Tíminn - 20.07.1991, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.07.1991, Blaðsíða 12
20 Tíminn Laugardagur 20. júlí 1991 Við fjöruborðið í Hafnarfirði var tekið á móti Húnverjum og fylgiliöi af höfðingsskap. Tímamyndir: GS. Um borð í víkingaskipinu Erninum. Það var gjöf Norðmanna til íslendinga á afmæli fullveldisins árið 1974. Það er varðveitt á Árbæjarsafni, en er nú not- að við tökur á myndinni „Svo á jöröu". HUNVERJAR blésu til veislu um mið- bik þessarar viku. Var föngulegum flokki manna stefnt til Nauthólsvík- ur þar sem stóðu í fjöru íslenskir tónlistarvíkingar, klæddir vaðmálstreyjum og með vopn í höndum. Lá við strönd vík- ingaskipið Örninn, gjöf frá frændum vorum Norðmönnum, reiðubúið til siglingar með höfðingja og fylgifólk, sem leið lá til byggða Hafnarfjarðar. Var siglt af stað og stóðu þar atgervismenn í stafni og vísuðu leið. Á skips- fjöl fóru menn gjarnan með gamanmál og dreypt var á brjóstbirtu úr hrútshorni, sem veitti yl í svalri sjávargolu. Til Hafnarfjarðar var komist klakklaust. Biðu þar á bryggju hafnfirskir höfðingjar og tóku á móti komufólki af gestrisni mikilli. Kálfar lölluðu þar letilega um tún og fiðurfénaður flögraði. Var liði fylkt til Fjörukrárinnar, þar sem sest var við langborð og veislan hófst. Spilaði þar hæfileikamaður á langspil og þjónustustúlka söng vísur að íslenskum sið. Borinn var hákarl og annað fiskmeti á borð og mjöður teygaður úr krúsum. Því næst var borið fram nautakjöt, grillað á kolum og endahnúturinn var bundinn á málsverðinn með skyri. Var hrútshornið ætíð innan seil- ingar. Um miðbik veislunnar kvað sér hljóðs Hún- verji og mælti: „Á sumri íslensks ljóðs og Stefán Hilmarsson otar spjóti sínu, en yfirleitt otar hann hljóðnema. Það eru hljómsveitirnar Sálin hans Jóns mín, Síðan skein sól og Stuðmenn sem hafa yfirumsjón með Húnavershátíðinni. Stefán Hilmarsson í Sálinni og Helgi Bjömsson og Jakob Magnússon í Sólinni eru til í slaginn. lags leggjast í víking þeir andans menn sem lög og ljóð íslenskri alþýðu flytja. Þá mun stefnt til Húnaþings og haldin sönghátíð hin mesta." Var þar kominn Ingi Hans, einn for- vígismanna Húnavershátíðar, sem haldin verður um komandi helgi verslunarmanna. Var vel látið að hans máli, en í lok ræðu sinnar mælti hann svo fyrir „að með lögum skyldi land byggja og með ljóðum lönd nema.“ í salnum voru samankomnir margir valin- Ákaflega þjóðlegt. kunnir tónlistarmenn, sem allir munu stíga á stokk í Húnaveri. Mátti þarna þekkja þá Stuðmenn Jakob, Þórð og Ásgeir, meðlimina í Sálinni hans Jóns míns, Síðan skein sól og Todmobile. Fór svo að Sálin mundaði magn- ara sína og míkrófóna og seiddi fram nokkur lög úr sinu söngvasafni. Settu því næst full- trúar fjölmiðla saman sveit og voru nokkrir söngvar að hætti Engilsaxa kyrjaðir við und- irtektir. Að loknum fjölmiðlaleik hóf Síðan skein sól sinn hljóðfæraleik. Tónlistargoðinn var blótaður í þessari víkingaveislu Hún- verja, og var mælt að þetta væri aðeins for- smekkurinn af tónlistarþingi því sem fram fer í Húnaveri. Héldu því næst gestir heim til kofa sinna, glaðir og reifír. GS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.