Tíminn - 30.07.1991, Qupperneq 2

Tíminn - 30.07.1991, Qupperneq 2
2 Tíminn Fangavarðafélag íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun að vista á ný ósakhæfa afbrotamenn í fangelsum: Smánarblettur á heilbrigðiskerfinu Fangavarðafélag íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun stjóm- valda að vista á ný ósakhæfa afbrotamenn í afplánunarfangelsum. „Um áratuga skeið hefur sá smánarblettur hvflt á íslenska heil- brigðiskerfinu að geðsjúkum afbrotamönnum hefur verið neitað um viðeigandi meðferð og aðhlynningu. Lausnin, sem þessu ógæfu- fólki hefur verið boðin, er vistun í afplánunarfangelsi ótímabund- ið,“ segir í ályktun frá stjóra félagsins. Jafnframt segir að í fangelsum sé starfsfólk ekki sérmenntað til um- önnunar geðsjúkra manna eða kvenna; eins séu aðstæður til að sinna þessu fólki nánast engar. „Þetta fólk hefur einfaldlega verið „geymt“ í aíþlánunarfangelsum nánast án þess að til hafi komið sér- stakt eftirlit geðlækna eða annarra sérfræðinga. Það hefur oft sætt furðu meðal fangavarða hve geð- heilbrigðisþjónustunni leyfíst að hafna algjörlega tilteknum hópi geðsjúklinga um nauðsynlega að- stoð.“ í greinargerð, sem Jóhannes A. Sævarsson hdl. hefur gert fyrir Fangavarðafélagið um lagalega hlið þessa máls, segir, að ekkert sé tekið á málefnum öryggisgæsluþola í lög- um nr. 48/1988 um vistun sakhæfra manna. Það þyki undirstrika þann vilja löggjafans, sem fram kemur í almennu hegningarlögunum, að ótækt teljist að vista þennan hóp manna á refsivistarstofnunum með- al afplánunarfanga. „Sú ætlun stjórnvalda að vista geð- sjúka afbrotamenn að nýju á refsi- vistarstofnunum verður því að telj- ast mikil afturför frá þeirri viðleitni, sem farið var að bera á og fólst í að færa málefni þessara manna í átt til þess sem löggjafinn ætlaði í upphafi við setningu alm. hgl.,“ segir í greinargerð Jóhannesar. —SE Búnaðarbanki íslands efnir til: HUGMYNDA- SAMKEPPNI Búnaðarbanki íslands efnir um þessar mundir til hugmyndasam- keppni um útlit og skipulag af- greiðslusala í útibúum. Samkeppn- in er háð í samvinnu við Arkitekta- félag íslands og verða þátttakendur að nota útibú bankans í Kópavogi og Háaleiti sem umgjörð um hug- myndir sínar. I fréttatilkynningu frá bankanum segir að tilefni samkeppninnar sé að breyta afgreiðslusölum bankans í takt við nýja tíma. Þá kemur og fram að keppnislýsing liggi frammi hjá Arkitektafélagi ís- lands, en keppnisgögn hjá Guðlaugi Gauta Jónssyni arkitekt, sem er trúnaðarmaður keppninnar. Skila- frestur er 5. nóvember n.k. -HÞ Kvef eða veirusýkingar í efri loftvegum hrjáð fólk í júnímánuði: 715 skráð tilfelli Samkvæmt skýrslu um farsóttir í Reykjavíkurumdæmi í júní 1991 leituðu 715 einstaklingar til læknis vegna kvefs og annarra veirusýk- inga í efri loftvegum. Hundrað og níu leituðu lækninga vegna iðrakvefs. 33 tilfelli greindust með Iungnabólgu, 11 með hlaupa- bólu og 14 með hálsbólgu af völdum sýkla. Aðeins einn var skráður með kíg- hósta, og sama reyndist með mis- linga. Enginn var skráður með in- flúensu, einkirningasótt, rauða hunda, hettusótt eða matareitrun. Einn einstaklingur var skráður með maurakláða. Þessar tölur voru teknar saman úr skýrslu einnar heilsugæslustöðvar, tveggja lækna og Læknavaktarinnar sf. -sis Þriðjudagur 30. júlí 1991 llndirbúningur að samtökum gegn EES í fullum gangi: Undirtektir framar öll- um vonum Bjarni Einarsson, einn af for- svarsmönnum tun stofnum samtaka gegn evrópsku