Tíminn - 20.07.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.07.1991, Blaðsíða 4
12 HELGIN Laugardagur 20. júlí 1991 „A bak við lás og slá“ London fyrir 122 árum séð með augum franska teiknar- ans Gustave Doré Áríð 1869 kannaði franski teiknarinn Gustave Doré Lundúni og undirheima þeirra í fylgd með ríthöfundinum Blanchard Jerold. Af- rakstur rannsóknaferðar þeirra var bókin „London: A Pilgrimage", sem út kom áríð 1872. Doré, sem þá var þegar orðinn víðkunnur maður af teikningum sínum, einkum biblíu-skreytingum og bóka- skreytingum öðrum, þótti hafa lokið miklu listaverki með bókinni, auk þeirrar minnisstæðu þjóðfélagsmyndar er upp var dregin. Teikningarnar eru löngu orðnar sígildar og eru birtar aftur og aft- ur er Lundúnir og saga þeirra er til umræðu á prenti. Hér er birtur kafli úr bókinni er lýtur að glæpum og fangelsismálum í heims- borginni og nefnist hann „Á bak við iás og slá“. Á þessum tíma var margt enn furðu líkt og þá er Dickens rítaði hinar mergjuðu ádeilu- sögur sínar, svo sem Oliver Twist. Og myndirnar eru mælskarí en orð um list Doré. „Drungalegir veggir Newgatefangels- isins valda því að það setjast að mönn- um dapurlegar hugsanir um þá þætti mannlífsins sem varpa skugga á sið- menningu okkar. Þeir, sem ekki vilja vinna og geta ekki bjargað sér með heiðarlegum hætti, eru meinsemd hvers þjóðfélags. Flækingamir, úti- gangsmennimir, betlaramir, svindl- aramir og hrappamir, em sérstök stétt í þéttbýlli borg með þrjár millj- ónir íbúa. Þeir, sem vilja beita sér fyr- ir þjóðfélagslegum umbótum, vita ekki sitt rjúkandi ráð, því sá, sem ven- ur sig á að eta brauð iðjuleysisins, á sér ekki viðreisnar von og verður seint nýtur borgari. Hann mun flytj- ast úr einum stað í annan og leita sí- nýrra blekkingaleiða — allt fremur en að vinna. Bæli undir mnna, rófa stolin úr kálgarði eða handfylli af berjum — ffemur þetta en að láta eitthvert handtak koma út á sér svit- anum. Svikabrögðin taka framforum í London hefur jafnan verið fjölda umrenninga að finna og alltaf fellur þeim eitthvað til. Þeir em smáútgáfur af Herra Micawber (í sögu Dickens — innsk.), sem áleit að eitthvað „hlyti" að reka á fjömr manna í dómkirkju- borg. Þeir em beinir afkomendur múgsins sem safnaðist utan um vagn Elísabetar drottningar við Islington. Þeim hefur Iíka fjölgað í jöfnu hlut- falli við íbúatölu landsins. Svika- brögðin hafa tekið framfömm og flækingurinn hefur gert sér sérstakar ferðaáætlanir. Betlaramir hafa komið sér upp hundrað raunasögum, sem flestar em vel kunnar í samfélagi þeirra á Red Lion torginu og þess eðl- is að þær hefðu ekki nýst fyrirrennur- um þeirra. Aukin menntun, þótt góð sé, hefur líka orðið til þess að meistarar í ritun betlibréfa em komnir til skjalanna. Þau spakviturlegu ummæli em höfð eftir lögregluþjóni, sem lítið álit hafði á kennumm og fleiri nýmóðins fyrir- bæmm, að menntunin hefði aðeins kennt pottormunum að stela þeim hlutum einum sem vemlegt verð- mæti er í. Með nýjum tímum hefur og fjölgað miskunnsömum og heimspekilega þenkjandi mönnum. í hópi þeirra hafa sprottið upp umbótasinnar, sem gert hafa áætlanir um að gera nýtileg störf aðlaðandi fyrir betlaralýðinn. Þeir hyggjast láta fólk, sem aldrei hef- ur dyfið hendi í kalt vatn, finna unun í erfiði. Götumynd frá Whitechapel aö nóttu tll Fleiri en lágstéttarmenn En margur virðulegur Lundúnabúi, sem kynni að svipast um í Newgate- fangelsinu, mundi reka upp stór augu. Hann gerir sér þá hugmynd að allir þeir, er betla og stela til þess að forðast að verða að vinna, búi í White- chapel eða Dmry Lane. Tvfvegis feng- um við færi á að sjá fangana, er gengu í einfaldri röð í fangelsisgarðinum, sér til hressingar. í röðinni vom ekki nema fjórir eða fimm lágstéttarmenn. Þama var t.d. hár og mikill maður, sem verið hafði höfuðsmaður í hem- um. í garði þeirra, sem enn biðu dóms og þar sem fangamir gengu enn í hversdagsklæðnaði sínum, var ekki nema einn Iágstéttarmaður. Þetta var smávaxinn bréfberi, glor- soltinn og bugaður. í unglingaálm- unni var ekki nema einn fangi, ungur skrifari, sem kærður var fyrir ofsa- fengna árás á lögmann í Temple. Hann var eymdarlegur ásýndum, fingurgómamir á smáum höndunum rétt náðu fram úr ermunum á grófum fangabúningi hans. Mestur fjöldi fanga var í álmu „herramanna" — en „herramenn" hefðu þeir tvímælalaust verið ávarpaðir framan við grindum- ar í dómsalnum í Old Bailey. Þeir, sem ekki vilja vinna og ekki er unnt að lifa heiðarlegu lífi án tekna af vinnu, finn- ast í öllum stéttum. Við höfum rekist á þá á forlagagöngu þeirra víða um borgina á ferðum okk- ar. Nafnaskrár náttbóla, fangelsa og vinnuheimila sýna hina hliðina á pen- ingnum, þá sem ekki kemur heim og saman við söguna um þá ágætu menn sem byrjuðu með sópinn í höndun- um, en enduðu sem stórauðugir höfðingar er allir litu upp til. Þetta em nöfn manna sem bomir vom til auðs, en enduðu ævina í niðurlæg- ingu og tötmm, svo sem þeir John Dean Paul, Redpath og Roupell. Uppmálun alls hugsan- legs hryllings f þröngsetnum hverfum örbirgðar og glæpa — í þeim grenjum sem em í stómm þyrpingum í kringum stofti- anir eins og Bluegate Fields Ragged Schools í Shadwell — em hundmð manna, sem aldrei hafa fengið minnsta færi á að kynnast neinum þægindum eða þræða leiðina til dyggðugara lífs. Mestur hluti þessarar hersingar em fómarlömb drykkju- skaparins, mesta bölvaldar landsins, sem em uppmálun alls hugsanlegs hryllings, þjáningar og afbrota. Á homi hvers einasta öngstrætis glóir lukt kráarinnar — eins og óheilla- gimsteinn á haus viðbjóðslegs skrið- kvikindis. Ég vildi gjama gefa þeim gott ráð sem vilja fá hugmynd um uppsprettu glæpahneigðarinnar, sem vilja vita hvaða áhrif valda henni og hverjum er hættast. Ráð þetta gæti gagnast þeim, Vertu í beinu sambandi við Þjónustusímann og þú veist alltaf hvar þú stendur 191162 4444 BEIIM LIIMA BAIMKA OG SPARISJOÐA UM LAIMD ALLT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.