Tíminn - 30.07.1991, Side 15

Tíminn - 30.07.1991, Side 15
Þriðjudagur 30. júlí 1991 Tíminn 15 Stigamót í frjálsum íþróttum: Einar var nálægt íslandsmeti sínu Einar Vilhjálmsson úr ÍR kastaði 85,30m á stigamóti FRÍ á Varm- árvelli í Mosfellsbæ um helgina og var því aðeins 18 sentimetra frá íslandsmeti sínu í greininni. Tveir gestir frá Eistlandi komu í næstu sætum. Þá náði Pétur Guð- mundsson sínu besta kasti á ár- inu í kúluvarpi er hann kastaði 20,67m. Eins og áður segir urðu tveir Eistlendingar í öðru og þriðja sæti Knattspyrna 1. og 2. deild: Framarar á toppinn Fram er nú komið á topp Sam- skipadeildar, 1. deildar karla í knatt- spymu. Liðið sigraði Stjömuna 1-0 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Það var Pétur Ormslev sem gerði sigurmark Framara úr vítaspymu, þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Heil umferð í 2. deild Þá var í gærkvöld leikin heil umferð í 2. deild karla. Á ÍR-velIi tóku Breið- hyltingar á móti toppliði deildarinn- ar frá Akranesi. í fjörugum og opn- um leik tókst gestunum að hafa öll stigin á brott með sér með því að sigra 0-2. Mörk Skagamanna gerðu þeir Þórður Guðjónsson og Bjarki Gunnlaugsson. Á Akureyri báru Þórsarar sigurorð af Haukum, 3-1, og eru Þórsarar því áfram í öðru sæti deildarinnar. Keflvíkingar héldu þriðja sætinu með 4-0 sigri á Þrótti í Keflavík og nágrannar þeirra úr Grindavík eru í fjórða sæti eftir 1-0 sigur á Fylkis- mönnum, sem gerðu sjálfsmark í leiknum. Þá unnu Selfyssingar botn- lið Tindastóls á Selfossi, 3-1. BL Rallakstur: Feðgarnir sigruðu í Áningarrallinu Feðgamir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Mazda 323 Turbo 4x4, sigmðu í Hótel Áningar-rall- inu sem Bílaklúbbur Skagafjarðar stóð fyrir í nágrenni Sauðárkróks á laugardag. Þeir feðgar hlutu alls 72,40 refsistig, en þeir Ásgeir Sig- urðsson og Bragi Guðmundsson á Metro 6R4 hlutu 74,08 refsistig og urðu í öðm sæti. í þriðja sæti urðu Páll Amarson og Witek Bogdanski á Escort RS 2000 með 74,59 í refs- ingu. í fjórða sæti urðu Steingrímur Ingason og Guðmundur Björnsson á Nissan 240 RS með 76,22. Fimmtu urðu Jón Ebbi Halldórs- son og Birgir Már Guðnason á Lanc- er með 79,47. í sjötta sæti urðu Tómas Jóhannes- son og Þórhallur Matthíasson á Mazda 323 Turbo 4x4 með 82,41. Óskar Ólafsson og Jóhannes Jó- hannesson á Lada Samara urðu í sjöunda sæti á 82,57. Áttundu urðu Sigurður Óskar Sól- mundarson og Vilbogi M. Einarsson einnig á Lada Samara með 91,01. Þeir Tryggvi M. Þórðarson og Jó- hannes Egilsson á Citroen Axel 1300 urðu í níunda sæti með 94,51. Tíunda sætið og það síðasta af þeim sem luku keppni féll í hlut þeirra Björgvins Ármannssonar og Þorleifs Reynissonar á Datsun 140 1600, en þeir hlutu 114,40 í refsingu. BL á mótinu. Kaleta varð annar með 78,24m. Sigurður Matthíasson 81,88m og Yesvsjukov þriðji með UMSE varð fjórði með 77,56 og mj \\ • / ? t tf 1 émmí 'SRILy Einar Vilhjálmsson hjó nærri íslandsmeti sínu í spjótkasti um helg- ina, kastaði 85,30 metra. Tímamynd Pjetur. Unnar Garðarsson ÍR varð fimmti með 71,40m. í kúluvarpinu bar Pétur Guð- mundsson HSK sigur af bróður sínum Andrési sem keppir fyrir Ár- mann. Pétur kastaði 20,67m en Andrés 18,25m. Þriðji varð Stefán Hallgrímsson UÍA með 16,28m. í kringlukasti náðist ekki eins góður árangur og í spjótkastinu og kúluvarpinu. Lettland vann tvö- faldan sigur í greininni, Ubartas kastaði 62,42m og Kidikas 61,44m. Vésteinn