Tíminn - 27.07.1991, Blaðsíða 2
10
HELGIN
Laugardagur 27. júlí 1991
Til sölu fasteignir á Eskifirði,
Vík í Mýrdal og Þorlákshöfn
Kauptilboð óskast í eftirtaldar húseignir:
Túngata 11, Eskifirði, neðri hæð, stærð íbúðar 283 m3,
brunabótamat kr. 5.132.000.- Eignin verður til sýnis í
samráði við Sigurð Eiríksson, sýslumann, Eskifirði, sími
97-61230.
Víkurbraut 21 a (sláturhús), Vík í Mýrdal, stærð eignar
5105 m3, brunabótamat kr. 26.636.000.-. Til sýnis í
samráði við Sigurð Gunnarsson, sýslumann. Vík í Mýrdal,
sími 98-71176.
Unubakki 42-44 (frystihús), Þorlákshöfn, stærð hússins
10061 m3, brunabótamat kr. 100.174,000.-. Húsið verður
til sýnis í samráði við Hallgrim Sigurðsson, Þorlákshöfn,
sími 98-33586.
Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá ofangreindum aðilum
og á skrifstofu vorri.
Tilboðum sé skilað til skrifstofu vorrar Borgartúni 7,
Reykjavík fyrir kl 11.00 þann 8. ágúst 1991.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykja-
víkur, óskar eftir tilboðum í einangraðar stálpípur, Prein-
sulated Steel Pipes.
Helstu magntölur eru:
2448 m af DN 900 stálpípum í DN 1100 mm plastkápu.
2800 m af DN 800 stálpípum í DN 1000 mm plastkápu.
1744 m af DN 700 stálpípum í DN 900 mm plastkápu.
auk tengistykkja.
Pípumar skal afgreiða á tímabilinu febrúar til júlí 1992.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 24.
september 1991, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
Innkaupastofnun ríkisins f.h. Ríkisspítala óskar eftir tilboð-
um í sjúkrarúm og náttborð fyrir almennar deildir og barna-
deildir.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 10. sept-
ember 1991 kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVlK
FORVAL-HUGBÚNAÐUR
Innkaupastofnun ríkisins f.h. Dómsmálaráðuneytisins mun
á næstunni bjóða út meðal valinna verktaka að
undangengnu forvali framleiðslu á notendahugbúnaði fyrir
aðfaragerðir. Verklok eru áætluð í maí 1992. Þeir hugbún-
aðarframleiðendur sem hug hafa á að gera tilboð í þetta
verk geta sent inn óskir um það ásamt þeim upplýsingum
sem farið er fram á í forvalsgögnum.
Forvalsgögn verða afhent frá og með mánudeginum 29.
júlí n.k. á skrifstofu vorri, Borgartúni 7 og skal skilað inn á
sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 13. ágúst n.k.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVlK
PRENTARI
Óskum eftir að ráða vanan prentara.
PRENTSMIÐJAN EDDA
SMIÐJUVEGI 3, KÓPAVOGI SÍMI 45000
„Þríhryggbrotmn
verinn var“
Litlu síðar kom Skarðssmalinn að
Ballará. Hann hét Matthías Jónsson
og Ragnhildar Jónsdóttur, Ketils-
sonar, föður Magnúsar sýslumanns.
Honum var hlynnt og lét séra Egg-
ert hann telja fram allar lifandi
skepnur er Skúli átti og heyrðu þar
margir til. Vissu menn að drengur-
inn var merkur og honum trúað til
framtalsins, en óvitandi var hann
um hvernig á þessu stóð. Þannig
varð hljóðbært að Skúli hefði gert
hin mestu tíundarsvik. En ei var
framar eftir því gengið, því bæði var
hann sýslumaður eins og sonur
hans, er báðir lágu á þeirri list, með-
an þeir bjuggu að Skarði, og báru
jafnan hina mestu umhyggju fyrir
að útsvör sín yrðu sem minnst til
hreppsins, enda náðu þeir vel þeim
tilgangi, hvar Þorvaldur skapaði þau
með hreppstjóranum. Skúli var
mjög reiður yfir mælgi smalans, er
svikin urðu þannig uppvfs, en hann
afsakaði sig með því að verið hefði
hann í grandaleysi.
„Búðardalsfrekja“
Skúli hafði að nokkru leyti alið
Matthías upp. Drengnum lá hátt
rómur, strigarödd og holmikil, eins
og í flest öllu Magnúsar Ketilssonar
fólki, er líka var í meira lagi fram-
hleypið. Þetta líkaði séra Eggert
mjög svo illa og kallaði það Búðar-
dalsfrekju.
Matthías hafði er hann varð full-
orðinn og giftur farið að búa úti á
Fellsströnd að Ytra-Felli. Gekk hon-
um erfitt og þurfti stundum að vitja
skyldmenna sinna inn á ströndina,
með því hann líka var útreiða- og
drykkjugjarn. Hann kom oft að Ball-
ará. Kallaði hann Guðrúnu Magnús-
dóttur systur sína; var hann þá ein-
att hávær og hafði séra Eggert oft
beðið hann að stilla rómnum, vera
lágmæltari og skafa ekki innan á sér
eyrun með hávaðanum. En þó þessa
væri góðlátlega beðið og Matthías
tæki því vel, vildi það gleymast hon-
um.
