Tíminn - 15.06.1991, Síða 13
Laugardagur 15. júní 1991
HELGIN
21
SAKAMAL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
Burge, yfirmaður í lögreglunni í
Chicago, tók nú yfir stjórn rann-
sóknar málsins sem nú var orðið
talsvert flókið.
Það fyrsta sem Burge gerði var að
fá hóp lögreglumanna til að yfir-
heyra alla starfsmenn partasölunn-
ar, hvort sem þeir höfðu verið í starfi
að hluta eða fullu starfi. Aðrir lög-
reglumenn, sem voru í samstarfi við
alríkislögregluna, komust að því að
Chorak hafði verið að selja allar eig-
ur sínar til að geta síðan látið sig
hverfa inn í vitnavernd FBI.
Chorak hafði veitt mjög mikilvæg-
ar upplýsingar varðandi rannsókn
bflþjófnaðanna. Margir stórlaxar í
greininni voru um það bil að komast
undir manna hendur fyrir hans til-
stuðlan. Einn þeirra var að vísu þeg-
ar dauður, Robert Subatich, 44 ára,
hafði fundist skotinn til bana í skott-
inu á bifreið sinni í janúar.
Einn af þeim sem grunaðir höfðu
verið um morðið var Chorak, en Su-
batich hafði eitt sinn stungið hann
með hnífi þegar þeir áttu í deilum
vegna kvenmanns.
Á meðan alríkislögreglan reyndi að
komast að því hvort morðið á Cho-
rak væri í tengslum við samstarf
hans við lögregluna komu liðsmenn
Burge með aðra áhugaverða tilgátu.
Við yfirheyrslur yfir einum starfs-
manni verslunarinnar, Bill Crosby,
þeim sem hafði setið í bíl sínum fyr-
ir utan verslunina daginn sem
morðið var framið, var spurt hvort
Chorak ætti einhverja óvini svo vit-
að væri. „Hann var dauðhræddur
við mann sem heitir Joe Rodish. Ég
held að hann hafi skuldað Rodish
peninga eða eitthvað," svaraði
starfsmaðurinn.
Óttaðist Rodish
Við nánari athugun sá lögreglan að
Rodish hafði verið á starfsmanna-
skrá þar til hann var dæmdur í fang-
elsi fyrir bílþjófnað og aö hafa reynt
að múta fangaverði á meðan hann
beið dóms í fangelsinu.
En Rodish var ekki lengur í fang-
elsinu. Hann var aftur og enn einu
sinni laus. Þegar haft var samband
við fangelsisyfirvöld kom í Ijós að
Rodish hafði strokið úr fangelsinu
hinn 26. janúar. Rodish slapp út
með því að bjóðast til að gera við bfl
eins fangavarðarins. Þegar honum
voru afhentir lyklarnir, settist hann
upp í bílinn og ók brott hinn róleg-
asti.
Þegar lögreglumennirnir könnuðu
alla hugsanlega möguleika um
ástæður fyrir morðinu og hverjir
lægju helst undir grun bárust bönd-
in æ oftar að Rodish.
„Hann hefur þegar framið tvö
morð, svo hann ætti ekki að kippa
sér upp við það,“ sagði Burge. „Og
þar að auki höfum við framburð
vitnis um að Chorak hafi óttast
hann.“ Lögreglumenn Burges
fundu nú annað vitni, mann sem
lengi hafði haft tekjur af því að leka
upplýsingum í lögregluna.
Larry O’Neil, en svo hét uppljóstr-
arinn, samþykkti að hitta nokkra
lögreglumenn og láta þeim í té þær
upplýsingar sem hann bjó yfir. Hann
kvaðst hafa hitt Rodish á miðviku-
dagsmorgni — daginn áður en líkið
fannst — og þá sagði Rodish: „Verk-
inu er Iokið. Munkurinn er ekki
lengur til. Ég sagði þér að ég myndi
ná honum."
O’Neil sagði ennfremur að Rodish,
sem nú gengi undir nafninu Stanley
Banick, hefði verið í blóðugum bux-
um.