Hafsteinsson HSK, varð þriðji með 59,76m. Fjórði varð Sven Inge Valvik Nor- egi með 59,54m. Helgi Þór Helga- son USAH varð fimmti með 52,10m. Önnur úrslit á mótinu urðu þau að Guðmundur Karlsson FH sigr- aði í sleggjukasti með 62,26m. Kristján Gissurarson UMSE sigr- aði í stangarstökki, fór yfir 4,90m. Jón Stefánsson UMF sigraði í 3000m hlaupi karla á 8:49,7. Mart- ha Ernstdóttir ÍR sigraði í 1500m hlaupi kvenna á 4:32,3 mín. Frið- rik Larsen Selfossi sigraði í 800m hlaupi karla á 1:54,19 mín. Guð- rún Arnardóttir UBK sigraði í 200m hlaupi kvenna á 25,22 sek. og í sömu grein karla sigraði Gunnar Guðmundsson FH á 21,8 sek. Þá sigraði Ólafur Guðmunds- son ÍR í 400m grindahlaupi karla á 59,35 sek. BL Knattspyrna - Samskipadeild: KR-ingar sóttu FH-ingar skoruðu - tvö glæsimörk litu dagsins Ijós á Kaplakrikavelli þegar FH vann KR 2- 0 Það sannaðist enn einu sinni á sunnudaginn að það eru mörkin sem telja í knattspymunni. KR-ing- ar voru meira með boltann og áttu mörg marktækifæri, en það voru FH-ingar sem nýttu sín færi og skoruðu tvö glæsileg mörk. Leikurinn var ágætlega leikinn lengst af. Fyrri hálfleikur var fjörug- ur framan af, en datt nokkuð niður eftir að KR-ingar misnotuðu víta- spyrnu á 26. mín. Síðari hálfleikur fór einnig rólega af stað, en síðan færðist heldur betur fjör í leikinn. Áður en áðurnefnd vítaspyrna var dæmd, höfðu KR-ingar fengið kjörið færi tií þess að skora á 5. mín. Ragn- ar Margeirsson var allt í einu á auð- um sjó einn gegn Stefáni Arnarsyni, markverði FH, en Stefán sá við Ragnari og varði með góðu út- hlaupi. FH-ingar fengu einnig ágætt færi er Pálmi Jónsson skaut naum- lega framhjá á 13. mín. En eins og áður segir fengu KR-ingar víta- spyrnu á 26. mín. er Stefán mark- vörður felldi Heimi Guðjónsson í vítateignum. En Stefán bætti heldur betur fyrir klaufalegt brot sitt með því að verja spyrnu Péturs Péturs- sonar alveg út við stöng. Frábær markvarsla hjá Stefáni. Á 55. mín. varði Stefán aftur frá Pétri. Nú eftir óbeina aukaspyrnu frá markteigshorni. Þegar hér var kom- ið við sögu lá mark í loftinu hjá KR, en málin þróuðust á annan veg. KR- ingar fengu forsmekkinn af því sem koma skyldi á 60. mín. er Andri Mar- teinsson skaut í stöng úr skyndi- sókn. Síðar á sömu mínútu fengu FH-ingar aðra skyndisókn, Hörður Magnússon lék inn í vítateig hægra megin, gaf fyrir markið á Andra Marteinsson, sem þar var á auðum sjó. Andri lagði boltann fyrir sig og þrumaði honum síðan upp í þaknet- ið hjá Ólafi Gottskálkssyni, mark- verði KR. Þessar öflugu sóknir FH komu mjög gegn gangi leiksins. En áfram héldu KR-ingar þrátt fyr- ir markið og Stefán varði enn frá Pétri Péturssyni á 69. mín. Það var síðan á 71. mín. að FH-ingar bættu við öðru marki og það átti Hörður Magnússon skuldlaust sjálfur. Hann lék einn í gegnum vöm KR með tvo vamarmenn á hælunum. Áður en þeir náðu að stöðya_ hann lét hano. ríða af þrumuskot og boltinn fór í báðar markstangir KR marksins áð- ur en hann rann aftur fyrir fætur Harðar. Síðari skot Harðar fór rétta boðleið og boltinn þandi netmöskv- ana í hliðarnetinu fjær, alveg út við stöng, 2-0. Eftir síðara markið þyngdist sókn KR-ingar til muna, sem hafði verið nokkur fram að þessu. FH-ingar drógu sig líka til baka og freistuðu þess að halda fengnum hlut. Á síð- ustu 12 mín. leiksins fengu KR-ing- ar fjögur ágæt færi, en inn vildi bolt- inn ekki. Fyrst bjargaði Ólafur þjálf- ari Jóhannesson