Matthías var stór vexti og nokkuð
svakalegur í fasi. Og nú var það að
hann kom einu sinni sem oftar að
Ballará. Séra Eggert sat í stofu sinni
nokkuð ölvaður. Matthías leitaði
þangað, lauk upp stofudyrunum, var
mjög svo hávær og gekk inn óboð-
inn. En áður en hann næði að heilsa
hafði séra Eggert gripið gamlan
spanskreyrstokk, silfurbúinn, er átt
hafði Skónála- Benedikt, faðir gamla
Boga í Hrappsey. Lét hann stokkinn
ganga um Matthías og pískaði hann
hátt og lágt, þar til stokkurinn loks-
ins rifnaði langs eftir og hrökk í
sundur. En Matthias leitaði þegjandi
undan út úr stofunni og grét. Kona
séra Eggerts gladdi Matthías ríflega,
svo honum varð hagur að hirting-
unni, þó hann þættist lerkaður. En
aldrei varð hann eftir það hávær í
nærveru séra Egggerts. Matthías
átti Elínu, systur Magnúsar Einars-
sonar í Dagverðarnesi.
Finnur Einarsson bóndi í Lágubúð
á Bjarnareyjum varð eitt sinn fyrir
slíkri refsingu af séra Eggert, er
fann honum það til saka að hann
hefði sýnt ræktarleysi örvasa föður
sínum, Einari Einarssyni á Ballará,
einnig fyrir tregðu á landskuldar-
gjaldi. En það læknaði kona séra
Eggerts með því að hún léði Finni
árlega slægjur fyrir ekkert í Galtar-
eyjarflögum meðan hún lifði. Séra
Eggert skipti sér ekkert um það og
lét það eins haldast eftir hennar dag.
Um þesskonar vandlætingar af væn-
um mönnum var aldrei neitt talað á
þeim dögum, meðan einhver hemill
var hafður á fólki til að þekkja skyld-
ur sínar. En á þessum verstu tímum
er yfir standa þorir varla nokkur
húsbóndi að berja hortugan strák.
Það heitir ódæða.
Ragnhildur og
Langeyingurínn
Skúli átti þrjú börn fyrir utan Jó-
fríði er á legg komust, Kristján,
Ragnhildi og Kristínu. Þær systur
voru í öllu fákunnandi, svo varla
mátti heita að þær kynnu að koma
mjólk í mat og ull í fat, en frekjufúll-
ar og framgjamar voru þær kallaðar
í meira lagi. Ragnhildur hafði í upp-
vexti sínum tekið geitur. Var hún
bæði óþrifin og vinnulítil. Herdís
Búadóttir, systir Bergs bónda á
Gröfum, kona Sigurðar bónda á
Manheimum, náði loks geitunum úr
henni og varð Ragnhildur sköllótt
með svart strý í vöngunum og kring
um hársrætur að aftan. Hún hafði
trúlofast Jóni Eggertssyni (bróður
Friðriks, sögumanns þessarar frá-
sagnar — innsk.) þá hann byrjaði
latínulærdóm hjá föður sínum. En
er hún hætti þeim lærdómi hafði
hún sagt Jóni upp þeim einkamál-
um við ráð föður síns, þá hann ekki
vildi læra. Eftir það komst á hana
óorð af strákum, einkum af Jóni
Langeying. Varð þá Skúli í ráðaleysi
um veturinn 1821 og reyndi með
öllu móti að stía á millum þeirra og
lét Ragnhildi sofa í sama húsi sem
þau foreldrar hennar sváfu í.
Geymdi Skúli hjá sér lykilinn, en án
hans varð ekki komist út úr eða inn
í húsið. Fylgdi hann dóttur sinni út
og inn og tók hann þessa pössun svo
nærri sér að hálf horaður varð hann
um vorið. Varð honum þessi um-
hyggja til sóma og Ragnhildi að láni,
og lét þá Skúli Langeyinginn í
burtu.
Skúli trúði systur sinni, Guðrúnu,
fyrir þessum vandræðum og komu
þau sér saman um að hún skyldi
leiða son sinn, Stefán, til að biðja
Ragnhildar og reyndi hún að setja
Stefáni fyrir sjónir hvílíkt happ hon-
um væri að fá hennar fyrir konu. En
hann var of kunnur heimilisháttum
á Skarði og lífshlaupi Ragnhildar til
þess að hann tæki undir að happ
Húsnæði óskast undir starfsemi
Heyrnar- og talmeinastöðvar Islands
Innkaupastofnun ríkisins f.h. Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins óskar eftir húsnæði undir starfsemi Heymar- og
talmeinastöðvar íslands til kaups eða leigu. Húsnæðið skal vera
laust nú þegar.
Um er að ræða húsnæði 700-800 nf, helst á einni hæð. Skal
það vera með góðu aðgengi fyrir fatlaða, í hljóðlátu umhverfi
og liggja vel við samgöngum.