Uppljóstrarinn kvaðst ekki vita
hvar Rodish héldi sig, en hann æki
um á Buick Skylark, árgerð 1981,
skráningamúmer XSL515. Hann lét
lögregluna einnig hafa símanúmer
sem Rodish hafði afhent honum.
Skráningarnúmer bifreiðarinnar
var rakið til krárinnar „Hjá Flo“ sem
var skammt frá þeirri krá sem Rod-
ish hafði verið handtekinn í árið
1966 þegar hann var ákærður fyrir
morðin á leigusala sínum og kráar-
eigandanum.
Símanúmerið var einnig rakið og
Matsalurinn í fangelsinu
þar sem Rodish borðaði og lagði
á ráðin.
reyndist skráð á Stanley Banick á
heimilisfangi sem var rétt handan
við fylkismörkin í Indiana. Sam-
stundis var hafið eftirlit með báðum
þessum stöðum. Daginn eftir sást
bifreiðin fyrir utan krána „Hjá Flo“.
Rodish var handtekinn og veitti
hann talsverða mótstöðu við hand-
tökuna. Þó svo að hann væri dulbú-
inn — með litað hár og falskt yfir-
skegg — lék enginn vafi á því að
þarna var strokufanginn Joseph
Rodish kominn. í annað skipti á ferli
sínum var hann handtekinn fyrir
morð inni á krá.
„Hver kjaftaði frá?“ spurði Rodish
æfareiður. „Hvernig vissuð þið að
það var ég?“
í samræmi við fyrri afrek reyndist
Rodish aka um á stolnum bfl. Bif-
reiðinni hafði verið stolið í janúar í
Crown Point í Indiana.
Eigendur krárinnar voru spurðir
hvernig á því stæði að stolna bifreið-
in væri á skráningarnúmerum sem
tilheyrðu þeim. Þau sögðu að núm-
eraplötumar hefðu verið fjarlægðar
af bifreið þeirra bak við húsið fyrir
um það bil mánuði. Skýrslur lög-
reglunnar sýndu að þjófnaðurinn
hafði verið tilkynntur.
Kráareigendurnir skýrðu frá því að
þau hefði þekkt Rodish í um það bil
þrjú ár. Þau hefðu einu sinni lánað
honum 500 dollara og síðan ekki séð
hann þar til hann birtist fyrir um
það bil þremur vikum og greiddi
þeim 200 dollara upp í skuldina.
Umræddan föstudag höfðu þau boð-
ið honum í mat. Hann gekk beint í
flasið á lögreglunni þegar hann yfir-
gaf krána eftir matinn.
Þegar komið var á lögreglustöðina
krafðist Rodish þess aftur að fá að
vita hver hefði komið upp um hann.
Burge sagði að lögreglan kynni að
segja honum hver hefði kjaftað frá ef
hann segði þeim í staðinn allt um
morðið á Chorak.
„Það er samþykkt," svaraði Rodish.
Þar sem uppljóstrarinn var nú und-
ir vemd alríkislögreglunnar og hafði
verið fluttur úr fylkinu og fengið
nýtt nafn var ákveðið að verða við
beiðni Rodish og honum sagt hver
hann væri.
„Ég trúi ykkur ekki,“ sagði Rodish.
Þá var haft símasamband við felu-
stað O’Neil og Rodish fékk að tala
við hann. O’Neil skýrði Rodish frá
því að hann hefði skýrt yfirvöldum
frá samtali þeirra hinn 2. mars þeg-
ar Rodish sagði honum að hann
hefði myrt Munkinn.
Rodish sannfærðjst um að leikur-
inn væri tapaður og var því næst
fluttur á skrifstofu Burges þar sem
hann skýrði frá því hvernig hann
Joseph Rodish:
„Ég iðrast einskis. Ég gerði það
aftur ef þörf kreföi."
John Burge
sQómaði rannsókninni.
hefði elt Chorak eins og veiðibráð
áður en hann skaut hann.
Fyrirbyggjandi
aðgerðir
Ástæðuna sagði Rodish vera þá að
hann hefði frétt að Chorak hefði
fengið mann til að drepa sig. Hann
sagðist hafa strokið úr fangelsinu í
þeim tilgangi einum að drepa Cho-
rak áður en Chorak léti drepa hann.
