Tíminn - 27.07.1991, Síða 3

Tíminn - 27.07.1991, Síða 3
Laugardagur 27. júlí 1991 HELGIN 11 allri karlmennsku og þreki. Lumdi hann lengst á því sjálfsáliti. Um þessar mundir átti hann ungan reið- hest, er hann kallaði Tígul, svo góð- an að hann gat á helgum orðið allra manna fremstur á Skógargötunum og löngu kominn heim að Skarði, áður aðrir kirkjumenn næðu þang- að. Var honum þá ekki meinað að tala við heitmey sína Kristínu og þó hún væri ekki gömul varð þeim brátt hið mesta girndarráð að ná saman. En allt fór þetta leynilega og svo að faðir Jóns vissi ekki með fyrstu af þeim ráðagerðum. Þá áformið var loks komið í góðar stell- ingar, bar Guðrún kona séra Egg- erts, það undir hans álit og þar með að Jón vildi yfir allt fá stúlkuna og að það væri eins hennar ljúfur vilji og að Skúli væri því fullkomlega sam- þykkur. Hann tók þurrlega undir þetta og kvað að Jóni mundu standa litlar heillir af að tengjast í Skúla hús. Það yrði næst til að orsaka tvenningu í sínu húsi og að Jón skyldi í óvina- flokkinn og óvíst væri að nokkuð kæmi út af honum og að þetta áform væri sér þvert um geð. Beiddi hún þá mann sinn með blíð- læti að verða ekki á móti og gefa sitt samþykki til að sá ráðahagur tækist, en hann kliðaði jafnan á því í þeirra samtali: „að það væri allt illt við Skúla hús að eiga. Hann væri ekki vænn maður og óhamingju og marga mæðu hefi ég haft“ — sagði hann — „af því að tengjast við Magnús Ketilsson og hans Væsen." Beiddi hún þá mann sinn í það minnsta að spilla ekki fyrir að vilja Jóns mætti verða framgengt, að hann fengi Kristínar, og stilla sig að engin misklíð yrði milli hans og Skúla um sumarið, meðan mál það lægi í lotum. Hann svarði hinu sama, að þetta væri ekki sitt ráð og hann skipti sér ekkert af því til eða frá, hún og Skúli skyldu hafa það allt eins og þeim sýndist og hann skyldi bera sig eftir beiðni hennar að stilla svo til að engin misklíð orsakaðist frá sinni síðu milli hans og Skúla um sumarið, þangað til hjónaband Jóns og Kristínar yrði fullkomnað. Leið svo sumarið að séra Eggert enti vel loforð sitt og allt var með spekt til þess 18. september 1829 að þau stúdent Jón og Kristín væru gefin saman í hjónaband í Skarðs- kirkju. Var hann þá 24 en hún 16 ára gömul. Hélt Skúli veislu dóttur sinnar og gaf henni í heimanmund 21 hundr. í Ytra- Fagradal, en séra Eggert gaf Jóni Saurhól, 24. hundr., og ákvað að hann mætti gefa konu sinni þá jörð í morgungjöf, en ef þau hjón yrðu barnlaus, þá mættu sínir erfingjar innleysa hana fyrir 80 spe- síur. Við erfidrykkjuna bar þeim séra Eggert og Skúla eitthvað á milli og komu svo harðar greinir í með þeim að Skúli hrökk úr stofunni, en séra Eggert reið samdægurs um kvöldið út að Ballará og varð ei kærara með þeim eftir heldur en áður hafði verið og þótti þá báðum illt að ráðahagur hafði tekist." Látum við þetta sýnishorn úr minningum Friðriks Eggerz nægja að sinni, en þótt stutt sé dugir það til að sýna hver andi og heimilis- bragur ríkti víða á góðbýlum á Skarðsströnd fyrir hálfri annarri öld. Ferðamöguleikar hér innanlands Perðalög hér innanlands hafa átt vaxandi vinsældum að fagna og sífellt fleiri nota nú sumarfrí sín til að skoða landið. Óhætt er að segja að af nógu sé að taka. Hér á