Tíminn - 30.07.1991, Síða 10
lOTíminn!
Þriðjudagur 30. júlí 1991
MINNING
Gunnlaugur Kristjánsson
aðstoðarbankastjóri
Fæddur 6. apríl 1929
Dáinn 21. júlí 1991
Kveðja frá Landsbanka íslands
Enginn má sköpum renna, og oft
kemur kallið óvænt þegar dauðinn á
í hlut. Gunnlaugur Kristjánsson,
aðstoðarbankastjóri í Landsbankan-
um, sat fund bankaráðs þann 18.
þ.m. og vann sín störf eins og venju-
lega, en að kvöldi sama dags veiktist
hann skyndilega á heimili sínu og
var fluttur á sjúkrahús þar sem
hann lést eftir aðgerð þann 21. þ.m.
Gunnlaugur var fæddur í Reykja-
vík, þann 6. apríl 1929, sonur hjón-
anna Ingibjargar Gunnlaugsdóttur
og Kristjáns F. Jónssonar. Faðir
hans lést ungur að árum, og ólst
Gunnlaugur upp hjá fósturforeldr-
um móður sinnar, Elínu Ólafsdóttur
og Jóni Sigurðssyni, skipstjóra hjá
Alliance h/f, sem bjuggu á Blómst-
urvöllum við Hverfisgötu.
Gunnlaugur gekk í Menntaskólann
í Reykjavík, og lauk stúdentsprófi
þaðan 1949. Hann hóf störf í Lands-
bankanum 31. mars 1953, og starf-
aði við allflestar deildir bankans
þannig að hann ávann sér mikla
þekkingu á uppbyggingu og starf-
semi þeirrar stofnunar, sem hann
helgaði krafta sína til dauðadags. Af
því leiddi að honum voru falin
margbreytileg trúnaðarstörf í bank-
anum. Hann var ráðinn aðalbókari
1961 og aðstoðarbankastjóri 1969
og hin síðustu ár var hann jafnframt
ritari bankaráðs og skráði fundar-
gerðir þess. Nokkrum sinnum fór
Gunnlaugur heitinn í kynnisferðir á
vegum bankans til Danmerkur og
Englands.
Gunnlaugur kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Hallgerði Sigurgeirs-
dóttur, þann 9. mars 1957. Þau eign-
uðust tvo syni, Jón Braga, fæddan
28. júní 1958, og Björgvin, fæddan
21. aprfl 1961.
Að leiðarlokum vill undirritaður
fyrir hönd Landsbanka íslands
þakka Gunnlaugi Kristjánssyni að-
stoðarbankastjóra fyrir langt og gott
starf í þágu bankans. Hann var
traustur maður og vel látinn af sam-
starfsmönnum sínum. Bankinn
vottar eftirlifandi konu hans, sonum
þeirra og öðrum aðstandendum
innilegustu samúð.
Eyjólfur K. Sigurjónsson,
formaður bankaráðs
Landsbanka íslands
Það er skarð fyrir skildi í framvarð-
arsveit Landsbanka íslands þegar
Gunnlaugur Kristjánsson er geng-
inn fyrir ætternisstapann um aldur
fram. Gunnlaugur var sá starfs-
manna Landsbankans sem hvað
gjörkunnugastur var starfsemi
bankans, enda hafði hann unnið
bankanum nær allan sinn starfsdag,
hin síðari árin sem aðstoðarbanka-
stjóri.
Gunnlaugur var mjög háttprúður í
umgengni og jafnlyndur, þótt skap-
laus væri hann ekki. Hann var stál-
minnugur svo með ólíkindum mátti
telja og gat auðveldlega rifjað upp
hin margvíslegustu efni og atriði í
rekstri bankans áratugi aftur í tím-
ann. Hann var maður vinsemdar og
velvildar og vildi hvers manns vand-
ræði leysa, þótt hagur bankans sæti
að sjálfsögðu í fyrirrúmi hjá honum.
Hann var maður þéttur á velli og
þéttur í lund.
Mér þótti vænt um Gunnlaug
Kristjánsson. Kynni okkar voru að
vísu skammvinn, en aldrei bar hinn
minnsta skugga á samskipti okkar,
og átti hann svo sannarlega drýgri
þátt í því. Hann tók mér í upphafi af
ljúfmennsku og hlýju sem ég fæ
ekki fullþakkað.
Landsbanki íslands sér nú á bak
góðum dreng og gegnum liðs-
manni. Starfsfólk bankans saknar
vinar í stað. Bankastjómin þakkar
honum dygga og þarfa þjónustu og
órofa vináttu. Hallgerði konu hans
og sonum em sendar innilegar sam-
úðarkveðjur.