Rodish skýrði frá því að eftir að
hann hafði verið handtekinn fyrir
bflþjófnað þegar hann vann hjá Cho-
rak hefði Chorak komið í fangelsið
með 3.500 dollara til að múta verði
til að hjálpa honum að flýja. Árang-
urinn varð þó annar en ætlað var,
þeir voru báðir kærðir fyrir mútur.
Rodish fékk sex ár til viðbótar á dóm
sinn fyrir bragðið en Chorak hóf
samstarf við lögregluna og virtist
ætla að sleppa með allt.
Rodish sagðist síðar hafa frétt að
Chorak hefði í hyggju að senda
leigumorðingja til að drepa hann.
Eftir að hafa frétt það ákvað hann að
koma Chorak fyrir kattarnef. „Ég
ákvað að neyta allra bragða til að
komast úr fangelsinu og sýna hr.
Chorak álit mitt á honum."
„Hvernig hafðirðu hugsað þér að
ná þér niðri á Chorak?" spurði lög-
reglan.
„Ég ákvað að snúa dæminu við,“
svaraði Rodish.
„Gætirðu orðað þetta nákvæmar?"
,Ja, ég kálaði honum," svaraði Rod-
ish.
Eftir að hafa yfirgefið fangelsið í
stolnum bfl kvaðst hann hafa haldið
til Joliet þar sem hann yfirgaf bflinn.
Síðar stal hann öðrum bfl og hélt til
Chicago.
Hann sagðist hafa haldið til í Chic-
ago og fylgst með ferðum Choraks.
Hann elti bfl Choraks milli partasöl-
unnar og heimilis hans til að gera
sér grein fyrir lífsmynstri mannsins.
Um það bil tíu dögum fyrir morðið
sagðist hann hafa brotist inn á
partasöluna til að ná í .38 kalibera
skammbyssu sem hann hafði falið
þar þegar hann vann hjá Chorak
tveimur árum áður.
Síðan beið hann til að fá færi á að
drepa Chorak... „en ég gat ekki lok-
ið því verkefni sem ég hafði sett mér
af því það komu fleiri starfsmenn
áður en ég náði því og ég vildi ekki
koma upp um mig.“
Allan daginn og fram á kvöld beið
Rodish eftir tækifæri til að skjótast
út úr felustað sínum og skjóta óvin
sinn en tækifærið gafst ekki þann
daginn. Að lokum yfirgaf hann
partasöluna. „Ég ákvað að ná hon-
um þótt seinna yrði,“ útskýrði Rod-
ish.
Hann ákvað að myrða Chorak
þriðjudaginn 1. mars, en Chorak
mætti ekki til vinnu þann dag. Hann
hafði verið að skemmta sér kvöldið
áður og svaf út.
Rodish fór því til heimilis Choraks
og fylgdist með atburðum þar. Hann
komst að því að Chorak væri heima
í rúmi, en vinnubfllinn hans var í
innkeyrslunni allan daginn og um
kvöldið. Þess vegna var hann sann-
færður um að Chorak myndi mæta
til vinnu á miðvikudagsmorguninn.
Rodish hélt til partasölunnar
klukkan hálfsex á miðvikudags-
morguninn. Hann lagði bifreið sinni
á bflastæði í grenndinni. Hann fór
síðan inn á partasöluna og inn í
skrifstofu Choraks þar sem hann
beið. Um klukkan hálfníu fór hann
út og faldi sig á bak við sendibfl sem
verið var að rífa.
Klukkan hálftíu kom Chorak og
hélt inn á skrifstofu sína.
„Ég kom úr felum, gekk að skrif-
stofudyrunum og sneri hurðarhún-
inum varlega til að gá hvort dyrnar
væru ólæstar," hélt Rodish áfram
frásögn sinni. „Ég ruddist svo inn í
herbergið með byssuna á lofti og
sagði Chorak að hreyfa sig ekki.“
Þeir deildu um það smástund hvort
Chorak hefði haft í hyggju að láta
drepa Rodish, en hann neitaði því
harðlega. Rodish ásakaði hann þá
um að vera uppljóstrara lögreglunn-
ar. Chorak reyndi að afsaka sig.
