Tíminn - 26.07.1991, Page 5

Tíminn - 26.07.1991, Page 5
Föstudagur 26. júlí 1991 Tíminn 5 Mannréttindanefnd Evrópudómstólsins hefur úrskurðad kæru íslendings, vegna grófs brot á mannréttindum af hálfu íslenska ríkisins, tæka fyrir dómstólnum: TEKIÐ TIL ALVAR- LEGRAR MEÐFERÐAR Mannréttindanefnd Evrópudómstólsins hefur komist að þeirri nið- urstöðu að kæra Sigurðar Á. Siguijónssonar leigubílstjóra, um gróft brot á mannréttindum af hálfu íslenska ríkisins, sé tæk fyrir dómstólnum. Nefndin kemst að þeirrí niðurstöðu að þarna sé um að ræða alvarleg álitamál, sem nauðsynlegt sé að skera úr um hjá dóm- stólnum. Forsaga málsins er sú að 1. júlí 1989 tóku gildi ný lög frá Alþingi, sem skylduðu alla leigubílstjóra tií að vera í sama stéttarfélagi. Sam- kvæmt þeim þarf leigubílstjóri að vera félagi í Frama, stéttarfélagi leigubflstjóra, til þess að geta feng- ið leyfi til að alá leigubfl. Þessu vildi Sigurður Á. Sigurjónsson leigubflstjóri ekki una. Hann taldi það vera gróft brot á mannréttind- um að fótumtroða félagafrelsi með þessum hætti, og kærði hann mál- ið til Mannréttindanefndar Evr- ópudómstólsins. Tíunda júlí sl. komst mannréttindanefndin að þeirri niðurstöðu að málið væri tækt fyrir dómstólnum, þrátt fyrir mótmæli af hálfú íslenska ríkisins. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. er lögmaður Sigurðar. Hann sagði í samtali við Tímann í gær að nefnd- in hefði ekki kveðið neitt á um efni kærunnar, heldur aðeins tekið þá afstöðu að málið væri tækt. „Þetta þýðir að málið mun koma til efnis- legrar meðferðar, og í forsendum nefndarinnar kemur fram að þama er um að ræða alvarleg álitamál," sagði Jón Steinar. Aðspurður sagði hann að langflestum kærum, sem bærust til nefndarinnar, væri „kast- að út“ sem kallað er. „Það eru ekki nema langt innan við tíu prósent, ef ég man rétt, sem komast á þetta stig. Málið er því komið þarna til mjög alvarlegrar meðferðar,“ sagði Jón Steinar. Aðspurður sagði Jón Steinar að hér á landi væri það ekki skylda samkvæmt lögum, nema í þessu tilviki, að vera f stéttarfélagi. „í reynd er það hins vegar þannig að menn fá ekki vinnu á ákveðnum sviðum, nema þeir greiði félags- gjöld í þessi stéttarfélög. Það er vegna samninga, sem vinnuveit- endur og verkalýðshreyfingin hafa gert sín á milli um að félagsmenn verkalýðshreyfmga skuli hafa for- gangsrétt til vinnu hjá vinnuveit- endum. Það virkar þannig að ef einhver maður ræður sig í vinnu og er ekki í viðkomandi verkalýðs- félagi, þá er hann bara settur í það, sama hvað hann segir," sagði Jón Steinar. Hann sagði að þama væri ekki um sama hlutinn að ræða og Stjórn FFSÍ mótmælir því að greitt sé fyrir kaupum á laxveiðikvótum með aukn- um veiðiheimildum í íslenskri lögsögu: Tómstundaveiðar styrkt ar á kostnað sjómanna Stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Islands mótmælir því í samþykkt, sem send hefur veríð sjávarúvegsráðherra, að afhentar séu auknar veiðiheimildir í einstökum fisktegundum á íslandsmið- um til útlendinga, til að greiða fyrir kaupum á laxveiðikvóta í Atl- Að sögn Guðjóns A. Kristjánssonar, forseta FFSÍ, er verið að vísa til þess að lúðukvóti Færeyinga á íslandsmiðum var aukinn fyrr á þessu ári, en í kjölfar þess náðust samningar um kaup ís- lendinga á laxveiðikvóta Færeyinga. í samþykkt FFSÍ segir að með slíkri ráð- stöfun sé verið að styrkja tómstunda- veiðar hér á landi á kostnað sjómanna og útgerðar. „Við erum með þessari samþykkt að vara við því að þessi leið verði farin aftur, t.d. í samningum við Grænlendinga," sagði Guðjón. Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, hafnaði því alfarið að þessi mál tengdust, þegar Tíminn hafði samband við hann í gær. Hann sagði að menn hefðu greinilega misskilið þetta lúðumál frá byrjun. Hann sagði að á sínum tíma hefðu ekki verið neinar takmarkanir á lúðu- veiði Færeyinga. „Síðan voru settar ákveðnar takmarkanir á lúðu, vegna þess að þeir fóru að beita bátunum í auknum mæli á lúðuna. Menn ákváðu að spyma þama við fótum og leyfa þeim að veiða það magn, sem þeir höfðu verið að veiða á undanförnum árum, sem var 250 lestir. Síðan komu kvótar þeirra til endurskoðunar í ár og þá var heildaraflamagn lækkað, sem og þorskkvóti þeirra. Aftur á móti var ákveðið að rýmka þessar takmarkanir, sem settar voru á lúðuna, úr 250 upp í 450 lestir. Það tel ég að hafi ekki tengst þessu laxamáli á neinn hátt," sagði Jón. Aðspurður sagði Jón að Færeyingar veiddu nú í íslenskri lögsögu 11 þús. lestir. Af þeim væru 6600 lestir af þorski, ýsu, ufsa, karfa og grálúðu. Það væru kvótabundnar tegundir, sem þeir veiddu, og afgangsaflinn væru tegund- ir utan kvóta. „Hvemig, sem á máiið er litið, þá hafa þeirra veiðiheimildir utan kvóta engin áhrif á veiðiheimildir ís- lendinga. Það gæti hugsanlega haft einhver áhrif á veiðimöguleika ef menn legðu sig eftir keilu og löngu, sem þeir veiða mikið af,“ sagði Jón. Hann sagði að hér viö land væru engar takmarkanir á lúðuveiði og því erfitt að sjá hvernig þetta kæmi niður á ís- lenskum sjómönnum. Stjórn Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands skorar á stjómvöld í samþykkt sinni að efla eftirlit með veiðum útlendinga innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. ,Afar mikilvægt er að fiskveiðieftirlit með útlendingum verði ekki lakara en gagnvart íslensk- um aðilum eins og það er framkvæmt í dag. Einnig skal á það bent að sjálfsagt er að láta útlendinga, sem stunda veið- ar innan íslensku fiskveiðilögsögunn- ar, greiða þann kostnað, sem eftirlit- inu fylgir,“ segir í samþykkt frá stjórn FFSÍ. —SE fjallað væri um í kæru Sigurðar. „Ef það verður talið brot, þá er ekki þar með sagt að þetta fyrirkomu- lag, sem hér er á vinnumarkaðn- um, yrði talið brot. Hins vegar hlyti það að vera spurning sem þá blasir við mönnum," sagði Jón Steinar. Hann sagði að hér á landi hefðu til skamms tíma gilt þau lög að til þess að menn ættu rétt á atvinnu- leysisbótum, þá þyrftu þeir að vera í verkalýðsfélagi. „Það má að minnsta kosti setja spurningar- merki við þau lög, ef þessi kæra verður tekin til greina," sagði Jón Steinar. Aðspurður sagði hann að þeir hefðu frest fram í september til að skila frekari gögnum, og búast mætti við niðurstöðu nefndarinnar fljótlega í framhaldi af því. „Okkur hefúr verið tilkynnt um það að nefndin er til viðræðu um milli- göngu um sátt í málinu. Ef ríkið býður fram einhverja sátt í málinu, þá verður það skoðað.“ Jón Steinar sagði að ef niðurstaða nefndarinnar yrði sú að lögin, sem skylda alla leigubflstjóra til að vera í stéttarfélagi, brytu í bága við mannréttindasáttmálann, þá væri íslenska ríkið búið að skuldbinda sig til að breyta lögunum. „Við ís- lendingar höfum skuldbundið okk- ur, með aðild að þessum sáttmála, til að íslensk löggjöf sé í samræmi við hann og því væri íslenska rík- inu skylt að breyta þessu laga- ákvæði," sagði Jón Steinar Gunn- laugsson. -SE Samningur um álver: Skrifað undir á næsta ári Búist er við að efnislega verði gengið frá samningi um álver á Keilsnesi hér á landi nm miðjan næsta mánuð. Sam- kvæmt heimildum Tímans þá verða samningamir ekki und- irritaðir í ágúst, því eftir er að ganga frá nokkrum atriðum f þeim. Forstjórar Atlantsáls- fyrirtækjanna þriggja munu koma hingað til lands í kring- um 12. ágúst og eiga fund með Jóni Sigurðssyni iðnað- arráðherra. Eftir að gengið hefur verið frá samningnum, þá þarf að ieggja hann fyrir Alþingi og stjómir fyrirtækjanna þriggja og fá hann samþykktan. Ekki er ráðgert að Qallað verði um samninginn fyrr en á fyrsta ársQórðungi næsta árs. Ákveðinn tími viðræðnanna hefur verið ætlaður í það að fjármagna verkefnið, og áður en formiega verður skrifað undir samninginn þarf að vera búið að ganga frá fjár- magnsþættinum. Einnig þarf Alþingi að heimiia undir- skriftina annað hvort með heimildar- eða staðfestingar- lögum, en ekki hefur verið ákveðið hvor lelðin verður valin. Talið er að þetta komi þó ekki tfl með að fresta