Tíminn - 27.07.1991, Qupperneq 7

Tíminn - 27.07.1991, Qupperneq 7
Laugardagur 27. júlí 1991 HELGIN 15 mennskan er í æsifregnastíl, þar er stöðugt einhver fáránlegur leikur (bingó) á síðunum með ógnarháum verðlaunum. Mikið er af væmnum „sönnum sögum" og kynt er undir barnaleg þjóðernissjónarmið, þar sem grunnt er á útlendingahatrinu. Áhersla er lögð á frásagnir af leikur- um og sjónvarpsstjörnum og íþróttir fá vel útilátið rými. Þarna eru og myndir af ungum stúlkum með öll mál í góðu lagi. Þótt blaðamenn á þessum blöðum haldi fast fram að þau hafi sín glöggu sérkenni, virðist öðrum að helsti munurinn sé sá að Daily Mirror (sem styður Verka- mannaflokkinn) veigri sér við að birta myndir af „topplausum" stúlk- um á síðu þrjú, eins og hin blöðin, sem eru íhaldssinnuð. TENGSLIN VIÐ STJÓRNMÁLA- FLOKKANA Skoði menn úrvalið hjá enskum blaðasala mætti ætla að fjölbreytnin sé óendanleg, svo margvíslegar séu skoðanirnar og umfjöllunin. En sviðið er þrengra en í fyrstu virðist vera. Bresku blöðin hneigjast lang- flest til að styðja einhvern pólitískan flokk. Aðeins eitt stórblaðanna, Daily Mirror, styður þó Verkamannaflokk- inn afdráttarlaust. Þótt Guardian sé fremur í andstöðu við íhaldið, þá er blaðið ekki endilega hliðhollt Verka- mannaflokknum. Independent held- ur því staðfastlega fram að það sé staðsett í miðju breskrar stjórnmála- umræðu, þótt margir efist um til- veru miðjunnar í tvíflokkakerfi Breta og segi að á miðjum veginum sé ekk- ert annað að finna en dauða brodd- gelti! Financial Times Iæst vera yfir hið daglega amstur hafið og Today hefur fyrir skemmstu tekið afstöðu með Græningjum. Þau blöð, sem enn eru ótalin og skipta í milli sín flestum öðrum áskrifendum, eru ákafir verjendur stefnu íhaldsflokks- ins, sér í lagi Daily Mail, sem hefði viljað halda Thatcher við völd til dómsdags. ERLENDIR BLAÐAEIGENDUR Ástæða þess hve hinn hugsjónalegi vettvangur bresku blaðanna er þröngur er að eignarhaldið á blöðun- um er í höndum mjög fárra manna. Til dæmis á Rupert Murdoch, Amer- íkani sem eitt sinn var ástralskur ríkisborgari, þrjú dagblöð. Þau eru Times, Sun og Today og auk þess á hann tvö sunnudagsblaðanna, Sunday Times og News of the World. Tvö af þessum blöðum, Times og Sunday Times, keypti hann af Thom- sonfjölskyldunni, sem var kanadisk. Robert Maxwell, fyrrum tékkneskur ríkisborgari, á Daily Mirror, Sunday Mirror og People. Kanadíski auðjöf- urinn Conrad Black á Daily Tele- graph, Sunday Telegraph og vikurit- ið Spectator. Svona má halda áfram. Daily Ex- press og sunnudagsfylgirit þess eru í eigu breskra manna, en þeir keyptu þau af Aitkenfjölskyldunni er hafði erft þau frá Beaverbrook. Hann kom til Bretlands frá Kanada árið 1910. Observer á Lonhro-hópurinn, en for- maður hans, „Tiny" Rowland, er af þýsku ætterni. Hið merkilegasta er þó ekki eignarhald útlendra manna á blöðunum, þótt sums staðar væri slíkt bannað, heldur að hér skuli vera um svo voldug blöð að ræða og svo einlit í málflutningi. UPPGANGSTÍMAR OG LÆGÐIR Á fyrstu áratugum aldarinnar ein- kenndust bresku blöðin af miklum krafti og uppgangi. Þá tók við langt hnignunarskeið, sem loks var rofið af nýrri uppsveiflu er hófst 1985. Stefnan var mörkuð af djörfum framkvæmdamönnum, eins og Harmsworth-bræðrunum