Tíminn - 26.07.1991, Qupperneq 4

Tíminn - 26.07.1991, Qupperneq 4
4 Tíminn Föstudagúr 26. júlí 1Ö91 Enn eykst vandi ríkisstjórnar Suður-Afríku: Vaiasamar greiðsl- ur til Namibíu Ríkisstjóra Suður-Afríku viðurkenndi í gær að hafa með leyni- greiðslum stutt við bakið á sjö stjórnmálaflokkum í Namibíu í bar- áttunni fyrír þingkosningarnar í landinu árið 1989. Með greiðslun- um reyndi ríkisstjómin án árangurs að koma í veg fyrir að hin vinstrisinnuðu samtök SWAPO (South West Africa People’s Organ- isation) kæmust tii valda. Namibía hlaut fullt sjálfstæði frá Suður-Afríku árið 1990 fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna. SWAPO- samtökin sigruðu í kosningunum árið 1989, en höfðu þá staðið í 23 ára baráttu við Suður-Afríkumenn sem réðu ríkjum í landinu. Það var utan- ríkisráðherra S-Afríku, Pik Botha, sem sagði frá þessum leynigreiðsl- um í gær á fféttamannafundi, sem hann boðaði til vegna uppljóstrana um greiðslur ríkisstjómarinnar til Inkata-frelsisflokksins. Hann sagði að ríkisstjómin hafi látið rúmlega 2 milljarða króna renna til stjórn- málaflokkanna. Yfirlýst hlutleysis- stefna Suður-Afríku gagnvart Nami- bíu hafði mikið verið gagnrýnd og ljóst að sú gagnrýni átti við rök að styðjast. Nelson Mandela, forseti Afríska þjóðarráðsins (ANC), hefur, í kjölfar þess að upp komst um greiðslur rík- isstjómarinnar til Inkata-frelsis- flokksins, krafist þess að mynduð verði ný bráðabirgðaríkisstjóm í Suður-Afríku, sem nyti almenns stuðnings þjóðarinnar. Reuter-SÞJ Frestur íraka rann út í gær. Bandaríkjamenn segja þá: Leyna enn upplýsing- um um kjarnorkubúnaö Formælandi Hvíta hússins sagði í gær að frakar hefðu ekki gefíð fullnægjandi upplýsingar um allan kjarnorkubúnað sinn, en frest- urínn, sem flmm fastafulltrúar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna gáfu þeim til þess, rann út í gær. „Forseti íraks, Saddam Hussein, hefur ekki gefið nauðsynlegar upp- lýsingar," sagði formælandi Hvíta hússins, Roman Popaduik. Hann sagði að S.Þ. hafi sett írökum ákveð- inn frest eingöngu til þess að fá end- anlega úr því skorið hvort íraska rík- isstjómin og Saddam Hussein reyni eftir fremsta megni að framfylgja skilyrðum samtakanna. Aðspuröur hvort möguleiki væri á hemaðaraðgerðum gegn írökum, sagðist hann ekki vilja útiloka þann möguleika, en það hafi ekki verið hugsunin með tímamörkunum. Tævan: Engu að síður sagði formælandinn í framhaldi af þessu svari að Banda- ríkjamenn hygðust ekki ætla að Ieyfa Saddam Hussein að komast upp með að brjóta skilyrði S.Þ. Fjórða eftirlitsnefnd S.Þ. er væntan- leg til Bagdad á morgun, og mun hún reyna að komast yfir nákvæmari upp- lýsingar um kjarnorkuáætlun íraka. Alþjóða kjamorkumálastofnunin (IA- EA) telur að írösk stjórnvöld hafi enn ekki gefið fúllnægjandi upplýsingar. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagðist ekki eiga von á því að Banda- ríkjamenn og bandamenn þeirra réð- ust aftur á írak. Reuter-SÞJ Eftirlitsmenn Sameinuöu þjóðanna skoöa íraskar sprengjur. Evrópudómstóllinn (The European Court of Justice) ógilti í gær bresk flskiveiðilög, sem ætlað var að koma í veg fyrir að skip í eigu erlendra aðila veiddu úr þeim flskikvóta sem Evrópubandalagið út- hlutar Bretum. Fjöldamorðingi tekinn af lífi Hinn 31 árs gamli fjöldamorðingi, Lin Lai-fu, var tekinn af lífí af rétt- argæsluyfírvöldum í Tævan í gær. Hann var skotinn fjórum sinnum í hjartað (aftan frá), að sögn formæl- anda hæstaréttar landsins. Lin er einn mesti glæpamaður í sögu Tævans. Á ferli sínum, sem hófst ekki fyrr en árið 1986, tókst Lin að myrða 24 menn, ræna fjölda banka og fjölmörgum einstakling- um, auk þess að standa fyrir ýmsum minni glæpum. Hæstiréttur dæmdi hann tvisvar sinnum til dauða fyrr í þessum mánuði eftir að vísbending, sem kostaði yfirvöld rúmar 23 millj- ónir króna, hafði leitt til handtöku hans. Lin fékk að gifta sig áður en hann var tekinn af lífi, og gerði hann það til þess að bömin hans tvö gætu borið ættarnafnið hans! Síðan herlögum var aflétt á Tævan árið 1987 hefur glæpum fjölgað gíf- urlega. í fyrra tóku yfirvöld 78 menn af lífi og var það bæting frá fyrra meti sem sett var árið á undan. Reuter-SÞJ Bresku lögin sögðu að skip skrásett í Bretlandi þyrftu að yera 75% í eigu breskra