margt í moldu.
(Matthías Jochumsson)
Margur sálmurinn ber það með sér
að eina athvarfið í sársaukanum er
Guðstrúin. Og svo er líka margt
kvæðið til og vísan sem hnígur í
sömu átt.
Átrúnaður okkar hefir oftlega verið
borinn uppi af yfirburðamönnum. í
meðförum þeirra hefir hann orðið
ein af máttarstoðum þjóðfélagsins.
Hjá þeim hafa vitsmunir þróttur og
sannleiksást ráðið stefnunni og það
hefir gert hann affarasælan.
Einn biskupanna er talinn hafa ver-
ið bæði konungur og biskup yfir
landinu meðan hans naut við, svo
mikið sópaði að honum.
Eitt sálmaskáldið okkar segir að höf-
undur núverandi átrúnaðar okkar
geri kröfu til að kenningin sé hrein
og klár lík hvellum lúðurhljómi.
Vissulega mun lúðurhljómur Passíu-
sálmanna aldrei fymast íslendingum
og ávallt verða dýrmætur stuðningur
andlegri afkomu þeirra. Hann mun
því jafnlengi yfirgnæfa önnur hljóð
svo sem skrölt vélanna og öskur
stjómmálanna, jafnvel þó hvor-
tveggja eigi eftir að hækka frá því
sem nú er.
Á öllum tímum hafa verið uppi
menn sem ráðist hafa á átrúnaðinn.
Ekki er því að leyna að mannkynið er
búið að hlaupa þar margt gönuskeið-
ið. Og það er búið að misnota átrún-
aðinn til þess ítrasta eins og allt ann-
að undir sólinni. Það er búið að heyja
marga trúmálastyrjöldina þar sem
þau hafa verið höfð á oddinum til að
dylja með landvinningastefnur. Nú er
mannkynið horfið frá trúmálastyrj-
öldum. Nú er barist um þjóðmála-
stefnur. Möndulveldin berjast til þess
að kommúnisminn flæði ekki yfir
heiminn. Sameinuðu þjóðimar berj-
ast til að létta oki nasisma og fasisma
af veröldinni. Við eigum sem stendur
einstaka áhrifamenn sem veitast að
átrúnaðinum með lævísu spotti.
Þeim má á hverjum tíma skipta í tvo
flokka. Það getur hver sem er gengið
að listaverki og rifið það niður. Það
getur ekki hver sem er gert það sama
og komið með annað betra í staðinn.
Okkar menn em í fyrri flokknum.
Eitt af þróttmestu kvæðum Hannes-
ar Hafstein og að ýmsu leyti eitt hið
glæsiiegasta er Aldamótin. Það er í
fjómm köflum. Síðasta vísan í þriðja
kaflanum er um djarfar hugsjónir
sem nú em óðum að rætast:
Si ég í anda knör og vagna knúða
krafti sem vannst úr fossa þinna skrúða.
Stritandi vélar, starfsmmn glaða og prúða
stjómtrjálsa þjóð með verslun eigin búða.
(Hannes Hafstein)
En svo byrjar hann fjórða kaflann
með því að sveifla sér í allt annan
hugarheim. Jeg vil leggja leið mína
þangað með honum:
íslenskir merm hvað öldin ber í skildi
enginn fær séð bve fegirm sem hann vildi.
Eitter þó víst hún geymir Hel og Hildi
hlífí. þér œttjörð Guð í sirmi mildi.
(Hannes Hafstein)
Skrífað í bakarfinu á Þing-
eyri á friðsælum kvöldum
haustið 1944.
Jón Ólafsson.
17. JUNI 1991
Dagskráin hefst.
Kl. 955.
Samhljómur kirkjuklukkna i
Reykjavík.
Kl. 10°°.
Forseti borgarstjórnar, Magnús L.
Sveinsson leggur blómsveig frá
Reykvíkingum á leiði Jóns
Sigurðssonar í kirkjugarðinum við
Suðurgötu. Lúðrasveit Verkalýðs-
ins leikur: Sjá roðann á hnjúkun-
um háu.
Stjórnandi: Malcolm Holloway.
Við Austurvöll.
Lúðrasveit Verkalýðsins leikur
ættjarðarlög á Austurvelli.
Kl. 1040.
Hátiðin sett: Júlíus Hafstein,
borgarfulltrúi, flytur ávarp.
Karlakór Reykjavíkur syngur:
Yfir voru ættarlandi.
Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson.
Forseti Islands, Vigdis Finnboga-
dóttir, leggur blómsveig frá
íslensku þjóðinni aö minnisvarða
Jóns Sigurðssonar á Austurvelli.
