Tíminn - 16.07.1991, Page 1

Tíminn - 16.07.1991, Page 1
Sótt hefur verið um leyfi fyrir fiskimjölsbræðslu í Orfirisey í Reykjavík og segja forsvarsmenn fyrir- tækisins, sem um leyfið sækir, að þessi verksmiðja verði algjörlega lyktarlaus. Þannig segir t.d. fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins að þeir myndu ekki hafa sótt um starfsleyfi fyrir slíka verksmiðju ef þeir teldu hættu á að þeir myndu angra fólk í Mið- og Vesturbænum með „skíta- lykt allt árið um kring“. Sér- fræðingar, sem gefa eiga umsögn um starfsleyfið, eru hins vegar ekki á sama máli og telja ómögulegt að koma í veg fyrir lyktar- mengun. Þeir staðir, sem yrðu verst úti, væru Mið- bærinn og gamli Vestur- bærinn, en þar eru til húsa helstu stjórnsýslustofnanir íslenska lýðveldisins, s.s. stjórnarráðið, Alþingi, Seðlabankinn og nýja Ráð- húsið. • Blaðsíða 5 Náttúruverndarráð hefur Geysisgos fyrirliggjandi í miklu úrvali: Dræm sala enn sem komið er Geysir í Haukadal var langt frá sínu besta þegar Náttúruverndarráð stóð fyrir Geysisgosi sl. laugardag. Það var hins vegar smáhverinn Fata sem stal senunni og gaus tignarlega. Geysisgos geta orðið allt að 60 m há, en gosið á laugardag var aðeins svipur hjá sjón. Þó voru látln rúm 40 kg af sápu í hverínn, en allt kom fyrír ekki. Hægt er að panta Geysisgos hjá Náttúruverndarráði og kostar stykkið 120 þúsund krónur. Ekki er hægt að segja að menn hafi staðið í biðröð til að kaupa sér gos og eru þau velflest óseld. Lögreglan í Ámessýslu telur að milli sjö og átta þúsund manns hafi verið viðstaddir gosið á laugardag. Tímamynd: SBS Selfoss

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.