á línu skalla Atla Eðvaldssonar, Bjarki Pétursson átti skot í þverslá, Stefán varði þrumu- skot Ragnars Margeirssonar og Ólaf- ur Kristjánsson bjargaði loks á línu lúmsku skoti frá Átla. Óvænt úrslit í þessum fjöruga leik og nú hafa FH-ingar unnið fjóra leiki í röð í deildinni. Liðið er nú komið í toppbaráttuna, ásamt Vík- ingum, en fyrir stuttu vom bæði lið- in með falldrauginn á hælunum. Menn leiksins, FH: Stefán Arnar- son, Andri Marteinsson og Hörður . Magpýssc>n..KR: Pétur Pétursson.. BL. Knattspyma-Samskipadeild Óvænt úrslit! Það er óhætt að segja að úr- stit hafl orðið óvænt í 11. nm- ferð 1. deildar. Signr FH á KR var nokknð sem fáir áttu von á og sama er að segja um önnur urslit á sunnudagskvöldið. { Garði unnu Víðismenn sinn fyrsta sigur í deildinni, á Eyja- mönnum, 5- 2. Grétar Einars- son, Daníel Emarsson, Stein- ar Ingimundarson og Björg- vin Björgvinsson skoruðu fyr- ir Vfði og eitt markið var sjáifsmark ÍBV. Mötk ÍBV geröu þeir Jón Bragl Amarson og Hlynur Stefánsson. KA vann UBK Á Akureyri unnu KA-menn mikilvægan sigur á Breiða- bliksmönnum og færðust því úr fallsætinu f biii að minnsta kostl. Árni Hermannsson náði for- ystu fyrir KA, WÍBum Þór Þórsson jafnaði, en síðan tiyggðu þeir Pavel Vandas og Ormarr þjálfari örlygsson KA sigur í ieiknum, 3-1. Víkíngar f þriöja sætiö Víkingar lögðu Valsmenn að velB og það á hcimavellí sín- um í Fossvogi. Sigurmark Vikinga í 1-0 sigri gerði Cuð- mundur Steinsson, en hann lék nú með á ný eftir siæmt kinnbcinsbrot. BL Knattspyrnuúrslit: 1. deild ru tm 9 a KA-Breiðahlik ••«••••••• ••••••3** 1 Víðir-Vestmannaeyjar ......5-2 Vfldngur-Valur •.»•«•••«.••.*•• ÍL**Ö Fram-Stjaman----------—1-0 Staðan ( Í. deild- SAMSKIPADFJUMNI Fram ......11 6 2 2 15- 0 23 KR--------1163 2 22- 7 21 Vfldngur -.11 6 0 5 17-16 18 FH--------115 2414-12 17 BreiðabHk 114 4 3 17-16 16 ÍBV.......1151519-19 16 Valur-----11 4 2 5 14-15 14 KA ..........11 416 11-14 13 Stjaraan „113 3 513-17 12 Víðir .—11 12813-29 5 2. deild ÍR-ÍA ...................0-2 Þór-Haukar .••••*•••.•••••.• ••••3** X Keflavik-Þróttur ..............4-0 Grindavflc-FyUdr......„..1-0 Selfoss-Tindastóll ...........3-1 3. deild Dalvík-Völsungur ....«...4-0 b!4k .............................2-i SkaDÍ^m imhróttor Ne$* ..2-2 Reynir Á«-Magni .4-6 Staðan í 3. deild: Dahúk.....1172 2 25-1623 Uiflur.....971 126- 6 22 BÍ--------1153 3 17-10 18 Skailagrímur 115 3 3 26-26 18 ÍK........113 44 19-22 13 Vöisungur 113 4 4 11-18 13 ÞrótturNes. 112 5 4 20-19 11 ReynlrÁ. 1132618-3011 Magni .....10 3 1 6 23-29 10 KS........10136 6-15 6 4. deild TBR-Njarðvífc ..........1"6 Lelknir-Bolungarvík ,..„..4-1 Geislinn-Vfldngur ól. •••••2*9 Aftureiding-Ármann Víkverji-Stokkseyri •»■••••••6-2 ..............0-2 Ámkur-Léttir ,„..„.,„.„..1-1 HSÞ b-UMSE b............2-0 Þrjnnur-SM *#*»••♦ *#***#**e»**«2-Ö Hvöt-Kormákur *.***.**».**»»3-l Höttur-Einherji : i»»*»e«*'*e«*»*i3“Ó. Leiknír-KwSH —»»*..»*.»**.»,..5-l Huginn-Sindri Vaiur-Anstri ♦**»»**»»**»»**»**»2-2 1. deild koenna KR-Týr ••.•.»a..»»«.*».*...»...**7’*0 Valur-KA •»«••»«••»«•••••••••••••7-2 ÍA-KA ;**»»**•»**•»*•***•»*♦•»***»* 6-0 Staðan i 1. deildkvenna: Akranes .„.9 71 1 37- 5 22 KR ......„„8 7 0 1 28- 8 21 Valur „...„„9 6 2 130- 6 20 BreiðabHk .741211-9 13 ÞÓrAk. „...62 13 11-17 7 KA.........912610-28 5 ÞrótturN. .8 107 7-24 3 *vt“—.....8 0 1 7 4-42 1

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.