Tíminn - 30.07.1991, Page 9

Tíminn - 30.07.1991, Page 9
Þriðjudagur 30. júlí 1991 Tíminn 9 Greinargerð um bleikjueldi hérlendis: ÍSLENDINGAR VEL SAMKEPPNISFÆRIR Ólafur ísfeld Sigurðsson, fískeldisráðunautur Búnaðarfélags ís- lands, hefur tekið saman greinargerð um stöðu bleikjueldis að beiðni stjómar BÍ. Þar kemur fram að í fyrra hafí verið flutt út 69 tonn af eldisbleikju, aðaliega til Bandaríkjanna. Gott verð fékkst fyrir bleikjuna, eða um 8 $ á kg fyrir 1-2 kg fisk CIF í New York. Það gefur um 300 kr. skilaverð til stöðvar, sem er all- nokkru hærra en almennt skilaverð fyrir lax um þessar mundir. Fram- boð af bleikju er takmarkað, áætlað er að heildarframboð í heiminum verði aðeins um 1.120 tonn í ár. í greinargerðinni segir að bleikju- eldi sé enn sem komið er á tilrauna- og þróunarstigi og að það væri því enn óráðlegt að hefja, með mikilli fjárfestingu, framleiðslu í stórum stíl. Jafhframt kennir reynslan af laxeldi okkur að það þarf meira til en fjöldauppbyggingu á eldisstöðv- um ef laxeldi á að verða arðbær at- vinnugrein. í greinargerðinni kemur m.a. fram að flestar þjóðir heims gera sér nú grein fyrir mikilvægi fiskeldis í framtíðinni, vegna fyrirsjáanlegrar vöntunar á fiskmeti fyrir hinar ríku iðnvæddu þjóðir. Því hafa þessar þjóðir sett sér langtíma stefnuskrá um uppbyggingu lagadýraeldis þar sem gerð er grein fyrir hvemig staðið skuli að þróun þessarar fjöl- breyttu atvinnugreinar. Á sama tíma lítur út fyrir að hér- lendis ætli menn að gefast upp og pakka saman. Slíkt væri mjög mis- ráðið og mundi bitna á komandi kynslóðum. Laxeldi á ekki einungis í erfiðleikum hér á landi, heldur er við svipaða erfiðleika að glíma hjá öðrum framleiðsluþjóðum. Þrátt fyrir það sjá þær framtíðarmögu- leikana í fiskeldinu. Það er háð ýmsum skilyrðum að bleikjueldið geti haslað sér völl hér á landi. Hægfara uppbygging bleikjueldis er talin vænlegust. Rannsóknir og kynbætur eru nauð- synlegar, svo og markaðsrannsókn- ir til að viðunandi rekstrarskilyrði séu fyrir hendi. Athuganir hafa leitt í Ijós að eldis- bleikja er eftirsótt vara víða í heim- inum. Einnig er ljóst að aðstæður til bleikjueldis eru jafn góðar og jafnvel betri hér á landi en í helstu samkeppnislöndum okkar, Kanada, Noregi og Grænlandi. Ef rekstar- skilyrði reynast viðunandi getum við boðið eldisbleikjuna á sama verði, ef ekki lægra verði, en þessi lönd. -SIS Innlagt kjöt hjá SS minnkað vegna vanskila við bændur: Fær kjöt frá Goða í ágúst Samkvæmt uppiýsingum frá Framleiðsluráði landbúnaðarins hefúr innlagt kjöt hjá SS minnkað meira að undanfömu en nemur samdrætti í kindakjötsframleiðslunni. Það má, samkvæmt heimildum Goða hf., m.a. rekja til þess að SS hefur ekki getað staðið í skilum við bændur um greiðslu fyrir sauðfíárafurðir og hafa framleiðendur því leitað til ann- arra sláturleyfishafa. SS hefúr að þessum sökum vantað kjöL Ástæðan er ekki sú að Goði hafi neit- að SS um sölu. Vegna frétta um við- skipti SS og Goða hefur Goði hf. óskað eftir að koma eftirfarandi upp- lýsingum á framfæri um viðskipti fyr- irtækisins við Sláturfélag Suður- lands: í nóvember 1990 seldi Búvörudeild Sambandsins (nú Goði hf.) SS 190 tonn af kjöti, sem SS fékk á góðum kjörum og vaxtalausum greiðslu- fresti. SS hefur ekki enn greitt Goða þetta kjöt að fúllu. Á liðnum vetri leitaði SS eftir kaup- um á 50 tonnum af ærkjöti hjá Goða hf. Sú sala var samþykkt af hendi Goða og skyldi SS fá 60 daga vaxta- lausan greiðslufrest á kjötinu frá lok- um úttektarmánaðar. Um var að ræða kaup á vinnslukjöti sem SS notaði i kjötvinnslu sína. SS fór fram á afslátt á skráðu verði sem ekki fékkst. Skömmu síðar falaðist SS eftir 50 Tennis og trimm Nú í sumar starfrækir íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur þrjá tennisvelli á svæði Skautasvellsins í Laugardal. Vellimir eru opnir alla daga frá kl. 9:00 til 21:00 og eru leigðir á 500 kr. á klukkustund. Spaðar og boltar eru leigðir á 100 kr. Mjög góð bað- og búningsað- staða er við vellina. Mögulegt er að bóka tíma í símum 679705 og 685533. Er ennfremur veitt aðstoð við útvegun mótspilara og hægt er að fá tilsögn í tennis. Tennisvellir eru einnig við gervi- grasvöllinn í Laugardal og eru þeir leigðir á 300 kr. á tímann. Upplýs- ingar um þá velli fást í síma 36634. íþrótta- og tómstundaráð vekur at- hygli á því að bað- og búningsað- staða er opin öllum, þeim