Heyrnar- og talmeinastöð íslands starfar skv. lögum nr.35/1980.
Tilboð sendist Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík
fýrir 15. ágúst n.k.
Frekari upplýsingar veita Ingimar Sigurðsson, formaður
bygginganefndar, sími 609700 og BirgirÁs Guðmundsson,
yfirheyrnar- og talmeinafræðingur, sími 813855.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK
væri í að eignast hana og sagði móð-
ur sinni að ekki vildi hann eiga
Ragnhildi og mislíkaði henni það
svar.
Ragnhildur og
„gartnerinn“
En þá hljóp sfðla sumars á snærið
hjá Skúla, því Þorvaldur gartner
Sigurðsson kom þá að Skarði. Hafði
hann siglt og lært jarðyrkju hjá
Dursen og amtmaður Bjarni haldið í
hönd með honum. Var það að hans
undirlagi að Þorvaldur færi að
Skarði og var hann þar að öllu
ókunnugur um hagi Ragnhildar. En
brátt kynntust þau og giftist hann
henni þann 6. júní 1823. Var hún þá
23, en hann 26 ára gamall. Morgun-
gjöf hans var 100 spesíur, en heim-
anmundur hennar var Kvennahóll,
24 hundruð.
Ári síðar var Björn Gottskálksson
narraður til að taka Þorvald og
Ragnhildi til sín út í Hrappsey og
1825 byggði hann þeim af eyjunni á
móti sér. Gerði hann það móti ráð-
um konu sinnar, Ragnheiðar Boga-
dóttur. Braut hann einatt ráð henn-
ar og reyndi með skaða sínum að
hann hafði mest ógagn af því, því
hún var kona greind vel og góðgjörn
og um alla fullkomleika fremri öðr-
um systrum sínum og var hann
henni óvitrari.
Þorvaldur var í fyrstu nettur að
koma sér í mjúkinn hjá Birni, sem
ekki sá við honum í neinu. En af því
að Þorvaldur varð búandi á hálfri
eyjunni Ieiddi það að Björn, sem
missti konu sína af beinátu í kjálk-
anum 13. nóv. 1831, kiknaði allur
fyrir, rausn hans þverraði, vinátta
Þorvaldar kólnaði, Björn varð ofúr-
liði borinn, komst í skuldavafs og
beyglur, Þorvaldur fór vaxandi. Varð
hann þá ráðríkari — Ráðúlfur —.
Varð Björn þá vitlaus út úr öllu basl-
inu. Hann hafði vanist með Suður-
lands herrum og var nýmóðins mað-
ur hinn mesti og söng jafnan í vit-
leysunni: „Þá huldu gleði —“ Hann
hafði varað Þorvald við að hann
mundi verða vitlaus út úr peninga-
leysi, en fékk það svar hjá honum að
„Björn yrði þá vitlaus upp á sinn eig-
in reikning." Hrökk hann þá í burtu
úr Hrappsey, en Þorvaldur fór að
búa á henni allri.
Kvennamál Jóns
Eggertssonar
Jón Eggertsson fór út f Stykkis-
hólm eftir að Ragnhildur hafði hon-
um upp sagt og hélt áfram latínu-
lærdómi hjá kaupmanni Jóni Kol-
beinssyni. Komst hann þar í kunn-
ingsskap við Bogadætur, Hildi og
Sólveigu, og var bestu vonar um að
fá sér Ragnhildartapið bætt með
annarri hvorri. En Jarþrúður móðir
þeirra varð honum klókari, og komu
þeir assessor Bjarni Thorarensen og
Oddur apótekari og tóku þær út úr
miðjum manninum í Stykkishólmi.
Þá var vísan gerð:
„Þríhryggbrotinn verínn var
úr Veigar og Hildartcerum..."
En þegar undan öilum hleinum var
fallið í Stykkishólmi og enda Hildur
Guðmundsdóttir (Hval-Gvendar-
dóttir) þaðan, en hún varð kona Sig-
urðar Gíslasonar, prests í Selárdal,
en Sigurður var fyrst prestur á
Skógarströnd og svo á Stað í Stein-
grímsfirði. Þá var það að heimulegu
ráði gert milli móður Jóns og hans,
því hún unni honum mikið, að hún
skyldi verða milligöngumaður þess
við bróður sinn, sýslumann Skúla,
að Jón fengi dóttur hans Kristínu til
konu, og samdist það vel á milli
þeirra systkinanna, því að um það
leyti náði Jón dimission (stúdents-
prófi) úr skóla Jóns Kolbeinssonar.
Skúli vissi að hann sem elsti sonur
var borinn til að erfa Staðarhól og
voru öll líkindi á að hann mundi
verða kapellán föður síns.
Jón var ekki lítill um þær mundir á
förunum. Hann vissi sjálfur að hann
var mestur í húsi föður síns og
mesta eftirlætisbarn foreldra sinna
og sem þeirra augasteinn. Hann
þekkti nálega engan af ungum
mönnum standa sér jafnfætis að