efna- hagssvæði, segir að stefnt sé að því að samtökitt verði formlega stofnuð þegar lfða fer á ágúst. „Undirtektir hafa verið gífur- lega góðar, miklu betri en mað- ur þorði að vona,“ segir Bjarni. Starfshópar eru starfandi um allt land við undirskriftasöfnun og fleira. .Aðalatriði málsins er að pína fram þjóðaratkvæðagreiðsiu, ef EES-samnÍngurinn verður samþykktur. í raun er maður undrandi yflr að þurfa þess, því þama er um tvímælalausa full- veidisskerðingu að ræða, og brot á stjómarskránni. En þess- ir menn vflja ekki túika það þannig og því verðum við að fara þessa leið og ætlum að fá meirihluta þjóðarinnar bak við þessa kröfu,“ segir Bjaml Ein- arsson. Utanríkisráðherra írlands: Veiddi í landhelgi Utanríkisráðherrar írlands og ís- lands fóru ásamt konum sínum í sjóstangaveiði sl. laugardag úti á Faxaflóa á sjóstangaveiðibátnum ms. Áraesi. Ferðin var liður í opinberri heim- sókn írska ráðherrans hingað til lands. Á myndinni sést írski ráð- herrann Gerard Collins draga á land tvo af þeim fjölmörgu fiskum sem hann krækti í, en hann og kona hans voru hreint ótrúlega fiskin. Ut- anríkisráðherrafrúin íslenska stóð sig líka vel, en fáum sögum fór af ráðherranum sjálfum. Að því er hann sagði sjálfur frá, veiddi hann eina undirmálslýsu, en sjónarvottar sáu hann einnig draga upp tor- kennilegt botndýr, sem virtist vera einhvers konar svampur. Bátsverji hafði á orði, þegar hann sá feng ís- lenska utanríkisráðherrans, að hann skildi nú hvers vegna núverandi sjávarútvegsráðherra væri ekki til í að skipa krata sem formann nefndar sem á að sjá um endurskoðun sjáv- arútvegsstefnunnar. Timamynd: SE AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1984-1.fl. 01.08.91-01.02.92 kr. 53.859,13 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi,1 og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júlí 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS Öryggisgæsla og góður aðbúnaður í fyrirrúmi í Húnaveri: Engin áfengis- leit skipulögð Rokktónlistarhátíðin Húnaver ‘91 verður haldin í fjórða sinn nú um verslunarmannahelgina. Geysimikfl vinna hefur verið lögö í að gera alla aðstöðu sem best úr garði, bæði fyrir hátíðargesti og þá listamenn sem fram koma. Á hátíðinni koma fram alls 45 hljómsveitir. í fréttatilkynningu frá aðstandend- um hátíðarinnar kemur fram að ekki verður um skipulagða Ieit að áfangi að ræða. En öryggisgæsla og góður aðbúnaður verður í fyrirrúmi. Miðað er við að gestir séu á 16. aldursári eða eldri, nema þeir séu í fylgd með og á ábyrgð sér eldri gesta. Aðgangseyrir er að öllu meðtöldu kr. 5.900,- fýrir helgina alla 2.-6. ágúst. Sætaferðir frá Reykjavík og Akureyri, auk allra helstu kaupstaða á landinu. -js Sumarmót AA-samtakanna Sumarmót AA-samtakanna verður haldið að venju dagana 2.-5. ágúst nk. að Húsafelli. Þar koma fram ýmsir AA-félagar og einnig gestir frá Al-Anon samtökunum, sem eru samtök aðstandenda alkóhólista. AA-samtökin eru félagsskapur karla og kvenna sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir, svo að þau megi leysa sameiginlegt vanda- mál sitt og séu fær um að hjálpa öðr- um til að losna frá áfengisbölinu. Á Húsafelli er sundlaug, heitir pottar, gufuböð og minigolf, svo eitt- hvað sé nefnt. Einnig mun Snigla- bandið leika fyrir dansi. Sætaferðir eru frá Umferðarmið- stöðinni föstudaginn 2. ágúst kl. 18.30. Aðgangseyrir er kr. 2.200,- og frítt fyrir 16 ára og yngri. -js

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.