aðila og með 75% breska áhöfn. Evrópudómstóllinn, eða EB- dómstóllinn, hafnaði þessum lögum á þeirri forsendu að lög Evrópu- bandalagsins heimiluðu íbúum að- ildarríkjanna að stofnsetja fyrirtæki í öllum ríkjunum tólf. En dómurinn ítrekaði engu að síður rétt Breta til að krefjast þess að erlendu skipin væru gerð út frá Bretlandi. Bresku lögin voru sett árið 1988 til að koma í veg fyrir að skip annarra aðildarríkja EB, sérstaklega spænsku skipin, væm skrásett í Bretlandi, þannig að þau gætu geng- ið á breska kvótann og landað hon- um í sinni heimahöfn. í samningaviðræðum EB og Frí- verslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um evrópskt efnahagssvæði (EES) er rætt um að þessi EB-dómstóIl myndi, ásamt sérstökum EES-dóm- stól, sameiginlegan dómstól, sem skeri úr um hvort við fylgjum lögum EES. Til að smeygja okkur undan ýmsum óþægilegum lagareglum höfum við sett ýmsa fyrirvara, s.s. fyrirvara um eignarhlutdeild útlend- inga í fyrirtækjum og á landi og um innflutning á erlendu vinnuafli. Ýmsir hafa haft uppi neikvæða gagn- rýni á viðræðurnar, sem felst m.a. í því að fyrirvararnir séu ekki nógu margir og ekki líklegir til að halda nema í stuttan tíma. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit MOSKVA - Gorbatsjov Sovét- fbrseb' lagði til á miðstjómarfundi sovéska kommúnistaflokksins f gær að flokkurinn breytti hug- myndafraeði sinni, legði niður marx-leninisma og tæki upp stefríu f ætt við stefhu vestræna jafríaðarmannaflokka. JERÚSALEM - Það, hverjir eigi að vera fulltníar Palestinu- manna á fyrirhugaðri friðarráð- stefnu Araba og fsraelsmanna, viröist æffa að koma f veg fyrir að af henni geti orðiö. Shamir, forsætisráðherra ísraels, hefur sagt að Palestínumenn frá Aust- ur-Jerúsalem eigi ekki að taka þátt í ráðstefríunni, en Frelsis- samtök Palestínu (PLO) segja aö friðarráðstefna komi ekki til greina án fulltrúa frá Austur- Jerúsalem. ZAGREB - Að minnsta kosti níu króatfskir þjóðvarðliðar féllu og fimmtán særðust þegar júg6- slavneskir skriðdrekar, staðsettir í Serbfu, skutu á þá yfir landa- mærin í gær, að sögn króatisku lögreglunnar. RÓM - Leiðtogar og utanríkls- ráöherrar Júgóslavíu, ítaliu, Austumkis, llngverjalands og Tékkóslóvakiu munu fúnda f bænum Dubrovnik í Króatiu í dag og á morgun. Þessi rfki mynduðu með sér samtök í nóv- ember 1989, sem ætlað er að auka tengsi rikja Vestur- og Austur-Evrópu. Astandið í Júgó- slavíu verður aðalefríi fundarins. ANTANANARIVO Öryggis- sveitir á Madagaskar handtóku í gær þriðja .skuggaráðherra" stjómarandstöðunnar og skutu táragashylkjum til að dreifa skara mótmæienda, sem reyndi að hindra handtökuna. Stjómar- andstaðan lýsti yfir myndun nýrrar ríkisstjómar [ sfðustu viku í óþökk Ratsiraka, forseta iands- ins, en forsetinn setö á neyðar- lög i landinu á þriöjudag. KÓLOMBÓ - Stjómvöld á Sri Lanka hafa ákveöið aö ieita eftir viðræðum við indversk stjóm- völd annars vegar og aðskilnað- arsinna tamíla á Sri Lanka hins vegar, til að reyna að binda enda á átta ára átök við aöskilnaðar- sinna, að sögn opinberra emb- ætösmanna á Sri Lanka ( gær. Rúmlega 30 þúsund manns hafa látið llflð í átökunum þessi áttaár. KÚVEITBORQ - Kúveisk stjómvöld ætla um næstu heigi aö hefla að nýju útfiutning á hrá- dfu. Næstum árer liðið síðan út- flutningur Kúveita stöðvaðist, en frakar hertóku landið í byrjun ág- úst. MILWAUKEE - Þrjátfu og elns árs gamail Bandarikjamaður að nafni Jeffrey Dahmer játaði að hafa orðið flórtán einstaldingum að bana, eftir að lögneglan hafði fúndið líkamsleifar á annan tug manna f fbúð hans í Milwaukee t Wisconsin. Svo virðist sem Dahmer hafi fulinægt afbrigði- legri kynþörf sinni á Ifkamspört- um fórnariamba sinna og grunur leikur einnig á að hann hafi étið hluta þeirra. NEW YORK - Rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn, Isa- ac Bashevis Singer, lést í gær, 87 ára að aidri. Singer, sem skrifaöi á hebresku, var Gyðing- ur og fæddist I Póllandi árið 1904, en flutti til Bandarikjanrta árið 1935. Hann hiaut Nóbels- verðiaunin í bókmermtum árið 1978. Meðal ffægra verka hans er smásagan „Yenti“ og hefur kvikmynd verið gerð eftir henni, sem m.a. hefur verið sýnd í fs- fenska ritóssjónvarpinu. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.