Tíminn - 27.07.1991, Qupperneq 14

Tíminn - 27.07.1991, Qupperneq 14
22 HELGIN Laugardagur 27. júlí 1991 ÆSAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAK> En þeim var öruggara að halda sig frá frænkum hvors annars. Þögnin ríkti í hverfinu þegar sólin kom upp yfír hávaxin mangó- trén. Austanáttin, sem yfirleitt fylgir sólarupprásinni í Miami, var farin að láta til sín taka og gerði andrúmsloftið aðeins svalara. í hverfínu, þar sem flestir íbúarnir eru af latneskum uppruna, lítur fólk vel eftir hvað öðru. Hverfisverðimir eru á varðbergi gagnvart ókunnugum og grunsamlegum bílum. Þeir athuga allt, sem þeim fínnst ekki alveg í lagi, og tilkynna það samstundis til lögreglu. Sú var raunin þegar einn íbúanna tók eftir dökkgrænu Datsun- bif- reiðinni sem hafði verið lagt við gatnamót. Bifreiðin virtist mann- laus og íbúar hverfísins höfðu engar sérstakar áhyggjur af henni þegar þeir veittu henni fyrst athygli að kvöldi 8. mars 1982. En þeg- ar hún stóð þar enn morguninn eftir, var ákveðið að kanna málið frekar. Bifreiðin stóð á gatnamótum með lokaða glugga og læstar dyr. Einn íbúanna ákvað að líta nánar á hana, þegar hann var með hund- inn sinn á morgungöngu. Hann leit inn um glugga og sá röndótt teppi í farangursrýminu. Með lík í skottinu Þegar réttarlæknirinn hafði rakað hnakka Jorge Yanes komu glögglega í Ijós þeir áverkar sem morðingi hans hafði veitt honum. Forvitni hans var vakin og hann leit nánar á teppið. Honum dauðbrá þeg- ar hann sá blóðugt mannshöfuð standa undan teppinu. Maðurinn snerist á hæli og hringdi umsvifalaust á lögreglu og lét vita af hinni óhugnaniegu uppgötvun sem hann hafði gert. Celso Perez rann- sóknarlögreglumaður kom á vett- vang kl. 11.20 fyrir hádegi, rétt um það leyti sem sjúkraliðar voru að skoða ummerki á líkinu. Skömmu síðar kváöu sjúkraiiðamir upp þann úrskurð að maðurinn væri látinn. Síðan tóku þeir saman tól sín og tæki og héldu á brott. Perez hófst þá þegar handa við að vernda vettvang. Hann lokaði svæð- inu umhverfis bifreiðina með köðl- um og kallaði síðan eftir aðstoð til morðdeildarinnar. Þaðan komu þrír lögreglumenn skömmu síðar undir stjórn Roberts Murphy. Morðdeildarmennirnir skoöuðu bifreiðina og óskemmtilegt innihald hennar. Síðan yfirheyrðu þeir fólkið, sem hafði fyrst veitt bif- reiðinni athygli kvöldið áður, og manninn sem hafði fundið Iíkið. Eftir að hafa gert ráðstafanir til að vernda vettvang var hafist handa við að rannsaka máiið. Fyrst var að mynda bifreiðina í bak og fyrir og leita í henni. Starfsmaður tækni- deildar var fenginn til að fram- kvæma það. Hann myndaði bílinn að utan og innan frá öllum sjónarhorn- um og skráði hjá sér allt sem fyrir augu bar. Þetta var verk sem ekki mátti kasta til höndunum við. Tæknimaðurinn vissi sem var að glatað fingrafar eða blóðblettur, sem ekki var tekið eftir, gat orðið til þess að eyðileggja málsrannsókn og gera saksóknara erfitt fyrir. Síðan var bíllinn dreginn til starfs- svæðis tæknideildar þar sem leitað skyldi að fingraförum og öðru sem að gagni kynni að koma. Starfsmað- urinn, sem að þessu starfaði, var mjög fær og fékk allan þann tíma og aðstoð sem til þurfti. Eftir að allt hafði verið myndað og skráð hófst réttarlæknirinn handa við að rannsaka líkið á vettvangi. Líkið hafði legið í bílnum í nokkrar klukkustundir og of kunnugleg ná- lyktin lá í loftinu. Réttarlæknirinn setti upp þunna gúmmíhanska og hóf að afklæða líkið. Blóð hafði lekið úr líkinu og sest í kekki á andlit þess og skyrtuna. Hrottalegar aðfarír Þegar læknirinn færði líkið úr skyrtunni sáust mörg stungusár vinstra megin á bringunni. Réttar- læknirinn áleit að þarna væri bana- meinið að finna, en hélt þó áfram rannsókn sinni. Þegar hann kom að höfði líksins gerði hann aðra óhugn- anlega uppgötvun. Höfuðleðrið hafði verið tætt á mörgum stöðum, að því er virtist með þungum höggum. Læknirinn