Tíminn - 16.07.1991, Qupperneq 5
Þriðjudagur 16. júlí 1991
Tíminn 5
Faxamjöl hf. hefur sótt um starfsleyfi fyrir fiskbræðslu í Örfirisey og segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins að
verksmiðjan verði lyktarlaus. Þeir aðilar, sem hafa umsóknina til umsagnar, eru hins vegar á öðru máli:
Fyllist vesturbærinn og
miöbærinn af skítapest?
Faxamjöl hf. hefur sótt um starfsleyfi fyrir fískbræðslu í Örfírisey
og er ætlun fyrirtækisins að flyfja verksmiðju, sem það á í Hafnar-
fírði, þangað og hefja þar fullan rekstur á þessu ári. Gunnlaugur S.
Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Faxamjöls hf., segir að þessi
verksmiðja komi til með að verða algjörlega lyktar- og mengunar-
laus. Ttyggvi Þórðarson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir
hins vegar að ekki sé hægt að komast hjá Iyktarmengun og það
svæði, sem yrði verst úti, yrði miðbærinn og gamli vesturbærinn,
þar sem m.a. er að fínna stjómarráðið, Alþingishúsið og Ráðhús
Reykvíkinga.
Gamla verksmiðjan í Örfirísey erfremst fyrir miðrí mynd, en þangað vill
Faxamjöl flytja verksmiðju sína í Hafnarfirði. Búast má við að í norða-
nátt leggi lykt frá verksmiðjunni beint yfir vesturbæinn og miðbæinn,
samkvæmt greinargerð sérfræðinga um málið. Tímamynd: Pjetur
Það er í höndum umhverfísráð-
herra að veita verksmiðjunni
starfsleyfi. Hollustuvernd ríkisins
hefur umsóknir af þessu tagi til at-
hugunar og leitar eftir umsögn
þeirra aðila sem málið varðar. í
framhaldi af því skilar hún inn til-
lögum til ráðherra. HoIIustuvernd
hefur m.a. sent heilbrigðisnefnd
Reykjavíkur greinargerð um mál-
ið. Að sögn Tryggva Þórðarsonar
hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur,
fór nefndin fram á frekari upplýs-
ingar áður en hún gæfi sína um-
sögn í málinu.
Lyktarmengun þrátt
fyrir fullkomin
hreinsunartæki
Aðspurður sagði Tryggvi að í
greinargerðinni kæmi fram að
ekki væri hægt að útiloka mengun
frá svona verksmiðju, þrátt fyrir að
hún væri búin fullkomnustu
hreinsunartækjum. Tryggvi sagð-
ist ekki þora að fullyrða eitthvað
um það hvað stórt svæði væri í
hættu vegna lyktarmengunar.
Hins vegar fyndist lykt frá verk-
smiðjunni Kletti í öðrum bæjarfé-
lögum. Kvartanir hefðu borist frá
Breiðholti og jafnvel úr Kópavogi.
Tryggvi sagði að það væri ekki rétt
að segja að þessi verksmiðja yrði
lyktarlaus, eins og framkvæmda-
stjóri Faxamjöls héldi fram. „Sam-
kvæmt því, sem stendur í greinar-
gerð sérfræðings Hollustuverndar,
þá verður hægt að beita miklu full-
komnari mengunarvarnarbúnaði í
þessari verksmiðju, þar sem hún
yrði með beinni þurrkun. En jafn-
vel þó að tekin væru 99% af lyktar-
efnum úr reyknum, þá er ekki þar
með sagt að lyktin minnki að sama
skapi; hún minnkar kannski ekki
nema um helming. Ástæðan er sú
að það er ekki rétt hlutfall á milli
skynjunarinnar og magns efn-
anna. Það þarf því ekki nema lítils-
háttar af þessum efnum til þess að
fólk finni lykt. Það er hægt að
byggja skorsteina en þá ertu bara
að ýta vandamálinu yfír í önnur
hverfi, jafnvel önnur bæjarfélög,"
sagði Tryggvi.
