Tíminn - 09.08.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.08.1991, Blaðsíða 7
Föstudagur 9. ágúst 1991 Tíminn 7 Þórarinn Þórarinsson: Skýjaborgir Jóns Baldvins Fyrir nokkru var Uffe Elleman- Jensen, utanríkisráðherra Dana, hér á ferð í boði Jóns Baldvins og bar Jón mikið lof á hann, því hann hefði lofað að styðja innan EB tollfrjálsan innflutning á ís- lenskum Bski. Taldi Jón þetta mikinn sigur. Höfuðstöðvar EB í Brussel Reykjavíkurbréf Morgunblaösins var hins vegar ekki eins hróðugt eftir þennan sigur, því danski ráð- herrann hafði sett skilyrði sem var annað en ákjósanlegt. Hann lét það fylgja að á móti frjálsum aðgangi að mörkuðum EB yrði að koma frjáls aðgangur skipa frá löndum bandalagsins að íslenskum höfn- um, sem m.a. gerði þeim mögulegt að flytja fisk frá Grænlandi til Is- lands, sem annaðhvort yrði fluttur þaðan til EB eða seldur á íslensk- um fiskmörkuðum. Haft er eftir Uffe Elleman-Jensen að um þetta þurfi að nást sam- komulag við Grænlendinga, en Mbl. telur það erfítt og e.t.v. útilok- að. Síðan segir í Reykjavíkurbréfi Mbl.: „En jafnvel þótt samningur náist við Grænlendinga, vaknar sú spurning, hvort hægt sé að treysta fiskiskipum frá Evrópubandalags- ríkjunum. EB-ríkin eru þekkt fyrir að brjóta alla samninga. Fiskiskip ffá þessum ríkjum eru þekkt fyrir að svindla á kvótum eins og þau framast geta, eins og Kanadamenn þekkja, og jafnvel fyrir ofbeldi á fiskimiðum eins og írar hafa kynnst af hendi Spánverja. Hvaða tryggingu höfum við fyrir því að þau veiði aðeins 50 þúsund tonn af karfa en ekki 100 þúsund tonn, ef við auðveldum þeim það með því að hleypa þeim inn í okkar hafnir? Það eru sjónarmið af þessu tagi sem hljóta að koma til skoðunar f sambandi við þá yfirlýsingu sem danski utanríkisráðherrann gaf á blaðamannafundinum á föstudag." Undir þessi vamaðarorð Mbl. 28. júlí er fyllsta ástæða til að taka. f tilefni af þessu er óhætt að segja að íslendingar eigi viðsjárverðan vin þar sem er Uffe Elleman-Jensen. Hvernig myndi td. dómstóll Efna- hagsbandalagsins úrskurða ef EB ríki færu fram á að mega kaupa fisk á íslenskum fiskmörkuðum fyrst þau mættu selja fisk þar? Hvað yrði þá eftir handa íslenskum fiskverk- unarstöðvum? Það er nú ljóst orðið að danski ráðherrann hefur ekki orðið ís- landi slíkur bjargvættur innan EB og ætla mátti af hóli Jóns um hann. Annars er þetta ekki nema ein af mörgum skýjaborgum, sem sprott- ið hafa upp í heilla Jóns í sambandi við samninga um evrópskt efna- hagssvæði. Þessar skýjaborgir voru t.d. mjög áberandi þegar hann ræddi við Bjarna Einarsson um þetta mál í sjónvarpinu. Hann full- yrti þar að íslendingar myndu græða svo milljörðum skipti á aðild að efnahagssvæðinu. Allt er þetta byggt á skýjaborgum eða breyttri framleiðslu íslenskra fiskiðnaðar- vara, en allt er óvíst um hverjar þær vörur væru eða hvaða verð fengist eða hversu mikið magn myndi seljast. Þessar fullyrðingar eru þannig byggðar á skýjaborgum en ekki haldbærum rökum. Jón fylgdi þar í slóð manna sem gefa sér tölur og byggja