Tíminn - 20.07.1991, Síða 2

Tíminn - 20.07.1991, Síða 2
10 r HELGIN Laugardagur 20. júlí 1991 Njáls; ógn skamma Þjóðverjar Dani. Til mömmu og með henni til Hemmerts og borðað þar. Út og hitt Grím hjá Mjóna. Heim til hans. Til Hemmerts aftur kl. 9; þar voru danskir stúdentar etc., ó, eg hata alla Dani og vildi Slésvík losnaði. Fylgt mömmu heim. Heim kl. 111/2. Tálað við Jónas og Eirík. Háttað kl. 12. 3. apríl Á fætur kl. 11, því eg var að lesa í Sunnanpóstinum. Menn töfðu mig. Kom Jón Þórðarson. Sleppt Gram. Leiðrétt í síðasta og fjórða sinni fyrstu próförk af Norðufara. Borðað kl. 3. Fært Möller próförk- ina. Til Mjóna. Hitt Grím;* hann er alltaf að batna. Til Hösts. Her- menn fóru burt og hlupu í hóp um Nýjatorg með lúðurblástri. Eg sá dálítinn, ógn fallegan hest eins og íslenskan, og þá varð eg óður, eg má aldrei hugsa til hestanna heima. Eg gekk um göturnar og það fann eg að enn vakna margar tilfinningar hjá mér; en æ! eg finn ekkert sem eg get ausið þeim út yfir, og því snúast þær innað og deyja aftur máttlausar, því nú er ei svo vel að þær geti orðið að kvæði. Verið á Félagsritafúndi f nefnd, en ei líkar mér mál þeirra, of danskt, of danskt. Til mömmu og borðað þar, en það er slæmt að hún er alltaf angurvær. Lesið Berling, og ekkert skil eg nú hvað úr verður, svo mikil ígerð er í Evrópu. Heim kl. 10 og góðar nætur kl. 11. *Grímur Thomsen 5. apríl Á fætur kl. 10. Ort í Farald og hreinskrifað kvæði í Norðurfara. Borðað kl. 3 1/2. Til Mjóna. Tekið hjá Möller fyrstu hreinprentaða örk. Til Jóns Sigurðssonar; með honum til Kleins; gengum; borð- uðum á Toldbodbörs. Mikið ógn eru Danir heimskir. Heim kl. 10 etc. Háttað kl. 11 1/2. — nei, eg vakti til kl. 1. 11. apríl Á fætur kl. 10. Niðri hjá Boga. Ort í Farald. Borðað kl. 3. Fært Möller helminginn af Faraldi. Til Repps og ei munu Englendingar hjálpa Dönum. Til Mjóna. Hraust- ir hafa Þjóðverjar verið, en það er eitthvað voðalegt í því að Michel- sen, sem nú er kallaður landráða- maður, hefur misst báða fæturnar. Gaman má vera í orustu og að sitja svo á kvöldin eftir við varð- eldana og segja sögur um nætur. Eg vil, að Slesvík sé skipt, það er rétt, en hitt er líka satt að mig tek- ur ei til hjartarótanna, þó Danir missi lönd, eg get ei að því gert, eg álft það Nemsis yfir þeim og því skoða eg Þjóðverja, ef þeir hafa miður, sem ólánsbræður mína. Látið raka mig. Til mömmu kl. 9. Til Jónasar og Eiríks. Heim kl. 11 og lesið í Snorra-Eddu Svein- bjamar Egilssonar, sem eg fékk að sendingu frá Páli Melsteð fyrst í dag; það er bók sem gleður mig. Góðar nætur kl. 12 1/2. 4. apríl Á fætur kl rúmlega 10. Ætlað að heyra Gram, en eg held hann sé hættur; mér var líka farið að leið- ast að heyra hann einsog allt hér við háskólann, sem eg eyði aðeins tíma í, en læri hvorki né vil læra nokkuð af. Ofan til Mjóna. Ofaná Tollbúð. Póstskip kom. Útí það. Til mömmu. Borðað. Til Frú Meza. Sótt bréf mín og fært mömmu það. Á fund hjá Vincent, þar var Repp og margt var sungið, eg minntist Bjarna. Heim kl. 12. Háttað kl. 1. Ah! Hún segir ást mín til sín hafi verið exalterað Sværmeri; og þó hef eg elskað hana svo innilega og gjöri enn, þó að ei elskaði hana eins og þeir sem elska með því að giftast. C.J. Meza yfirhershöfðingi (1792-1865) las Eddukvæði undir handleíðslu Danahat- arans Gísla Brynjúlfssonarl Meza var andlega sinnaöur og afburða tungumálamaður, en talinn sérvitur, svo í háttum sem klæðaburöi. Hann þótti snjall herstjórnandi, en samt vörpuðu landar hans á hann sökinni af ósigrinum í stríðinu 1864. Þær raunir drógu hann til dauða. C. J. de Meza. CLAAS RÚLLU BINDIVÉ LAEIGEN DUR Eigum til á lager flestar gerðir af rúlluvölsum í CLAAS rúllubindivélar. Vélsmiðja Jóns Bergssonar s.f. Borgartúni 27. Sími 91-22120 — Eftir kl. 17 91- 42781 og 91-44813. „Den tapre Landsoldat". Það voru einkum bændasynirnir sem skipuðu danska herinn 1848. Synir „betra fólks“ í borgunum sátu heima, þótt í borgunum væri vígamóðurinn átumein í norrænu félagi. Nú trúi eg sé uppreisn á Englandi, og hún verður, ef hún verður, stórkostleg og voðaleg, og allt gamalt mun þá hverfa, myrkri slá yfir alla Evrópu. Heim til Eiríks og Jónasar kl. 11. Háttað kl. 12. 12. apríl Konráð kom og Eiríkur kl. 9. Á fætur. Ort í Farald. Borðað kl. 3. Til frú Meza með mömmu, eg fylgdi henni ei heim, en vona að allt hafi gengið vel og hún hafi komist sjálf. Heim og ort í Farald. Fært það Möller. Til Mjóna. Hitt Konráð. Nú held eg Danir séu hérumbil farnir, og þeim er líka best að verða þýskir, þvf aldrei hafa þeir verið né munu verða annað en 15. apríl Á fætur kl. 12, þvf eg lá óvakn- andi f rúminu. Tii Möllers og tekið fram fyrstu 2. próförk. Til Mjóna. Með Stefáni Thorarensen. Þaðan ofaní Nýhöfn og hitt gamla Jensen skipherra, sem flutti mig í sumar Gísli Brynjúlfsson. „Aldrei hef eg séð slík andlit sem á Dön- um, slíkt felmtur var á þeim“.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.