eftir birtist lausleg samantekt á þeim möguleikum, sem fyrir hendi eru í hinum ýmsu landsfjórðungum, en rétt er að undirstrika að þetta er langt frá því að vera tæmandi samantekt og jafnvel ekki endilega merkilegustu möguleikarnir nefndir. Hins vegar ætti að fást nokkur yflrsýn, sem vonandi auðveldar þá væntan- legum ferðamönnum að velja þá staði og héruð sem þeir vilja heimsækja. Sigling, sjóstangaveiði og sunnudagur á Suðurnesjum Blaá lónið er vinsæll viðkomustaður ferðamanna á Suðurnesjum. Möguleikar til útivistar eru fjöl- breyttir og mjög aðgengilegir á Suðumesjum. A þetta bæði við um aðstöðu í og við þéttbýlið og ekki síður um útivistarsvæði utan byggðanna í ósnortinni náttúm. Margar fornar gönguleiðir liggja um skagann. Má þar t.d. nefna Prestastíg milli Grindavíkur og Hafna, Tóftarstíg frá Grindavík í átt að Njarðvík, Járngerðarstaðastíg, og Skógfellastíg frá Grindavík að Vogum. Iþéttbýlinu á Suðurnesjum eru sundstaðir bæði í Keflavík, Njarð- vík, Sandgerði og Grindavík. íþróttasvæði eru víða og þrír golf- vellir í nálægð bæjanna. Tjaldstæði er að finna í Grindavík og Garði. Sameiginlegt tjaldstæði er í Njarðvík fyrir Keflavík og Njarð- vík. Hótel og gistiheimili eru á báð- um stöðunum, en svefnpokagist- ingu er að fá í Grindavík og í Njarð- vík. Hægt er að stunda stangaveiði bæði á sjó og í tjörnum við Grinda- vík þar sem eldisfiski hefur verið sleppt í tjarnir. Sjóstangaveiði er nú rekin frá Suðurnesjum. Báturinn er staðsettur í Sandgerði, en lagt er upp frá Vogum eða Sandgerði eftir atvikum eða öðrum þeim stað sem um kann að talast. Fastar brottfarir eru á laugardögum og sunnudög- um kl. 9:00. Auk áðurnefndra brott- fara er hægt að leigja bátinn eftir nánara samkomulagi hvort sem er til sjóstangaveiði eða til útsýnissigl- inga eins og t.d. út að Eldey. Sunnudagur á Suðurnesjum er ný ferð ávegum SBK, sem er íboði fyr- ir ferðafólk. Hún er jafnt fyrir inn- lenda sem erlenda ferðamenn. Ekið er með áætlunarbifreið frá BSÍ til Keflavíkur. Þar tekur leiðsögumað- ur við og fylgir ferðafólki um Suð- urnes. Fyrst er farið um Garðskaga og Sandgerði. Garðskagaviti er skoðaður, en þaðan er frábært út- sýni til Faxaflóagarðsins. Þaðan liggur leiðin í Sandgerði og áfram að Hvalnesi en þar þjónaði séra Hallgrímur Pétursson. Eftir hádegi er svo farið til Hafna og á Reykja- nestá um stórkostlegt landslag áfram til Grindavíkur. Eftir stutta viðkomu í Grindavík er haldið að Bláa lóninu þar sem fólki gefst kost- ur á að prófa iónið. Þaöan er haldið að Grímshól á Stapanum og horft til Faxaflóafjallhringsins. Leiðin liggur svo þaðan aftur til Keflavíkur og komið er til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið. Nokkuð er um að akstursíþróttir séu stundaðar á svæðinu, en ætlast er til þess að þær séu iðkaðar á til þess ætluðum stöðum í samvinnu við þá er skipuleggja þau mál. Þá eru margir hestar á svæðinu og getur fólk fengið leigða hesta ef það hefur áhuga á því. Þeir sem vilja fá ítarlegri upplýs- ingar um það sem hægt er að gera á Suðurnesjum, geta leitað til upplýs- ingamiðstöðvarinnar í Leifsstöð eða Umferðarmiðstöð Keflavíkur. -SIS ÞAÐ STANSA FLESTIRI HRUTAFIRÐI SÍMI95-1115« aAtítSf'

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.