Hann sagði að ef verksmiðjan
fengi starfsleyfi þá yrðu tillögur
Hollustuverndar til ráðherra lagð-
ar fram til kynningar í ákveðinn
tíma fyrir íbúa á svæðinu og aðra
þá sem málið snerti. Þá gætu þeir
komið að athugasemdum, sem síð-
an yrði reynt að koma til móts við
ef ástæða þætti til. „Þetta var á sín-
um tíma gert vegna verksmiðj-
unnar Kletts. Þá komu engar at-
hugasemdir, en samt er alltaf verið
að kvarta yfir lyktinni þaðan,“
sagði Tryggvi Þórðarson.
Fiskbræðsla og mat-
vælaiðnaður fara ekki
saman
Verksmiðja Faxamjöls að Kletti
við Sundahöfn verður lögð niður
um næstu áramót og verða margir
eflaust fegnir að losna við þá lykt-
armengun sem berst frá verk-
smiðjunni. Hins vegar er ljóst að
vesturbæingar verða ekkert yfir
sig hrifnir ef hafin verður starf-
semi í Örfirisey. Búast má við að
lyktarmengun frá verksmiðju í
Örfirisey verði sterkust í gamla
vesturbænum og miðbænum, að
sögn Tryggva Þórðarsonar.
En það er ekki bara lyktin, sem
sett er út á í sambandi við stað-
setningu verksmiðjunnar í Örfiris-
ey. Á Grandagarði og í Örfirisey
eru mörg matvælafyrirtæki og
stærsti hlutinn af fiskvinnslu í
borginni fer þar fram. Jóhann
Guðmundsson, verkfræðingur hjá
Hollustuvernd, sagði í samtali við
Tímann að sífellt vaxandi kröfur
væru gerðar um heilnæmi og holl-
ustuhætti í sambandi við nútíma
matvælaiðnað, og að hann sé stað-
settur í heilnæmu umhverfi.
Megnið af fiskiðnaðinum í Reykja-
vík sé í Örfirisey og á Grandagarði,
og nánast öllum fiski, sem landað
er í Reykjavík, yrði landað í næsta
nágrenni verksmiðjunnar, ef
henni yrði veitt starfsleyfi í Örfi-
risey.
Jóhann sagði að margar af eldri
verksmiðjunum úti á landi væru
nærri fiskiðnaðinum á hverjum
stað. Það væri hins vegar ljóst að
við gætum ekki farið að rífa upp
allar verksmiðjur og flytja þær í
burtu frá fiskiðnaðinum; það
myndi kosta gífurlegt fé. Hins veg-
ar ættum við að vera mjög kröfu-
hörð í sambandi við staðsetningu á
nýjum verksmiðjum og í þessu til-
felli hvert flytja megi eldri verk-
smiðjur.
Ætlum ekki að angra
fólk með skítapest
allt árið um kring
Gunnlaugur S. Gunnlaugsson er
framkvæmdastjóri Faxamjöls hf.
Hann sagði í samtali við Tímann
að verksmiðjan, sem fyrirhugað
væri að flytja úr Hafnarfirði út í
Örfirisey, væri lyktarlaus og ný-
tískulegri en aðrar verksmiðjur.
Aðspurður hvers vegna nú væri
lykt frá verksmiðjunni í Hafnar-
firði, sagði Gunnlaugur að það
væri af öðrum ástæðum. „Það eru
ekki allir möguieikar nýttir í Hafn-
arfjarðarverksmiðjunni í dag.
Lyktin, sem berst þaðan, er aðal-
lega frá hráefni en ekki frá verk-
smiðjunni sjálfri."
Gunnlaugur sagði aðspurður að
hann teldi ekki nokkrar líkur á því
að íbúar í vestur- og miðbæ yrðu
hrifnir af þessum nýja nágranna.
Hann sagðist hins vegar ekki trúa
öðru en að þeim yrði veitt starfs-
leyfi, það væri búin að vera þarna
verksmiðja frá fimmta áratugn-
um. Að vísu hefði hún ekki verið
notuð síðan 1989, en öll árin þar á
undan í u.þ.b. þrjá mánuði á
hverju ári. Hann sagði að ekki
væri hægt að líkja þessum tveim-
ur verksmiðjum saman, gamla
verksmiðjan í Örfirisey hefði verið
útbúin eins og Klettur, en verk-
smiðjan í Hafnarfirði væri miklu
fullkomnari.
