Tíminn - 15.06.1991, Page 8

Tíminn - 15.06.1991, Page 8
16 HELGIN Laugardagur 15. júní 1991 Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari í spjalli um^ljassinn og nýja plötu sína: Blúsuð og fjörug Islandsför - Komdu sæll Tómas, mig langar gjarnan að eiga við þig spjall um nýju plötuna þína. - Það er meira en sjálfsagt. - Þetta er fjórða platan þín ekki rétt? - Jú, það má segja það, sú fjórða þar sem ég spila mín eigin lög. - Er þessi plata, íslandsför, að mörgu leyti frábrugðin hinum? - Jú. En það eru að vísu ekki mikl- ar mannabreytingar frá síðustu plötu. Frank Lacy kemur þarna í staðinn fyrir Jens Vinter og Ellen Kristjánsdóttir syngur í einu lagi. En músikin er töluvert öðruvísi á þessari en á þeirri síðustu, Nýjum tóni. Hún var rólegri og kannski ívíð þyngri. Á íslandsför eru fleiri blúsættuð lög, heil fjögur, en það var ekki nema eitt slíkt á Nýjum tóni. Ég myndi segja að þessi plata væri fjörugri. - Bandaríski básúnuleikarinn Frank Lacy syngur þrjú lög á plöt- unni og spilar listavel á básúnu sína og flygilhorn. Viltu meina að hann lyfti plötunni mikið upp? - Já, hann lyftir henni náttúrlega upp. En ég var með það bak við eyrað áður en hann kom til að vera ekki alveg með sama stíl. Enda væri þá engin ástæða fyrir menn að gefa út nýjar plötur ef efnið væri allt í sama stfl, sama tóbakið. En Lacy er mikill fjörmaður og átti stóra sigra hér á konsertum ekki síst af þeim sökum. Hann er as- skoti frískur náungi og það spillti ekki fyrir. - Það hefur verið ánægjulegt að hafa samstarf við hann? - Mjög skemmtilegt. Hann sagði sögur báða stúdeódagana milli þess sem við vorum að spila og skemmti okkur. - Eru áform uppi um eitthvað í svipuðum dúr? - Ekki alveg á næstu mánuðum. Þetta hefur gefist vel. Jens Vinter var með á tveimur síðustu plötum, þá er Pétur Östlund talinn sem heimamaður, og nú síðast Frank Lacy. Það hefur gefist mjög vel að fá mann hingað sem kemur dálítið á óvart. Fá nýtt blóð til að menn fari síður í gömlu hjólförin. En það er aldrei að vita hvað gerist í fram- tíðinni. - Er eitthvað á döfinni hjá þér á næstunni? - Ekki á næstu dögum. Þriðja júlí kemur hingað franskur saxófón- leikari, sem hafði samband við mig, og við höldum tónleika sam- an. - Er hann fær? - Ja, hann hefur spilað með Frank Lacy og reyndar Jens Vinter líka í hljómsveit Cörlu Blay þannig að ég vona að hann geti eitthvað spil- að. - Annars gæti það orðið dálítið neyðarlegt. - Jú, það er hætt við því. En hann sendi mér disk og hann er alveg hreint ágætur. - Þú spilar ekki með sinfóníunni í kvöld eða á Púlsinum á eftir (spurt á fimmtudag)? - Nei ég er ekki í því. Það er bara sinfóníugengið, ég er ekki mikið upp á þann kantinn. - Þú ert ekki inn í sinfóníuklí- kunni? - Nei. Ég held því alveg aðskildu. - En þú semur mikið, ertu að semja þessa dagana? - Ekki í augnablikinu. Ég tek mér yfirleitt gott frí þegar plata kemur út, lágmark hálft ár, til þess að hlaða batteríin. - Hefúr nýja platan fengið góðar móttökur það sem af er? - Já, en hún er náttúrlega nýkom- in út. Það hefur allavega enginn þorað að rífast við mig. Menn hafa frekar verið að hæla þessu. En það er ekki ljóst ennþá hve mikið hún selst og svoleiðis. Ég er frekar bjartsýnn eftir þau viðbrögð sem ég hef fengið. - Þetta er prýðileg plata. - Já, já. Oft finnst nú almenningi þetta dálítið langt fyrir ofan sitt eyra. En mér finnst eins og alls konar fólk hafi gaman af þessu. - Hefur þú orðið var við einhverj- ar viðhorfsbreytingar gagnvart djassinum? - Ekki kannski alveg á síðustu ár- um. En síðustu tíu til tólf ár hefur myndast hérna töluverður hópur sem kemur og hlustar af og til. Og eins og við sáum á djasshátíðinni um daginn þá er töluvert af fólki sem kemur og hlustar. Þannig að það er stærri hópur en oft áður sem er tilbúinn til að gefa þessu eyra. - Er gróska núna í íslenskum djassi? - Jú, ég held það. Alla vega höfum við ekki átt jafnmikið af góðum spilurum síðustu áratugi. Og ég leyfi mér að segja að á síðustu tíu árum hafi standardinn farið tölu- vert hækkandi. Það voru ágætir einstaklingar hér áður, en þeir voru mjög fáir. Ég held að það sé að bætast töluvert í þann hóp, á öll hljóðfæri, nema e.t.v. á trompet og básúnu. - Nú? - Já, það má segja að fjölgunin sé minnst í brassinu. Því miður. Það eru margir píanistar, trommarar, bassaleikarar, alveg haugur af gíta- ristum og einnig talsvert af sax- ófónleikurum. En brassið hefur orðið út undan. Það er engin til- viljun að ég fékk fyrst hingað danskan trompetsnilling og síðan bandarískan básúnuleikara. - Þetta