Karlakór Reykjavikur syngur
þjóðsönginn.
Ávarp forsætisráðherra,
Davíðs Oddssonar.
Karlakór Reykjavikur syngur:
Island ögrum skorið.
Ávarp fjallkonunnar.
Lúðrasveit Verkalýðsins leikur:
Ég vil elska mitt land.
Kynnir: Valgeröur A. Jóhanns-
dóttir.
Kl. 1115.
Guðsþjónusta í Dómkirkjunni.
Prestur séra Jón Dalbú Hróbjarts-
son prófastur. Dómkórinn syngur
undir stjórn Marteins H. Friðriks-
sonar. Einsöngvari: Signý
Sæmundsdóttir.
ATH!
Vegna gatnaframkvæmda og lokana
verður akstur aö Alþingishúsi
og Dómkirkjunni um Suðurgötu
og austur Kirkjustræti.
(þróttir.
Kl. 0830.
Friðarhlaup frá Þingvöllum I
Hljómskálagarð. Forseti borgar-
stjórnar tekur á móti hlaupurunum
á sviði I Hljómskálagarði um kl.
1350.
Kl. 1355.
Landshlaup FRl.
Hlaup hefst i Hljómskálagarði og
hlaupið verður umhverfis Island.
Skrúðgöngur frá Hlemmi og
Hagatorgi.
Kl. 1320.
v-
Safnast saman á Hlemmi.
| Kl. 1340.
Skrúðganga niður Laugaveg aö
Lækjarlorgi. Lúðrasveit Reykja-
víkur leikur undir stjórn Eiríks
Stephensen.
Kl. 1330
ÍSafnast saman við Hagatorg.
Kl. 1345.
Skrúðganga frá Hagatorgi í
ÍHIjómskálagarð.
Lúðrasveitin Svanur leikur undir
stjórn Roberts Darling.
Skátar ganga undir fánum og
stjórna báðum göngunum.
Hallargarðurinn og Tjörnin.
Kl. 1300.-1800.
I Hallargarði verður minígolf,
leiksýning, fimleikasýning,
leiktæki, trúðar o.fl.
Á Tjörninni verða róðrabátar frá
Siglingaklúbbi Iþrótta- og
tómstundaráðs.
Sýning módelbáta.
Hljómskálagarður.
Kl. 1400.-1800.
Skátadagskrá, tjaldbúðir og
útileikir. Skemmtidagskrá,
skemmtiatriði, míní-tívolí, leikir
og þrautir, skringidansleikur,
17. júní lestin o.fl.
Brúðubíllinn.
Kl. 1500.
Leiksýning við Tjarnarborg.
Akstur og sýning gamalla
bifreiða.
KI.1245.
Hópakstur'Fornbílaklúbbs
Islands frá Höfðabakka 9 vestur
Miklubraut.
Kl. 1320.
Sýning á Laugavegi við Hlemm.
Kl. 1335.
Ekið niður Laugaveg.
Kl. 1400-1500.
Sýning á Bakkastæði.
Götuleikhús.
Kl. 1600. -1700.
Sýning götuleikhússins, Leikur
einn, hefst í Lækjargötu kl. 1600
og mun ferðast þaðan suður
Fríkirkjuveg og í Hljómskálagarð.
Reykjavíkurhöfn.
Vikingaskip kemur til hafnar i
Reykjavík á leið sinni frá Noregi til
Vesturheims til að minnast
landafunda Leifs heppna.
Hátíðardagskrá.
Fram koma íslenskir og norskir
tónlistarmenn m.a. barnakór,
hljómsveitin Islandica, Valgeir
Guðjónsson, Norskur fiðlukvartett,
Ludviksen, Lúörasveit o.fl.
Kl. 1705.
Ávarp forseta borgarstjórnar,
Magnúsar L. Sveinssonar.
Kl. 1715.
Forseti Islands, Vigdís Finnboga-
dóttir gefur skipinu nafn.
Skipiö verður til sýnis almenningi
að athöfn lokinni.
Árbæjarsafn - Hátíðardag-
skrá.
Kynnt verða vinnubrögð fyrri
tíma. Safnið opið frá 10^-IS00
Aðgangur ókeypis.
Veitingar I Dillonshúsi við
harmonikkuspil.
Sjúkrastofnanir.
Landsfrægir skemmtikraftar
heimsækja barnadeildir Landa-
kotsspítala og Landsspitala og
færa börnunum tónlistargjöf.
Fyrir eldri borgara.
Kl. 1400.-1800.
Félagsstarf aldraðra i Reykjavík
gengst fyrir skemmtun fyrir
ellilifeyrisþega á Hótel Islandi.
Hallargarður.