áleit að annar hvor eða báðir áverkarnir, á höfðinu eða bringunni, hefðu reynst banvænir. Að þessari frumrannsókn lokinni var líkið flutt í líkhúsið þar sem krufning skyldi fara fram. Rannsóknarlögreglumennimir Hugo Barrera og Bruce Robertson höfðu starfað saman um alllangt skeið. Þeim kom vel saman og vissu hvers þeir máttu vænta hvor af öðr- um. Báðir voru þeir þaulvanir morð- rannsóknum og létu einskis ófreist- að til þess að koma morðingjunum á bak við lás og slá. Þegar þeir komu til líkhússins, til að fá þar niðurstöður krufningarinnar, biðu þeirra ófélegar fréttir. Hinn látni hafði orðið fyrir mörgum mjög þungum höfuðhöggum, með þeim afleiðingum að höfuðleðrið var sundurtætt, höfuðkúpan brotnað á nokkrum stöðum og heilinn skaðast. Læknirinn skýrði Barrera og Robert- son frá því að höggin hefðu verið veitt af miklum krafti með þungu áhaldi. Læknirinn og lögreglumenn- irnir veltu því fyrir sér hvaða áhald hefði verið notað og giskuðu helst á þunga homaboltakylfú eða eitthvað því um líkt. Barrera og Robertson yfirgáfu nú líkhúsið og hófu tilraunir til að láta bera kennsl á líkið. Þó svo að þeir álitu að hinn látni væri skráður eig- andi Datsun- bifreiðarinnar urðu þeir að vera hudnrað prósent vissir. Einnig urðu þeir að hafa upp á ætt- ingjum hins látna og láta þá vita hvað gerst hafði. Þetta er erfiðasti hluti hverrar morðrannsóknar, en verður að framkvæmast og það sem allra fyrst. Datsun bifreiðin var skráð á Jorge nokkum Yanes, sem skráður var til heimilis í vesturhluta Miami. Lög- reglumennirnir tveir héldu til þess heimilisfangs og hittu þar fyrir nokkrar konur af latneskum upp- runa. Með aðstoð þeirra kom í ljós að Vegfarandanum, sem leit af rælni inn um afturrúðuna á grænum Datsun, brá í brún þegar hann gerði sér grein fyrir að lík lá undir röndótta teppinu. hinn látni var Yanes og hafði hann átt að koma heim um klukkan hálf- átta kvöldið áður. En vitanlega hafði hann ekki gert það. Lögreglumenn- irnir héldu áfram að yfirheyra harmi slegna ættingja hins látna í þeirri von að þeir hefðu einhverjar upplýs- ingar um hver morðinginn kynni að vera. Þetta er erfiður tími fyrir ætt- ingjana, en lögreglumennirnir verða að fá allar upplýsingar eins fljótt og unnt er. Fyrstu klukkustundir morð- rannsóknar eru afar mikilvægar og hvert smáatriði getur skipt sköpum. Það, sem virst getur lítilvægt og ómerkilegt í byrjun, getur orðið til að leysa erfitt mál. En því miður vissu ættingjamir fátt um vini hins látna eða viðskipti, og gátu fáar vísbendingar gefið varð- andi það hver kynni að hafa orðið honum að bana. Næstu vikur voru hugsanleg vitni yfirheyrð, ótal vísbendingum fylgt eftir og sett var gæsla við heimili hins látna, fyrirtæki hans og jafnvel við jarðarförina. Allt þetta erfiði bar þó engan árang- ur. Þrátt fyrir mikla vinnu, sem lögð var í þetta mál, var lögreglan engu nær um hver hefði framið þetta sóðalega morð. Því miður var fólk stöðugt að láta lífið í Miami. Sumir voru myrtir, aðr- ir féllu fyrir eigin hendi og enn aðrir létust af eðlilegum orsökum. Starfs- menn morðdeildarinna verða að tak- ast á við málin eftir því sem þau ber að og geta ekki einbeitt sér að einu einstöku máli, þó svo að þeir vildu það oft gjaman. Vitni í New Orleans Rúmu ári eftir að lík Jorge Yanes fannst barst lögreglunni fyrsta raun- vemlega vísbendingin. Þann 22. apr- fi 1983 barst lögreglunni í Miami símtal frá lögregiunni í New Orleans. Þær upplýsingar fengust að kona hefði gefið sig fram við lögregluna í New Orleans, sem kvæðist hafa mik- ilvægar upplýsingar varðandi morð- ið á Jorge Yanes. Þegar þessar upp- lýsingar bárust hafði Barrera látið af störfum við morðdeildina og hafið störf hjá alríkislögreglunni. Eins og venjulega höfðu starfsmenn morðdeildar öðrum hnöppum að hneppa, en véku frá sér öllu öðm,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.