Sverrir Hermannsson
Það voru váleg tíðindi er mér bár-
ust s.l. sunnudag, að Gunnlaugur
Kristjánsson aðstoðarbankastjóri
væri látinn.
Gunnlaugur var fæddur í Reykjavík
6. aprfl 1929, sonur hjónanna Ingi-
bjargar Gunnlaugsdóttur og Krist-
jáns F. Jónssonar, en hann lést ung-
ur að ámm. Gunnlaugur ólst upp
hjá fósturforeldrum móður sinnar,
Elínu Ólafsdóttur og Jóni Sigurðs-
syni, skipstjóra hjá Alliance hf„ er
bjuggu á Blómsturvöllum við Hverf-
isgötu hér í Reykjavík.
Gunnlaugur hóf störf í Landsbanka
íslands 31. mars 1953 og starfaði við
allflestar deildir bankans fyrstu árin.
Var ráðinn aðalbókari bankans 1961
og síðan aðstoðarbankastjóri í sept-
ember árið 1969 og gegndi því starfi
farsællega til dauðadags. Gunnlaug-
ur fór í nokkrar námsferðir til Evr-
ópulanda á vegum bankans.
Hann lauk stúdentsprófi frá M.R.
1949.
Gunnlaugur Kristjánsson giftist
eftirlifandi konu sinni, Hallgerði
Sigurgeirsdóttur, 9. mars 1957. Þau
eignuðust tvo syni, Jón Braga, f.
28.06.1958, og Björgvin, f.
21.04.1961.
Gunnlaugi kynntist ég mjög vel í
starfi og vomm við góðirvinir innan
bankans sem utan. Því er það sárara
en orð frá lýst að Gunnlaugur sé
horfinn sjónum. Sá andi ríkti í
kringum Gunnlaug, að allir bám
fyllsta traust til hans og mikla virð-
ingu fyrir þekkingu hans á banka-
málum og var mjög leitað ráða til
hans um þau mál.
Ég votta Hallgerði konu hans og
sonum mína dýpstu samúð við frá-
fall góðs drengs og frábærs vinar.
Hans verður sárt saknað innan
Landsbankans.
Arí F. Guðmundsson
Andlát Gunnlaugs Kristjánssonar,
aðstoðarbankastjóra Landsbanka ís-
Iands, bar snöggt að. Hann lést 21.
þ.m. eftir skammvinn veikindi.
Gunnlaugur á að baki langan og
gifturíkan starfsferil innan Lands-
bankans. Hann réðst til starfa við
bankann árið 1953, var ráðinn aðal-
bókari 1961 og aðstoðarbankastjóri
1969. Frá árinu 1988 gegndi hann
jafnframt stöðu ritara bankaráðs.
Kynni okkar Gunnlaugs hófust um
mitt ár 1988 þegar ég kom til starfa
í Landsbankanum. Ég minnist
hversu Ijúfmannlega hann tók á
móti mér og varð með okkur góður
vinskapur. Daglegt samstarf við
Gunnlaug var bæði ánægjulegt og
lærdómsríkt. Hann miðlaði af mik-
illi reynslu um allt gangverk Lands-
bankans, bæði menn og málefni, en
hafði líka næmt auga fyrir hinu
spaugilega í tilverunni.
í störfum sínum var Gunnlaugur
mikill Landsbankamaður. Hagur
Landsbankans var honum ætíð ofar-
lega í huga þegar við ræddum sam-
an. Hann kunni góð skil á hinu stóra
og smáa í bankastarfsemi. Að minni
hyggju var þó aðalsmerki Gunn-
laugs hversu töluglöggur og minn-
isgóður hann var. Þessir eiginleikar
gerðu hann að raunsæismanni sem
hvatti menn oftar en ekki til var-
kárni þegar nýjungar börðu á dyr.
Gunnlaugur kvæntist eiginkonu
sinni, Hallgerði Sigurgeirsdóttur,
árið 1957 og eignuðust þau tvo syni.
Þau voru samhent og viðmót Hall-
gerðar gagnvart okkur hjónum var
hið sama og Gunnlaugs þegar ég
hitti hann fyrsta sinni, afar ljúf-
mannlegt. Við Sólveig sendum Hall-
gerði okkar innilegustu samúðar-
kveðjur, svo og sonum þeirra og
öðrum aðstandendum. Gunnlaugs
mun verða saknað innan Lands-
bankans. Eftir lifir minningin um
góðan og heiðarlegan mann.