síðan á þeim sem öruggum staðreyndum. Það spáir ekki góðu að Davíð Oddsson lét það verða eitt fyrsta verk sitt að gefa slíkum skýja- glópi fullt umboð til að leiða samninga um EES til lykta. Fyrsta afleiðing af því var sú full- yrðing Davíðs að ísland hefði unnið stórsigur á Luxemborgar- fundinum, sem í reynd var ekki annað en marklaust heiðurs- mannasamkomulag, líkt og sam- komulag Davíðs og Jóns í Viðey. Sigurinn í Luxemborg var ekki annað en ein af skýjaborgum Jóns. Þjóðin ætti að hætta að láta blekkjast af skýjaborgum Jóns Baldvins. Það er nóg að hann blekkist sjálfur. ÚR VIÐSKIPTALÍFINU ÁRNAÐ HEILLA Arðsækin sovésk fyrirtæki: KONTSERNY f Ráðstjórnarríkjunum hefur stöðumaður eignasjóðs rflds- nú verið tekinn upp markaðs- ins, gerir sér vonir ura, að 25% búskapur á allnokkrum sviðum alis þungaiðnaðar hafi tekið efnahagslífs. Sagði Newsweek þetm umskiptum í árslok 1992. svo frá 22. júlí 1991: „(Ýms- Áður en lýkur, kunna 70% allra um) ráðuneytum efnahags- eigna að hafa verið teknar úr mála, sem víða teygja anga eigu ríldsins, en vopna-, flutn- sína, er verið að umbreyta í arð- inga- og iinnur lykilfyrirtæki sækin fyrirtæki (corporations), verða áfram f höndum rikisins. sem nefnd eru kontserny. Víós En margir starfsmenn við vegar um landiö hafa afurða- kommúnísk efnahagsembætti markaðir verið opnaðir, sumir eru að breyta ríkisstofnunum þeirra með þátttöku útlendra sínum í fyrirtæki - og sjálfum miðlunarfirma ... Þar með er sér f athafnamenn. Að einu ekki sagt, að Ráðstjórnarríldn mati á þessum máium hafa frá séu í þann veginn að taka upp ársbyrjun 1991 verið mynduð markaösbúskap. Umbótamenn 126 kontsemg, 54 iðnsambönd eru manna fyrstir til að viður- og 1.500 samtök, að miklu leyti kenna, að iandið vanhagi enn upp úr ráðuneytum, sem nú um ýmsa þá þjónustu, sem þró- sækjast eftir arði. Margt, sem uð hagkerfi þarfnast: Fjár- miklu varðar, skilur með gömlu mögnunarbanka, vátryggingar- ráðuneytunum og kontsemy. félög, bókhaldsfirmu, fjar- Þau hafa ekki vald til að ráða skiptakerfi á háu stigi. „Spá- forstjóra að verksmiðjum, svo kaup varða enn við lög; að þan hafa eklri fyrri kverkatök athafnamenn á eigin reikning á efnahagslífinu. — Ráðuneyti hljóta að brjóta lög f daglegri timburiðnaðar verður tekið sýslan sinni. Og svartur marit- sem dæmi. í ársbyrjun (1991) aður blómstrar, og gremju ai- var afnám þess boðað, og 1. júlí mennings vegna gróðastarf- tílkynnti það sig biátt áfram seminnar verður vart í skefjum vera Rússneskt framleiðsiufyr- haldið. Á meðal þeirra, sem irtæld timburvarnings. Ráð- saman núa höndum, er Míkhael herrann fyrrverandi, Vladimir Gorbachev. „Það er verra en Melnikov, er formaður stjórnar KIondyke-guIlæðið,“ var nýlega þess. Hann situr f fyrri skrif- eftir honum haft.“ stofu sinni í gömlu ráðuneytís- „Sovéskir löggjafar hafa samt byggingunni, stemsnar frá að- sem áður snúið sér að lagaleg- alstöðvum KGB í Moskvu. Sum um og sldpulagsiegum tálmun- sovét(lýðveidanna) telja þessa um efnahagslegrar framvindu. framvindu sprottna af henti- Æðsta ráðið, sem og 15 sovét- stefnu gömlu kommúnistafor- lýðveidanna, hafa samþykkt ný ingjanna, en Önnur sætta sig iög, sem miða að því að einka- við hana.