„Ég varð leiður á að hlusta á hann
svo ég skaut hann," sagði Rodish.
„Fyrsta skotið hitti hann í miðja
bringuna, þó aðeins meira til hægri.
Kúlan slengdi honum til hægri og
hann féll á grúfu á gólfið.
Áður en ég náði því að hreyfa mig,
stökk hann á fætur. Mér brá dálítið
en var ákveðinn svo ég skaut hann í
bakið,“ hélt Rodish áfram.
,Áftur féll hann á gólfið, en náði
aftur að standa upp áður en ég náði
til hans. Ég fór hinum megin við af-
greiðsluborðið, í kringum af-
greiðsluborðið. Hann elti mig og ég
skaut tveimur skotum í viðbót."
Hann sagðist hafa reynt að skjóta
Chorak oftar en þá hefði byssan
staðið á sér.
„Hann greip í mig! Við tókumst á!
Leikurinn barst fram fyrir af-
greiðsluborðið, yfir að veggnum,
hann klóraði í mig og ég reyndi að
hrista hann af mér.
Ég barði hann nokkrum sinnum í
höfuðið með byssunni. Við skjögr-
uðum aftur bak við afgreiðsluborðið
og ég held að ég hafi hrasað, alla-
vega duttum við og hann ofan á mig.
Ég rak hnéð í klofið á honum, velti
honum af mér og þá held ég að
kraftar hans hafi verið á þrotum því
hann stóð ekki upp aftur."
Saksóknari spurði Rodish hvort
hinn deyjandi maður hefði sagt eitt-
hvað þar sem hann lá á í blóði sínu á
gólfinu.
„Hann bað um að fá að deyja í friði
og hvatti mig til að fara og reyna að
forða mér,“ svaraði Rodish.
Rodish kvaðst síðan hafa rifið sí-
mann úr sambandi og síðan yfirgef-
ið staðinn, sannfærður um að Cho-
rak ætti ekki langt eftir. Síðan skýrði
hann frá því að í undirbúningi fyrir
morðið hefði falist að hann risti ,X“
í odd hverrar kúlu með skærum.
„Til hvers gerðirðu það?“ spurði
saksóknari.
„Ég gerði það af því ég hélt að þá
gerðu kúlurnar á hann stærri göt,“
útskýrði Rodish.
Eftir að hafa skilið Chorak eftir til
að deyja, hélt Rodish heim til sín og
þvoði gallabuxurnar sínar sem voru
blóðugar á öðru hnénu. Síðan fór
hann með byssuna og henti henni í
á skammt frá.
Eftir að hafa skýrt frá öllum mála-
vöxtum fór Rodish með Burge og
sýndi honum hvar hann hafði losað
sig við morðvopnið. Leitað var
gaumgæfilega að vopninu, meðal
annars voru fengnir kafarar til að
kanna botn árinnar, en árangurs-
laust.
„Leðjan á botninum er tveggja til
þriggja metra djúp,“ sagði Burge.
„Við finnum aldrei neitt þarna
niðri.“
Aftaka — ekki morð
Jafnvel þótt byssuna vantaði hafði
lögreglan undirritaða játningu Rod-
ish. Hann var ákærður fyrir morðið
á Chorak og kom fyrir rétt 30. nóv-
ember. Framburður hans var spilað-
ur af segulbandi fyrir kviðdóminn
sem hlustaði agndofa á kaldrifjaða
játningu morðingjans.
Eftir að hafa hlustað á segulbands-
upptökuna tók það kviðdómendur
ekki langan tíma að komast að nið-
urstöðu. Rodish var dæmdur sekur.
Eins og áður kvaðst Rodish ekki iðr-
ast neins og vildi ekki kalla drápið á
Chorak morð heldur aftöku.
Dómarinn ákvað að Rodish skyldi
hljóta lífstíðardóm í fangelsi, en
samkvæmt lögum Illinois þýðir það
að hann fær aldrei reynslulausn.
Joseph Rodish drepur varla fleiri
menn.