Björa Líndal
Guðmundur Kristjánsson
Fæddur 5. mars 1903
Dáinn 15. júní 1991
Guðmundur Kristjánsson bóndi í
Arnarbæli í Grímsnesi var fæddur í
Suðurkoti í sömu sveit 5. mars
1903. Foreldrar hans voru Kristján
Sigurðsson bóndi, bróðir Þórðar
Sigurðssonar hins fróða á Tanna-
stöðum í Ölfusi, og kona hans Guð-
rún Jónsdóttir. Kristján flutti að
Arnarbæli 1909 og bjó þar til 1932.
Guðmundur stundaði sjómennsku
á vertíðinni nokkuð áður en hann
settist um kyrrt og hóf búskap. Var
hann sjálfur þátttakandi í útgerð við
Faxaflóa. Útgerðin gekk vel þrátt
fyrir kreppu og lágt fiskverð og
högnuðust þeir sem áttu. Guð-
mundur tók við búi í Arnarbæli
1932 og bjó þar meðan heilsan ent-
ist.
Kona Guðmundar var Sigríður
Árnadóttir frá Oddgeirshólum í
Hraungeröishr. Börn þeirra eru 4.
U1
Sambýlismaður minn
Stefán Kristjánsson
Ysta-Koti f V.-Landeyjum
lést af slysförum 26. júlí síöastliðinn.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Valgerður Sigurjónsdóttir
fyrrv. bóndi í Arnarbæli
Guðmundur var góður búmaður,
sérstaklega var til þess tekið hvað
hann hafði góðar nytjar af kúnum.
Guðmundur var ekki neinn sérstak-
ur þrekmaður, en eigi að síður var
hann með allra afkastamestu mönn-
um til verka og öll verk léku í hönd-
um hans. í viðræðum var hann bæði
rökfastur og málsnjall, og flutti mál
sitt þannig að eftirminnilegt var
þeim sem á hlýddu. Barngóður var
Guðmundur, og fjölmörg börn
dvöldust í Arnarbæli hjá honum í
hans löngu búskapartíð. Skapaðist
oft ævilöng vinátta milli Guðmund-
ar og þeirra, sem hann hafði mikla
ánægju af.
Kynni okkar Guðmundar voru ein-
göngu í sambandi við veiðimál. í Ár-
nessýslu eru margir staðir fagrir, en
þó finnst mér þar hvergi eins fagurt
og víða með Hvítá.
Þessa fegurð kunni Guðmundur að
meta. Hann bjó á einni bestu lax-
veiðijörðinni og var bundinn henni
órjúfandi böndum.
Hvítá rennur skammt fyrir framan
bæinn í Arnarbæli og er aðstaða til
netaveiði þar ágæt. Þessa aðstöðu
kunni Guðmundur að nýta. Þegar
sótt var að laxveiðihlunnindum
bænda var enginn skeleggari en
Guðmundur að verja rétt þeirra.
Hann átti til að vera allhvassyrtur og
virtist hrjúfur á yfirborðinu, en eigi
að síður var hann viðkvæmur og
sáttfús.
Kynni mín af Guðmundi hófust um
1950 er ég fór að sækja aðalfundi
Veiðifélags Árnesinga reglulega. Þá
voru mikil átök meðal félagsmanna
veiðifélagsins. Þessi átök leiddu til
þess að nýir menn komu í stjórn fé-
lagsins. Einn þeirra manna, sem þá
komu í stjórnina, var Guðmundur í
Arnarbæli, og var hann í henni með-
an heilsa leyfði. Á efri árum bagaði
Guðmund að honum dapraðist sýn,
svo hann varð að hætta að aka bfl.
Um margra ára skeið sá Guðmund-
ur um klakveiði fyrir veiðifélagið, og
um dreifingu seiðanna á vorin. Þó
Guðmundur væri veiðimaður var
hann fyrst og fremst ræktunarmað-
ur. Hann vissi að ræktunin er undir-
staða búskaparins og ræktun grip-
anna, sem breyta gróðri jaröar í af-
urðir, varð að fara saman. Sama lög-
mál hlaut að gilda með laxinn. Hann
sá að ef jafnvægi ætti að haldast í
laxastofni árinnar yrði ræktun að
koma til.
Við, sem starfað höfum með Guð-
mundi í Arnarbæli að veiðimálum
um áratuga skeið, munum minnast
hans sem hins skelegga baráttu-
manns og þökkum honum langt og
ánægjulegt samstarf.
Jón Guðmundsson, Fjalli
Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I
Reykjavfk 26. júll tll 1. ágúst er I
Laugamesapótekl og Arfaæjarapótekl. Það
apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsl-
una frá kl. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 að
morgnl virka daga en kl. 22.00 á sunnudög-
um. Upplýslngar um læknis- og lyfjaþjón-
ustu eru gefnar I sfma 18888.
Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands
er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Sím-
svari 681041.
Hafnarfjörðun Hafnarfjarðar apótek og Norð-
urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá
kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug-
ardag ki. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-
12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600.
Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek
eru opin virka daga á opnunartima búða. Apó-
tekln skiptast á sina vikuna hvort að sinna
kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er
opiö i þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til
kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00-
12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja-
fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I
síma 22445.
Apótek Keflavfkur: Opið virka daga frá k.
9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al-
mennafridaga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá
kl. 8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30-
14.00.
Selfoss: Selfoss apótek er oplð til kl. 18.30.
Opið er á laugardögum og sunnudögum kl.
10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga
til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00-
13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00.
Garðabær: Apótekið er opið rúmhelga daga
kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
Alnæmlsvandlnn. Samtök áhugafóiks um
alnæmisvandann vilja styðja smitaöa og sjúka
og aðstandendur þeirra, simi 28586.
Læknavakt fyrir Reykjavfk, Seltjamames og
Kópavog er i Heilsuvemdarstöð Reykjavikur
alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar-
dögum og helgidögum allan sólarhringinn.
Á Seltjamamosi er læknavakt á kvöldin Id.
20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokað á
sunnudögum. Vitjanabeiönir, slmaráðleggingar
og timapantanir i sfma 21230. Borgarspltalinn
vakt frá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem
ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans
(simí 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysa-
deild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sóþ
arhringinn (slmi 81200). Nánari upplýslngar um
lyflabúðir og læknaþjónustu erugefrrar I sim-
svara 18888.
Ónæmisaðgerðlr fyrir fullorðna gegn mænusótt
fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavfkur á
þriðjudögum Id. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér
ónæmisskírteini.
Garðabær: Heilsugæslustööin Garðaflöt 16-18
er opin 8.00-17.00, simi 656066. Læknavakt er I
sima 51100.
Hafnarljöröur: Heilsugæsla Hafnarfjarðar,
Strandgötu 8-10 er opin virka daga ki. 8.00-
17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100.
Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00
virka daga. Sfmi 40400.
Keflavfk: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn
á Heilsugæslustöð Suöumesja. Simi: 14000.
Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráögjöf f
sálfræðilegum efnum. Slmi 687075.
Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19
til kl. 20.00. Kvennadelldin: kl. 19.30-20.00.
Sængurkvennadelld: Alla daga vikunnar kl.
15-16. Heimsóknartlmi fyrir feður kl. 19.30-
20.30. Barnaspftali Hrlngslns: Kl. 13-19 alla
daga. Öldrunartækningadeild Landspftal-
ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu-
lagi. - Landakotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl.
16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17.
Heimsóknartími annarra en foreldra kl. 16-17
daglega. - Borgarspítalinn f Fossvogl: Mánu-
daga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir
samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum
kl. 15-18.
Hafnarbúölr: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvita-
bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartlmi frjáls
alla daga. Grensásdelld: Mánudaga ti föstu-
daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnudaga
kl. 14-19.30. - Hcilsuvemdarstööin: Kl. 14 til
kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftali:
Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl.
19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl.
17. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl.
17 á helgidögum. - Vffilsstaðaspftali: Heim-
sóknartími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. -
SL Jósepsspítall Hafnarfirðl: Alla daga ki.
15=16.og-19=.ia3a
Sunnuhlíð hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim-
sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi.
Sjúkrahús Koflavfkurtæknishéraðs og
heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar-
hringinn. Slml 14000. Keflavík-sjúkrahúslð:
Heimsóknartími virka daga kl. 18.30-19.30.
Um helgar og á hátlöum: Kl. 15.00-16.00 og
19.00-19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heim-
sóknartfmi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-
20.00. A barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra
Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofuslmi frá
kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akra-
ness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er
alla dagakl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30.
Reykjavfk: Neyðarsimi lögreglunnar er 11166
og 000.
Seltjamames: Lögreglan sími 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100.
Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið
og sjúkrabifreið slmi 11100.
Hafnarfiörður: Lögreglan sími 51166, slökkvi-
lið og sjúkrabifreiö sími 51100.
Keflavfk: Lögreglan simi 15500, slökkvilið og
sjúkrabill simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401
og 11138.
Vestmanneyjar: Lögreglan, simi 11666,
slökkviliö simi 12222 og sjúkrahúsið simi
11955.
Akureyri: Lögreglan slmar 23222, 23223 og
23224, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 22222.
Isafjörður Lögreglan slmi 4222, slökkvilið slmi
3300, brunaslmi og sjúkrabifreiö sfmi 3333.