Kl. 1400.
Lúðrasveitin Svanur.
Kl. 1410.
Fimleikatrúðar sýna, Fimleika-
deild Ármanns.
Kl. 1430.
Dixiebandið Stalla-hú.
Kl. 1445.
Tóti Trúður.
Kl. 1455.
Kór Austurbæjarskóla.
Kl. 1505.
Gamanleikhúsið sýnir þátt úr
Grænjöxlum.
Kl. 1525.
Leikhús í tösku sýnir Engilblíð
og Dísa galdranorn.
Kl. 1545.
Knattspyrnuþrautír, ungir knatt-
spyrnumenn sýna.
Kl. 1605.
Söngsystur úr Hólahverfi.
Bilastæðl
Háskólavöllur,
B.S.I.,
Bakkastæði
Skúlagata,
Skólavörðuholt.
mmm
Að gefnu tilefni er vakin
athygli á þvi að öll lausasala
ut frá sðlutjöldum og á
Þjóðhátíðarsvæðinu er
stranglega bðnnuð.
f)fi ■
Hljómskálagarður.
Kl. 1400.
Tóti Trúður.
Kl. 1410.
Spaugstofan sýnir leikþátt fyrir
alla aldurshópa.
Kl. 1430.
Kór Austurbæjarskóla.
Kl. 1440.
Hljómsveitin Ber aö ofan leikur.
Kl. 1455.
Bjartmar Guðlaugsson syngur
barnalög.
Kl. 1510.
Hljómsveitin Fjörkarlar leikur.
IW^tttÉÉiÉÉataWÉiUiiiÉWatttt
Ath.l
Týnd börn verða í umsjón
gæslufólks á Frikirkjuvegi 11.
Upplýsingar í síma 622215.
Kl. 1525.
Möguleikhúsið sýnir Fríðu
fitubollu.
Kl. 1545.
Gamanleikhúsið sýnir þátt úr
Grænjöxlum.
Kl. 1600.
Dansleikur, hljómsveitin Fjörkarlar
leikur.
Kl. 1700.
Dagskrá lýkur.
■UUiittU
Lækjartorg - Þjóðlega
sviðið.
Kl. 1400.
Lúörasveit Reykjavíkur leikur
hátíðarlög.
Kl. 1410.
Þjóðdansafélag Reykjavíkur sýnir
úrval þjóðdansa við söng og
hljóðfæraslátt.
Kl. 1455.
Hljómsveitin Islandica.
Kl. 1515.
islensk sönglög. Kór Flensborgar-
skóla.
Kl. 1545.
Harmonikkufélag Reykjavikur
ásamt dönsurum.
Kl. 1620.
Barnakór syngur.
Kl. 1635.
Karatefélagið Þórshamar.
Kl. 17 05
Glímusambandið sýnir íslenska
glímu.
i tu'jtuv :u "-
Kvöldskemmtun
í Lækjargötu.
Kl. 2100.
Sálin hans Jóns míns.
Kl. 2145.
Fjallkonurnar.
Kl. 2155.
Síðan skein sól.
Kl. 2235.
GCD, hljómsveit Bubba Morlhens
Kl. 2305.
Sálin hans Jóns míns.
Kl. 2335
Fjallkonurnar.
Kl. 2345.
Siðan skein sól.
Kl. 0015.
Skemmtun lýkur.
Hátíðardagskrá
í Lækjargötu.
Kl. 1400.
Bubbi Morthens syngur.
Kl. 1415.
Jóhanna Linnet syngur.
Kl. 1425.
Möguleikhúsið sýnir Fríðu
fitubollu.
Kl. 1445.
Leikhús i tösku sýnir Engilblið
og Dísu galdranorn.
Kl. 1500.
Spaugstofan sýnir leikþátt fyrir
alla aldurshópa.
j Kl. 1520.
Danshópur frá danskeppni
Tónabæjar.
Kl. 1525.
Mai stjarnan, JSB.
Kl. 1535.
Atriði úr Söngvaseiði.
Kl. 1550.
Eyjólfur Kristjánsson og Stefán
Hilmarsson syngja.
Kl. 1605.
Götuleikhúsið, Leikur einn, í
Lækjargötu og á sviði.
Kl. 1630.
Hljómsveitin Júpíters.
Kl. 1715.
Sororicide, sigurhljómsveit
músiktilrauna Tónabæjar.
Kl. 1730.
Stjórnin.
Kl. 1900.
Dagskrá lýkur.
Á Þórshamarsplani.
Kl. ^l00.^00.
Gömlu dansarnir, Hljómsveitin
Ál?i?!?L£íL-JAih?-toií..ctaosL.
»1