“ væða þorrann af rfldseigum í „{ Ráðstjórnarríkjunum eru Ráðstjómarríkjunum, en þær verkamenn hinir eiginlegu nema 90% allra eigna f þeim. fhaldsmenn f efnahagsmálum. Sum týðveldanna hyggjast hefia Sterkar almanna raddir kveða á söiu íbúðarhúsnæðis, lítilla um, að meirihluti hlutabréfa í búða og þjónustustöðva innan fyrirtækjum skuii fengin fárra mánaða. Alrfldð mun starfsfólki í henáur, en það eru breyta stórum fyrirtækjum í eins konar ný-sósíaíísk jöfnun- hiutaféiög og sameignarfélög arferii, sem kunna að standa (collectively owned compani- þróun markaðsbúskapar fyrir es). Stanislas Assekritov, for- þrifum.“ Sextugur í dag: Einar Laxness Mikil nauðsyn er það suðumanni, að potturinn sé heill, ef ekki þá glatast innihald í eld niður og eldamaðurinn verður ergilegur. Mér koma sannindi þessi í hug árla morgunsins er sól skín á Djúpið og ég hugsa til foms vinar míns frá stúdentsárunum og æ síðan. Vinátta okkar var heil og endingargóð í þessum annars hverfula heimi, orðin löng, og varir úr þessu óbrotgjöm svo sem góður pottur góðs eldameistara, sem viðheldur sínu áhaldi af natni. Það er með vináttuna eins og ástina: það þarf að rækta hana. Hávamál um vináttuna: „... geði skaltu við þann blanda/og gjöfum skipta/fara að finna oft.“ Hefur Einar jafrian fært mér á ferðum sínum hér í vestrinu eitthvað gott, eintak bókar, hljómplötu ... í þessari samantekt er ættfærsla óþörf. Einar er sonur Halldórs skálds og Ingu Laxness, leikkonu, þáverandi konu skáldsins, en dóttur Einars Am- órssonar prófessors og ráðherra, en eftir hann liggja mikil skrif um lög- fræðileg og söguleg efni. Sagnfræði átti og á hug Einars allan, svo og húmanfsk fræði almennt og liggja hin bestu verk eftir hann á þessu sviði og vil ég nefna uppsláttar- rit í íslandssögu, tveggja binda verk er Menningarsjóður gaf ÚL Koma fram í verki þessu þær eigindir er við vinir hans urðum snemma varir við í fari hans: nákvæmni án smásmugu og skörp athyglisgáfa, ásamt virðingu hans fyrir viðfangsefninu hverju sinni. Vinnubrögð hans vönduð, gengið úr skugga um, fullvissað sig, flett upp, borið saman. Veitist honum þetta létt verk, borið saman við marg- an annan, fljótur að átta sig, snar í hugsun, - og hreyfingu, ef svo ber undir, lifir lífinu lifandi. Fáum árum eftir kandídatspróf í sögu kom út mik- ið verk frá hans hendi um Jón Guð- mundsson ritstjóra, ævisaga hans, en hvati að því verki var m.a. sá, eins og segir í eftirmála, að honum fannst þessi samheiji Jóns Sigurðssonar í sjálfstæðisbaráttunni hafa legið óbættur hjá garði. Hefur Einar bætt rækilega úr því, en að öðru lýsir þetta viðhorf höfundi verksins vel. Sameiginlegar minningar okkar frá cand. mag. stúdentsárunum eru margar, bæði um menn og málefni, enda ævintýri ýmis, og áhugamál áttum við mörg. Stúdentapólitík var nokkuð hörð í þá daga, en útlendur her settist hér