fyrir- huguðum framkvæmdum við álverið eða seinka þehn. Þessi óvissa á ekki heldur að koma tii með aö auka framkvæmda- kostnað. Um 2000 dollarar verða að fást fyrir tonnið af áU á samn- ingstímanum svo að Lands- virkjun fái nægUega hátt verð fyrir raforku sína. Því hefur veríð spáð að álverð verði lægra á næstu árum en áður hafði verið búist við. Sérfræð- ingar þykjast þó vera nokkuð vissir um það að álverð verði nægUega hátt tíi að skila Landsvirkjun háu raforku- verði. Lundúnaskrifstofa Sambandsins flytur Um síðustu helgi flutti Samband ísl. samvinnufélaga Lundúnaskrif- stofú sína frá London til bæjarins Brentwood í Essex. Brentwood er um 30 km í norðaustur frá Lond- on. Árið 1920 opnaði Sambandið skrifstofu í Leith í Skotlandi, en árið 1962 var sú skrifstofa flutt til London. Þar hefur skrifstofan ver- ið þar til hún flutti nú til Brent- wood. Tilgangurinn með þessum flutningi er að skapa starfsfólki betri starfsskilyrði og að draga úr tilkostnaði. Melgerðismelar: Hátíðisdagar hestafólks Nú um helgina, 27.-28. júlí, gangast hestamannafélögin Funi, Léttir og Þráinn fyrir „Hátíðisdögum hesta- fólks" á Melgerðismelum í Eyjafirði. Hátíðisdagarnir eru árviss viðburð- ur í starfi félaganna, og með stærri mótum sem haldin eru. Lögð er áhersla á að yfirbragð hátíðisdag- anna sé sem skemmtilegast og mótsgestir skemmti bæði sjálfum sér og öðrum. Auk hefðbundinna keppnisgreina munu mótsgestir og keppendur ríða út saman, haldin verður heljarmikil grillveisla og að sjálfsögðu dansað og sungið. Á laugardeginum verða undanrásir og forkeppni, en á sunnudeginum úrslit í öllum flokkum. Keppt verður í gæðingakeppni A- og B-flokks, í flokki fullorðinna, unglinga og barna. Einnig verður töltkeppni, op- inn flokkur og unglingaflokkar, gæðingaskeið, víðavangshlaup og parakeppni. Einnig verða kappreiðar þar sem keppt verður í 150 m og 250 m skeiði, 250 m og 350 m stökki og 300 m brokki. Að sögn mótshaldara er mikill fjöldi góðra hesta skráður til leiks, og því geta mótsgestir átt von á spennandi og skemmtilegri keppni. hiá-akureyri. Verslunarmannahelgin: Landsmót jeppamanna verður haldið á Vík Landsmót jeppamanna verður haldið í Vík í Mýrdal um verslun- armannahelgina. Mótið verður samtvinnað fjölskylduhátíðinni sem einnig verður haldin þar. Laugardaginn 3. ágúst verður keppt í torfæruakstri og gefur keppnin stíg tíi bikarmeistara Jeppaklúbbs Reykjavíkur. Keppt verður { tveimur flokkum, flokki sérútbúinna jeppa og í flokki götubíla. Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum varðandi fyrir- komulag keppninnar. Allir hclstu keppendur munu mæta í Vík og búast má við spennandi keppni { báðum flokkum. Keppnln verður haldin við flug- völlínn, en hann er skammt aust- an við Vík. Verðlaunaafhendingin mun síðan fara fram aö kvoldi keppnisdags, á Víkurhátíðinni. Sérhæfing skrifstofunnar á inn- kaupa- og fjármögnunarsviði þykir hafa gefist vel og undanfarin ár hefur afkoma skrifstofunnar verið góð. Á árinu 1990 nam heildarvelt- an 7570 milljónum króna, miðað við meðalgengi ársins. Starfsmenn skrifstofunnar eru fjórir. Fram- kvæmdastjóri hennar er Eggert Á. Sverrisson viðskiptafræðingur og hefúr hann gegnt því starfi frá ár- inu 1987. Gos í Geysi Geysir mun gjósa um þrjúleytið á laugardaginn nk. Það er Pepsium- boðið á íslandi, Gosan hf., sem býður fólki að sjá Geysi gjósa. Eins og nýlega hefur verið skýrt frá, hefur Náttúruverndarráð ákveðið að selja nokkur Geysisgos í sumar fyrir 120 þúsund krónur, og rennur ágóð- inn til náttúruverndar á Geysissvæð- inu. Það er Gosan hf. sem hefur orð- ið fyrst til að kaupa Geysisgos á þess- um nýju kjörum. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir til að horfa á gosið. Af reynslu frá fyrri Geysisgosum að dæma er rétt að ráðleggja fólki að vera tímanlega á ferðinni, því ævin- lega myndast nokkur örtröð í um- ferðinni í næsta nágrenni við Geysi, þegar von er á gosi. —SE

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.