og Beaver- brook lávarði, sem segja má að hafi fundið upp blöðin sem náðu vin- sældum meðal almennings. Eina ráðið, sem Alfred Harmsworth er sagður hafa gefið blaðamönnum sín- um, var þetta: „Missið aldrei tilfmn- inguna fyrir því yfirborðslega, vinir rnínir." Um miðja öldina bar mest á blaðaeigendum sem minna gáfu fyrir að hljóta fjárhagslegan arð af blöð- unum, en pólitísk áhrif, þjóðfélags- leg ítök önnur ýmis og boð í hinar virðulegustu veislur, að ógleymdri Það var þá áhrifalítið „breiðsíðu" blað, sem ætlað var fólki með ein- hverja sérmenntun. Hann minnkaði brotið þegar í stað og heimtaði að blaðið yrði ritað þannig að það félli að smekk almúgans á götunum og gaf þar hvergi eftir. Sagt var um rit- stjórann er hann réð, Larry Lamb, að hann „mætti ekki sjá flagg né merki án þess að reyna að draga það niður í svaðið“. En eins og ameríski vitring- urinn H.L. Mencken sagði, þá varð enginn nokkru sinni gjaldþrota á því að vita hvað almenningur vildi. Sun hjó skarð í raðir áskrifenda fléstra hinna blaðanna, einkum áskrifenda Daily Mirror. Árið 1976 hafði Sun skotið Daily Mirror fullkomlega ref fyrir rass og viðvörunarljósin í blaðaheiminum tóku að blikka í ákafa. Sem vænta mátti urðu viðbrögð keppinautanna þau að fyrst þeir ekki gátu slegið Murdoch við yrðu þeir að taka upp hans aðferð. Varð þetta til þess að öll blöðin í minna brotinu tóku nú að laga sig að smekk þeirra er minnstar gerðu kröfurnar um andríkið og til urðu „vinsælu" blöðin, eins og við nú þekkjum þau. Murdoch var líka nærstaddur þegar síðasti naglinn var rekinn í líkkistu gamla kerfisins. Ár- ið 1984 gaf íhaldsstjórnin út lög sem skertu vald verkalýðsfélaganna til boðunar og framkvæmdar verkfalla verulega. Við þetta færðist sá hugur í útgefanda nokkurn úti á landi að hann stofnaði nýtt blað — Today. Út- gefandi þessi, Eddie Shah, sá fram á að með því að nota nýja prenttækni, tölvur og notkun texta er blaðamenn unnu beint, mátti stórlækka kostn- að. En þessari innrás var hrundið. Today komst í hendur gömlu blaða- eigendanna og Shah dró sig í hlé og sleikti sár sín. En hann hafði brotið ísinn. í anda aðferðar hans stofnaði Andreas Whittam Smith, ritstjóri Daily Telegraph, blaðið Independent, en það er eina „alvarlega" stórblaðið í Bretlandi sem stofnað hefur verið á þessari öld. ROY OG REGLUSTIKAN Einn af þessum metorðapoturum var Roy Thomson (síðar Thomson lá- varður), klókur Kanadamaður, og lýsti hann hlutskipti sínu sem blaða- eiganda í skoska sjónvarpinu sem „leyfi til peningaprentunar". Árið 1959 keypti hann Sunday Times, er þá stóð mjög höllum fæti, af Kems- leyfjölskyldunni. Hann gerði Harry Evans að ritstjóra og varð vitni að miklum uppgangi blaðs síns. Thom- son sást eitt sínn á baðströnd þar sem hann var með Sunday Times í höndunum og virtist ekki vera að lesa blaðið — heldur mæla það með reglustiku. Komst þá sú saga á kreik að hann hefði verið að mæla hlutfall auglýsinganna í blaðinu. Sögunni var ætlað að vera til marks um hve lítið Thomson skeytti um hugsjóna- lega hlið blaðamennskunnar. Samt keypti hann Times, sem allir vissu að aldrei mundi gefa arð. Hann setti blaðið á einkareikning sinn, svo hluthafar í öðrum fyrirtækjum hans mundu ekki skaðast ef illa færi. Þetta áhugaleysi (að því