að í byrjun áratugarins. Var það ekkert fagnaðarefni róttækum, en fyrir þá sat Einar í stúdentaráði eitt skeið, og tók að jöfnu góðan þátt í því andófi er uppi var haft gegn dvöl þessa veslings fólks hér á eyjunni. Má vera að slíkt viðhorf hafi gefið vinum hersetu átyllu til að bendla unga menn þeirrar tíðar frekar við hugmyndakerfi, sem nú berja nestið, en raun var á. Minnist ég þess er Einar tók að hefja máls á þessum hlutum í hópi gamalla félaga, að mér þótti nóg um. En glöggskyggni hans, víðtæk þekking og ekki síst næmleiki fyrir mönnum og atburðum leiddu hann til þess sannleika, að hér var ekki heill pottur á hlóðum hafður, þótt fægður væri utan, svo og hins að þeim skeggjaða soðgreifa, er þar fór með þvöru langan dag, lá í léttu rúmi þótt eitthvað læki í eld, af nógu að taka á þeim bæ.... Um þennan tíma allan, hina góðu tíð ungra ára og það andrúmsloft er ríkti í hópi kunningja og vina, og Einar átti sinn þátt í að móta, verður ekki fjasað hér, en á það bent að fyrir þá er áttu gott vor, gildir nú að eiga eigi síðra haust með fögrum litum síðsumars- ins og angan úr runna. Það fór að líkum að Einari voru falin mörg trúnaðar- og stjómunarstörf á sviði menningarmála. Þannig átti hann sæti í Menntamálaráði langar stundir - tók þar reyndar fyrst sæti innan við þrítugt, formaður þess um skeið. Forseti Sögufélagsins árum saman og fór þar í fótspor afa síns og nafna Amórssonar er þar var í forsæti frá 1935 til æviloka. Veit ég það af samstarfsmönnum hans að þar þótti fara góður liðsmaður, er Einar var, og leysti hann öll þessi störf af hendi af skömngsskap, hefur enda notið þar yfirgripsmikillar söguþekkingar sinn- ar og bókmennta. Hin síðari árin hefur hann setið í Landshöfðingjahöllinni gömlu og fell- ur vel í það landslag er þar er innan veggja og hefur með höndum Bókaút- gáfu Menningarsjóðs, framkvæmda- stjóri þar. Ég þakka þér sextugum góð kynni. Minnist ferðalaga okkar og ótal margra stunda annarra, einnig á þínu heimili. Og ekki get ég svo skilist við þessar línur að ég flytji ekki þakkir til frú Elsu, fyrir alúðíegar móttökur jafnan er ég hef litið inn á ferðum mínum við Faxaflóann. Mér býður í gmn að vinir hans hittist í dag að drekka afmæliskaffið og sam- fagna á þessum degi afmælisbami, sem á að baki giftudrjúgt starf á vett- vangi þeim er hann helst hefði kosið sér. Má raunar segja að hann hafi eflst af starfinu og starfið af honum, svo mjög sem honum er umhugað að þeir hlutir gangi fram er hann hefur af- skipti af. - Föstudagurinn í dag er dagur Romanusar og er fyrir þá sök merkilegur, svo og afmælisins vegna, þess er áminnst hefur verið. En einnig má sjá í Almanaki Hins íslenska þjóð- vinafélags, að hann er hinn eini dagur í þessari viku með því nafni. Má ein- hverjum verða slíkt til umhugsunar, því varla er um prentvillu að ræða, og gæti þá einhver spurt sjálfan sig: Af hverju eru þeir ekki tveir? Enn: Þakkir.... Á degi Ciriacusar, Baldur Vilhelmsson prófastur, Vatnsfirðl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.