Aðspurður sagði Gunnlaugur að
ástæðan fyrir því, að þeir vildu
flytja verksmiðjuna úr Hafnarfirði,
væri sú m.a. að þeir væru að keyra
20 þúsund tonnum af fiskúrgangi
eftir götum borgarinnar suður í
Hafnarfjörð, og 5-6 þúsund tonn-
um af afurðum aftur til Reykjavík-
ur. „í fyrsta lagi yrði sparnaður af
því að hætta því og þar að auki
myndi það létta umferð af götum
borgarinnar," sagði Gunnlaugur.
Hann sagðist vonast til og ekki
trúa öðru en að þeir fengju starfs-
leyfi fyrir þessa verksmiðju. „Við
erum að vinna mest magn af fisk-
úrgangi á landinu í minnstu verk-
smiðjunni, þannig að við erum að
vinna þetta frá degi til dags. í flest-
um verksmiðjunum er efni safnað
dögum saman og síðan unnið. Þá
lyktar það auðvitað illa og þannig
er það á Kletti," sagði Gunnlaugur.
Hann sagði að í Örfirisey myndu
þeir vinna efnið mikið til ferskt,
því verksmiðjan yrði í gangi fimm
sólarhringa í viku, eins og nú sé í
Hafnarfirði. „Ég trúi ekki öðru en
að við fáum starfsleyfi ef við upp-
fyllum þau skilyrði sem sett eru.
Hvað á að gera við þessi 25 þúsund
tonn af fiskúrgangi sem falla til? Á
að henda þessu á haugana? Ég hef
enga trú á því að það verði einhver
lykt frá verksmiðjunni. Við værum
ekki að fara fram á það að setja
þarna niður verksmiðju ef við teld-
um hættu á því að við værum að
angra fólk með einhverri skítapest
allt árið um kring,“ sagði Gunn-
laugur S. Gunnlaugsson.
—SE
Ingibjörg Sólrún er efins:
BÁRU SKIPIN KJARNORKUVOPN?
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þing-
maður Kvennalistans, efast um að
íslensk stjómvöld segi satt um
komu skipa með kjamorkuvopn.
Henni fínnst það einkennilegt að á
lista frá utanrikisráðuneytinu yfír
skipakomur síðustu áratugi vantar
fjögur skip sem höfðu leyfi til að
bera kjamorkuvopn.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur
ritað utanríkisráðherra bréf þar sem
hún dregur i efa upplýsingar ráðu-
neytisins um skip sem bera kjarn-
orkuvopn. Hún segir að fyrir tæpu
ári hafi hún fengið lista í hendur frá
ráðuneytinu um erlendar skipakom-
ur á undanförnum 20 til 30 árum. Á
listann segir Ingibjörg að hafi vant-
að a.m.k. 4 herskip og byggir hún
þar á dagbókum íslenskra hafnaryf-
irvalda. Þingmaðurinn segir að öll
þessi herskip hafí haft getu til að
bera kjarnavopn. Ingibjörg álítur
nýlega frétt Stöðvar 2 um sama efni
færa nánast full rök fyrir því að 3
þessara skipa hafí borið kjarnavopn
þegar þau komu til íslenskrar hafna.
Þingmaðurinn segir að skipin hafi
staðist skoðun kjarnorkuvopnaeftir-
lits hersins og fengið leyfi til að
geyma kjarnorkuvopn í neyð.
Ingibjörg beinir því þeim spurn-
ingum til utanríkisráðherra hvers
vegna þessi skip vanti á lista ráðu-
neytisins og hvernig skráningu sé
háttað í utanríkisráðuneytinu á
komum herskipa til íslands. Þá vill
þingmaðurinn einnig fá svör við því
hvort vissa stjórnvalda um kjarn-
orkuvopnalaus skip sé byggð á
trausti eða óvefengjanlegum upplýs-
ingum.
Ekki náðist í utanríkisráðherra þar
sem hann er fjarverandi um þessar
mundir. -HÞ