er virtist) um fjárhagslegan ávinning var við- loðandi fram yfir 1960 og ríkjandi var mikið kæruleysi um viðgang blaðanna, er Ieiddi til allrahanda óstjórnar. Einkum notuðu félög prentara sér aðstöðu sína til þess að hræða blaðstjórnirnar, sem engan stuðning fengu frá eigendunum. Því gátu blaðstjórnirnar engu stjórnað og völdin færðist í hendur verkalýðs- félaganna. Þau réðu hverjir unnu, hvar og hvenær, hvaða tækni skyldi notuð og hvenær vinna var lögð nið- ur. Eftir að Thomson hafði keypt Sunday Times 1959 átti hann fund með starfsmönnum, en þar var full- trúi verkalýðsfélagsins kominn. „Komdu sæll, ég er nýi eigandinn," sagði Thomson við hann. „Það má vera að þú eigir blaðið, en ég rek það,“ sagði maðurinn. BYLTINGARMAÐURINN Financial Times. Sumir segja það blað þeirra sem „eiga landið". voninni um aðalstign. Það merkilega er að þessi löstur greip ekki aðeins um sig meðal breskra blaðaeigenda, heldur voru útlendingar, er náðu eignarhaldi á bresku blaði, fljótir að tileinka sér hann. MURDOCH Þrír óvæntir atburðir urðu til þess að raska þessu ástandi og í öllum þrem tilvikunum átti ástralskur framkvæmdamaður hlut að máli — Rupert Murdoch, en hann kom til Englands með það nýstárlega sjónar- mið í farteskinu að blöð væru fyrst og fremst gróðafyrirtæki. Fyrsti merkisatburðurinn gerðist er Murdoch keypti News of the Worid, sem rambaði á barmi gjaldþrots. Eig- endur voru Carrfjölskyldan. Þessir sakleysingjar féllu að fótum Murdochs í von um að sleppa úr klónum á Robert Maxwell. Murdoch lýsti kaupunum síðar sem „mesta ráni á eftir Lestarráninu mikla". Þegar hann seinna keypti Times af Maxwell væntu allir að hann ræddi um þann heiður að standa að svo virðulegu blaði. En Murdoch kom mönnum á óvart, með að lýsa yfir að Times væri „eins og hvert annað blað“. Það kom líka á daginn að ein- mitt þannig hagaði hann rekstrin- um. Viðburður númer tvö átti sér stað er Murdoch keypti Sun árið 1969. BURT UR FLEET STREET Mest áhrif hafði uppgötvun Shah þó að því leyti að Murdoch flutti nú alla blaðaútgáfu sína úr Fleet- Street í miðju Lundúna í ný húsakynni í Wapping, þar sem áhrif verkalýðsfé- laga voru í lágmarki. Eins og alltaf þegar Rupert Murdoch gerði eitt- hvað, fylgdu hinir á eftir. Er nú ekk- ert blað gefið út lengur í „Stræti smánarinnar", eins og skopblaðið Private Eye komst að orði. Þetta virðist sanna að í breska blaðaheim- inum er ekkert eins líklegt til árang- urs og öfgarnar. (Þýtt úr Scanorama) FJARFESTING ERLENDRAAÐILA í ATVINNUREKSTRI Á ÍSLANDI, FYRIR OG EFTIR 25. MARS1991. Athygli innlendra fyrirtækja í eigu erlendra aðila, að hluta eða öllu leyti, er vakin á ákvæðum laga nr. 34/1991 um tilkynningarskyldu til Seðlabanka íslands, gjaldeyriseftirlits, sbr. auglýsingu Seðlabankans i Morgunblaðinu 14. júní 1991 og Lögbirtingarblaði nr. 78/1991. Samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða, bar að tilkynna fjárfestingu erlendra aðila hér á landi, sem átt hafði sér stað fyrir gildistöku nefndra laga, innan þriggja mánaða frá gildistöku laganna. Eyðublöð fyrir tilkynningar fást afhent hjá Seðlabanka íslands, gjaldeyriseftirliti. Brot gegn ákvæðum laganna varða við 12. grein þeirra. Reykjavík, 21. júlí 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.