sem trimma í Laugardalnum, gegn 100 kr. gjaldi. tonnum til viðbótar. Salan hafði hins vegar verið það góð hjá Goða að fyrir- tækið gat ekki orðið við þessari beiðni. Hinn 24. júní sl. óskaði SS munn- lega eftir að kaupa 100 tonn af DIA diikakjöti frá Goða hf., eða neyslu- kjöti, sem fulltrúar Goða tóku vel undir. Það var staðfest í bréfi 26. júní. SS svaraði með bréfi dags. 3. júlí þar sem fram kom að SS óskaði eftir að kaupa 130 tonn af DIA dilkakjöti á tímabilinu 15. júlí til 15. ágúst með 6% afslætti frá heildsöluverði, sem greitt yrði með vaxtalausum víxli með 60 daga gjaldfresti frá lokum úttekt- armánaðar. Þessu kauptilboði hafnaöi Goði í bréfi 15. júlí á þeirri forsendu að um óeðlileg viðskiptakjör væri að ræða, en kvaðst reiðubúinn til að halda viðræðum áfram. Tvenns konar ástæður eru fyrir því að viðskiptakjörin voru talin óeðlileg. í fyrsta lagi að opinber verðlagning dilkakjöts gefi ekki svigrúm á þeim af- slætti, sem SS fór fram á. í öðru lagi hafi verið farið fram á 35 daga lengri greiðslufrest en reiknað er með í verðlagningu kjötsins. í samtali 17. júlí var bréfið frá 15. áréttað við SS og boðist til að veita nokkum afslátt. Hinn 23. júní tókst samkomulag um að Goði seldi SS100 tonn af dilkakjöti (DIA) með 3% afslætti af heildsölu- verði kjötsins og vaxtalausum greiðsl- um til 2. nóvember nk. Kjötið verður afgreitt í ágúst. -SIS Ný landsstjórn ITC á íslandi Á sjötta landsþingi ITC á íslandi, sem haldið var dagana 24.-26. maí sl., var ný stjóm Landssamtakanna kjörín fyrir starfsáríð 1991-1992. Stjórnina skipa: Sigríður Jóhanns- dóttir forseti, Kristín Hraundal 1. varaforseti, Ingimunda Loftsdóttir 2. varaforseti, Rósa Halldórsdóttir ritari, og Ólöf Gísladóttir gjaldkeri. Nýja stjórnin tekur til starfa 1. ágúst nk. Fráfarandi forseti er Halldóra Guð- mundsdóttir. Regluleg starfsemi hefst í byrjun september og stendur til loka maí. ITC er kjörinn vettvang- ur fyrir þá sem vilja auka sjálfstraust sitt, læra fundarsköp og öðlast færni í að vinna í samvinnu við aðra. Margir fyrrverandi aðilar í ITC hafa verið kjörnir til forystu og trún- aðarstarfa í öðrum félögum svo og á vinnumarkaðnum. -js Rannsóknasamkeppni ungra Evrópubúa: Allir unglingar á aldrinum 15-20 ára geta tekið þátt Árlega er haldin samkeppni Evr- ópuþjóða um rannsóknaverkefni á sviði umhverfismála á vegum stofn- unarínnar Jugend forscht og Deut- sche Bank í Þýskalandi. Keppnin í ár verður haldin 21. til 26. nóvem- ber nk. í Frankfurt við Main. Allir unglingar á aldrínum 15-20 ára geta tekið þátt í keppninni, óháð því hvort þeir eru í skóla eða á vinnu- markaðnum. Umhverfisráðuneytið hefur milligöngu um að undirbúa þátttöku íslenskra unglinga til að fara sem fulltrúar íslands. Þessi samkeppni er vettvangur til að tengja hugvísindi, náttúruvísindi og tækni. Nauðsynlegt er að um sé að ræða frumhugmyndir og úr- vinnslu, sem koma frá unglingun- um sjálfum og sem geti stuðlað að bættu umhverfi. Verkefnin geta ver- ið einstaklingsverkefni, unnin af tveimur saman eða hópverkefni. Ferðir til Þýskalands og uppihald þeirra, sem komast í lokaúrslitin, er greitt af Deutsche Bank. Á síðasta ári tók ísland í fyrsta sinn þátt í þessari keppni. Þrjár ísfenskar stúlkur fóru sem fulltrúar íslands til Þýskalands með tvö verkefni. Ein stúlknanna lýsti verkefni sínu með þremur máluðum myndum, og voru þær keyptar til þess að nota til kynn- ingar á samkeppninni í ár. Tilkynning um þátttöku og efnis- þætti verkefnis þurfa að hafa borist Umhverfisráðuneytinu eigi síðar en 15. ágúst nk., en verkefnin sjálf fyrir 30. ágúst nk. Allar nánari upplýsing- ar um tilhögun keppninnar er hægt að fá hjá ráðuneytinu. -js Þorkell aðstoðar Sighvat Sighvatur Björgvinsson, heilbrígð- is- og tryggingaráðherra, hefur ráð- ið Þorkel Helgason prófessor sem aðstoðarmann sinn. Jafnframt hef- ur Þorkeli verið veitt leyfi frá störf- um við Háskóla íslands. Þorkeli verður einkum falið að starfa að endurskoðun heilbrigðis- og tryggingaþáttar velferðarkerfis- ins, með það í huga að stuðla að aukinni hagkvæmni og skilvirkni. Þorkell Helgason stundaði nám í stærðfræði og aðgerðagreiningu og lauk doktorsprófi frá Massachusetts Institute of Technology árið 1971. Síðan hefur hann unnið hjá Háskóla íslands og var skipaður prófessor við Raunvísindadeild árið 1985. -js

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.