var þá allt gert að yfirlögðu ráði? - Já. - Einmitt það. Þá þakka ég þér fyrir Tómas. - Það var lítið, blessaður. - Blessaður. GS. Það eru urvaisdjassspilarar sem leika á nýrri plötu Tómasar R. Eyþór Gunnarsson spilar á píanóið, El- len Kristjánsdóttir syngur eitt lag. Tómas plokkar bassann, bandaríski básúnuleikarinn Frank Lacy leikur á básúnu sína og flygilhorn og syngur auk þess í þremur lögum, Sigurður Flosason blæs í rör- ið og Pétur Östlund lemur húðirnar. Full Circle, Secret Stories: Dularfull plata Hljómsveitin Full Circle, með ís- lenska bassaleikarann Skúla Sverr- isson innanborðs, hefúr á undan- fömum ámm verið að hasla sér vöil í Bandaríkjunum og víðar. Hljómsveitin hefúr sent frá sér þijár plötur, sú þriðja Secret Stori- es er nú nýkomin út Sú plata er sú fyrsta sem Skúli Sverrisson leikur á með sveitinni, en hann gekk til liðs við hana eftir að hann útskrifaðist úr Berklee tónlistarhá- skólanum fyrir ári. Tónlist Full Cirde er sérstök. Sú sérstaða kom fram á tveimur síðustu plötum hljómsveitarinnar en kemur mjög vel fram nú. Lögin á Secret Stories þarfnast vandlegrar hlustunar og batna eftir því sem maður hlustar oftar. Þar er að finna fáar melódíur sem grípa mann svo að þær séu raulaðar í huganum það sem eftir er mánaðarins. Einkenni og aðals- merid plötunnar eru frumleikinn og sériega skemmtilegar útsetn- ingar. Tónlistin er taktmikil og má skilgreina sem eins konar blöndu af rock og jazz með suður- amer- ískum og afrískum takti. Enda er platan tekin upp í Brasihu og einn fremsti upptökustjóri þeirrar þjóð- ar, Liminha, sá um upptökur á plötunni. í viðtali við erlent tímarit segir Karl Lundeberg, lagasmiður og hljómborðsleikari Full Cirde, að plötuna sé best að hlusta á í heymartóli. Og í því er nokkuð til. Platan er full af hljóðum sem að- eins heyrast við nána hlustun í bakgrunni. Og í því felst hin skemmtilega útsetning, það er mikið að gerast á plötunni, en samt ekki þannig að úr verði tón- listariegt öngþveiti. Meðlimir Full Cirde, þeir Lunde- berg, Anders Bostrom, Philip Hamilton, Dan Rieser og Skúli eru allir bámenntaðir jazztónlistar- menn og spilamennskan á plöt- unni er eftir því. Það verður að segjast eins og er að bassaleikur Skúla Sverrissonar er með afbrigð- um góður og á hann skilið mesta hrósið. Bassaleikurinn er grípandi, ákveðinn og taktmikill og sériega skemmtilegur með slagveridnu. í rólegu lagi, Thoughts While Wa- ving Goodbey, er unun að hlusta á bassann, sem er melódískur og ljúfur. Slagveridð á plötunni er einnig til prýði eins og allur tón- listarflutningur. Nokkrir þekktir brasilískir hljóðfæraleikarar leika sem gestir og setja á plötuna ferskan blæ. Secret Stories er heilsteypt og vönduð plata. Hún er ekkert Iétt- meti, heldur þarfnast hún um- hugsunar og náinnar hlustunar því það er ekki Iaust við að hún sé svo- lítið dularfull. GS. in á Kaplakrika á m o Rokkið blótað með 60 þúsuíid vöttum Á morgun verður rokkið blótað á Kaplakrikanum í Hafnarfirði. Sex erlendar hljómsveitir, Poison, Qu- ireboys, Slaughter, Thunder, Bull- etboys og Artch, sem telst að nokkru íslensk með Eirík Hauks- son innanborðs, og ein alíslensk, GCD, hljómsveit Bubba Morthens og Rúnars Júlíussonar, munu trylla lýðinn frá klukkan 14:00 til miðnættis. Og altarið er í stærra lagi. Sviðið er 24 metrar á breidd og 21 metri á dýpt. Yfir því er gríðarstórt hvolf- þak, sem írska hjómsveitin U2 hef- ur notað nokkrum sinnum á tón- leikum sínum. Á pöllum við hlið sviðsins standa síðan hátalarnir, tjáskiptatæki rokkaranna, sem munu hafa 60 þúsund vatta hljóð- kerfi sem tryggingu fyrir því að í þeim heyrist. Hljóðkerfið er erlent og mun Dire Straits, sú eðal- grúppa, sem eitt sinn lagði upp laupana, nota kerfið í tvö og hálft ár þegar það hefur verið notað hér. Er víst að ekkert íslenskt kerfi kemst með tærnar þar sem þetta kerfi hefur hælana. Stærsta kerfi íslands, sem er í eigu Reykjavíkur- borgar, er aðeins 25% af stærð þess kerfis sem notað verður á Kapla- krikanum. Það mætti því hæglega hæðast að því kraftlausa kerfi og líkja því við útvarpstæki eða síma í samanburði við erlenda kerfið. En það verður ekki gert hér. En þó krafturinn verði mikill er talið tryggt að enginn íbúi Hafnarfjarð- arkaupstaðar þurfi að þola umtals- vert ónæði vegna þess. Til þess að fyrirbyggja hávaða í íbúðabyggð er hátölurum snúið í áttina að hraun- inu. Því eiga íbúar aðeins að heyra rokkið óma úr fjarska meðan áhorfendur fá það beint í æð. GS. Sviöið á Kaplakrikanum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.